Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 7
Una Hlín í rauðri peysu úr Alfa-garni, ull og móher, sem prjónuð er á prjóna nr. 7. Kantur neðst og á ermum myndar ramma um peysuna og trefillinn er í stíl. sextíu sölustaða á lands- byggðinni. Innflutning- urinn nemur um 20 tonn- um á ári, sem jafngildir efni í yfir 40 þúsund flíkur. Stærstur hluti garnsins kemur frá Þýskalandi og Noregi og þar eru einnig reglulega haldnar sýn- ingar eins og í hverjum öðrum tísku- geira. „En þrátt fyrir allar nýjungarnar má ekki gleyma því að sígilda garnið stendur alltaf fyrir sínu. Gamla góða Smart-garnið á prjóna númer þrjú og hálft er til dæmis ekki fallið úr gildi,“ bendir Auður á og brosir. Á næstunni munu kraftar hennar, eins og oft áður, beinast að útgáfumálum, en Tinna ehf. gefur út Prjónablaðið Ýr sem komið hefur út í 15 ár. Að sögn Auðar hef- ur útbreiðsla blaðsins aukist jafnt og þétt, sem styður kenningar um vaxandi vinsældir prjóns. Upplagið er nú 5.000 eintök og sum- ir hafa bent á að það sé hvorki meira né minna en einn tíundi af upplagi Morgun- blaðsins. Það segir kannski sína sögu.  Carmen klæðist hvítu vesti sem hannað er af Auði Magndísi Leikn- isdóttur. Í því eru tveir þræðir, annars vegar hör og ull en hins vegar móher. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 B 7 Fékk skyndileg- an áhuga Hér er uppskrift Storksins að peys- unni sem Elín Jórunn prjónaði og klæðist á myndinni til vinstri. Hönn- uður er Kim Hargreaves. GARN: XS S M L XL Fyrir brjóstmál 81 86 91 97 102 cm Rowan Big Wool (100% mjúk merino-ull) 5 5 6 6 7 x 100 g PRJÓNAR: Bandprjónar eða hringprjónar númer 8 og 12 PRJÓNFESTA: 8 lykkjur og 12 umferðir = 10cm x 10 cm í sléttprjóni á prjóna númer 12. BAK- OG FRAMSTYKKI (bæði eins): Fitja upp 28 (30: 32: 34: 36) lykkjur á prjóna númer 8. 1. umferð (réttan): Prjóna 1 (0: 1: 0: 1) lykkjur sléttar, * 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur sléttar, endur- taka frá * þar til 3 (2: 3: 2: 3) lykkjur eru eftir, prjóna 2 lykkjur brugðnar, 1 (0: 1: 0: 1) lykkju slétta. 2. umferð: Prjóna 1 (0: 1: 0: 1) lykkju brugðna, * 2 lykkjur sléttar, 2 lykkjur brugðnar, endurtaka frá * þar til 3 (2: 3: 2: 3) lykkjur eru eftir, prjóna 2 lykkjur sléttar, 1 (0: 1: 0: 1) lykkju brugðna. Þessar 2 umferðir mynda stroff. Prjóna til viðbótar í stroffi 8 um- ferðir, auka 1 lykkju út í enda síðustu umferðar og enda með umferð á röngunni. 29 (31: 33: 35: 37) lykkjur. Skipta yfir á prjóna númer 12. Byrja með sléttri umferð, prjóna í sléttprjóni á eftirfarandi hátt: Auka 1 lykkju út í byrjun og enda 7. umferðar og aftur í 8. umferð þar á eftir. 33 (35: 37: 39: 41) lykkjur. Prjóna beint þar til prjónlesið mælist 29 (30: 30: 31: 31) cm, enda með umferð á röngunni. Formun handvega: Fella af 2 lykkjur í byrjun næstu 2 umferða. 29 (31: 33: 35: 37) lykkjur. Taka 1 lykkju úr í byrjun og enda næstu 2 (3: 3: 4: 4) umferða. 