Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 C FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ? Á STÆÐA er til að varpa ljósi á við hvaða aðstæður íslenskir grunnskólakennarar starfa og hvaða vandamál eru á bak við þær prósentutölur sem fram komu í tengslum við ályktun ársfundar grunnskólakennara. Ljóst er að vanda- mál íslenskra barna eru misalvarleg. Á meðan sum þurfa á lyfjum að halda vegna ofvirkni eða geðraskana, hafa önnur kannski ekki kynnst því að þurfa að fara eftir reglum, eru e.t.v. stressuð eða vansvefta. Kennari getur óskað eftir greiningu á börnum sem hann telur að þurfi á aðstoð t.d. sérkennara, sálfræðings eða læknis að halda, en samþykki foreldra er nauðsynlegt. Þegar greining liggur fyrir á barnið rétt á viðeigandi stuðningi, sérkennslu, lyfjum, sálfræðiaðstoð o.s.frv. Greining á börnum er trúnaðarmál á milli kennara, foreldra og barns og það er á valdi foreldranna eða barnsins að láta uppi greininguna gagnvart öðrum foreldrum og börn- um. Grunnskólalög brotin? Sérkennsla færist nú í auknum mæli inn í skólastof- urnar í stað þess að börn sem þurfa á sérkennslu að halda fari út úr stofunni til sérkennarans. Skólar þurfa að sækja um sérkennslukvóta að vori fyrir næsta skólaár en þá liggur yfirleitt ekki fyrir greining á öllum þeim börnum sem koma til með að þurfa á sérkennslu að halda, eins og kennarar lýsa því. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir því, kemur fyrir að sérkennslufjármagn skóla er upp- urið þegar til kastanna kemur og börn sem þurfa stuðning, fá ekki allt það sem þau eiga rétt á. Að mati sumra kennara eru grunnskólalög þarna brotin vegna fjárskorts. Grunn- skólabörn, hvort sem þau þurfa á stuðningi að halda eða eru „eðli- legir“ nemendur, fái ekki það sem þau eigi rétt á vegna þess að hvorki er til fé né mannskapur til að sinna þörfum allra barnanna. Í ályktuninni frá ársfundi grunnskólakennaranna er þess ósk- að að lausn verði fundin á vanda barna með miklar hegðunar- og tilfinningaraskanir, án þess að fjallað sé um orsakir rask- ananna. Hér verður ekki komið með lausnir heldur leitast við að varpa ljósi á starfsaðstæður kennaranna og að því er virðist vaxandi kröfur á hendur þeim. Oft hefur verið rætt um mikilvægi góðra samskipta á milli heimila og skóla. Þar liggja e.t.v. einhver vandamál og jafnvel einhverjar skýringar en þær kann einnig að vera að finna í inn- viðum samfélagsins. Börnin afgangsstærð? Hér á landi er viðurkennt að tvær fyrirvinnur þarf fyrir barnafjölskyldu. Vinna foreldra er þó ekki eini áhrifaþátturinn. Viðhorf foreldra til skólans, kennaranna, heimanáms og uppeldis er einnig afar misjafnt og hefur áhrif á börnin. En nú virðist stundum sem svo að börnin séu orðin afgangsstærð, á eftir vinnu og efnislegum gæðum. Þetta eru kröfur nútímasamfélagsins sem fjölskyldan býr við. Kennarar barnanna í leikskóla og grunnskóla eru þeir sem oft grípa í taumana og benda foreldrum á að börnin eigi erfitt eða þurfi meiri umönnun. „Það er ansi hart ef maður þarf að minnka við sig vinnu vegna barnanna,“ var tilsvar sem ónefndur kennari fékk þegar hann á undanhaldi Grunnskólakennarar þurfa að bregða sér í margra fræð- inga líki til að standast kröfur sem gerðar eru til þeirra. Nokkrir úr stéttinni sögðu Steingerði Ólafsdóttur að samfara vaxandi agaleysi í þjóðfélaginu væri í æ ríkari mæli ætlast til að kennarar færu inn á svið sem væru í verkahring foreldranna sjálfra og/eða uppeldisfræðinga, sérkennara, sálfræðinga, geðlækna og hjúkrunarfræðinga. Agi  Kennarar ekki menntaðir til að kenna börnum, sem eiga við sérstök vandamál að stríða.  