Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 B 7 bílar Vélaver hf. – Lágmúla 7 Símar 588 2600 og 893 1722 Til sölu JCB 3cxSuper ´97 Notkun 5.587 vst. Verð kr. 3.200.000 án vsk. Til sölu JCB 3cx-4 ´98 Notkun 4.320 vst. Verð kr. 3.200.000 án vsk. Til sölu Manitou MLT 632 ´98 Notkun 2.082 vst. Verð kr. 2.300.000 án vsk. Til sölu JCB 526-55 T ´98 Notkun 5.732 vst. Verð kr. 2.200.000 án vsk. Til sölu JCB 4cxSuper ´97 Notkun 5.950 vst. Verð kr. 3.300.000 án vsk. Til sölu JCB 803 Super ´01 Notkun 1.208 vst. Verð kr. 2.250.000 án vsk. Í s h l u t i r e h f . • S ú ð a r v o g i 7 • 1 0 4 R e y k j a v í k • S í m i : 5 7 5 2 4 0 0 • F a x : 5 7 5 2 4 0 1 • N e t f a n g : i s h l u t i r @ i s h l u t i r. i s Brothamrar og borvagnar Tjöru- og efnisdreifararMælitæki Vigtarkerfi Festi- og tengivagnar www.ishlutir.is Vinnuvélar Smágröfur, sturtuvagnar Liðtrukkar Rafstöðvar HYUNDAI                                                  !  " ##  $ %%&#  $ %%&'   ''   ('(#&)   ('( * ' +&,(''         - (# . - (#   ( ' (#/ 0&)/ 1 (#& 2 (#/1 (#'        345 647859   !"  #  $ #   %& '' $ #  (   "#  $  "& )#   ( # # %*    +# ,#  -. /0 1234 ## 5"#  6"&7 8          %9*   KEPPNISLIÐIN öll og bílaframleið- endur sem aðild eiga að Formúlu-1 hafa ákveðið að bindast samtökum um að reyna að fá meiri skerf af sjón- varpstekjum íþróttarinnar í sinn hlut. Fyrirtæki sem bílaframleiðendur stofnuðu til að gæta hagsmuna sinna á vettvangi Formúlu-1 og hefur m.a. unnið að stofnun nýrrar keppnisraðar, Grand Prix World Championship (GPWC), hefur undirritað samstarfs- samning við öll keppnisliðin 10 um að reyna að knýja á um breytingar á tekjuskiptingunni liðunum í hag. Með þessu er þó áformunum um stofnun nýrrar mótaraðar árið 2008 ekki varpað fyrir róða en með núver- andi samkomulagi um keppni í Form- úlu-1 eru keppnisliðin skuldbundin til þátttöku í henni út árið 2007. Deila liða og bílaframleiðenda við Alþjóðaakstursíþróttasambandið (FIA) snýst um skiptingu afraksturs af markaðssetningu Formúlunnar. Fá liðin innan við helming sjónvarpsrétt- artekna í sinn hlut. Í ljósi sam- komulagsins við liðin öll mun GPWC freista þess að fá FIA-forsetann Max Mosley og Bernie Ecclestone, alráð Formúlu-1, að samningaborði og kynna þeim kröfur sínar. Átök um pen- inga Formúlu-1 harðna  WILLIAMS-liðið hefur brotið blað í sögu Formúlu-1 og snúið baki við hefð á þeim vettvangi með því að ganga til samstarfs við lyfjafyr- irtæki sem lætur sig tóbaksvarnir varða. Er stutt síðan liðið hætti að þiggja auglýsingafé frá tóbaksfyr- irtækjum en fúlgur slíks fjár höfðu lengi staðið að stórum hluta undir rekstri liðsins. Evrópusambandið (ESB) freistar þess að uppræta allar tóbaks- auglýsingar úr Formúlu-1 árið 2005 í stað 2007 eins og áður hafði verið ákveðið. Hafa liðin kvartað undan þeirri breytingu og sagt að þau myndu eiga erfitt með að finna rekstrarfé í stað þess sem glataðist er tóbaksbannið kæmi til fram- kvæmda. Áætlað er að tóbaksfyr- irtæki hafi varið 244 milljónum doll- ara til styrktar keppnisliðum í Formúlu-1 í fyrra. Einungis bíla- framleiðendur veittu meira fé til íþróttarinnar, eða sem svarar 922 milljónum dollara í fyrra. Með samningi Williams-liðsins við lyfjaframleiðandann Glaxo- SmithKline gæti verið komin lausn á þeim vanda – a.m.k. að