Morgunblaðið - 05.05.2003, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.05.2003, Qupperneq 12
AP-fréttastofan hefur heim- ildir fyrir því að Tim Dunc- an leikmaður San Antonio Spurs hafi verið valinn mik- ilvægasti leikmaður NBA- deildarinnar, MVP, á þessu keppnistímabili en Duncan var einnig valinn á sl. ári. Aðeins sjö leikmenn hafa afrekað að vera valdir í MVP tvö ár í röð en þeir eru auk Duncan: Michael Jord- an, Magic Johnson, Larry Bird, Moses Malone, Kar- eem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain og Bill Russ- ell. Það eru íþróttafrétta- menn í Bandaríkjunum sem standa að kjörinu. San Ant- onio náði besta árangri allra liða á tímabilinu, þar sem liðið vann 60 leiki af alls 82. Duncan skoraði 23,3 stig að meðaltali, tók 12,9 fráköst, gaf 3,9 stoðsendingar í leik og varði 2,92 skot að með- altali. Aðrir sem komu sterklega til greina í þessu kjöri voru miðherji Minne- sota Timberwolves Kevin Garnett, Tracy McGrady (Orlando), Allen Iverson (Philadelphia), Kobe Bryant og Shaquille O’Neal (Los Angeles Lakers). Duncan leikmaður ársins Þótt brandarinn um lélegt gengiliðanna í Austurdeildinni í loka- úrslitunum undanfarin ár virðist ekki hlægilegur fyrir aðdáendur liðanna þar, er ekki hægt að taka úrslitakeppnina í þeirri deild alvar- lega fyrr en þau ná að vinna meira en einn leik gegn bestu liðum Vestur- deildarinnar. Lið eins og Phila- delphia og New Jersey hafa ekki sýnt undanfarnar vikur að þau hafi nokkuð að gera í fjögur bestu lið Vesturdeildarinnar þessa dagana. Skemmtilegasta viðureignin í ann- arri umferðinni lítur út fyrir að vera leiksería meistaranna Los Angeles Lakers gegn San Antonio Spurs. Lakers tapaði öllum fjórum viður- eignum liðanna í deildarkeppninni, en meistararnir hafa unnið níu af tíu síðustu leikjum liðanna í úrslita- keppninni undanfarin tvö keppnis- tímabil. Ef þessi leiksería hefði byrj- að fyrir mánuði síðan hefði maður þurft að veðja á San Antonio, en eftir að hafa fylgst með síðustu leikjum Lakers í Staples Center er ekki hægt annað en dást að hæfileika Phil Jackson til að hafa lið sitt tilbúið þegar í úrslitakeppnina er komið. Lengst af vetrinum var Lakers liðið eins og gangandi sápuópera hérna í borginni, en þegar í harð- bakkann hefur slegið hefur Shaq- uille O’Neal loksins náð sér á strik og sýnt allar sínar bestu hliðar – eft- ir að Kobe Bryant hélt liðinu á floti. Nú fá þeir kappar hinsvegar verð- uga keppinauta frá San Antonio. Enginn hjá Lakers hefur getað stöðvað Tim Duncan í framherja- stöðunni og Frakkinn Toni Parker virðist geta gert hvað sem hann vill í bakvarðarstöðunni gegn Derek Fisher. Sem fyrr mun Spurs valda O’Neal með tveimur varnarmönnum og lykillinn að leikseríunni mun sem fyrr verða hittni opinna samherja O’Neal. Í þessari leikseríu getur allt gerst. Ef Dallas hefur náð að sigra Port- land, mun viðureign Dallas og Sacra- mento verða mjög skemmtileg. Bæði lið hafa mikla breidd og leika hraðan og skemmtilegan leik. Spáin er að reynsla Sacramento undanfarin ár muni gera gæfumuninn hér. Atlantshafsmegin ætti New Jers- ey Nets að slá út Boston Celtics, en úrslitakeppnin í Austurdeildinni hef- ur einkennst af því að ekkert lið virð- ist vera að skera sig úr. Boston virð- ist hafa náð góðum dampi í úrslita- keppninni og gæti komist í úrslit Austurdeildar. Philadelphia mun eiga við Detroit, sem náði að rétt úr kútnum gegn Orlando Magic í rimmu liðanna. Detroit sýndi styrk sinn í síðustu tveimur leikjum sínum gegn Magic þar sem Chauncey Bill- ups fór á kostum í liði Pistons á með- an Tracy McGrady mistókst illilega á ögurstund. Shaquille O’Neal hefur náð sér á strik og sýnt allar sínar bestu hliðar Reuters Tracy McGrady og Drew Gooden, leikmenn Orlando. Reuters Kobe Bryant og Shaquille O’Neal eru erfiðir viðureignar. Bestu liðin áfram EFTIR of langa fyrstu umferð eru öll sterkustu liðin komin áfram í úrslitakeppni NBA deild- arinnar. Forráðamenn NBA- deildarinnar eru kampakátir yfir hversu marga leiki þurfti í flest- um tilfellum til að útkljá leik- seríurnar, en fyrir aðdáendur NBA-boltans eru flestir þessara aukaleikja þarflausir þegar á heildina er litið. Los Angeles Lakers sló út Minnesota í sex leikjum, San Antonio Spurs þurfti jafnmarga leiki til að slá út Phoenix Suns, Sacramento þurfti aðeins fimm leiki gegn þreyttu liði Utah Jazz, en Dallas þurfti sjöunda leikinn til að út- kljá viðureignina við Portland í gær. Og meðan ég man, það er víst líka úrslitakeppni í Aust- urdeildinni. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Los Angeles Pollin vill Jordan burt frá Wizards BANDARÍSKA dagblaðið New York Times hefur heim- ildir fyrir því að Michael Jordan muni ekki starfa fyrir né eiga hlut í NBA-liðinu Washington Wizards á næstu leiktíð. Jordan keypti á sín- um tíma hlut í félaginu og gerðist framkvæmdastjóri leikmannamála hjá liðinu. Hann „seldi“ sinn hlut í liðinu þegar hann hóf að leika með Wizards árið 2001 en sam- kvæmt reglum NBA- deildarinnar geta leikmenn ekki átt hlut í NBA-liðum. New York Times segir ennfremur að eigandi liðsins, hinn 79 ára gamli Abe Pollin, hafi ekki áhuga á að starfa áfram með Jordan þar sem Pollin taldi að Jordan hefði ekki sýnt starfinu mikinn áhuga þegar hann stýrði leik- mannamálum liðsins. Jordan var oftar en ekki fjarverandi á heimaleikjum liðsins og það líkaði Poll illa. Að auki var Jordan sá sem tók ákvarð- anir hvað varðar leikmanna- málin og í vetur var Jordan mjög gangrýninn á samherja sína, leikmenn sem hann hafði sjálfur ráðið til félags- ins. Pollin telur að Jordan hafi verið meira á golfvell- inum en á skrifstofu félagsins á meðan hann var við störf á því sviði. New York Times telur lík- legt að Jordan muni selja sinn hlut í Wizards á ný og hafi nú þegar sett sig í sam- band við aðila sem ætla sér að endurreisa NBA-liðið sem var á sínum tíma staðsett í Charlotte en var flutt til New Orleans á sl. ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.