Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 B 9 NÚR VERINU H U M A R B Á T A R HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. HAFNAREY SF 36 139 4 37 2 Hornafjörður HVANNEY SF 51 115 1 28 2 Hornafjörður T O G A R A R TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. MARGRÉT EA 710 450 3*Grálúða/Svarta sprakaGámur BYLGJA VE 75 277 7 Karfi/Gullkarfi Vestmannaeyjar STURLA GK 12 297 100* Karfi/Gullkarfi Grindavík ÞURÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR GK 94 249 92* Karfi/Gullkarfi Grindavík BERGLÍN GK 300 254 79 Karfi/Gullkarfi Sandgerði SÓLEY SIGURJÓNS GK 200 290 96 Ufsi Sandgerði AKUREYRIN EA 110 902 122* Djúpkarfi Reykjavík BREKI VE 61 599 15 Þorskur Reykjavík ÁSBJÖRN RE 50 442 160 Karfi/Gullkarfi Reykjavík HARALDUR BÖÐVARSSON AK 12 299 102 Karfi/Gullkarfi Akranes HARÐBAKUR EA 3 941 101 Ufsi Akranes PÁLL PÁLSSON ÍS 102 583 20 Þorskur Ísafjörður KALDBAKUR EA 1 941 128 Þorskur Akureyri ÁRBAKUR EA 5 445 123 Þorskur Akureyri ÞORSTEINN EA 810 1086 9 Þorskur Kópasker GULLVER NS 12 423 145* Karfi/Gullkarfi Seyðisfjörður BARÐI NK 120 599 134* Þorskur Neskaupstaður BJARTUR NK 121 461 16 Ýsa Neskaupstaður HÓLMANES SU 1 451 56 Þorskur Eskifjörður LJÓSAFELL SU 70 549 56 Karfi/Gullkarfi Fáskrúðsfjörður BJÖRGÚLFUR EA 312 424 78 Þorskur Stöðvarfjörður E R L E N D S K I P ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. SIKU GL 999 1 3350 Loðna Keflavík CHRIS ANDRA GB 17 1 1090 Kolmunni Fáskrúðsfjörður NORDBÚGVIN FO 999 1 872 Kolmunni Djúpivogur F R Y S T I S K I P FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. SNORRI STURLUSON VE 28 1096 0 Lúða Vestmannaeyjar MÁLMEY SK 1 883 386 Djúpkarfi Sauðárkrókur SLÉTTBAKUR EA 4 1094 375 Karfi/Gullkarfi Akureyri GEIRI PÉTURS ÞH 344 272 104 Rækja Húsavík BRETTINGUR NS 50 582 38 Þorskur Vopnafjörður S K E L F I S K B Á T A R SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. FOSSÁ ÞH 362 249 266 2 Þórshöfn R Æ K J U B Á T A R RÆKJURBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. HÖFRUNGUR BA 60 27 8 0 2 Bíldudalur PÉTUR ÞÓR BA 44 21 3 0 2 Bíldudalur ÍSBORG ÍS 250 227 19 0 1 Ísafjörður SNÆBJÖRG ÍS 43 47 1 0 1 Súðavík VALUR ÍS 20 27 1 0 1 Súðavík SKAFTI SK 3 299 48 0 2 Blönduós SIGURBORG SH 12 200 33 0 1 Sauðárkrókur HAUKUR EA 76 142 24 0 1 Dalvík SVANUR EA 14 218 24 0 1 Dalvík SÆÞÓR EA 101 150 23 0 1 Dalvík NÁTTFARI RE 59 222 26 0 1 Húsavík Fiskveiðistjórnunarkerfið kallar á ný sjónarmið við hönnun og smíði fiskiskipa, þar sem megináhersla verður lögð á aflagæði. Í fjarlægri framtíð verða smíðuð fiskiskip sem koma með fiskinn lifandi að landi. Þetta var meðal þess sem fram kom á ráðstefnunni Tæknin og fisk- veiðarnar sem Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Ís- lands héldu fyrir skömmu. Í erindi sínu á ráðstefnunni sagði Ólafur J. Briem, skipaverkfræðing- ur, að samhliða þróun í fiskveiðiflot- anum og eignarhaldi í sjávarútvegi hefðu viðhorf í hönnum fiskiskipa einnig tekið breytingum. Með sam- þjöppun veiðiheimilda og samein- ingum sjávarútvegsfyrirtækja væru stærri fyrirtæki fjárhagslega öfl- ugri en áður og hefðu þannig aukna möguleika á hagræðingu. Fjárfest- ing í fiskiskipum hefði dregist sam- an en í stað þess væri lögð aukin áhersla á arðsemi og hagkvæmni, aukin gæði afla og aukna verð- mætamyndun. Ólafur sagði að fyrir daga kvótakerfinsins hefði markmið hönnunar oftar en ekki verið að hanna skip sem væru öflugri og stærri en fyrirrennararnir. Áhersl- an hefði þannig verið á afköst og magn, fremur en gæði og hag- kvæmni. Eftir tilkomu kvótakerf- isins hefði hönnunarferli fiskiskipa verið að þróast en enn væri þó litið á hönnun fiskiskipa sem tæknilegt viðfangsefni að verulegu leyti. Sagði Ólafur að við hönnun flókinna og sérhæfðra fiskiskipa þyrfti ætíð að hafa í huga að skipið sé verkfæri sem hafi það hlutverk að breyta fiskveiðiheimild í peninga. Því þurfi að byggja hönnun þess á skil- greindum markmiðum, sem taki mið af fyrirhuguðu hlutverki þess í starfsemi útgerðarfyrirtækis. Auk þess þurfi að huga að meðhöndlun aflans til að tryggja rétt gæði hans við löndun eða þegar hann er unn- inn um borð. Flotinn mun enn minnka Ragnar Árnason, hagfræðiprófess- or við Háskóla Íslands, sagði í er- indi sínu