Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 B 5 NSJÁVARÚTVEGUR  Frá hugmynd að fullunnu verki Fiskimjölsverksmiðjur H ön nu n: G ís li B . Fundurinn er öllum opinn, en síðasti skráningardagur er 22. apríl 2003. Ráðstefnugjald er kr. 2.500.- Skráning á vefsvæði Lánstrausts hf. www.lt.is, skraning@lt.is eða í síma 550-9600. Setning og ávarp: Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Birting ársreikninga: Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri Lánstrausts hf. Misræmi í afkomu- og efnahagsmælingum fyrirtækja á markaði - kostur eða löstur?: Stefán Svavarsson, dósent við Háskóla Íslands. Standast reikningsskil skráðra fyrirtækja kröfur fjárfesta?: Almar Guðmundsson, forstöðumaður grein- ingar Íslandsbanka. Reikningsskil skráðra félaga: Helena Hilmarsdóttir, forstöðumaður skráningarsviðs Kauphallar Íslands hf. Áhrif ársreikninga á útlán: Karl Þorsteins, forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta Búnaðarbanka Íslands hf. Pallborðsumræður: Auk framsögumanna munu taka þátt í umræðunum Ingvar J. Rögnvaldsson, vararíkisskattstjóri, Guðmundur Snorrason, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands hf., Bolli Héðinsson frá Samtökum fjárfesta og Bjarki Bragason, forstöðumaður útlánamats Landsbanka Íslands. Fundarslit. Fundarstjóri: Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi. 8:05 8:15 8:30 8:45 9:00 9:15 09:30 10:00 Dagskrá: SPÁNN er stærsti markaður Evr- ópusambandsins fyrir fiskafurðir og þar er almennt greitt hæsta verðið fyrir saltfisk. Þessi markaður er mjög mikilvægur fyrir fiskveiðiþjóðir eins og Ísland og Noreg, en mikil aukning hefur verið á sölu sjávarafurða hjá SH og SÍF til Spánar. Norðmenn hafa á hinn bóginn átt erfitt með að ná fóstfestu á spænska saltfiskmarkaðn- um, þar ræður Ísland ríkjum. Vandlátir neytendur Norska sjávarútvegsblaðið Fiskaren fjallaði um stöðu Norðmanna á Spáni nú fyrir páskana. „Framboð á sjáv- arafurðum er líklega hvergi meira í Evrópu og hvergi er hinn almenni neytandi jafnvandlátur. Það er talið að árlega neyzla Spánverja á fiskmeti sé um 40 kíló á mann. Það er minni neyzla á mann en á Íslandi, í Noregi og nágrannaríkinu Portúgal, en ann- ars slær engin Evrópuþjóð Spánverj- ana út í fiskáti,“ segir í Fiskaren. Blaðið segir að með 39 milljónir íbúa sé Spánn risastór markaður fyrir fiskmeti, jafnstór og Frakkland, þar sem íbúar eru þó fleiri. Fiskurinn er alls staðar á Spáni. Hafi menn áhuga á smáréttum (tapas) er fiskurinn mik- ilvægur þáttur á matseðlinum, alls konar smáréttir, ansjósur, smokk- fiskur, kræklingur og kolkrabbi. Á veitingahúsunum er svo boðið upp á ál, saltfisk, túnfisk, sardínur, silung og skötusel. Á mörgum markaðstorgunum bjóða fiskbúðirnar upp á ferskan lax, lýsing, rækju af ýmsu tagi, lifandi krabba og sverðfisk. Þá er þar líka að finna búðir, sem sérhæfa sig í salt- fiski. Í frystiborðunum í stórmörkuð- unum fæst svo fiskur frá flestum heimshornum og í kæliborðunum er fjölbreytt úrval af ferskum og kæld- um fiskafurðum. Gæðin skipta miklu Ferskur fiskur skipar stærri sess á Spáni en norðar í álfunni. Sjávarút- vegsgeirinn einkennist ekki af stórum einingum, heldur litlum sérhæfðum fyrirtækjum. Spánn er mjög krefjandi markað- ur, þar sem húsmóðirin ræður miklu. Kaupendur leggja mikið upp úr gæð- um og ganga úr skugga um að allt sé í lagi, þegar keypt er í matinn. Stolt Sea Farm Evrópa hefur