Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ÞAÐ virðist sama hversu mikið afl bílar hafa, menn geta alltaf hugsað sér meira. Breytingar og viðbætur á vélar í því skyni snúast yfirleitt um að koma meira lofti inn í vélarnar þannig að hægt sé að láta þær brenna meira eldsneyti. Það er því ekki óalgengt að vélar eyði meira eftir breytingar sem þessar. Yfirleitt má þó rekja umframeyðsluna til þess að ökumaðurinn finnur að hægt er að aka hraðar og notar þá allt það afl sem bíllinn á til. Ef bíln- um er á hinn bóginn ekið á sama hraða við svipaðar aðstæður og fyr- ir breytingu vélarinnar eyðir hann í mörgum tilfellum minna eldsneyti eftir breytinguna. Stærri og öflugri vél getur við ákveðnar aðstæður eytt minna eldsneyti vegna þess að hún vinnur léttar og nýtir aðeins fá prósent af hámarksafli sínu. Áður fyrr var vinsælt að breyta vélum fjallabíla mikið. Nú eru mikið „tjúnaðir“ jeppar fáir á fjöllum vegna tíðra bilana í þeim sem orsak- ast af of miklu álagi á vél og drifbún- að. Það er heldur ekki á færi annarra en færustu viðgerðarmanna og dellukalla að halda slíkum tryllitækj- um gangandi, ekki síst á fjöllum þar sem aðstæður eru hvað erfiðastar. Í næsta blaði verður fjallað um túrbínur, millikæla, tölvukubba og pústflækjur. JEPPAHORNIÐ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jeppum með „tjúnaðar“ vélar hefur fækkað á fjöllum. Meira afl HIN harðvítuga unga blómarós, hin tvítuga Elsa Kristín Sigurðardóttir, hefur tekið boði um að keppa sem að- stoðarökumaður í belgíska meistara- mótinu í ralli 19. apríl næstkomandi. Elsa Kristín, sem er á fé- lagsfræðibraut í Borgarholtsskóla, á að baki feril sem aðstoð- arökumaður í 20 röll- um hérlendis og hún verður fyrsta íslenska konan sem tekur þátt í rallkeppni á erlendri grundu. Sagt er að hún sé til alls líkleg og gæti saumað að keppi- nautunum því hún á líka að baki nám í Húsmæðraskólanum þar sem nemendur læra m.a. að handleika nál og tvinna. Dugi það ekki til getur hún blásið þá í svefn því hún spilar listavel á trompet með Lúðrasveit Grafarvogs. Byrjaði að keppa 15 ára gömul Elsa Kristín byrjaði að keppa sem aðstoðarökumaður með pabba sín- um, Sigurði Óla Gunnarssyni, þegar hún var fimmtán ára. Hún keppti líka með föðurbróður sínum, Jóhann- esi Gunnarssyni, sem núna starfar hjá Marel í Þýskalandi. Árið 2000 tók hún sér frí frá keppni og fór í lest- arferðalag um Evrópu. Í október 2002 tók hún þátt í haustsprettinum í ralli með Jóhannesi og urðu þau fyrir því áfalli að velta bílnum á Reykjanesi. Bíllinn endasentist á 140 km hraða út í hraun og slas- aðist Jóhannes lítillega. Elsa Kristín slapp án meiðsla. „Þarna upp- götvaði ég hvað öll ör- yggisatriði skipta gríð- arlegu máli í svona bílum. Þetta var slæm velta en núna veit ég að við erum örugg ef öll ör- yggisatriði eru í lagi. Eftir þessa reynslu er ég eiginlega hræddari í venjulegum bíl en rall- bíl.“ Bíllinn léttur með nýjum aðstoðarökumanni Elsa Kristín er alin upp við ralllakstur því faðir hennar keppti í mörg ár áður en hún gerðist aðstoðarökumaður hans. „Ástæðan fyrir því að ég byrjaði með honum er sú að pabbi vildi létta bíl- inn. Hann gat tekið út 40 kg bara með því að skipta um aðstoðaröku- mann.