Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 B 7 bílar „ÞEGAR ég bjó úti í Þýskalandi fyrir einu og hálfu ári fór ég í fyrsta skipti á mótorhjól, það var torfærumótorhjól Suzuki, DRZ 400 sem er „enduro“ hjól. Þetta hjól er meira notað al- hliða, þá meðal annars til ferðalaga. Þá var ég að láta 25 ára gamlan draum rætast,“ segir Guðmundur þegar hann er spurður um aðdraganda þess að hann byrjaði að stunda akstur á torfærumótorhjóli. Hann keypti sér svo svona hjól í Þýskalandi þar sem hann starfaði og kom með það heim til Íslands. Guðmundur notar hjólið einkum til lengri og skemmri ferðalaga. „Ég fer á fjöll með kunningjum mínum. Við höfum meðal annars farið upp á Arnarvatnsheiði. Guðmundur segir þá aka með hjólin út fyrir bæinn og keyra þaðan á ákveðna áfangastaði. „Við ökum eftir erfiðum jeppaslóðum og leggjum mikla áherslu á að aka ekki utan slóða.“ Hann segir það mjög krefjandi að aka torfæruhjóli við erfiðar aðstæður og það reyni jafn- framt á hugann, því einbeitingin verði að vera góð svo menn detti ekki á hjólunum. „Í þess- um ferðum þarf maður því að vera vel útbúinn. Fyrst ber að nefna hjálm og gleraugu. Við verðum að vera sérstaklega vel varðir um liðamót eins og um olnboga og hné vegna þess að í miklum torfærum kemur fyrir að maður dettur. Flestir eru því klæddir í eins konar brynju sem er úr sérstöku plastefni. Það sem mér finnst skemmtilegast við þessa hjólreiðamennsku er að hún krefst ákveð- innar hæfni og líkamsstyrks. Þetta eru auk þess mjög kraftmiklar græjur sem fá blóðið til að renna. Maður kemst til dæmis erfiða slóða hraðar en á jeppa og það er ákveðið frelsi sem felst í því að vera á svona hjóli. En ég er tiltölulega nýbyrjaður og á ýmislegt eftir ólært. Hluti af ánægjunni af þessum akstri er að njóta náttúrunnar og þá stöðvum við hjólin og virðum fyrir okkur fagurt lands- lagið.“ En hvað gera þeir ef hjólin bila eða dekk springur upp á háheiði, er þá einhver í hópnum til að gera við? „Slíkur vandi hefur ekki komið upp ennþá svo það hefur ekki reynt á þetta. En ef ég tala bara fyrir mig þá kann ég ekki að gera við hjólið né skipta um dekk. Það stendur til hjá mér að læra að geta bjargað mér, þá sérstaklega ef springur á dekkinu.“ Aðspurður segir hann að þetta geti verið hættuleg íþrótt ef menn fari of greitt og gæti ekki að sér. En hefur hann áhuga á að keppa á torfæruhjóli? „Nei, ég er í þessu bara til að keppa við sjálfan mig. Auk þess sem mér finnst gaman að reyna á þessa líkamlegu og andlegu þætti.“ En hann segir marga iðka þetta sport og þá ekki síst menn á miðjum aldri. „Það er meira um það en marga grunar.“ Fær blóðið til að renna Morgunblaðið/Golli Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, finnur sér tíma fyrir torfæruhjólið. Það vita ekki margir að eitt helsta áhugamál Guðmundar Þ. Guðmunds- sonar, þjálfara landsliðsins í handbolta, er að aka Suzuki DRZ 400 torfærumótorhjóli upp um fjöll og firnindi. RÉTT er að hafa í huga að raf- alar í jeppunum eru ekki það öfl- ugir að þeir geti haft við öllum hugsanlegum aukaljósum í einu. Reynslan hefur sýnt að öruggast er að vera ekki með fleiri en tvö ljósapör í gangi í einu með tilliti til rafmagnsnotkunar. Dæmi: Jeppi með tölvustýrða dísilvél í gangi og miðstöð stillta á hraða 2, útvarp lágt stillt, kveikt á NMT-síma, rúðuþurrkur stilltar á minni hraða og einungis stöðu- ljós kveikt, notar 21,7 amper. Þegar kveikt er á háuljós- unum, sem eru tvisvar 60 W, bætast við 10 amper. Ef síðan er kveikt á kösturum, sem eru tvisv- ar 135 W, bætast við 22,5 amper. Þetta gera samtals 53,7 amper. Rafallinn er að hámarki 70 am- per og ef ekið er með mismun- andi snúning á vél og stundum látið ganga lausagang afkastar hann einungis u.þ.b. 80% af há- marki, sem eru 56 amper. Við þessar aðstæður ætti straum- notkunin að vera í lagi en ef mið- stöðin er sett á fullan hraða bæt- ast við 8 amper og er þá straumnotkunin orðin meiri en rafallinn býr til og því verður jeppinn rafmagnslaus eftir nokk- urn tíma. Jeppahornið Rafmagns- notkun Úr jeppabók Arctic Trucks. FELLIHÝSI - TJALDVAGNAR Vantar fellihýsi og tjaldvagna í sölu. Mikil eftirspurn. Öll hús geymd inni. Varahlutir — hagstætt verð Gabriel höggdeyfar, drifliðir, drifliðshosur, vatnsdælur, vatnslásar, stýrisendar, spindilkúlur, tímareimar, sætaáklæði, ökuljós o.fl. Bíldshöfða 14 • sími 567 6744 Rauðagerði 64 • sími 553 1244 • 128 Reykjavík P.O. BOX 8804 • FAX 568 1299 Umboðsaðili fyrir TRANSPO INC. USA, sem framleiðir DIODUR og spennustilla í flestar gerðir alternatora LAGERVARA Seljum einnig ALTERNATORA og STARTARA GOTT VERÐ Bílaleigan Berg ehf., Bíldshöfða 10, 110 Reykjavík Sími 577 6050 Fax 567 9195 Netf: berg@carrental-berg.com www. carrental-berg.com Ávallt fyrirliggjandi góðir bílar á frábæru verði, hafðu samband og kynntu þér málið Öryggi alla leið ! Alternatorar – Startarar í allflesta fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar, bátavélar á lager og hraðpantanir. Trumatic gasmiðstöðvar í bíla, báta o.fl. Bílaraf Auðbrekku 20, s. 564 0400, f. 564 0404, n.bilaraf@isl.is umboðið umboðið Vagnhöfða 6 - 110 Reykjavík Sími 577 6090 - Fax 577 6095 Eigum til vatnskassa/bensíntanka og miðstöðvar, ásamt aukamiðstöðvum ætluðum bifreiðum/bátum og vinnuvélum. Einnig intercoolera í vörubíla og vinnuvélar. Pústþjónusta BJB ehf. Flatahraun 7 - 220 HAFNARFIRÐI - Sími 565 1090 Sala, smíði og ísetning á pústkerfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.