Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 B 11 NFRÉTTIR Á. GUÐMUNDSSON ehf. hefur að undanförnu kynnt nýja hús- gagnahönnun sem fjórir íslenskir húsgagnahönnuðir hafa unnið í samstarfi við fyrirtækið. Um er að ræða heildarlínur í skrifstofu- húsgögnum, skóla- og leikskóla- húsgögnum og fundar- og skrif- stofustólum. Húsgögnin sem Á. Guðmundsson kynnir er fjórar mismunandi vöru- línur. Heildarlína í skrifstofu- húsgögnum er nefnist Flex sam- anstendur af skrifborðum, skápum, hillum, skilveggjum og fund- arborðum. Hönnuðir eru Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson. Guðmundur Ásgeirs- son, framkvæmdastjóri Á. Guð- mundssonar ehf. segir að þetta sé í fyrsta skipti sem fyrirtækið vinni með þeim Guðrúnu og Oddgeiri. Hann segir að skrifborðin séu hækkanleg um 18 sentimetra sam- kvæmt Evrópustaðli og auk þess séu skrifborð með rafdrifinni hækkun, þ.e. að notandi geti staðið eða setið við vinnu sína. Auk þess séu ýmsir aukahlutir svo sem sóf- ar, sófaborð, bekkir og hringlaga fundarborð sem séu með pumpu og hægt að sitja eða standa við. Faxi er ný lína af stólum fyrir skrifstofur og stofnanir hönnuð af Pétri B. Lútherssyni. Línan sam- anstendur af skrifborðsstólum, fundarstólum með og án arma og stólum fyrir setustofur og bið- stofur. Guðmundur segir að stól- arnir hafi mjög nútímalegt útlit og séu með netáklæði á baki. Þetta séu fyrstu íslensku skrifborðsstól- arnir sem boðið sé upp á, bæði í hönnun og framleiðslu, á Íslandi í um 15 ár. Sturla Már Jónsson hannar tvær línur, annars vegar Skólasyrpu og hins vegar Seríu Mennt. Skólasyrp- an eru skólahúsgögn fyrir kennslu- stofur með hækkanlegum stólum og stillanlegum borðum fyrir nem- endur og kennara. Sería Mennt eru leikskólahúsgögn sem eru hönnuð með þarfir leikskólabarna og leik- skólakennara í huga, bæði borð og stólar. Að sögn Guðmundar hófst sala á Skólasyrpunni á síðasta ári og eru þau húsgögn komin í á ann- an tug skóla. Hann segir að það sérstaka við þessi húsgögn sé að þau séu há en stóla nemenda sé hægt að hækka upp eftir þörfum. Þannig sé auðveldara fyrir kenn- ara að athafna sig í kennslustof- unni. Þá sé sérstaklega hentugt við þessi borð að öll horn séu rúnuð. Guðmundur segir að bæði borð og stólar í leiksókahúsgögnunum Seríu Mennt séu hæðarstillanleg og eins og í Skólasyrpunni séu öll horn rúnuð. Þessi húsgögn segir hann að séu nú þegar komin í á annan tug leikskóla. Á. Guðmundsson ehf. var stofnað árið 1956 og hefur frá árinu 1973 sérhæft sig í framleiðslu á skrif- stofuhúsgögnum ásamt hús- gögnum fyrir skóla og öldr- unarstofnanir. Um 30 manns starfa hjá fyrirtæki, þar af 23 í fram- leiðslu og 7 á skrifstofu. Fyr- irtækið er til húsa í 3.240 fermetra húsnæði í Bæjarlind 8–10 í Kópa- vogi. Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Á. Guðmundssonar ehf., við Flex-skrifstofuhúsgögn sem Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson hafa hannað. Skólasyrpa og Sería Mennt sem Sturla Már Jónsson hefur hannað. Faxi er ný lína af stólum fyrir skrifstofur og stofnanir hönnuð af Pétri B. Lútherssyni. Á. Guðmundsson ehf. kynnir ný íslensk húsgögn HELMSBRISCOE er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í skipu- lagningu funda og ráðstefna um heim allan. Harpa Einarsdóttir gerðist nýverið umboðsaðili fyrir HB á Íslandi og í Danmörku en hún var áður deildarstjóri markaðs- og sölumála hjá Radisson SAS hótel- um á Íslandi. HB er stærsta fyr- irtæki sinnar tegundar í heiminum. Harpa, sem hefur starfað við ferðaþjónustu í níu ár, segir við- skiptavini HB ekkert þurfa að greiða fyrir þjónustuna heldur fái fulltrúar HB þóknun frá hótelum og öðrum þjónustuaðilum. „Við sjáum um fundi og aðrar ferðir fyrir hópa frá 10 manns upp í stórar ráðstefnur hvar sem er í heiminum,“ segir Harpa og bætir við að HB taki einnig að sér að að- stoða fyrirtæki við að finna flug og afþreyingu, t.d. fyrir árshátíðir er- lendis. 