“ Í sumar ætlar hún að keppa með föður sínum í rallkeppnum á Toyota Celica árgerð 1991. Það er verið að smíða og breyta bílnum þessa dag- ana. Hvað felst í því að vera aðstoðar- ökumaður í ralli? „Fyrst og fremst undirbúningur, sem skiptir öllu máli. Við pabbi för- um saman, keyrum leiðirnar og skráum niður allar beygjur, steina, blindhæðir, hve langt er á milli beygjanna og svo framvegis. Ég skrifa t.d. vinstri-tveir, sem þýðir vinstri beygja í öðrum gír, eða blind- hæð-beint eða blindhæð í vinstri-tvo. Ég mata nóturnar í ökumanninn og verð að passa mig á því að koma þessu frá mér á réttum tíma. Ég get klúðrað heilu ralli með því að segja hægri-tveir í staðinn fyrir vinstri- tveir og við getum endað úti í hrauni. Ég sé líka um alla útreikninga; að við komum inn á réttum tíma og hef því mikið vald til þess að klúðra þessu,“ sagði Elsa Kristín. Sofnaði á sérleið Hún hefur keppt í sautján keppn- um á sínum ferli. „Ég hef aldrei verið hrædd en ég sofnaði einu sinni á sér- leið þegar ég var fimmtán ára. Ég hafði verið að skemmta mér kvöldið áður og var ekki heldur með nótur. Svona var þetta þá.“ Belgíska meistaramótið í ralli nýt- ur mikilla vinsælda í Benelux-lönd- unum. Um 100 lið taka þátt í rallinu. 16. apríl verður keyrð ein upphitun- arleið og sjálf keppnin fer svo fram 19. apríl. „Ég veit ekki hvaða tíma við höfum til þess að skoða leiðirnar og taka niður nótur. Það er grundvall- aratriði að fá að skoða leiðirnar vel. Keppnin tekur einn dag, alveg frá kl. 8 um morguninn til 20 um kvöldið.“ Jóhannes er líka í fyrsta sinn að taka þátt í rallkeppni erlendis og hann bað sérstaklega um að fá Elsu Kristínu sem aðstoðarökumann. „Það er mikið hrós fyrir mig. Við verðum á Ford Focus sem við leigj- um. Þetta er sérsmíðaður rallbíll, 180 hestafla, og kostar um 4 milljónir króna.“ Keyrðir verða um 300 kílómetrar og af þeim eru um 170 km sérleiðir. Hvaða væntingar hafið þið? „Maður vonar sitt besta. Jói frændi er óvanur að keyra fram- hjóladrifinn bíl og óvanur því að keyra á malbiki. Ég er óvön því að lesa nótur í svona landslagi, þar sem er mikill gróður og tré. Ég veit því ekki hvað gerist. Þetta gæti hentað okkur mjög vel eða mjög illa. Við rennum alveg blint í sjóinn,“ segir Elsa Kristín. Fyrst íslenskra kvenna í rallkeppni erlendis Elsa Kristín er útskrifuð úr Húsmæðraskólanum, er núna á félagsfræðibraut í Borgarholtsskóla og leikur á trompet í Lúðrasveit Grafarvogs. Stóra stundin er hins vegar framundan því hún verður fyrst íslenskra kvenna til að taka þátt í ralli á erlendri grundu þegar belgíska meistaramótið hefst 19. apríl nk. Guðjón Guðmunds- son ræddi við Elsu Kristínu. Elsa keppir á þessum bíl ásamt föður sínum í sumar. Ford Focus Jóhannesar og Elsu Kristínar er merktur Marel í bak og fyrir. Elsa Kristín Sigurðar- dóttir verður fyrst ís- lenskra kvenna til að keppa í ralli erlendis. gugu@mbl.is Úr Jeppabók Arctic Trucks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.