Morgunblaðið - 27.03.2003, Page 4

Morgunblaðið - 27.03.2003, Page 4
4 B FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NCEBIT-SÝNINGIN  C EBIT upplýsingatækni- sýningunni miklu lauk í Hannover í Þýskalandi sl. miðvikudag. Þátttaka var nokkru minni en hef- ur verið síðustu ár, en þó talsverð; alls sóttu um 560.000 gestir sýn- inguna heim og sýnendur voru 6.500 og enn er CeBIT því stærsta sýning sinnar tegundar í heimi. Undanfarin níu ár hefur Útflutn- ingsráð verið með sérstakan bás á sínum snærum þar sem íslenskum tæknifyrirtækjum hefur gefist kost- ur á að sýna framleiðslu sína. Básinn hefur jafnan verið í sýningarhöll fimm, en hallirnar, sem eru allar gríðarlega stórrar, eru á þriðja tug- inn. Á bás Útflutningsráðs að þessu sinni voru fyrirtækin HB Internat- ional / Hugbúnaður, Kögun, Snerpa og Design Europea, en einnig hafði fyrirtækið Vagnsson, sem rekur vef- hýsingarfyrirtækið VefHotel.com í Karlsruhe í Þýskalandi, þar aðstöðu. Hugbúnaður var að sýna í níunda sinn á CeBIT, Snerpa hefur áður sýnt, en Kögun var að taka þátt í fyrsta sinn og Design Europa var einnig með í fyrsta sinn. Starfsmað- ur frá síðastnefnda fyrirtækinu var þó ekki á sýningunni nema fyrstu tvo dagana og tók Útflutningsráð að sér kynningu fyrir það að öðru leyti. HB International / Hugbúnaður Eins og fram hefur komið hefur HB International eða Hugbúnaður tekið þátt í CeBIT sýningunni frá því Út- flutningsráð hafði forgöngu um að koma upp íslenskum bás 1996. Stef- án K. Magnússon segir að fyrirtækið sé að sýna Centara kassahugbúnað fyrir Windows og kynna CenTux, sem er Linux-útgáfa af Centara. „Við erum að sýna nýja útgáfu af Centara sem hefur verið í þróun hjá okkur undanfarin ár og er svo end- urbætt að það er eins og ný vara. Svo erum við að kynna Linux-útgáfuna af Centara sem vakið hefur talsverða athygli,“ segir Stefán. „Menn eru mjög spenntir fyrir CenTux enda spá menn mikið í kostnaðinn nú um stundir; með Windows útgáfu þarf að borga hugbúnaðarleyfi fyrir hvern kassa og ég held að XP-leyfið sé ekki undir 15.000 kr. á hvern kassa svo Linux-útgáfa sparar mikla peninga ef menn eru með mörg hundruð kassa eða kannski þúsundir kassa.“ Stefán segir að það skipti mjög miklu máli að vera með á CeBIT og þá að mæta alltaf. „Við verðum varir við það að stóru fyrirtækin taka ekki mark á mönnum nema þeir séu á staðnum reglulega. Ég varð fyrir því núna áðan að talsmaður eins stórfyr- irtækis sagði við mig að menn þar á bæ hefðu verið að fylgjast með okkur og það að við mættum svo vel sýndi að það væri eitthvað spunnið í það sem við værum að kynna – nú væri kominn tími til að setjast niður og ræða um viðskipti.“ Snerpa Að sögn Björns Davíðssonar, þróun- arstjóra Snerpu, sýndi Snerpa líka á síðasta ári á CeBIT, á bás Útflutn- ingsráðs, og reynslan af því var svo góð að ákveðið var að vera aftur með. Hann segir að Snerpa hafi kynnt tvennt á CeBIT, annars vegar INmobil hugbúnað, sem veitir net- samskipti í gegnum gervihnatta- síma, og hins vegar INfilter vef- gæslu, sem er sía á efni sem berst um Netið og gjarnan notuð til að tryggja að ólöglegt eða vafasamt efni berist ekki inn í fyrirtæki eða skóla. Snerpa rekur INmobil sem þjón- ustu í samvinnu við Radíómiðun og veitir þannig þjónustu til skipa um allan heim. Sem stendur nota 35 skip búnaðinn