Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 B 9 NÚR VERINU Þar sem þjónusta og þekking mætast. Hvaleyrarbraut 39, 220 Hafnarfjörður. Sími 544 2245. Fax 544 2246. Netfang: tben@tben.is Oliveira SA' í Portúgal er framleiðandi á trollvírum, snurpuvírum, vinnsluvírum og kranavírum. Oliveira SA' er þekkt fyrir gæðavír enda eingöngu notast við hágæða hráefni við framleiðslu vírsins. Oliveira SA' hefur yfir að ráða góðum tækjabúnaði við framleiðslu vírsins. Oliveira SA' hefur mjög öflugt gæðaeftirlit sem tryggir ávallt gæði vírsins. Oliveira SA' framleiðir "dæforma" vír sem og hefðbundinn vír. Oliveira SA' hefur hafið framleiðslu á nýrri tegund "dæforma" trollvíra sem henta sérstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Þessi nýi vír hefur fengið nafnið "SUPER ATLANTIC" Tben ehf., hefur tekið við umboði fyrir: ÞESSA dagana fara fram tilraunir með nýja björgunarbáta út af Breiða- firði. Það er björgunarbátaframleið- andinn Viking í Danmörku sem stend- ur fyrir tilraununum. Bátarnir eru ætlaðir um borð í farþegaferjur. Á und- anförnum árum hafa orðið slæm ferju- slys, þar sem fjöldi fólks hefur farist. Í kjölfarið hafa komið fram kröfur um miklar breytingar á öryggisbúnaði um borðum í ferjum og uppstokkun á björgunarbúnaði. Viking er með þess- ari nýju framleiðslu að uppfylla þær kröfur. Nýju björgunarbátarnir eru tveir saman. Þeir eru mjög stórir og taka 101 mann hvor. Eftir að búið er að skjóta þeim út og bátarnir hafa blásið upp er annar báturinn bundinn við ferj- una og síðan er blásin upp rennibraut sem fest er við skipið og farþegar geta svo rennt sér niður brautina og komist um borð í björgunarbátinn. Hinn báturinn er tengdur við þann sem bundinn er við skipið og farþegar ganga á milli. Samtals taka bátarnir tveir 202 farþega. Starfsmenn Viking sjá um tilraun- irnar og hefur Viking leigt tvíbytnu frá Sæferðum í Stykkishólmi til verksins. Ástæður þess að komið er með bátana til Íslands eru að aðstæður í hafinu hér fullnægja kröfum um vind og ölduhæð. Lágmarksvindur er 11–13 m/sek og ölduhæð 3–5 metrar. Slíkar aðstæður hafa verið til staðar nær daglega seinni hluta vetrar, þar sem stífar sunnanátt- ir hafa einkennt veðurfarið á Vestur- landi. Þetta er í þriðja skipti sem starfs- menn Viking koma hingað til lands til að reyna þessa nýju björgunarbáta við erfiðar aðstæður. Í för með þeim nú eru menn frá Norsk Veritas og Björg- unarskóla Íslands. Gerðar verða marg- ar tilraunir við misjafnar aðstæður um borð í Sæferðaferjunni. Með þessum prófunum vonast Vikingsmenn til að búnaðurinn fái vottun um að hann standist kröfur um vind og ölduhæð samkvæmt nýjum alþjóðareglum um öryggi á farþegaferjum. Þegar slík vottun hefur fengist er hægt að byrja á að framleiða og markaðssetja nýju björgunarbátana. Viking í Danmörku er einn stærsti seljandi björgunarbáta á Íslandi. Tilraunir með nýja björg- unarbáta út af Breiðafirði Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Myndin er tekin áður en lagt er af stað á ferju Sæferða frá Stykkishólmi til að reyna nýja björgunarbáta frá Viking við erfiðar aðstæður út af Breiðafirði. Kolbeinn Björns- son, vélstjóri á tvíbytnunni Særúnu, Kent Mölsted