Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF  A.m.k. eru leitarmenn nýja hagkerfisins margir komnir aftur til byggða, en nefnt hagkerfi virðist hafa horfið. Svik og prettir í bandarísku viðskiptalífi hafa aukist á undanförnum árum. Langtímahluthafar hafa flestir hagnast og skattsvik aukast REGLULEGA eru framkvæmdar kannan- ir hjá fjárfestum þar sem þeir láta í ljós vænt- ingar sínar um ávöxtun á hlutabréfum næstu 12 mánuði. Slíkar kannanir hafa verið fram- kvæmdar um árabil í USA en sambærilegar kannanir eiga sér skemmri sögu annars stað- ar, t.d. í Evrópu. Ekki þarf að koma algerlega á óvart að væntingar fjárfesta í Bandaríkj- unum, hverrar ávöxtunar þeir væntu, hafa farið lækkandi allt frá árinu 2000. Trúin á ábatasamt tímabil var hvað mest rétt áður en að hlutabréfamarkaðir víðast um heim fóru að lækka, sem er bæði gömul saga og ný. Í boð- skap fjármálafyrirtækja er það réttilega tekið fram að ávöxtun í fortíð þurfi ekki að gefa vís- bendingu um ávöxtun í framtíð, þó að letur- stærðin hafi í gegnum tíðina verið misjöfn og stundum reynt nokkuð á sjón lesandans. For- tíðin er engu að síður ágætur mælikvarði og tölur um ávöxtun yfir lengra tímabil geta e.t.v. nýst svarendum í skoðanakönnunum af því tagi sem að framan greinir. Hér er valið tímabilið frá árslokum 1992 til ársloka 2002 fyrir bandarísk fyrirtæki sem voru í hópi 500 stærstu fyrirtækja í USA á tímabilinu, þegar miðað er við veltu. Til upprifjunar voru rekstraraðstæður fyrirtækja almennt góðar lengst af tímabilinu, þó að ekki sé úr því dreg- ið að menn hafi haft vindinn í fangið undir það síðasta. Ef byrjað er á toppnum, þ.e. á stærsta fyrirtæki í USA og um leið í heimi, smásölukeðjunni Wal-Mart, þá hefur árleg ávöxtun eigenda hlutabréfa verið tæp 13%. Hér er um hækkun gengis á markaði og arð- greiðslur að ræða. Fáum blandast hugur um þann rekstrarlega dug sem lengi hefur prýtt fyrirtækið og því mætti segja að þetta hafi verið uppskera þeirra fjárfesta sem festu fé sitt í góðu fyrirtæki í vænlegri starfsemi. Annað fyrirtæki af svipuðum sem lengi naut sæmilegrar aðdáunar fjárfesta og greining- armanna er bygginga-og smásölufyrirtækið Home Depot, en árleg uppskera hluthafa þess fyrirtækis var rúm 8% á umræddu tímabili. Lyfjafyrirtæki hafi lengi skorið sig nokkuð úr fjöldanum vegna afar mikils hagnaðar og hárrar arðsemi. Þolinmóðir hluthafar hafa heldur ekki borið skarðan hlut frá borði. Hjá mörgum fyrirtækjum hefur árleg ávöxtun verið að meðaltali á bilinu 10-20% og reis hún hæst einna hjá Pfizer og Eli Lilly og er ná- lægt 20%. Jafnvel þó að hlutabréfaverð margra lyfjafyrirtækja hafi lækkað nokkuð á undanförnum 2-3 árum þá skarta langtíma- fjárfestar enn ávöxtunartölum sem þola vel dagsljósið. Mjög háar tölur eru aftur á móti sjaldséðar í fyrirtækjahópnum, þ.e.a.s. ef fallist er á að 30-50% árleg ávöxtun sé himinhá, en sjö fyr- irtæki skiluðu ávöxtun á þessu bili. Í broddi fylkingar eru Dell og AOL Time Warner og í kjölfarið fylgja fyrirtæki með meginstarfsemi í upplýsingatækni eða fjölmiðlun. Vert er að nefna að ávöxtun hlutabréfa í Cisco Systems var að meðaltali tæp 30% en fyrirtækið náði þeim um margt undarlega áfanga að verða verðmætasta fyrirtæki í heimi um áratug eft- ir að það var skráð á hlutabréfamarkað. Sú forysta hélst þó ekki lengi, enda hefur gengi félagsins lækkað um tæp 85% frá því að það stóð hæst. Ef farið er í smiðju fyrirtækja sem að mörgu leyti má telja hin ágætustu fyrir- tæki er freistandi að hrapa að ályktunum um að ávöxtun þar á bæjum hafi verið í hærra lagi. Hér er þó langt í frá á vísan að róa. Fyr- irtæki eins og Coca Cola, 3M, Gillette, Pepsico, Nike, Hewlett Packard, Boeing, svo einhver séu nefnd af handahófi, hafa skilað í kringum 10% árlegri ávöxtun til hluthafa sinna. Þessar tölur eru þó afar svipaðar lang- tímameðaltali markaðarins og fyrir meðal- manninn hefur fortíðin reynst ágæt vísbend- ing um framtíðina. Eins og nærri má geta kennir miklu fleiri grasa en að framan hefur verið rakið. Það er enginn hörgull á dæmum af fyrirtækjum sem hafa verið með neikvæða ávöxtun á tímabilinu