en þjónustan nær einnig til fleiri kerfa, til að mynda til skipa á grunnslóð sem notað geta NMT-sím- kerfið þannig að þegar allt er talið nýta um 70–80 skip þjónustuna. Björn segir að vel hafi gengið að kynna þessa tækni á sýningunni enda sé samkeppni á þessu sviði mjög lítil. Hann segir að Snerpa hafi áður kynnt þessa þjónustu á sjáv- arútvegssýningum og gengið mjög vel, en hann hafi í sjálfu sér ekki átt von á að fá mikil viðskipti út úr því að sýna hana á CeBIT. „Við erum að- allega hér til að kynna það sem við köllum INfilter vefgæslu, vefsíu sem kemur í veg fyrir að óæskilegt efni berist inn í tölvunet fyrirtækja, skóla eða stofnana. INfilter lokar fyrir að- gang eftir IP-vistföngum vefþjóns þess sem efnið sem hindra á er hýst á. Þetta þýðir að allt efni vefþjónsins er stöðvað með einni skráningu, en við erum nú með 39.540 IP-vistföng skráð,“ segir Björn. Hann segir að þeir hafi sýnt þessa lausn á síðasta ári og þá hafi menn sýnt því nokkurn áhuga og þeir fengið út úr því góð sambönd en að nú sé áhuginn enn meiri og þeir hafi gert mun betur. „Við komum ekkert hér með glampa í augum, vitum hvað við erum lítill partur af þessari sýningu, en sýn- ingin kemur mjög vel út fyrir okkur að þessu sinni. Sérstaklega verðum við varir við mikinn áhuga frá músl- imalöndum sem eru mörg að komast í samband um þessar mundir.“ Kögun Kögun tók nú þátt í CeBIT í fyrsta sinn og segir Örn Arason sölufulltrúi hjá Kögun að fyrirtækið sé að kynna hugbúnað og þjónustu á sviði sam- þættingar upplýsingakerfa en Kög- un hefur gert búnað sem auðveldar að samþætta Microsoft Navision við- skiptakerfið við önnur upplýsinga- kerfi. Örn segir að um þrennskonar lausnir sé að ræða. „Við kynnum búnað fyrir Navision-kerfi sem lýsa má sem verkfærum sem hjálpa mönnum að samþætta ólík upplýs- ingakerfi.“ Örn segist ekki verða var við marga aðra sem séu að fást við sömu hluti og því ekki mikil samkeppni á þessu sviði, „við völdum okkur nægi- lega litla syllu til að vinna á. Þeir sem eru að fást við samþættingu upplýs- ingakerfa eru yfirleitt mjög stór fyr- irtæki en við erum að kynna lausnir fyrir meðalstór fyrirtæki sem notast við Navision og það virðast ekki svo margir sem eru á þeim markaði,“ segir Örn en Navision hefur góða markaðsstöðu í Þýskalandi meðal lít- illa og meðalstórra fyrirtækja og mjög góða markaðsstöðu á Norður- löndum. Þátttaka Kögunar í CeBIT er þrí- þætt að mati Arnar; að komast í gagnagrunn sýningarinnar með lyk- ilorð sem tengjast fyrirtækinu og lausnum þess, ná til þeirra sem koma á sýninguna beinlínis í leit að slíkum lausnum og ná líka til fyrirtækja meðal sýnenda sem þurfa á lausnum Kögunar að halda til að geta aukið sína þjónustu. Örn segir að Kögun hafi og komist í samband við talsvert af líklegum eða hugsanlegum við- skiptavinum og samstarfsaðilum á sýningunni og þó vitanlega eigi eftir að koma í ljós hvað komi út úr þeim samböndum hafi þátttakan í sýning- unni gefið góða raun að sínu mati. „Það hefur í sjálfu sér ekkert upp á sig að vera íslenskum bás frekar en að vera einir, þ.e. við erum ekkert að ná frekari árangri fyrir það að vera íslenskt fyrirtæki. Það gaf hins veg- ar augaleið að við hefðum ekki verið með á sýningunni ef við hefðum þurft að gera þetta sjálfir. Við kom- um einfaldlega hingað, stungum tölvunum í