Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F MENNTUN SJÓMENNSKA ÖRYGGISMÁL Líklegt er að 500 manns útskrifist úr námi í viðskiptatengdu námi árlega. Tvær ungar stúlkur hafa aflað sér réttinda til skipstjórnar og vélstjórnar. Verið er að prófa nýja gerð björgunarbáta fyrir farþegaferjur út af Breiðafirði. EINN SKÓLI/4 KALLA MIG/6 TILRAUNIR/9 DÖNSKU fjölskyldurnar sem ráða mestu í stóru fyrirtækjasamsteypunum A.P. Möller, Carlsberg, Bang &Olufsen og Novo Nordisk voru uggandi vegna fundar núverandi og tilvonandi aðildar- ríkja ESB í Aþenu í gær. Á fréttavef norska viðskiptablaðsins Dagens nær- ingsliv í gær sagði að á meðan aðal- umræðuefnið í Evrópu sé stríðið í Írak og stækkun ESB hafi fjölskyldurnar mestar áhyggju af því hvort hægt verði að við- halda því fyrirkomulagi að hlutabréf sam- steypnanna skiptist áfram í svonefnd A- og B-bréf. Fjölskyldurnar vilji áfram geta ráðið því sem þær ráða í samsteyp- unum á grundvelli A-bréfanna á sama tíma og félögin séu skráð í kauphöllum. Danska blaðið Politiken hefur greint frá því að Grikkir, sem nú fara með for- mennsku í ESB, vilji að sá forgangur sem A-bréf í þessum fjölskyldufélögum hafi nú missi sína sérstöku stöðu. Svíar eru sagði þeir einu sem telji koma til greina að greiða atkvæði með Dönum gegn þessari tillögu Grikkja. Dönsku fjöl- skyldurnar eru sagðar óttast að hin grónu dönsku fjölskyldufyrirtæki muni falla í hendur útlendinga verði breytingar gerðar. V I Ð S K I P T I Danskar eignafjöl- skyldur ugg- andi vegna fundar ESB Óttast að fyrirtæki falli í hendur útlendinga Morgunblaðið/Sverrir Carlsbergfyrirtækið er meðal þeirra fyrirtækja sem dönsku fjölskyldurnar ráða mestu í. SJÖFN hf. hefur keypt hluta- bréf Kaldbaks fjárfestingar- félags hf. í Nýju kaffibrennslunni ehf., Akva ehf. og Fjárstoð ehf. Jafnframt hefur Sjöfn hf. keypt eignarhluti Baldurs Guðnasonar og Steingríms Péturssonar í Stíl ehf. og Ferðaskrifstofu Akureyr- ar ehf. Áætluð heildarvelta Sjafnar og tengdra félaga eftir ofangreindar fjárfestingar er 1,5 milljarðar og eigið fé er 366 milljónir króna, sem samsvarar 49% eiginfjár- hlutfalli. Baldur Guðnason, fram- kvæmdastjóri Sjafnar, segir að eftir þessi kaup Sjafnar verði starfsmenn um 200 talsins hjá fyrirtækinu og tengdum fé- lögum. „Þessi kaup eru hluti af stefnumörkun Sjafnar hf. að fjár- festa í atvinnurekstri með verð- mætaaukningu og breytingar- stjórnun að leiðarljósi,“ segir hann. Baldur segir að megin- markmið með þessum fjárfest- ingum sé að efla og styrkja rekst- ur viðkomandi eininga og ná fram samlegðaráhrifum. Stærri verkefni Eiríkur S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, segir að salan á þessum hlutabréfum séu í samræmi við þá stefnu félagsins að einbeita sér að stærri verk- efnum. „Um leið lítum við á kaupin á hlutafé í Sjöfn sem eitt af þessum stærri verkefnum, en við höfum átt afar ánægjulegt og gott samstarf við Baldur Guðna- son og hans fólk. Við sjáum mörg tækifæri í að gera það samstarf meira og nánara,“ segir hann. Hann segir að ætlunin sé að gera Sjöfn að virku félagi í umbreyt- ingarverkefnum. Í sameiginlegri fréttatilkynn- ingu frá félögunum segir: „Með þessum kaupum hefur Sjöfn hf. fylgt eftir nýrri stefnumörkun um að fjárfesta í fyrirtækjum með því markmiði að auka verð- mæti og hámarka arðsemi auk þess sem lögð verður áhersla á að ná fram samlegðaráhrifum í rekstri núverandi fyrirtækja og keyptra fyrirtækja. Sala Kaldbaks á ofangreindum félögum er í samræmi við stefnu- mörkun félagsins um að einfalda eignasafn félagsins þannig að fé- lagið einbeiti sér að stærri en færri verkefnum. Hluti kaup- verðsins er greiddur með hluta- fjáraukningu í Sjöfn hf. og mun eignarhlutur Kaldbaks verða 50%. Hluthafar Sjafnar hf. eftir breytinguna eru eftirfarandi:  Kaldbakur fjárfestingar- félag hf. 50%  Eyfirðingur ehf., í eigu Baldurs Guðnasonar, 41,7%.  Eignarhaldsfélagið Stíll ehf., sem er í eigu Baldurs Guðnasonar og Steingríms Pét- urssonar, 8,3%. Stjórnarformaður Sjafnar hf. verður Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri verður Bald- ur Guðnason og Steingrímur Pét- ursson verður aðstoðarfram- kvæmdastjóri og tveir þeir síðarnefndu munu í sameiningu annast daglega stjórnun á Sjöfn hf. og yfirstjórn dótturfélaga og veita daglegt aðhald og eftirlit með öllum þáttum starfseminnar ásamt lykilmönnum í hverri ein- ingu. Jafnframt munu þeir fylgja eftir stefnumörkun og framtíðar- sýn stjórnar félagsins með leit að nýjum tækifærum og fjárfesting- um sem efla munu núverandi ein- ingar eða færa inn nýjar einingar sem uppfylla skilyrði um arðsemi og vöxt og styðja við stefnumörk- un Sjafnar hf. Stefnt er að því að Sjöfn hf. og dótturfélög reki sameiginlegar vörudreifingarmiðstöðvar á Ak- ureyri og í Reykjavík.“ Styrkir iðnað á Akureyri „Með ofangreindum kaupum verður til ein stærsta iðnfyrir- tækja samsteypa landsins sem hefur burði til að efla og styrkja íslenskan iðnað og starfsemi iðn- aðar á Akureyri. Með stærðarhagkvæmni og hagræðingu mun Sjöfn hf. hafa möguleika á innri vexti með auk- inni sókn og nýtingu fjármuna sem myndast út úr sameiginleg- um rekstri samstæðu Sjafnar hf.“ Kaldbakur eignast helming í Sjöfn Sjöfn kaupir hlutabréf Kaldbaks í Nýju kaffibrennslunni, Akva og Fjárstoð Morgunblaðið/Kristján Eiríkur S. Jóhannsson og Baldur Guðnason skrifuðu undir samninginn í gær.  Miðopna: Kalla mig elskuna sína eftir nokkra daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.