Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 10
TOYOTA CARINA DÍSEL TURBO 8/96, 2 l, einkabíll, ekinn 140 þús., beinsk. Einn eigandi. Sk. '04. Verð 730 þús, 100% lán. Upplýsingar í síma 893 6292. DODGE DAKOTA, ÁRG. '97 (2/97), 2x4 (afturdrif), 2ja dyra, beinskiptur, 2,5 bensín, skoðaður '04, ekinn 99 þús. Innfluttur nýr. Verð 790 þús. 100% lán. Upplýsingar í síma 893 6292. MM L200 DOUBLE CAB ÁRG. '97 Með pallhúsi, dísel túrbo. Sk.'04. Ný tímareim og kúpling. Ek. 220 þús. km. Einn eig. Smurbók. Verð 1.130 þús. 100% lánað. Upplýsingar í síma 893 6292. TIL SÖLU Coleman Sea Pine '99 fellihýsi 10 ft. og Toyta Hilux '99, 33" breyttur. Upplýsingar í síma 894 2901. FJARSTÝRÐIR BÍLAR Í MIKLU ÚRVALI. Tómstundahúsið, Nethyl 2, S: 587 0600. www.glaciar.is . FELGUR Í MIKLU ÚRVALI. Glaciar motorsport. S. 587 0600, Nethyl 2. www.glaciar.is . FJARSTÝRÐIR BÍLAR Í MIKLU ÚRVALI. Tómstundahúsið, Nethyl 2, S: 587 0600. www.glaciar.is . NÝ TOYOTA Á GJAFVERÐI Fermingargjöf, útskriftargjöf, brúðargjöf eða afmælisgjöf saumavelar.is — sími 892 3567. TIL SÖLU BAYLINER 28 Glæsilegur skemmtibátur árg. 1996, inn- fluttur nýr! Lítið notaður. 7,4 lítra 330 hö Mercruiser bensínvél. Bógskrúfa, elda- vél, ísskápur, klósett, sturta, svefnpláss fyrir 6 o.fl. o.fl. Vagn f. bátinn fylgir. Gang- hraði um og yfir 30 mílur. Báturinn er sem nýr. V. 8,9 millj. Uppl. í s. 660 7067 eða 897 4552. TIL SÖLU glæsilegur Fleetwood kamper og Chevrolet pickup árg. 2001. Bíll ekinn 32 þús. km. Uppl. í síma 824 6199. MERCEDES BENS ÁRG. '98 Ekinn 254 þús., sjálfskiptur. Búinn að vera í fullri þjónustu hjá Ræsi frá upphafi. Hagst. lán. Skoðaður '04. Verð 1.690 þús. Upplýsingar í síma 893 3866. VW CADDY ÁRGERÐ 1998 Ekinn 50 þ. mjög vel með farinn, nýjar bremsur, smurbók frá byrjun. Sumar- og vetrardekk fylgja. Áhvílandi 290.000 þ. hjá Glitni. Greiðslub. 20 þ. á mán. Verð 680.000 þ. Uppl. í síma 533 3070 og 699 3332. Vagnasmiðjan ehf. auglýsir: Verktakar — vagnaeigendur. Smíðum og afgreiðum með stuttum fyrirvara grimmsterkar skúffur úr Hardox-stáli (sjá myndir), sem passa á flesta malarvagna, m.a. frá Vélsmiðju Sigurðar, Sindra og Langendorf. * Nú er tækifærið til að gera gamla vagninn sem nýjan með nýrri kantaðri eða U-laga skúffu frá Vagnasmiðjunni. * Einnig skúffur (palla) t.d. á 4ra öxla bíla og alla aðra vörubíla. * Gerum við gamlar skúffur. * Setjum á krana. * Getum afgreitt fullbúna Íslands-malarvagna frá Vagnasmiðjunni, en þeir eru sterkir og stöðugir. Leitið uppl. og tilboða. Vagnasmiðjan ehf., Eldshöfða 21, Rvík, s. 587 2200 og 894 6000. FELLIHÝSI/TJALDVAGNAR Mikið úrval fellihýsa og tjaldvagna til sölu. Vantar á staðinn og á skrá. Höfðabílar, Fossháls 27, s. 577 1085/ 894 5899. LEIGA - LEIGA - LEIGA - LEIGA Tilvalið í fríið eða ferðalagið Fellihýsaleigan er með Viking fellihýsi fyr- ir 6 manns, leigist í viku í senn. Vinsamlegast pantið tímalega. s. 692 8974. FÍAT KNAUSER Til sölu húsbíll árg. '97. Ek. 60 þús. Mjög vel með farinn og vel útbúinn. Upplýs. í síma 421 1048 eða 896 4074. FORD ECONOLINE 4X4 ÁRG. '86 Breyttur fyrir 36", sjálfsk. Fullbúinn húsb. Góður bíll. Fæst á verði tjaldvagns. Uppl. í síma 566 8366 eða 698 4967. TIL SÖLU Ford Econoline E450 með Fleetwood TIOGA húsi, nýskráður 05/ 2001. V10 Triton vél 310 hö, ekinn 7.700 mílur. Hlaðinn aukabúnaði, sjónvarp, myndbandstæki, örbylgjuofn, eldavél með bakarofni, loft- kæling og útvarp inni og úti. Sérhjónaherbergi, sturta, salerni, eld- hús og setustofa. Heitt og kalt vatn, stór ísskápur með frysti og margt fleira. Sjón er sögu ríkari. Ásett verð 7.500.000. Upplýsingar í síma 845 2141. CADILAC FLEEDWOOD BROGHAM Árg. '89, sk. '04, lítur vel út. Verð 850 þús. 100% lán. Upplýsingar í síma 893 6292. MMC PAJERO ÁRG. '98 Dísel, 2.8, beinsk., ek. 300 þús. Einn eig. 33" hækkun, álfelgur, sk. '04. Verð 1.690 þús. Upplýsingar í síma 893 6292. 