Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hendingarúr lof-söngnumÓ, guð vors lands eftir Matth- ías Jochumsson prýða um þessar mundir glugga og veggi verslana GK í Kringlu og við Laugaveg. Þjóð- söngurinn blasir við vegfarendum og viðskiptavinum í þráðbeinni línu, annars vegar á gleri en hins vegar á veggjum í versluninni sjálfri. Uppá- tækið hefur að sögn eigenda vakið athygli, en ráðgert er að skreyt- ingin verði uppi fram á sumar. Einlægur virðingarvottur „Þetta hefur vakið talsvert mikla athygli, sér í lagi á Laugaveginum þar sem við erum með mjög stóra glugga. Hugmyndin varð til hér inn- an húss og er í raun ákveðið fram- hald á bolunum með skjaldarmerk- inu sem nutu gífurlegra vinsælda hjá okkur í fyrra. Þegar við fáum hugmynd fylgjum við henni gjarnan alla leið og þetta er hluti af því,“ segir eigandinn Gunnar Hilmarsson og bætir við að innan skamms verði á boðstólum bolir í sama stíl, þ.e.a.s með áletruðum hendingum úr þjóð- söngnum. „Ég er hrifinn af því að tengja búðina við íslensk tákn og gildi. Þetta er líka hugsað sem ákveðinn virðing- arvottur gagnvart þjóðsöngnum, sem mér finnst allt of lítið notaður. Það hefur einmitt komið í ljós að sumir fatta hreinlega ekki að þetta sé þjóðsöng- urinn – svo illa þekkja þeir hann – og það er sorglegt. Sumir giska á að þetta sé bara eitthvert trúarstef.“ Útlendingar mjög áhugasamir Hver lína sálmsins er einnig birt á veggjum og rúðum á ensku, notuð er gömul þýðing Jakobínu Johnson sem finna má á sérvef um Þjóðsöng Íslendinga á slóðinni www.musik.is. Gunnar segir að ákveðið hafi verið frá upphafi að hafa enska útgáfu með, enda séu útlendingar ekki síð- ur hrifnir af íslensku „línunni“ en aðrir. „Mikið af ferðamönnum kaup- ir hjá okkur fatnað með íslenskum áletrunum og taka með sér til minja. Þeir eru mjög áhugasamir og pæla skemmtilega mikið í þessu með þjóðsönginn. Á Laugaveginum læt- ur nærri að helmingur viðskiptavina okkar á sumrin sé útlendingar, þannig að þetta verður örugglega uppi hjá okkur fram á sumar.“ Sem fyrr segir var hönnun skreytingarinnar í höndum innan- búðarmanna, en fagmenn skáru út Þjóðsöngurinn og gínurnar Morgunblaðið/Sverrir Línurnar úr þjóðsöngnum eru birtar á íslensku og innan sviga á ensku. Myndir teknar í GK-mönnum og GK-konum. Veggskreyting í tískuverslunum S IGRÍÐUR Sunneva Vig- fúsdóttir hefur skapað sér nafn sem fatahönn- uður á síðustu árum og hefur mikið notað mokkaskinn í fötin sem hún hann- ar. Hún segist alla tíð hafa ætlað sér að koma fram með híbýlalínu en ekki hefur orðið af því fyrr en nú að hún kynnir línu sem sam- anstendur m.a. af púðum, ábreið- um og inniskóm úr mokkaskinni og austurlensku silki. „Ég byrjaði að vinna að þessu síðasta vor. Híbýlalínan er hlið- arlína og er spennandi útvíkkun á mínu sérfagi sem er fatahönnun,“ segir Sunneva. Hún hefur starfað við fatahönnun í meira en áratug og er orðin þekkt í sínu fagi, sér í lagi fyrir skinnfatnaðinn. Hún notar aðallega skinn í nýju híbýlalínuna og er það allt nátt- úrulega grátt. Silkið notar hún með en það er japanskt antiksilki, m.a. fyrrverandi belti af japönsk- um kímonóbúningi. Skinnin fær Sunneva frá Skinna- iðnaði á Akureyri og Loðskinni á Sauðárkróki. Einnig notar hún roð frá Sjávarleðri á Sauðárkróki, m.a. í bryddingar á inniskóna í þessari línu. Skinnið kemur af sérstaklega ræktuðum sauðastofni af Suður- landi en Feldfjárfélagið, sérstakur félagsskapur á Suðurlandi, hefur beitt sér fyrir ræktun þessa upprunalega sauðfjár- stofns sem einungis er að finna á Íslandi, Græn- landi og í Færeyj- um. Féð er grátt og nokkuð mislitt og Sunneva orðar það þannig að kindurnar séu með nátt- úrulegar strípur enda eru margir gráir tónar í gærunum og setja mikinn svip á hvort sem um ábreiður, púða eða fatnað er að ræða. Ábreiður, inniskór og púðar Sunneva hefur rúmgóða vinnustofu við Skúlatún í Reykjavík. „Ég hef verið hér í tvö ár og þetta er frábær stað- ur. Svo er fyrirkomulagið þannig að ég hanna og verktakar sjá um sniðagerð, saumaskap og markaðs- setningu. Það kemur mjög vel út.“ Sunneva hefur allt frá því hún byrjaði að vinna með skinn geymt allt skinn sem gengið hefur af og saumað það saman. „Þetta kem ég til með að nota í híbýlalínuna. Þeg- ar maður vinnur með skinn safnast upp miklir afgangar og mikilvægt að hafa í huga að skinn er ekki Svipmikið úr Norðrið og austrið mæt- ast í híbýlalínu fata- hönnuðarins Sigríðar Sunnevu Vigfúsdóttur. Svipmikið skinn af ís- lensku sauðkindinni og fínlegur austurlenskur vefnaður fléttast saman í línu Sunnevu. Stein- gerður Ólafsdóttir skoðaði híbýlalínuna. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ný híbýlalína austri og fínlegt úr norðri 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.