Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ólívu lauf FRÁ Ertu með kvef eða flensu? H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir JÁ, það er gríðarlegamikið að gerast íþessu. Ég leyfi mérað segja að það hafi aldrei verið jafn mikil gróska,“ segir Auður Krist- insdóttir, eigandi Tinnu ehf. sem er stærsti innflytjandi prjónagarns á Íslandi. „Fjöl- breytnin er alltaf að aukast. Ég er einmitt nýkomin af sýningu í Köln og þar voru kynntar ýmsar nýjungar, bæði í litavali, uppskriftum og garni.“ Auður segir stemmninguna um þessar mundir vera þá – hér á landi sem annars staðar – að prjónaðar flíkur séu fullgildar tískuvörur. Ungt fólk sýni nýjungunum mikinn áhuga og vilji helst af öllu prjóna sjálft. „Oft er þetta ein- falt prjón úr skemmtilegu garni, gjarnan prjónað á grófa prjóna. Í þeim tilfellum er garnið sjálft látið segja það sem segja þarf. Móher er mjög vinsælt og sama gildir um sprengt garn, svo dæmi séu tekin. Stundum er tveimur þráðum blandað saman, kannski hör og bómull, og prjón- að á prjóna númer sjö eða átta. Þannig mætti áfram telja, en meginatriðið er að hver og einn býr til þá tóna sem hann helst kýs. Þetta eflir sköpunargáfuna og auðveldar fólki að móta sinn eigin stíl.“ Eins konar forvarnarstarf Auður er hæstánægð með vinsældir prjónsins, enda telur hún að í því felist rómantík og hlýja sem myndi gott mótvægi við hraða samtímans. „Að prjóna er einfaldlega heilsubót sem virkjar það besta í fólki. Í rauninni finnst mér oft að ég sé að vinna hér forvarnarstarf, sér í lagi með unga fólkinu. Það eignast dýrmætar stundir með sjálfu sér og sínu eigin hugmyndaflugi yfir prjónunum og það er ekki lítils virði.“ Auður á sjálf dóttur á framhaldsskólaaldri og segir áberandi áhuga hjá vinkonum dótturinnar á prjóna- skapnum. „Þær segja margar: „Ó, hvað ég vildi að ég kynni þetta vel!“ Ég veit að margir kennarar eru allir af vilja gerðir til þess að efla handavinnukennslu í skólum, en því miður virðist ekki skilningur á því alls staðar – fjármagnið vantar. Þegar ungt fólk sýnir handverki áhuga er um að gera að bregðast við og hvetja það til dáða.“ Auður bendir einnig á að tískustraumar í handavinnu snúist ekki einungis um hefðbundnar, prjónaðar peysur. „Heklið er til dæmis að koma mjög sterkt inn núna, með- al annars í treflum. Síðir treflar með kögri eru mjög vin- sælir, ýmist heklaðir eða með klukkuprjóni. Svo má nefna húfur og töskur, heklaðar eða prjónaðar – já, og svo sjölin. Þau hafa verið vinsæl og verða áfram, til dæm- is úr flauelsgarni sem ég var einmitt að kynna í nýafstað- inni ferð minni um Suðurlandið.“ Auður fer víða í tengslum við vinnu sína, en Tinna ehf. sér verslunum á höfuðborgarsvæðinu fyrir garni, auk Virkjar það besta í fólki Auður Magndís Leiknisdóttir, dóttir Auðar í Tinnu, hann- aði trefilinn og höfuðfatið, prjónað úr pelsgarni og móh- ergarni. Hægra megin er gróft, vínrautt sjal úr ull og móh- er sem saumað er saman að framan svo að úr verður slá. Morgunblaðið/Sverrir Auður Kristinsdóttir Auður Kristinsdóttir í Tinnu ehf. EINMITT, ég hef fundiðvel fyrir þessu,“ segirMalín Örlygsdóttir, eig-andi garnverslunarinnar Storksins, þegar bornar eru undir hana fréttir þess efnis að prjóna- skapur sé í tísku. Auk þess að af- greiða garn og veita ráðgjöf í versl- uninni heldur hún reglulega prjónanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna og er þar með fing- urinn á púlsinum, eins og hún kemst að orði. „Ég get nefnt að sífellt fleiri stúlkur úr háskólanum koma til mín á námskeið, annaðhvort í námi eða