Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 6
Eru þessar skýringar fengnar frá samevrópskum höfuðstöðvum Mitsubishi. Jörð, sól og förusveinar Þýski framleiðandinn Opel er í hópi þeirra sem orðlagðir eru fyrir einföld og hljómfögur nöfn. Sjálft vörumerkið, Opel, vísar á ská í eð- alsteininn ópal og tegundarheitin eru m.a. Omega (síðasti bókstaf- urinn í gríska stafrófinu), Astra (‚stjarna‘ á latínu) og Corsa (‚sprettur‘ á ítölsku). Þá má einnig nefna Tigra sem er samstofna orð- inu tígris og þýðir tígrisdýr á ýms- um ítölskum mállýskum. Ítölsk og latnesk orð eru reynd- ar býsna vinsæl hjá bílaframleið- endum, að líkindum vegna þess að þau eru rík að sérhljóðum og auð- veld í framburði. Japanskir fram- leiðendur eru meðal þeirra sem fara þessa leið, þeir reyna að höfða til umheimsins og eru því lítið fyr- ir að beita móðurmálinu. Í flota Daihatsu er til dæmis smábíllinn Cuore sem merkir ‚hjarta‘ á ítölsku. Og japönsku Nissan-verk- smiðjurnar bjóða m.a. Micra, Primera og Maxima, orð sem vísa í stærð og forgangsröðun. ‚Micro-‘ er smækkunarforliður (merkir ‚einn milljónasti‘) og vís- ar í smæð hins knáa fólksbíls, ‚primo‘ merkir ‚fyrstur‘ á ítölsku og ‚max‘ er ‚mikill‘ á latínu. Óbyggðirnar eru ofarlega í hug- um þeirra sem gefa jeppum nöfn, eðli málsins samkvæmt. Þannig dregur Grand Cherokee-jeppinn frá Chrysler heiti sitt af Cherokee- indjánaættbálknum í Ameríku og Explorer, jeppi frá Ford, merkir ‚landkönnuður‘. Nissan notar heitið Terrano, dregið af latneska orðinu ‚terra‘ sem merkir jörð og samkvæmt upp- lýsingum Mitsubishi-manna er Pajero fjallaköttur sem lifir í Patagóníu í suðurhluta Argent- ínu. Þá er Pathfinder amerískt hugtak, einkum notað um braut- ryðjendur og könnuði sem fóru um óbyggðir á landnámsárum Bandaríkjanna. Ekki má svo gleyma því að Touareg, nýi jepp- inn frá VW, er heiti á hirðingja- þjóðflokki sem hefst við á steppum og eyðimerkum N-Afríku. Jeppar Landrover bera að sama skapi með sér ævintýra- og frels- isþrá. Defender merkir ‚verndari‘, Discovery er ‚uppgötvun‘ eða ‚fundur‘ og Freelander er tilbúið orð sem vísar í frelsi þess sem fer um landið. Orðið ‚rover‘ í sjálfu vörumerkinu merkir ‚flakkari‘ eða ‚förusveinn‘. Þá má nefna Hyundai Terracan; hann mun vera samsett- ur úr latneska orðinu ‚terra‘ (‚jörð‘) og ‚can‘ sem er í þessu til- felli hljóðlíking orðsins ‚kahn‘ sem haft var yfir mongólska höfðingja, sbr. Genghis Khan. Yfirfærð merking er því ‚konungur jarðar‘, að sögn markaðsmanna hjá B&L. Þeir bæta því við að heiti sjö manna bílsins Trajet sé komið úr spænsku og þýði ‚að ferðast‘. Subaru gægist einnig inn í óbyggðirnar með fólksbílum sín- um, en þar má meðal annars finna tegundirnar Outback (‚óbyggðir‘) og Forester (‚skógarvörður‘, ‚skógarbúi‘), að ógleymdum ‚arf- inum‘, eða Legacy. Þá má geta þess að heitið á fólksbílnum Renault Laguna vís- ar til stílhreins útlits, en ‚laguna‘ á ítölsku merkir ‚lón‘. Sá sem á bláan Renault Laguna