450 fulltrúar í 23 löndum „Við erum 450 manns sem störfum hjá þessu fyrirtæki og það starfa allir sjálfstætt. Þetta er eins konar „franschise“-fyrirtæki. Þú borgar þó ekkert í upphafi til að vera með en greiðir ákveðinn hluta af tekjum til fyrirtækisins.“ Harpa segir höfuð- stöðvar HB vera í Bandaríkjunum en alls starfar fyrirtækið í 23 löndum. Í hverju landi er einn umboðs- aðili (e. director) og í hans hlut kemur að útvíkka starfsemina og fá fulltrúa til að starfa fyrir HB í við- komandi landi. Harpa er búsett í Kaupmannahöfn. Hún er með BS gráðu í við- skiptafræði frá Há- skóla Íslands og tók mastersgráðu frá Viðskiptaháskól- anum í Kaupmannahöfn. Harpa segist nú þegar hafa feng- ið einn fulltrúa til að starfa fyrir HB í Danmörku. „Ég byrjaði á þessu hér á Íslandi núna í október og færði mig síðan yfir til Danmerkur. Á Íslandi hef ég fyrst og fremst markaðssett HB til fyrirtækja sem þurfa þessa þjón- ustu erlendis. Okkar þjónusta felst fyrst og fremst í að finna aðstöðu og íslensk fyrirtæki þurfa almennt ekki þá þjónustu hérlendis. Þessi markaður á Íslandi er þó frekar lítill svo ég hef helst verið að vinna að því að útvíkka starf- semina í Danmörku.“ Að sögn Hörpu geta fyrirtæki sparað með því að skipta við HB. „Sparnaðurinn fyrir fyrirtækin felst fyrst og fremst í tímasparn- aði. Ef þú ætlar að halda fund t.d. í Lond- on þá þarftu að finna hótel sem hentar, fundarsal af réttri stærð og huga að stað- setningu. Síðan þarf að athuga hvort eitthvað er laust á þeim tíma sem um ræðir. Þetta tek- ur allt saman tíma. Að auki er HB það stórt og vel þekkt fyrirtæki, sérstaklega í Bandaríkjunum, að í sumum tilfell- um getum við fengið lægra verð hjá hótelum en fyrirtækin geta fengið beint.“ HB er einn af stærstu viðskipta- vinum hjá öllum helstu hótelkeðjum í heimi og velta viðskipta HB nem- ur yfir 130 milljónum króna dag hvern. Skipuleggur fundi um allan heim Harpa Einarsdóttir, um- boðsaðila HelmsBriscoe á Íslandi og í Danmörku. Harpa Einarsdóttir stýrir útibúum HelmsBriscoe í Danmörku og á Íslandi SALA hjá bresku verslunarkeðjunni Iceland á fyrsta fjórðungi þessa árs var um 3,4% minni en á sama tímabili á síðasta ári. Salan var hins vegar nokkuð betri en á síðasta fjórðungi ársins 2002 og segir framkvæmda- stjóri fyrirtækisins að í raun sé um bata að ræða þegar tillit sé tekið til aðstæðna á þessum markaði. Iceland er í eigu fyrirtækisins Big Food Group, sem Baugur á um 22% hlut í. Í tilkynningu frá Big Food Group er haft eftir Bill Grimsby, fram- kvæmdastjóra Iceland, að salan á fyrsta fjórðungi þessa árs gefi til kynna góðan bata hjá fyrirtækinu, þegar tillit sé tekið til þess samdrátt- ar sem verið hefur í matvörugeiran- um. Hann segir að endurbætur á 33 verslunum fyrirtækisins hafi skilað sér í aukinni sölu hjá þeim. Þá miði áætlanir að því að um 100 verslanir til viðbótar verði endurbættar á þessu ári. Bati hjá Iceland þrátt fyrir minni sölu Vandaður kvöldklæðnaður Bendum frímúrurum sérstaklega á síðuna okkar Harvey Malcolm Clothing Co - Liverpool England www.harvey-malcolm.co.uk  Sími 0044 151 236 0043  Fax 0044 151 236 0582

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.