á ráðstefnunni að skyn- samleg fiskveiðistjórn, einkum eignarréttarkerfi á borð við kvóta- kerfi, ýti undir viðleitni til að ná hærra einingarverði fyrir aflann. Þannig væri meiri áhersla lögð á aflagæði, svo sem ferskleika aflans og meðhöndlun hans. Eins væri meiri rækt lögð á að tímasetja framboð aflans til að forðast afla- toppa. Sagði Ragnar ýmsar vís- bendingar um að þetta eigi við hér á landi. Hann spáði því að nýsmíðuð fiskiskip yrðu áfram fá hér á landi í nánustu framtíð. Flotinn ætti enn eftir að minnka, væntanlega um þriðjung eða allt að helming, enda þyrfti ekki nema um 40 togara til að veiða allan botnfiskaflann. Ragn- ar sagði að gerð fiskiskipanna ætti aftur á móti eftir að breytast. Minni áhersla yrði lögð á sóknargetu á borð við vélarafl, siglingarhraða og fiskileitartækni, en meiri áhersla á gæði afla og búnað sem þeim tengj- ast til að hámarka verðmæti aflans um borð. Þá sagði Ragnar að ef til vill yrði meira um smærri skip í komandi framtíð, t.d. vertíðarbáta sem gera út á net, enda muni stærri fiskistofnar auðvelda strand- veiðar. Þá myndu veiðarfærin einn- ig taka breytingum í þá veru að bæta meðferð aflans, auk þess sem kjörhæfni þeirra yrði meiri og um- hverfisáhrif þeirra minni. Ragnar sagði að vel mætti ímynda sér að í fjarlægri framtíð yrðu fiskiskip hönnuð með það fyrir augum að koma með lifandi fisk að landi til að auka enn frekar verð- mæti aflans. Flest benti til þess að eftirspurn eftir lifandi fiski færi vaxandi og veiðarfæri og fiskiskip yrðu því að endurspegla slíkt, sér- staklega í ljósi samkeppni frá fisk- eldi. Magnús Magnússon, fram- kvæmdastjóri Almennu verkfræði- stofunnar, sagði að miklar framfar- ir hefðu orðið um borð í fiskiskipum á undanförnum árum, t.d. varðandi meðhöndlun afla og vinnslu sjáv- arafurða, veiðitækni og veiðarfæri, fjarskipta- og staðsetningarbúnað og í aðbúnaðar- og öryggismálum. Hann sagði engu að síður ljóst að í framtíðinni yrðu gerðar auknar menntunarkröfur til skipstjórnar- manna og í matvælavinnslu til sjós. Hann benti í því samhengi á að vinnsluskip væri 24-36 manna vinnustaður sem velti allt upp í 1,5 milljörðum á ári hverju og því væri full þörf á að koma fleiri tækni- mönnum í brú og vél fiskiskipa. Magnús að verkefni framtíðar- innar væri að hanna hentug skip sem uppfylltu kröfur markaðarins, sjómanna og fiskveiðistjórnunar- kerfisins, þar sem áhersla yrði lögð á rekjanleika afurðanna, geymslu- þol og ferskleika. Eins yrði að hafa í huga að auka öryggi og þægindi til sjós til að gera starfið aðgengi- legra, meðal annars fyrir kvenfólk. Magnús spáði því einnig að í fram- tíðinni yrðu hönnuð sérhæfð skip til veiða og flutninga á lifandi fiski. Þannig yrði hægt að lengja hillulíf afurðanna og auka um leið sveigj- anleika í framboði. Ný sjónarmið við hönnun fiskiskipa Fiskiskip framtíðarinnar rædd á ráðstefnu um tæknivæðingu og fiskveiðar á heimshöfunum Morgunblaðið/Jim Smart Frá ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands um tæknina og fiskveiðarnar. Ýmsar nýjar hugmyndir og aðferðir voru ræddar. NÝLEGA lauk átta vikna nám- skeiði til 30 rúmlesta réttinda í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Góð þátttaka var í námskeiðinu og luku 20 prófi. Prófdómari var Ró- bert Dan Jensson, fyrrv. for- stöðumaður Sjómælinga Íslands og aðalprófdómari Stýrimannaskól- ans, skipaður af Siglinga- málastofnun Íslands. Á myndinni er hluti af hópnum sem lauk prófi og kennarar þeirra. Fremsta röð talið f.v.: Róbert Dan Jensson prófdómari, Benedikt Blöndal kennari, Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari, Jón Þór Bjarnason kennari og áfangastjóri. Önnur röð f.v.: Björn Ingi Jóns- son, Gestur Már Þórarinsson, Ás- geir Guðnason, Þór Kolbeinsson. Þriðja röð f.v.: Þórhallur Nikulás- son, Jóhannes Valdimarsson, Björn Karlsson, Sverrir Sverrisson. Fjórða röð f.v.: Hjalti Kristinsson, Helgi Már Rögnvaldsson, Skúli Marteins- son, Sigurður V. Steinþórsson. Efsta röð f.v.: Ólafur Ormsson, Atli Már Gunnarsson, Friðbjörn Arnbjörnsson, Andri Leifsson. Auk þess luku prófinu Anton Örn Kærnested, Björgvin Sigurðsson, Gísli Auðunsson og Davíð Már Árnason. 20 með 30 rúmlesta réttindi Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.