getur því í raun stært sig af því að aka um á ‚bláa lóninu‘! Renault er aftur á móti ætt- 6 B MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Verð kr. 5.420.000 Toyota Landcruiser 100 VX dísel, 07/01, ek. 36 þ. km, loftfjöðrun, topplúga, leðuráklæði, sjálfskiptur, dráttarkúla, toppbogar, álfelgur, hraðastillir, geislaspilari. Húsbílar, fellihýsi og tjaldvagnar Nú er sumarið að koma og tími ferðalaga hafinn. Næsta tölublað sérblaðsins Bílar 30. apríl verður helgað umfjöllun um húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. Kæri auglýsandi! Sérblaðið bílar, sem fylgir Morgunblaðinu, kemur út á hverjum miðvikudegi í 54.000 eintökum. Í blaðinu er vönduð umfjöllun um allt sem tengist bílum og farartækjum. Blaðið er góður kostur fyrir auglýsendur sem vilja vekja athygli á vörum sínum og þjónustu og ekki sakar að verð auglýsinga er sérstaklega hagstætt. Allar stærðir og gerðir sérauglýsinga á góðu verði! Auglýsendur pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 28. apríl Fulltrúar auglýsingadeildar veita þér allar upplýsingar um auglýsingamöguleika og verð. Auglýsingadeild, sími 569 1111 - Netfang augl@mbl.is b íl a r V OLKSWAGEN Beetle er ein fárra bíltegunda sem túlkar nafnið sitt með útlitinu einu saman. Bif- reiðin er í laginu eins og bjalla og er jafnan kölluð Bjallan, á hverju tungumáli fyrir sig. Í önnur tegundarnöfn er hins vegar oft erfiðara að ráða – hvað merkir til dæmis Laguna eða Yaris eða Almera? Að baki nafngiftum nýrra bifreiða liggja margra mánaða pælingar og vinnufundir ímyndar- smiða, enda hefur nafnið allt að segja þegar kemur að markaðs- setningu. Í samtímasamkeppni þýðir lítið að auglýsa Jeppa á fjalli eða Bíl við öll tækifæri. Bifreiðin verður að heita eitthvað og nafnið verður helst að vera þjált, fallegt og minnisstætt. Sumir bílaframleiðendur hafa farið stystu leið og valið tegundum sínum fegurðarheiti. Þannig er Daewoo Kalos hugsaður, en ‚kalos‘ kemur úr forngrísku og merkir ‚fegurð‘. Svipað gildir um Toyota Carina, en ítalska kvk. lýsingar- orðið ‚carina‘ þýðir ‚falleg‘. Elantra frá Hyundai er samsláttur ensku orðanna ‚elegant‘ (‚fágaður‘) og ‚travel‘ (‚að ferðast‘) og vísar þann- ig jafnt í aksturseiginleika og gjörvileika. Og fleiri gera út á gjörvileika, nefna má að Mitsubishi Galant sækir nafn sitt í franska orðið ‚gal- ant‘ sem merkir ‚kurteis‘ og sami framleiðandi stendur að baki Lancer, sem er riddari vopnaður spjótinu ‚lance‘, svokallaðri lensu. Grand Cherokee-jeppinn frá Chrysler dreg- ur heiti sitt af Cherokee-indjánaættbálknum í A Indjánar, loðdýr og rauð hjörtu Bílaframleiðendur fara mis- jafnar leiðir við að velja teg- undum sínum nöfn. Sigur- björg Þrastardóttir skoðar ýmsar forvitnilegar hliðar á nafngiftum bifreiða. Yfirmenn Honda gerð nokkur nöfn í músíkh Touareg, nýi jeppinn frá VW, er heiti á hirðin sem hefst við á steppum og eyðimerkum N Sá sem af því að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.