Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 B 5 NFRÉTTIR TRYGGVI Jónsson fráfarandi stjórnarformaður Samtaka versl- unar og þjónustu, SVÞ, sagði á að- alfundi samtakanna í liðinni viku að undanlátssemi yfirvalda væri á meðal þess sem gert hafi versl- unar- og þjónustufyrirtækjum erf- itt fyrir á síðasta ári. „Laun hafa hækkað umfram umsamda taxta og athyglisvert er að ástæðan fyrir því er ekki markaðsaðstæður, heldur er mikilvæg ástæða sú, undanlátssemi ríkis og sveitarfé- laga um óeðlilega hækkun launa opinberra starfsmanna sem hefur áhrif á almennum markaði,“ sagði Tryggvi í ræðu sinni. Hann gerði einnig leiðbeinandi reglur um viðskipti birgja og mat- vöruverslana sem Samkeppnis- stofnun gaf út sl. haust að umtals- efni. „Fordæmi sem þessar reglur gefa hljóta að vera áhyggjuefni fyrir viðskiptalífið í landinu. Stjórnvöld verða að gæta sín að fara ekki offari í reglusetning- unni.“ Tryggvi sagði að verslunarrými í landinu væri nú töluvert umfram þarfir og rekstrarkostnaður væri því of hár í greininni. „Þannig er eftirtekja eftir hverja sölu ekki viðunandi.“ Öðruvísi fjallað um verslun Tryggvi sagði það undarlegt að embættismenn fjalli ekki um versl- un og þjónustu sem samkeppnis- greinar við erlend fyrirtæki á sama hátt og þeir gera um sjávar- útveg og iðnað. „Þetta er undarleg afstaða þegar horft er til alþjóða- væðingar á þessu sviði.“ Tryggvi sagði að þó svo að engin starfsgrein hér á landi veitti jafn mörgum atvinnu og verslunar- og þjónustufyrirtæki gera þurfi þau að mestu leyti sjálf að sjá um end- urmenntun sinna starfsmanna. „Þarna teljum við að fræðsluyfir- völd hafi brugðist.“ Tryggvi ræddi þar næst nýút- gefna stefnumótun SVÞ til þriggja ára en þar segir meðal annars að SVÞ vilji sameina öll hagsmuna- samtök verslunar- og þjónustu í ein landssamtök. Þörf á siðareglum Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fjallaði á fundinum um viðskiptasiðferði. Sagði hún að fyrirtækin sjálf og stjórnendur þeirra þyrftu að setja sér nánari samskiptareglur sem byggðu á þeim siðferðisviðhorfum sem æðsta stjórn fyrirtækisins vill hafa að leiðarljósi. Hún sagði að fyrirtæki og stofnanir horfðu nú æ meir til setningar viðskiptasiða- reglna með það að markmiði að taka á sem flestum málaflokkum í starfsemi fyrirtækja, tengslum við starfsmenn, hluthafa, viðskiptavini, birgja, stjórnvöld svo og atriðum er varða hollustu starfsmanna. „Stjórnvöld geta ekki og eiga ekki að taka að sér að móta innihald síkra reglna fyrir fyrirtæki,“ sagði Valgerður. „Samkeppni fer vaxandi og fyr- irtæki kunna að freistast til að slá af kröfum og almennum siða- reglum til að ná viðskiptalegum yf- irburðum. Gæðaleikföng sem neyt- endur geta keypt á góðu verði en í raun eru framleidd af börnum í þrældómi í fjarlægu landi er eitt dæmi um slíkt vandamál,“ bætti hún við. Hún sagði að fyrirtæki þyrftu að setja sér siðferðileg viðmið í sam- skiptum sínum við starfsmenn og samkeppnisaðila. „Í vaxandi samkeppni þurfa fyr- irtæki líka að huga að tengslum við samkeppnisaðila sína og setja starfsmönnum skýr mörk um að nálgast t.d. aldrei upplýsingar með óheiðarlegum aðferðum.“ Sigurður Jónsson framkvæmda- stjóri SVÞ sagði í sínu erindi að verslunin væri þjökuð af reglu- verki og ófrelsi og sagði jafnframt að verslun beri að hafa áhrifasæti í þjóðfélaginu vegna stöðu sinnar sem stærsti vinnuveitandinn í sam- félaginu. Sigurður gagnrýndi áhugaleysi menntamálayfirvalda til að koma að menntun fólks í versl- un og sagði að það skapaði mis- munun innan greinarinar þar sem aðeins stærri fyrirtæki hafi bol- magn til að mennta sitt starfsfólk. Erfiðleikar vegna undanlátssemi ríkis og sveitarfélaga Morgunblaðið/Kristinn Tryggvi Jónsson, fráfarandi stjórnarformaður SVÞ, sagði fræðsluyfirvöld hafa brugðist í menntamálum verslunarfólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.