25 (25: 27: 27: 29) lykkjur. Prjóna til viðbótar 10 (9: 11: 10: 12) umferðir beint, enda með umferð á röngunni. Fella af. ERMAR: Fitja upp 21 (21: 21: 23: 23) lykkjur á prjóna númer 12. Byrja með sléttri umferð, prjóna í sléttprjóni á eftirfarandi hátt: Auka 1 lykkju út í byrjun og enda 21. (21.: 15.: 21.: 15.) umferðar og síð- an alltaf í 16. hverri umferð þar til komnar eru 25 (25: 27: 27: 29) lykkjur. Prjóna beint þar til ermin mælist 46 (46: 47: 47: 47) cm, enda með um- ferð á röngunni. Formun ermakúpu: Fella af 2 lykkjur í byrjun næstu 2 umferða. 21 (21: 23: 23: 25) lykkjur. Taka 1 lykkju úr í byrjun og enda næstu umferðar og síðan alltaf í ann- arri hverri umferð þar til 9 lykkjur eru eftir, síðan í næstu umferð, enda með umferð á röngunni. Fella af lykkjurnar sem eftir eru, 7 lykkjur. FRÁGANGUR: Sauma ermar í handveg og láta framstykki og bak vera sitt hvoru megin við affellingarkant á erma- kúpu, en skilja vinstri handveg að aft- an eftir opinn. Affellingarkantur á ermakúpu er hluti af hálsmálinu. Kragi: Snúa réttunni fram og nota prjóna númer 8, prjóna upp 5 lykkjur af vinstri ermi, 24 (24: 26: 26: 28) lykkjur fyrir miðju, 5 lykkjur af hægri ermi, síðan 24 (24: 26: 26: 28) lykkjur á baki. 58 (58: 62: 62: 66) lykkjur. 1. umferð (rangan): Prjóna 2 lykkjur brugðnar, * 2 lykkjur sléttar, 2 lykkjur brugðnar, endurtaka frá * út umferðina. 2. umferð: Prjóna 2 lykkjur sléttar, * 2 lykkj- ur brugðnar, 2 lykkjur sléttar, end- urtaka frá * út umferðina. Þessar 2 umferðir mynda stroff. Prjóna áfram í stroffi þar til krag- inn mælist 8 cm. Skipta yfir á prjóna númer 12. Prjóna áfram í stroffi þar til krag- inn mælist 16 cm. Fella af í stroffi mjög laust.  Gróf peysa Morgunblaðið/Kristinn ELÍN Jórunn Baldvins-dóttir, 26 ára við-skiptafræðingur, prjón-aði þessa peysu eftir að hafa sótt tvö sex vikna námskeið hjá Storkinum í vetur. Fyrir kunni hún ekkert fyrir sér í prjónaskap en þegar áhuginn greip hana skyndilega settist hún á bekkinn hjá Malín Örlygsdóttur og Ásgerði Jó- hannesdóttur. „Þær voru mjög almennilegar og sinntu hverjum og einum eftir því hversu langt hann var kominn. Mér þótti líka skemmtilegt að sjá hvað mikið er til af nýtísku- legum upp- skriftum – það var verulega hvetjandi. Um þessa peysu er það annars að segja að hún er rosalega fljótprjónuð og í raun auðveld ef maður fær dálitla hjálp,“ staðhæfir Elín Jór- unn, sem prjónaði flíkina úr hvítu Rowan Big Wool-garni á stóra prjóna nr. 8 og 12. Laugavegi 52, sími 562 4244 Eina verslunin á Íslandi sem selur vörur frá Rosenthal Moon; hönnður Jasper Morrison Brúðhjónalistar Glæsileg kristalsglös frá kr. 550 Bómull - meiriháttar mjúk! FRÁBÆRT TILBOÐ Kr: 2.990.-SÆ N G U R F Ö T Allir sem versla hjá okkur lenda í pottinum um að vinna meiriháttar sængurföt! Vinningshafar dregnir út í hverri viku! SÆNGUR FATA LEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.