Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 B 7 bílar „FYRST leggjum við niður fyrir okkur forgangsatriðin sem byggð eru á greiningu á kaupendahópnum. Þarna skipta miklu máli þættir eins og kostnaður þess að eiga og reka bílinn, öryggi og einnig ánægja kaupandans. Þar koma inn í þættir eins og útlit og akstursþægindi. Við ákváðum, í því skyni að hámarka ánægju kaupandans, að gera nýjan Avensis að evrópskum bíl,“ segir Suguya Fukusato, yfirhönnuður Avensis, í samtali við Morgunblaðið. Fukusato hefur starfað sem hönnuður hjá Toyota í 30 ár. „Fyrir tveimur og hálfu ári leituðum við í smiðju evrópskra, bandarískra og japanskra hönnuða og báðum þá um að teikna drög að hinum nýja bíl. Við völdum nokkrar þeirra úr og í kjölfarið hófst hönnun bílsins í Frakklandi. Avensis er eingöngu hannaður fyrir Evrópu. Þetta þýðir það að þessi bíll er einvörðungu til sölu í Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn sem við hönnum bíl einvörðungu fyrir evrópskan markað.“ Hvað er það sem er svo breytilegt í smekk Evrópumanna og Japana? „Í Japan búum við við ýmsar reglugerðir sem lúta að stærð bíla. 4,7 m langir bílar og 1,7 m breiðir eru hefðbundnir í Evrópu og af þessum málum ræðst útlitið. Bílastæði eru t.a.m. gerð í þessari stærð. Evrópskir bílar eru almennt stærri en japanskir bílar og auk þess er smekkur Japana og Evrópubúa gerólíkur. Af þeim sökum ákváðum við að hanna Avensis eingöngu fyrir Evrópu.“ Hvernig getur þú sem Japani þekkt og skynjað tískusmekk Evrópumanna? „Ég var svo lánsamur að flytja til Þýskalands fyrir tíu árum og þar bjó ég í fjögur ár. Þar vorum við í samstarfi við Volkswagen um smíði Taro-bílanna. Þar átti ég í miklum samskiptum við Þjóðverja og einnig birgja fyrirtækjanna. Í framhaldi af því fór ég í mikið ferðalag um Evrópu og hef komið til flestra Evrópulanda og sogið í mig áhrif þar.“ Til hvaða bíla var einkum litið sem fyrirmynda að nýjum Avensis? „Við ákváðum að hafa sterk útlitseinkenni á Avensis og þess vegna höfum við ekki beinar fyrirmyndir. Engu að síður höfðum við nokkra bíla sem viðmið. Viðmið fyrir aksturseiginleikana voru t.a.m. Ford Mondeo og Peugeot 406. Hvað ytra útlit varðar var viðmiðið Audi A4. Að innan var viðmiðið VW Passat og frágangur og efnisval var Mercedes-Benz.“ Gerðum Avensis að evrópsk- um bíl gugu@mbl.is Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Suguaya Fukusota, yfirhönnuður Avensis, við sköpunarverk sitt. alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.