Sérkennsla fær- ist í auknum mæli inn í skólastofurnar.  Börn sem ekki þurfa að fara eftir reglum heima hjá sér eru til vandræða í skólastofunni.  Sumir foreldrar ta un barna sinna og ha þeim en kennurum þ  Það eru ekki bara skóli og heimili í uppeldi barna, það er allt samfélagið. Á ÞRIÐJA ársfundi Félagsgrunnskólakennara sem haldinnvar 9. og 10. mars sl. var sam- þykkt ályktun um það alvarlega ástand sem ríkir í málefnum barna með miklar hegðunar- og tilfinningaraskanir. Í ályktuninni er skorað á yfirvöld heil- brigðis-, félags- og menntamála að bregðast snarlega við þessu brýna mál- efni og vinna í sameiningu að lausn þess. Ályktunin, sem var samþykkt ein- um rómi, hljóðar svo: „Ályktun árs- fundar Félags grunnskólakennara: Al- varlegt ástand hefur skapast víða í skólakerfinu vegna barna með miklar hegðunar- og tilfinningaraskanir. Árs- fundur Félags grunnskólakennara, haldinn á Hótel Geysi 9.–10. mars 2003, beinir þeim tilmælum til stjórnvalda að skoða frá öllum hliðum heildstæð úr- ræði fyrir þennan hóp. Fundurinn hvetur stjórnvöld til að þess að veita fagfólki sem á að sinna málefnum barna með geðraskanir svigrúm og að- stöðu til þess að veita þá þjónustu sem þessi börn eiga rétt á. Fundurinn skor- ar á yfirvöld heilbrigðis-, félags- og menntamála að bregðast snarlega við þessu brýna málefni og vinna í samein- ingu að lausn þess.“ Í frétt Morgunblaðsins um álykt- unina 12. mars sl. segir Finnbogi Sig- urðsson, formaður Félags grunnskóla- kennara, að 3% allra grunnskólabarna eigi við verulegar hegðunar- og tilfinn- ingaraskanir að stríða og viðeigandi meðferðarúrræði vanti fyrir þennan hóp. Vandamál margra barna í þessum hópi segir hann falla beint undir heil- brigðisráðuneytið en að hans sögn get- ur ráðuneytið varpað ábyrgðinni yfir á skólana á grundvelli skólaskyldu í land- inu. Finnbogi segir kennara vissulega hafa haft áhyggjur af þessu máli í ára- raðir en það hafi hins vegar stækkað. Skýringarnar liggja ekki ljósar fyrir að hans mati, en hann bendir á að hugs- anlega séu greiningar orðnar betri. „Sá hópur sem á við geðræn vandamál að stríða, auk lyfja- og fíkniefnaneyslu, hefur einfaldlega stækkað,“ segir hann. Hann segir að um 18% grunnskólanem- enda taki of mikinn tíma kennara og þar af séu 3–5% þeirra með veruleg vandamál, m.a. ofbeldisvandamál. Þessi börn séu t.d. farin að beita mun grófara ofbeldi en áður þekktist, gangi jafnvel með vopn og beinlínis beiti ofbeldinu af ásettu ráði, sem er nokkuð sem ekki þekktist áður. „Áður hljóp skapið oft með fólk í gönur en nú eru komin upp tilvik þar sem unglingar beita ofbeldi að yfirlögðu ráði,“ segir hann. KENNARAR SKORA Á YFIRVÖLD 18% grunnskólanema taka of mikinn tíma kennara KENNARAR sem hafa langareynslu af kennslu finna mun áþví að kenna nú og þá. Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur er menntuð sem grunnskólakennari og kenndi um tíu ára skeið á áttunda og ní- unda áratugnum. Eftir átta ár í blaða- mennsku fór Kristín Marja aftur að kenna, nánar tiltekið árið 1995. Og eins og hún lýsti í erindi sem hún hélt á árs- fundi Félags grunnskólakennara í fyrra var orðin gjörbreyting á starfsumhverfi grunnskólakennara þegar hún sneri aft- ur. „En á þeim átta árum sem ég hafði verið í burtu frá kennslu höfðu börnin breyst töluvert. Þau voru almennt áhugalausari um lífið og námið, og aga- leysi, pirringur og virðingarleysi voru áberandi.