á annan áratug flutt sjávarafurðir frá Noregi til Spánar, fyrst og fremst lax, saltfisk og þorsk, en árangurinn hefur ekki verið neitt sérstakur og illa hefur gengið að finna glufur í markaðnum til að smeygja sér inn í. Fram- kvæmdastjóri Stolt Sea segir að þetta sé ekki einfalt mál. Spánn sé mjög þróaður markaður fyrir sjávarafurðir og það sé erfitt að keppa við afurðir sem eru fyrir á markaðnum og séu þekktar og eftirsóttar. Norska fyrir- tækið hefur þó fundið smugu fyrir sandhverfu úr eldi og er með eigin sandhverfueldi á Spáni. Sandhverfan er dæmi um þær fisktegundir, sem hafa fallið Spánverjum vel í geð og þeir eru tilbúnir að greiða hátt verð fyrir hana, enda er staðið við afhend- ingar og gæði eru í lagi. Laxinn mikilvægur Á síðasta ári var Spánn fimmta mik- ilvægasta útflutningsland Norð- manna fyrir lax, mælt í magni. Það er einkum heill, slægður lax sem Spán- verjarnir kaupa. Þeir kaupa lítið af flökum og reyktum laxi og öðrum laxaafurðum frá Noregi. Útflutning- urinn jókst hægt á síðasta áratug en dróst svo saman á árinu 2000 og stóð í stað 2001. Í fyrr varð hins vegartölu- verð aukning eða 21.000 tonn alls. Norðmenn eru ráðandi á markaðn- um, en hafa reyndar misst markaðs- hlutdeild til annarra landa, meðal annars Danmerkur. Hallar undan fæti Miklu verr gengur í saltfiskinum. Reyndar jókst útflutningurinn á síð- asta áratugi og náði hámarki 1998 í 11.000 tonnum. Síðan þá hefur hallað undan fæti og nú er útflutningurinn aðeins hemingur af því. Skýringin liggur að einhverju leyti í því að markaðurinn hefur dregizt saman, en Norðmenn hafa einnig tapað veru- legri markaðshlutdeild. Það eru Ís- land og Færeyjar sem ráða markaðn- um með saltfiski sem að gæðum uppfyllir kröfur Spánverja betur en sá norski. Þykk og nánast hvít salt- fiskflök frá Færeyjum hafa til dæmis slegið í gegn hjá Spánverjum. Vinnsla Norðmanna á blautverkuðum salfiski og þurrkuðum saltfiski hefur lengst af miðazt við Portúgal og þær gæða- kröfur, sem þar eru gerðar. Mest af saltfiskinum, sem fer til Portúgals, er þurrrkað. Saltfiskurinn er í raun fullunnin vara, sem fer beint í pottinn, en mark- aðurinn hefur verið að þróast í þá átt að taka meira af flökum og bitum sem eru útvatnaðir og tilbúnir til hvers kyns matreiðslu. Þá er það mjög mis- munandi eftir héröðum hvaða hlutar fisksins eru eftirsóttastir. Þorskur og lax stóðu á síðasta ári undir 85% af öllum útflutningi fisk- afurða Norðmanna til Spánar. Af öðr- um tegundumm á nefna ferskan skötusel, saltaða ýsu og löngu, fersk- an lýsing og fleira og verið er að vinna að uppbyggingu útflutnings á fersk- um þorski. Eins og áður sagði ræður Ísland ferðinni á spænska saltfiskmarkaðn- um, en Færeyingar hafa sótt mjög í sig veðrið undan farin ár. Nokkur ís- lenzk fyrirtæki selja saltfisk til Spán- ar og nemur sala SÍF, þess stærsta, þangað 4.000 til 5.000 tonnum á ári. Það er svipað og allur útflutningur Norðmanna. Ástæðan er einflöld. Meiri gæði og þykkari og betri fiskur.   !"     #"   $%   &&  ')((( '(((( *((( +((( ,((( )((( ( - '#** '##( '##) '##, '##+ '##* )((( )(() Morgunblaðið/Ómar Spánverjar krefjast mikilla gæða í saltfiski enda er hann veizlumatur hjá þeim. Ís- lendingum og Færeyingum gengur betur að uppfylla þær kröfur en Norðmönnum. Ísland í fararbroddi Norðmönnum gengur illa að uppfylla kröfur Spánverja um gæði saltfisksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.