nýútskrifaðar. Þetta eru meðvitaðar, ungar konur og þátt- taka þeirra hefur greinilega aukist. Mér finnst þær vera farnar að meta aftur það sem hægt er að kalla forn- ar, kvenlegar dyggðir. Eldri konur halda svo einnig sínum hlut,“ segir Malín og bætir við að hugarfarið gagnvart handavinnu hafi breyst. Konur sinni henni nú fremur af ánægju og áhuga í stað einskærrar skyldurækni. „Það var algengt hér áður fyrr að konur prjónuðu vinnupeysur handa körlum sínum, sem þeir svo ötuðu fljótlega í smurningu og öðru. Sem betur fer er þetta liðin tíð. Með auk- inni sjálfsvirðingu kvenna bera þær virðingu fyrir vinnu sinni, tíma og hugðarefnum. Nú prjóna þær fal- lega hannaðar peysur og velja vandað garn, jafnvel angóru, silki, kasmír, merínó-ull, hör, nefndu það bara. Þær eiga ánægjustundir með prjónana sína – heilaga stund – sem aðrir á heimilinu virða. Í dag þykir svo miklu fínna að vera í handprjónaðri peysu en fjöldaframleiddri og þá sérstaklega ef maður hefur prjónað hana sjálf- ur.“ Hún áréttar að almenningsálitið sé prjónaskap í hag og enginn þurfi að fara í felur með áhugann. „Það þykir smart að prjóna. Auðvitað er það ekki alltaf þannig, þetta gengur í bylgjum og stundum hefur það beinlínis þótt lummulegt,“ segir hún og hlær. „Ennfremur urðu margir ugg- andi þegar handavinnukennsla minnkaði í skólum, en þá sagði ég alltaf: „Þetta er svo skemmtileg og notaleg afþreying að hún hlýtur að lifa. Og það er einmitt að koma á daginn.“ Í senn gefandi og mjög róandi Malín hefur verið viðloðandi Storkinn býsna lengi, en verslunin verður 50 ára í haust. „Mamma var með fyrirtækið þegar ég var lítil og ég var níu ára þegar ég byrjaði að grípa í afgreiðslu. En frá 1983 hef ég verið hér af lífi og sál.“ Malín er lærður fatahönnuður, með áherslu á prjón, og hefur í gegnum tíðina hannað fjöldan allan af prjónaflíkum. „Það nýjasta eru kjólar þar sem ég sameina hekl og efni héðan úr búðinni, en vinsældir hekls hafa mjög verið að aukast.“ Prjónanámskeiðunum hefur hún sem fyrr segir stýrt lengi – og þang- að sækja nær eingöngu konur. „Ætli ég hafi ekki haft nokkur þús- und konur á námskeiðum, en aðeins þrjá karlmenn,“ segir hún en finnst það þó ekki með öllu dapurlegt. Þrír séu a.m.k. þremur fleiri en enginn. „Ef það koma hingað karl- menn í verslunina og ég spyr: „Ert þú að fara að prjóna?“ þá finnst þeim það rosalega fyndið. Samt á spurningin ekki að vera neinn brandari. Kannski finnst þeim að þetta sé síðasta karlmennskuvígið og þeir séu illa úti ef það falli. En þeir vita ekki hvers þeir fara á mis.“ – En hvaða erindi eiga þeir þá í verslunina ef þeir eru ekki með neitt á prjónunum? „Nú, þeir eru ýmist að kaupa garn fyrir eiginkonurnar, eða velja sér liti í flíkur sem til stendur að prjóna á þá.“ Niðurstaðan er þannig sú að prjón sé í raun handavinna fyrir alla, konur og karla. Eða eins og Malín segir: „Í senn gefandi og mjög róandi handavinna.“ Hljómar eins og sérhönnuð meðferð gegn stressi og meintri firringu nútíma- mannsins, ekki satt? Malín Örlygsdóttir í Storkinum Morgunblaðið/Sverrir Malín Örlygsdóttir í verslun sinni með nýjustu útfærsluna; barnakjól með hekluðu brjóststykki og kraga. Kvenlegar dyggðir lifa Morgunblaðið/Sverrir Ýmislegt á prjónunum Fréttir frá útlöndum herma að nú sé komið í tísku að prjóna. Fræga fólkið er jafnvel sagt hafa hálfprjónaðar flíkur við höndina til þess að stilla á stofuborðið, sé von á gest- um. Sigurbjörg Þrast- ardóttir kannaði áhug- ann hér á landi sem er í senn vaxandi og ein- lægur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.