samband og vorum þar með byrjaðir að sýna og byggjum þar á reynslu og þekkingu Útflutn- ingsráðs,“ segir Örn. Fimm fyrirtæki á íslenskum sýningarbás Útflutningsráð Íslands var með bás á CeBIT-upplýsingatæknisýningunni í Hannover í Þýskalandi. CeBIT-upplýsinga- tæknisýningin er með- al helstu viðburða í upplýsingatæknigeir- anum. Árni Matthíasson fór á sýninguna og ræddi við íslenska þátttakendur á henni. Á CEBIT sýndu fjögur íslensk fyrirtæki á bás Útflutningsráðs, en eitt íslenskt fyrirtæki var á sænskum bás, Icepage, sem hefur verið rekið í Svíþjóð alla tíð og var boðið sér- staklega að vera með. Sem stendur starfa þrír Íslendingar hjá Icepage, Rúnar Hreinsson, sem stofnaði fyrirtækið, Hugrún Guðmunds- dóttir og Ásgeir Guðjónsson, en að auki er einn sænskur starfsmaður og að sögn Rúnars stendur til að bæta öðrum við fljótlega. Rúnar og Hugrún eru búin að búa ytra í tólf ár, en Ásgeir tíu. Sjálft fyrirtækið er á sjö- unda ári, sem er allhár aldur á netfyrirtæki, en að sögn Rúnars hefur fyrirtækið aldrei fengið inn fjárfesta eða tekið bankalán; það byrjaði sem tómstundagaman hans og hefur síðan undið upp á sig. Rúnar segist hafa byrj- að með BBS, korktöflukerfi með innhring- isambandi, og síðan hafi hann færst inn á Net- ið eftir því sem það opnaðist. „Ég byrjaði í heimasíðugerð og það má segja að hýsingin hafi komið meira og minna af sjálfu sér, enda vildu menn fá hýsingu fyrir síðurnar þegar þær voru tilbúnar og þar sem það var rándýrt að hýsa síður í Svíþjóð á þeim tíma fann ég fyrirtæki í Bandaríkjunum sem ég keypti fullt af plássi hjá og seldi síðan á sænskum mark- aði,“ segir Rúnar. 1998 var svo komið að tengingin milli Bandaríkjanna og Evrópu var ekki nógu góð lengur og þá þótti Rúnari lag að setja upp eig- in tölvur, byrjaði með fimm ódýrar vélar í litlu herbergi. Í dag eru vélarnar síðan orðn- ar 58. Viðskiptavinir Rúnars og félaga eru eðlilega aðallega sænskir, en hann segir að fyrirtækið hafi líka lagt íslenskum fyr- irtækjum lið við að skrá sænsk, dönsk og norsk lén. Til viðbótar skráningu léna vistar fyrirtækið um 1.500 vefi en með um 5.000 lénsheiti. Hann segir að einnig séu nokkur fyrirtæki með eigin vélar í vélasal fyrirtæk- isins, þ.e. þau leigi vélar en láti Icepage sjá um öll tækniatriði. „Það á örugglega eftir að vera enn meira að gera á því sviði á næstu misserum, enda er mjög erfitt fyrir fyrirtæki að reka mjög litlar einingar, koma upp afrit- unarbúnaði, kælikerfi, aflstöð og svo má telja.“ Annað sem Rúnar segir að Icepage hyggist leggja aukna áherslu á sé það sem hann kall- ar speglun vefja, en þá er afrit af vef vistað á annarri tölvu af upprunalegum vefþjóni og getur ýmist annað beiðnum eða tekið við ef eitthvað kemur uppá. Icepage á sér samstarfsfyrirtæki í Noregi sem Rúnar segir að sé að skila góðum árangri og næst á dagskrá sé að efna til samstarfs við danskt fyrirtæki og svo sé Íslandsmarkaður líka mjög spennandi að sínu mati. Ekki lítur Icepage þó bara til Norðurlandanna því Rún- ar segir að Jórdani hafi leitað fyrirtækið uppi á CeBIT og óskað eftir því að fá speglun á vef, enda séu arabískir vefir oft mjög hægvirkir vegna ófullburða netkerfa viðkomandi landa. Rúnar Hreinsson og Ásgeir Guðjónsson, starfsmenn Icepage. Sænsk- íslenskt fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.