“ Kristín Marja rakti breyting- arnar sem átt höfðu sér stað á fyrri kennsluárunum; rekstur skólanna var sá sami og hann var þegar mæður voru heimavinnandi en lífsgæðakapphlaupið að hefjast fyrir alvöru. „Þegar ég kom aftur í skólann um miðjan tíunda áratug höfðu enn aðrar breytingar átt sér stað í þjóðfélaginu. Kreppa, samdráttur og at- vinnuleysi höfðu ríkt um skeið, Ísland var orðið láglaunaland og fólk varð að leggja meira á sig til að láta enda ná saman.“ Og kennarastarfið hafði líka breyst. „Þegar ég kom til baka fannst mér hlut- verk mitt aðallega vera í því fólgið að halda vinnufrið í bekkjunum, sinna of- virkum börnum, sem nú voru allt í einu komin til sögunnar, og seinvirkum og leysa úr persónulegum vandamálum nemenda.“ Agaleysi og siðferðileg upplausn Kristín Marja fjallaði líka um ráðvillta kennara sem fá misvísandi skilaboð frá þjóðfélaginu. „Ég man eftir pistlum í blöðum frá þessum árum þar sem hart var vegið að kennurum og einkum hinu fræga sumarfríi þeirra. Menn höfðu og áhyggjur af vaxandi ofbeldi og agaleysi og það mátti skilja sem svo að kenn- urum hefði mistekist uppeldisstarfið.“ Hún fær ekki séð hvernig kennarar eiga að undirbúa kennslu og þrátt fyrir hærri laun hafi ástandið ekki batnað. „Yfirvöld hafa líklega álitið að hegðun nemenda mundi skána um leið og launin og því hefðu kennarar meiri tíma fyrir nefndarstörf. En því miður. Agaleysið í skólum helst í hendur við þá siðferðilegu upplausn sem ríkir í þjóðfélaginu. Það reynir meira á kennara en áður vegna hegðunarvandamála og við bætist að flestir þeirra sinna nú einnig börnum sem hafa fengið greiningu, þ.e. þeir eru með ofvirk börn, seinvirk, einhverf, les- blind, fötluð og svo mætti lengi telja. Þeir hafa sem sagt ofan á allt annað tek- ið við starfi sérkennara og starfi heil- brigðisstéttanna.“ Kröfur til foreldra Og tímalausu foreldrarnir koma líka við sögu. „Það er sagt að skólinn hafi tekið að sér uppeldishlutverk foreldra síðustu árin. Það er rétt. Kennarar, sem eru ein samviskusamasta og heiðvirð- asta stétt sem ég hef kynnst, léttu ábyrgðinni af tímalausum foreldrum, sýndu fórnfýsi og manngæsku, alltaf reiðubúnir að frelsa heiminn, en gleymdu því að hlutverk kennarans er fyrst og fremst að fræða og aðeins í þeim skilningi er hann uppalandi.“ Kristín Marja bendir á að kennarar eiga að fræða börnin en foreldrarnir eiga að ala þau upp. „En þjóðfélagið hefur breyst enn og aftur, skólahald er meira í takt við tímann núna og foreldrar, flest- ir, eiga möguleika á að vera með börnum sínum, ala þau upp og kenna þeim leik- reglur. En þeir hafa bara komist upp með að gera ósanngjarnar kröfur til kennara. Svo það er tími til kominn að kennarar geri kröfur til foreldra. Öðrum og sjálf- um sér til bjargar eins og skáldið sagði. Þeir eiga að senda þjóðinni skilaboð, al- veg eins og þjóðin sendi þeim skilaboð á sínum tíma. Við fræðum börnin ykkar, þið alið þau upp. Kennarar hafa ekkert leyfi til að svipta foreldra þeim sjálfsögðu réttind- um að ala börn sín upp.“ ÚR ERINDI SEM FLUTT VAR Á ÁRSÞINGI GRUNNSKÓLAKENNARA 2002 Kennarar fræða, foreldrar ala upp endurspeglar Skólastofan þjóðfélagið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.