Jörgensen, verkefnisstjóri frá Vik- ing, og Pétur Ágústsson frá Sæferðum sem hefur verið Vikingsmönnum innan hand- ar. Björgunarbáturinn sem lætur ekki mikið yfir sér tekur 100 manns útblásinn. NOTKUN COMTEC-brennsluhvatans dregur verulega úr eldsneytisnotkun og útblæstri koltvísýrings hjá dísilvélum, samkvæmt prófun hjá óháðri rann- sóknastofnun í Kaliforníu í Bandaríkj- unum. Hönnuður COMTEC-brennsluhvatans, David Butt, var um áraraðir búsettur á Akranesi þar sem hann vann að þróun búnaðarins og markaðssetningu. Hann fluttist til Bretlands fyrir um tveimur ár- um og starfar nú sem ráðgjafi hjá Fuel- star sem annast framleiðslu á búnað- inum. Hann segir að bæði COMTEC og Fuelstar séu að reyna að fá opinberar stofnanir til að viðurkenna tækið og mæla með notkun þess til að draga úr koltvísýr- ingsmengun, samkvæmt Kyoto-bókuninni. Nýlegar mælingar á búnaðinum sýni að með notkun hans minnki eldsneyt- isnotkun dísilvéla um allt að 27%, út- blástur koltvísýrings um allt að 31% og sótmengun um 24%. Útblástursmælingin var framkvæmd samkvæmt bandarískri reglugerð í bílum sem keyrðir voru um Los Angeles. Mælingin var framkvæmd af California Environmental Engineering, sem er viðurkennd af Umhverfisstofnun Bandaríkjanna, og annast m.a. útblást- ursmælingar og breytingar fyrir bíla- framleiðendur eða fyrirtæki sem hyggjast flytja inn bíla frá Evrópu og Japan. Hann segir að samhliða því að draga verulega úr loftmengun, geti brennslu- hvatarnir sparað íslensku útgerðinni háar fjárhæðir í eldsneytiskostnað, einkum nú á tímum hækkandi olíuverðs. „Vonandi sannfæra þessar niðurstöður hina van- trúuðu um að með notkun brennsluhvat- ans má draga stórlega úr útblæstri og stórbæta eldsneytisnotkun. Stjórnvöld víða um heim eru skuldbundin til að draga úr útblæstri koltvísýrings á næsta áratug og niðurstöðurnar sýna að þarna er um að ræða tiltölulega ódýra og ein- falda lausn til að ná þeim markmiðum,“ segir David Butt. Sýnt fram á gagnsemi brennslu- hvata STJÓRNVÖLD á Hainan-eyju syðst í Kína hafa ákveðið að fækka fiskibátum, sem þaðan eru gerðir úr um 570 á ári næstu árin. Þetta er gert til að draga úr ofveiði á Beibu flóa, en eyjarskeggjar nýta hann til veiða ásamt Víetnömum. Þetta þýðir að finna þarf störf fyrir 12.806 sjómenn í landi. Um þessar mundir eru 8.115 bátar gerðir út frá Hainan til veiða í Beibu flóa, eða 59% af flota eyjarinnar. Áætlað er að 2.471 gamlir og litlir bátar verði úreltir fram til ársins 2006. Hluti þeirra báta sem eftir verða verður svo gerður út á önnur mið í Suður-Kínahafi. Meðal hinna nýju starfa sem sköpuð verða í land má nefna fiskimjölsverk- smiðju, brauðunarverksmiðju fyrir fisk, rækjueldi og andabúgarð. 12.806 sjó- menn í land  SNÆFUGL SU 20 lagði af stað til Nes- kaupstaðar frá Póllandi á sunnudag. Snæ- fugl hét áður Guðmundur Ólafur II ÓF 40, en skipinu hefur nú verið breytt í brunnbát til flutnings á laxi fyrir Sæsilfur í Mjóafirði. Snæfugl er væntanlegur til Neskaup- staðar á föstudag og verður til sýnis laug- ardaginn 19. apríl kl. 14. Þess má til gamans geta að þegar þetta skip kom nýsmíðað til Íslands frá Florö Noregi árið 1966 hét það Börkur NK og var í eigu Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Skipið