10 B MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar MICHAEL Schumacher kann að hafa komið fyrstur í mark í Spán- arkappakstrinum í Barcelona en heimamaðurinn Fernando Alonso hjá Renault var þó bæði maður og sigurvegari dagsins er hann ók til annars sæt- is á bíl sem er mun afl- minni en Ferrarifák- urinn nýi. Upp er runn- ið formúlu- æði á Spáni vegna góðr- ar frammi- stöðu Alonso í mótum ársins og í ljós kom er dag- blöð komu út á mánudagsmorgni að honum hafði tekist hið ómögu- lega; að ryðja fótboltanum af for- síðum. Með öðru sætinu í Barcelona varð Alonso fyrsti spænski ökuþór- inn í sögu Formúlu-1 sem vinnur stig í keppni á heimavelli. Jafnaði hann og besta árangur spænsks ökuþórs en árið 1956 varð Alfonso de Portago í öðru sæti í Silver- stone. Er Alonso eini ökuþórinn auk Ralfs Schumacher hjá Williams sem unnið hefur stig í öllum fimm mótunum til þessa í ár. „Alonso veitti sér þann munað að slást við fimmfaldan heims- meistarann sem varð að kreista allt sem hann gat út úr bíl sínum til að verða ekki gómaður,“ sagði í íþróttadagblaðinu As. Var ökuþórnum fagnað kröft- uglega af áhorfendum en 100.000 manns troðfylltu allar stúkur brautarinnar og hann steig ekki feilspor alla helgina. „Áhorfendur voru sjöundi gírinn minn,“ sagði Alonso við spænska fréttamenn eftir kappaksturinn. Hreif Schumacher Deilur spruttu í fyrra er ljóst varð að Renault-liðið ætlaði sér ekki að endurráða hinn mikils metna breska ökuþór Jenson Butt- on en nýta sér þjónustu Alonso í staðinn. Tæknistjórinn Mike Gas- coyne varði þá ákvörðun á sínum tíma, sagði pilt búa yfir fágætum hæfileikum sem ökuþór en hann sinnti starfi tilraunaökuþórs 2001 og 2002. „Hann er yfirvegaður, hraðskreiður og skarpur,“ sagði Gascoyne. Þótt Alonso sé einungis 21 árs og lítt reyndur í keppni í Formúlu-1 þótti hann sýna yfirvegun og ör- yggi; þykir jafnvel minna á Schu- macher sjálfan er hann hóf keppni árið 1991. Heimsmeistarinn sjálfur þekkir sjálfur gæði þegar hann sér þau. „Í hreinskilni sagt held ég hann standi sig framúrskarandi vel, ekki bara núna, hann gerði það einnig þegar hann keppti fyrir Min- ardi [2001]. Honum hefur farið jafnt og þétt fram og nú hefur hann sýnt hvers hann er megn- ugur. Hann stendur sig stórvel,“ sagði Schumacher eftir keppni. Alonso er frá borginni Oviedo á Norður-Spáni og snemma hneigðist hugurinn til kappaksturs. Faðir hans smíðaði honum smákörtu er drengur var tveggja ára og keppti hann fyrst aðeins þriggja ára. Varð Spánarmeistari í piltaflokki í körtu- akstri árið 1994, spænskur meist- ari fullorðinna 1996 og 1998 og heimsmeistari unglinga fyrra árið. Keppti hann í Evrópuröðinni í Formúlu-Nissan á Spáni 1999, vann sex mót og varð meistari. Ár- ið 2000 keppti hann í Form- úlu-3000 og vann belgíska kapp- aksturinn. Varð fjórði í stigakeppni ökuþóra og sinnti jafnframt til- raunaakstri fyrir Minardi. Fyrir liðið keppti hann svo árið 2001 í Form- úlu-1 en var jafnframt tilrauna- ökuþór Benetton og síðar arftaka liðsins, Renault, í fyrra. Alonso spark- ar boltanum útaf forsíðum Fernando Alonso

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.