og í þeim hópi eru fyr- irtæki sem fjárfestar hafa á einhverju tímabili slegist um. Nú slást lánardrottnar um sum þeirra. Á hinn bóginn hafa hlutabréf margra stöndugra fyrirtækja skilað nokkru hærri ávöxtun. Langtímahluthafar í General Electric, Proctor & Gamble, Caterpillar, Federal Express og Johnson & Johnson hafa flestir fengið um 15% árlega fyrir sinn snúð og sýnir að það þarf oft ekki að leita langt yfir skammt til að geta gert sér vonir um háa ávöxtun. A.m.k. eru leitarmenn nýja hagkerf- isins margir komnir aftur til byggða, en nefnt hagkerfi virðist hafa horfið. ll HLUTABRÉF Loftur Ólafsson Stund milli stríða loftur@ru.is ◆ DREGIÐ hefur verulega úr rannsóknum á meintum skattsvikum og dómum þar að lút- andi í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Á sama tíma hafa svik og prettir hins vegar aukist. Þetta kom fram í grein í New York Times fyrir nokkru. Segir í greininni að til viðbótar við fækkun skattrannsókna hafi skattbyrði færst frá fyr- irtækjum og yfir á einstaklinga. Þannig hafi fyrirtækin staðið fyrir um 16,4% af heildar- skatttekjum ríkisins fyrir þremur áratugum en það hlutfall hafi verið 10,5% á síðasta ári. Tekjuskattur fyrirtækjanna hafi vaxið minna en hagnaður þeirra en skattbyrði einstak- linga hafi hins vegar aukist umfram aukningu heildartekna þeirra. Fram kemur í greininni að skattar á bætur bótaþegar hefðu hins veg- ar aukist enn meira á þessu tímabili. Alríkisskattstjóraembættið í Bandaríkjun- um, Internar Revenue Service, IRS, stóð fyr- ir nærri 2.500 rannsóknum á meintum skatt- svikum í fyrra en á árinu 1992 voru þessar rannsóknir um 4.000, sem er hátt í 40% fækk- un, að því er fram kemur í NYT. Ákærum vegna skattsvika fækkaði á sama tímabili úr um 1.000 í um 500. Þá segir að spár geri ráð fyrir að kærum fækki enn fram á þessu ári og að fjöldinn verði um 360. Í þessu sambandi er vitnað til athugana sem framkvæmdar hafa verið við Syracuse University. Þær eru sagð- ar leiða í ljós að þessu til viðbótar snúist rann- sóknir IRS nú að mestu um minni háttar mál. Ekki séu lengur í gangi rannsóknir á borð við þær þegar glæpaforinginn Al Capone, eða varaforsetinn fyrrverandi Spiro T. Agnew, voru teknir fyrir. Nú sé verið að eltast við litla karla sem engir þekki á meðan þeir þekktari séu látnir í friði. Af hálfu IRS er því haldið fram að þessi mál séu öll mun flóknari nú en áður. Auk þess hafi starfsmönnum stofnunarinnar fækkað um fjórðung á áratug. ll SKATTRANNSÓKNIR Grétar Júníus Guðmundsson Léttvægar skattrannsóknir gretar@mbl.is S JÓMENNSKAN hefur ætíð verið tal- in karlmannsstarf og fremur fátítt fram til þessa að konur sæki sjóinn. Hlutskipti sjómannskonunnar hefur löngum verið að gæta bús og barna á meðan sjómaðurinn sækir lífsbjörgina, og sitja síðan beygð og döpur á bryggjupollanum og gráta í vasaklút og svuntuhorn og svartan skýlu- klút þegar hann heldur á spariskónum til hafs á ný. Það vekur því alltaf athygli þegar konur leggja fyrir sig sjómennskuna og ekki síður þegar þær mennta sig til þess arna. Tvær ungar stúlkur hafa nýverið lokið námi við sjómannaskólana, Þórunn Ágústa Þórsdóttir brautskráðist frá Vél- skóla Íslands og Ragnheiður Sveinþórsdóttir lauk þriðja stigs stýrmannaprófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík, báðar í desember árið 2001. Þær voru þannig samtíða í námi, þá einu konurnar á skólabekk með hátt í 200 karlmönn- um. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að þeim varð strax vel til vina. Þórunn Ágústa er frá Ísafirði og á ekki langt að sækja áhuga sinn á sjómennsku og vélstjórn því faðir hennar er vélstjóri og hefur stundað sjó- inn um árabil. Að loknu skyldunámi var Þórunn einn vetur í bóknámi og einn vetur í grunndeild málmiðnaðar þar vestra en hóf nám við Vélskóla Íslands haustið 1997 og brautskráðist þaðan fjór- um árum síðar, þá 22 ára gömul. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á vélum og langaði til að láta á það reyna hvort að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti lagt fyrir mig. Líklega er áhuginn sprottinn frá föður mínum sem út- skrifaðist úr Vélskólanum árið 1979, sama ár og ég fæddist. Þegar ég var í maganum á mömmu gekk ég undir nafninu „vélstjórinn“ á meðal skólafélaga pabba en þeir hættu að kalla mig það þegar ég fæddist. En það rættist víst úr mér, þó þeir hafi greinilega ekki gert ráð fyrir því. Þó ég hafi ekki farið mikið með pabba til sjós þegar ég var lítil, kom ég oft til hans um borð og fékk stundum að ræsa og drepa á vélinni og þótti það ógurlega spennandi.“ Þórunn segist ekki hafi farið mikið til sjós en bætir við að hún hafi fullan hug á að bæta úr því. Hún var þó eitt sumar vélavörður á togbátnum Gunnbirni ÍS frá Bolungarvík á meðan hún var í náminu en hefur síðan unnið ýmis störf tengd vél- stjórn í landi, einkum við virkjanir. Hún segir að vélstjórnarmenntun bjóði þannig upp á mun fleiri atvinnumöguleika en aðeins sjómennskuna. „Það eru ekki nærri því allir sem klára vélstjórnar- námið sem stefna á að starfa til sjós. Námið er mjög fjölbreytt og vélstjórar eiga orðið marga starfsmöguleika. Til dæmis starfa margir vél- stjórar við virkjanirnar og í frystihúsum. Þetta er hagnýtt og gott nám og og góður undirbúningur fyrir þá sem hyggja á frekara framhaldsnám.“ Þórunn er nú einmitt í framhaldsnámi, stundar nám í véltæknifræði við Tækniháskóla Íslands. Og þar er hún líka eina konan. „Maður virðist alltaf enda í þessari aðstöðu,“ segir hún hlæjandi en segist eiga bágt með að útskýra hvers vegna. Afasysturnar voru til sjós Ragnheiður hóf nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík haustið 1998, strax að loknu skyldu- námi og lauk þriðja stigi skipstjórnarmenntun þremur árum síðar, aðeins 19 ára gömul. Hún er þriðja konan sem klárar þriðja stig stýrimanna- náms frá skólanum og aðeins ein kona hefur lokið fjórða stigi, skipherrastiginu. Ragnheiði er, líkt og Þórunni, sjómennskan í blóð borin. Hún er fædd og uppalinn í Reykjavík en fór fyrst til sjós þegar hún var 16 ára gömul og var á sjó í sumar- og jólaleyfum frá náminu, aðallega á fraktskip- um. Frá því að hún kláraði námið við Stýri- mannaskólann hefur hún verið á ýmsum bátum frá Vestmannaeyjum, bæði togurum og netabát- um en nú síðast var hún á Guðmundi VE á nýaf- staðinni loðnuvertíð. „Auðvitað líkar mér vel að vera á sjó, annars væri ég ekki að þessu,“ segir Ragnheiður og svarar þannig fremur klaufalegri spurningu blaðamanns. „Kannski má segja að sjómennskan sé í blóðinu, afi minn var sjómaður, líkt og bræð- ur hans og líka systur.“ Ragnheiður stefnir á nám í sjávarútvegsfræð- um við Háskólann á Akureyri í haust. „Ég mat það þannig að ég væri betur undir sjávarútvegs- námið búin með stýrmannsnámið að baki, fremur en stúdentspróf. Verknám er að mörgu leyti hag- nýtara, þar sem stúdentsprófið er lítið metið þeg- ar kemur út fyrir landsteinana. Það er þannig margt í skipstjórnarnáminu sem mun nýtast mér vel í sjávarútvegsfræðinni.“ Námið ekki metið að verðleikum Þær Þórunn og Ragnheiður eru sammála um að viðhorf til bæði vélstjórnar- og skipstjórnarnáms þurfi að breytast. Námið sé mjög hagnýtt og sífellt fleiri sæki sér þessa menntun, án þess endilega að ætla sér að starfa til sjós. „Þetta nám hefur ekki verið metið að verðleikum. Skip- stjórnarnámið snýst til dæmis um miklu meira en siglingafræði og stöðugleika skipa,“ segir Ragnheiður. „Í náminu er til að mynda kennd hagfræði, markaðsfræði, fiskifræði, fiskvinnsla og meðferð afla, auk fleiri hagnýtra greina sem vitaskuld nýtast víðar en einmitt í sjómennsk- unni.“ Töluverð breyting verður á starfsemi Stýri- mannaskólans í Reykjavík og Vélskóla Íslands á komandi hausti þegar Menntafélagið ehf. tekur yfir rekstur skólanna. Þær Þórunn og Ragnheið- „Kalla mig e eftir nokk Konur eru sjaldséðar til sjós og enn fátíðara að þær afli sér sérmenntunar á sviði sjómennskunnar. Þess eru þónokkur dæmi. Helgi Mar Árnason ræddi við tvær ungar stúlkur, stýri- mann og vélstjóra, sem víla ekki fyrir sér að ráðast inn í helg- ustu vígi karlmannanna. Ragnheiður Sveinþórsdóttir stýrimaður ásamt unnusta sínum, Sigurði Atlasyni, um borð í Guðmundi VE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.