Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR til Alþingis verða haldnar um allt land á morgun, laugardag. Ungt fólk sem nú kýs í fyrsta sinn man tæpast eftir því að erfitt getur reynst að mynda ríkis-stjórn. Enda getur umboð frá forsetanum til að mynda stjórn gengið á milli formanna flokkanna svo vikum og mánuðum skiptir án þess að árangur náist. Það gerðist síðast þegar yngstu kjósendurnir nú voru tveggja ára. Árið 1987 tók tæpa þrjá mánuði að mynda ríkis-stjórn. Úrslit kosninganna þá voru þau að ekki var hægt að mynda ríkis-stjórn með tveimur flokkum. Sjálfstæðis-flokkurinn fékk til dæmis aðeins 27% atkvæða. Að lokum var mynduð stjórn þriggja flokka, Sjálfstæðis-flokks, Framsóknar-flokks og Alþýðu-bandalags. Stjórnin sprakk ári síðar.Var þá mynduð vinstri stjórn þriggja flokka. Á síðari árum hafa ríkis-stjórnir verið myndaðar á fáeinum dögum. Í síðustu kosningum hélt ríkis-stjórnin sem nú er við völd meirihluta og samþykktu báðir flokkar að halda samstarfinu áfram. Þeir þurftu því ekki að umboð frá forseta til að mynda stjórn. Það hefur aðeins gerst tvisvar áður frá því Ísland varð lýðveldi. Forseti Íslands er valda-lítill í stjórn-málum, en getur orðið valdamikill þegar kemur að því að mynda ríkis-stjórnir. Beitti Ásgeir Ásgeirsson forseti sér til dæmis mjög fyrir því að mynda Viðreisnar-stjórn árið 1959. Þau Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir beittu sér hins vegar bæði lítið við myndun ríkis-stjórna. Hefur stundum verið sagt að það sé vegna þess að þau voru ekki í stjórn-málum líkt og fyrri forsetar höfðu verið. Ólafur Ragnar Grímsson núverandi forseti kemur úr stjórn-málum. Hins vegar þykir ólíklegt að hann muni beita sér við myndun ríkis-stjórnar. Hefur forsetinn sjálfur bent á að forystu-menn stjórnmála-flokkanna hafi smátt og smátt lært að mynda ríkis-stjórnir án þess að forsetinn hafi þar afgerandi áhrif. Ekki regla að stjórnar- myndun taki nokkra daga Ríkisstjórnir hafa undanfarin ár verið myndaðar á nokkrum dögum. Ríkis-stjórnir hafa undanfarin 16 ár verið myndaðar á nokkrum dögum HINN 26. apríl síðast-liðinn var haldin hljómsveita-keppni í Færeyjum. Keppnin heitir Prix Föroyar og var nú haldin í fimmta skipti. Prix Föroyar er haldin á tveggja ára fresti. Hljómsveitirnar sem kepptu til úrslita voru sex talsins. Sú sem vann heitir Gestir og leikur rokk-tónlist. Það hefur hefur verið mikið að gerast í tónlistar-lífi Færeyja undanfarið. Á eyjunum búa bara 45.000 manns, en Íslendingar eru rúmlega 280.000 talsins. Úrslita-keppnin var haldin í Norræna húsinu í Þórshöfn sem er höfuðborg Færeyja. Færeyska sjónvarpið sendi beint út frá keppninni og það var mikil stemmning í húsinu. Gestir fengu í verðlaun að taka upp lög í hljóðveri. Þá fara þeir líka til útlanda að spila á tónlistar-hátíðum. Gestir koma frá litlum bæ sem heitir Gata, en í bænum búa aðeins um þúsund manns. Ljósmynd/Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Gestir í heimabæ sínum, Götu. Lifandi tónlistarlíf ÞAÐ er of snemmt að fullyrða að lungnabólgu-faraldurinn sem kostað hefur fjölda manns-lífa sé hættur að breiðast út. Þetta sagði Gro Harlem Brundtland, sem er yfirmaður Alþjóðlegu heilbrigðismála-- stofnunarinnar. „Í mörgum löndum er útlit fyrir að faraldurinn sé í rénun,“ sagði Brundtland. „En í Kína er ekkert lát á honum.“ Yfirvöld í Kína eru hrædd um, að sjúkdómurinn fari nú að breiðast út í sveitum landsins. Fólk sem hefur flutt úr sveitinni til borga til að fá vinnu er nú að flytja heim aftur. Óttast er að margt af þessu fólki hafi smitast af sjúkdómnum. Ný rannsókn bendir til að meiri hættu á að fólk 60 ára og eldra látist ef það sýkist. Reuters Margir ganga nú með grímu af ótta við smithættu. Enn hætta á sýkingu MANCHESTER United varð um helgina Englands-meistari í knattspyrnu. Er það í 15. sinn í sögu félagsins og í áttunda sinn á síðustu 11 árum. United innsiglaði titilinn þó án þess að spila. Því úrslitin réðust á heimavelli Arsenal Highbury þegar liðið tapaði fyrir Leeds, 3:2. Úrslitin þýddu að Arsenal varð að láta titilinn af hendi, en liðið er fimm stigum á eftir Manchester United þegar það á einn leik eftir í deildinni. Meistararnir eiga hins vegar eftir að leika við Everton og verða krýndir á Goodison Park á sunnudag. Sir Alex Ferguson, knattspyrnu-stjóri Manchester United, gat ekki leynt gleði sinni þegar niðurstaðan lá fyrir. Ferguson hefur náð einstökum árangri með lið Manchester United. Liðið hefur unnið 17 titla undir hans stjórn. Þar af átta Englands-meistaratitla og Evrópu-bikarinn fyrir þremur árum. „Við misstum aldrei trúna. Og við lögðumst allir á eitt að ná titlinum aftur af Arsenal og það tókst. Núna ætlum við að taka stefnuna á að vinna Evrópu-bikarinn á nýjan leik. Framan af mótinu voru meiðsl að angra mína menn og margir voru búnir að afskrifa okkur. Ég vissi hins vegar hvað í mínum mönnum bjó og eftir sárt tap á móti Manchester City snerum við blaðinu við. Eftir jafn-teflið við Arsenal vissi ég síðan að við hefðum þetta,“ sagði Ferguson. Manchester United Englands-meistari í 15. sinn Reuters Leikmenn Manchester United fagna titlinum, Phil Neville, Rio Ferdinand, Roy Keane og Ruud Van Nistelrooy. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.