er því sannarlega komið heim aftur. Miklar breytingar voru gerðar á skipinu í Póllandi nú, enda var þetta hefðbundið nótaveiðiskip sem nú hefur verið breytt í sérútbúið skip til flutnings á lifandi fiski. Koma Snæfugls SU 20 markar tímamót í útgerðarsögu Íslendinga þar sem hér er um að ræða fyrsta sérútbúna skipið til flutnings á lifandi fiski sem Íslendingar eignast. Aðeins er um hálfur annar mán- uður liðinn frá því annar bátur, Svalan, sér- smíðaður til fóðurgjafar hjá Sæsilfri, var sjósettur í Færeyjum og var það fyrsti sér- hannaði báturinn fyrir laxeldi á Íslandi. Morgunblaðið/Freysteinn Bjarnason Snæfugl SU í Póllandi, en þar var honum breytt í svokallaðan brunnbát. Brunnbáturinn Snæfugl SU 20 á heimleið frá Póllandi Fyrsta sérútbúna skipið, til flutnings á lifandi fiski, sem Íslendingar eignast AFLASKIPSTJÓRINN Kristbjörn Árna- son, betur þekktur sem Bóbi á Sigurði VE 15, rær þessa dagana á netabáti sínum Lundey ÞH 350 til fiskjar á Skjálfanda. Með honum í áhöfn eru sonur hans Árni Björn og dóttursonur og nafni Kristbjörn Jónsson en þeir eru einnig í áhöfn Sig- urðar VE. Fréttaritari Morgunblaðsins var á bryggjunni þegar þeir komu að landi sl. sunnudag og sagði Árni Björn aðspurður aflabrögðin hafa verið ágæt að und- anförnu. Þeir lögðu netin 5. apríl og reiknaði hann með að kvóti bátsins, tæp- lega 30 tonn, myndi klárast áður en hrygningarstoppið byrjar. Hrygningarstopp innan 3ja sjómílna hefst þann 15. apríl nk. á svæðinu frá Hornbjargi austur um að Stokksnesi og stendur út apríl. Auk þess nær stoppið til veiða innan 3ja sjómílna við Grímsey og á öllu Ísafjarðardjúpi. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Lundey ÞH 350 í veðurblíðu á Húsavík sl. sunnudag. Bóbi fiskar í netin LÍNUÍVILNUN myndi bæta þau áföll sem byggðir landsins hafa orð- ið fyrir að mati Guðmundar Hall- dórssonar, formanns Eldingar, fé- lags smábátaeigenda á norðan- verðum Vestfjörð- um. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins samþykkti á dögunum tillögu hans um að tekin verði upp sérstök ívilnun fyrir dag- róðrabáta sem róa með línu. Guðmundur seg- ir að krafan sé að aðeins 80% af þorskafla dagróðra- báta með línu verði reiknuð til aflamarks en 50% afla í öðrum tegundum. Slíkt myndi án nokkurs vafa styrkja sjávarbyggð- irnar enda yrði viðkomandi bátum gert skylt að landa afla sínum í heimahöfn. Guðmundir segir að brýna nauð- syn ber til að stemma stigu við áframhaldandi fólksflótta úr sjávar- byggðum vítt og breitt um landið. „Gera verður fiskveiðar að sjálf- bærri atvinnugrein með aukinni áherslu á vistvæn veiðarfæri. Á línu veiðist aðeins fisk- ur sem er í ætisleit og enginn mis- munur er á veidd- um afla og lönduð- um, auk þess sem afli frá dagróðra- bátum er sá fersk- asti sem völ er á og hámarkar þannig arð þjóðar- innar af auðlind- inni. Draga ber stórlega úr notkun ofurveiðarfæra sem hafa skaðvænleg áhrif á vist- kerfi hafsins. Verði stjórn fiskveiða breytt í þá veru að staða línuveiða styrkist, munu íbúar sjávarbyggð- anna fá á ný tækifæri til að sýna hvað í þeim býr,“ segir Guðmundur. Línuívilnun myndi styrkja byggðirnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.