hluta til. Hefur Williams samið um að aug- lýsa vörumerkið NiQuitin CQ en undir það falla nokkrar fram- leiðsluvörur sem öllum er ætlað að auðvelda fólki að hætta reykingum. Samningurinn er fyrst um sinn til eins árs, en með möguleikum á framlengingu og er um umtals- verða fjárhæð að ræða. „Hér er um tímamótasamning að ræða í íþrótt þar sem tóbaks- auglýsingar hafa verið einkar ríkjandi um 30 ára skeið,“ segir Jim Wright, markaðsstjóri Williams. „Hér er um þáttaskil að ræða og hugsanlega gefum við öðrum liðum fordæmi með þessu. Vera má að við séum að stíga fyrstu skrefin inn á nýjar brautir hvað markaðs- væðingu Formúlu-1 varðar,“ segir Wright. Upphæðin sem Williams fær í sinn hlut hefur ekki verið gefin upp en Wright staðhæfir að um veruleg verðmæti sé að ræða. „Samning- urinn er vísbending um að Form- úla-1 er enn öflug íþrótt – við góða heilsu og vel á sig komin – og stuðn- ingur stórfyrirtækja er enn fyrir hendi,“ segir hann. Reuters Sir Frank Williams, æðstráðandi hjá BMW Williams F1-liðinu, þegar samningur við lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline var gerður opinber. Williams leggur tóbaksvörnum lið  FERRARI-liðið hefur orðið fyrir al- varlegum hnekki í aðdraganda kom- andi kappaksturs á heimavelli í Imola á Ítalíu. Hefur liðið neyðst til að hætta við þau áform sín að taka 2003-bílinn í notkun vegna viðvarandi vandamála við reynsluakstur hans. Verður honum nú í fyrsta lagi teflt fram í Spán- arkappakstrinum 4. maí. Orðrómur er á kreiki þess efnis að framfjöðrunin sé meginvandamál nýja bílsins en hönnun hennar mun alveg ný, miðað við 2002-bílinn. Hafi hún ítrekað brotnað og leitt m.a. til harka- legrar ákeyrslu á öryggisveggi oftar en einu sinni. Því til viðbótar hefur nýi mótorinn ekki reynst nógu áreið- anlegur og verið bilanagjarn. Munu Michael Schumacher og Rub- ens Barrichello áfram notast við bílinn sem var einráður á kappakst- ursbrautum í fyrra en hefur brugðist hvað eftir annað í ár. Ferrari hefur ekki tekist að vinna mót í ár og Schu- macher hefur aldrei hafið keppn- istímabil jafnilla. F2002-bíllinn enn mjög samkeppnisfær „Við eigum enn við nokkur vanda- mál að stríða með nýja bílinn, nú er stefnan sett á að hann keppi í Barce- lona,“ segir liðsstjóri Ferrari, Jean Todt, af þessu tilefni. Todt segist sáttur við að nota gamla bílinn áfram. „Við vitum að F2002-bíllinn er enn mjög samkeppnisfær, hann er enn sigur- stranglegur og því ástæðulaust að taka áhættu,“ segir hann. Almennt er talið að nýi Ferrarifák- urinn, F2003-GA, sé hraðskreiðari en 2002-bíllinn en til marks um það hefur Schumacher sett brautarmet á hon- um í einkabraut liðsins í Fiorano. „Hann er enn ekki fyllilega áreiðanleg- ur,“ segir Schumacher um þá ákvörð- un að keppa ekki á nýja bílnum í Imola. Viku fyrr skýrði hann frá því að bíllinn yrði brúkaður í Imola, aðeins nokkrum dögum eftir að Rubens Barrichello – og aðrir innanbúðarmenn hjá Ferrari – höfðu sagt að bíllinn þyrfti enn frekari þróunar við. „Menn þurfa ekki nema virða hann fyrir sér til að sjá hversu nýi bíllinn er betri en sá gamli,“ sagði Schumacher. Michael Schumacher mun ekki nota nýja bílinn í Imola næstu helgi. Ferrari hættir við að keppa á 2003- bílnum í Imola Reuters AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.