Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 8
BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu, er kominn í stríð við fjölmiðla. Vogts hefur meinað Sky-sjónvarpsstöðinni öll viðtöl, bæði við sig og leikmenn, en Skotar eru að búa sig undir leikinn við Þjóðverja á Hampden Park á laugardaginn. Vogts er ákaflega óhress með þá gagnrýni sem hann hefur mátt þola, og leikmenn hans, hjá Sky þar sem fyrrverandi landsliðsmaður Skota, Charlie Nicolas, og Davie Provan hafa látið skoðanir sínar í ljós en þeir hafa verið mjög óhress- ir með frammistöðu landsliðsins í undanförnum leikjum og hvernig Vogts hefur haldið á málum. Skotar og Þjóðverjar leika sem kunnugt er í sama riðli og Íslend- ingar og hefur leikurinn á Hampd- en Park mikla þýðingu fyrir bæði lið og eins fyrir framhaldið í 5. riðl- inum. Þjóðverjar, Skotar og Lithá- ar hafa öll sjö stig, Þjóðverjar eftir þrjá leiki, Skotar fjóra og Litháar fimm, Íslendingar hafa þrjú stig og Færeyingar eitt en botnliðin eigast við á Laugardalsvellinum á laug- ardaginn. Berti Vogts í stríði við fréttamenn SVEINN Margeirsson, langhlaupari úr UMSS, náði þriðja besta tíma Ís- lendings í 5.000 m hlaupi á al- þjóðlegu frjálsíþróttamóti í Kaup- mannahöfn í fyrrakvöld. Sveinn hljóp á 14.27,92 mínútum og hafnaði í 5. sæti. Íslandsmetið í greininni á Jón Diðriksson, UMSB, 14.13,18 en það setti hann fyrir 20 árum og næst besta tímann á Sigfús Jónsson, ÍR, 14.26,2, en það var Íslandsmet árið 1975. Sveinn bætti sig um sjö sekúndur og komst þar með upp fyrir Kristleif Guðbjörnsson, KR, á afrekaskránni, en hann er nú í 4. sæti með 14.32,0 frá árinu 1964, en tími Kristleifs var Íslandsmet frá 1964 til 1975. „Hlaupið var ágætt,“ sagði Sveinn í samtali við Morgunblaðið. „Ég missti reyndar af bestu hlaup- urunum eftir um tvo kílómetra en var sterkur síðasta kílómetrann og komst fram úr Kenýamanni á enda- sprettinum,“ sagði Sveinn sem upp- haflega ætlaði að taka þátt í 3.000 m hindrunarhlaupi á mótinu en hætti við vegna eymsla í annarri hásininni. Kári Steinn Karlsson, ungur hlaupari úr UMSS, tók einnig þátt í hlaupinu. Hann rak lestina á 16.10,47 og var um 12 sekúndum frá sínu besta. Sveinn þriðji besti í 5.000 metra hlaupi Sveinn Margeirsson FÓLK  SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, hefur áhuga á að kaupa Xabi Alonso frá Real Sociedad. Alonso er 21 árs miðjumaður og hefur spilað frábær- lega fyrir Sociedad á tímabilinu. Real Madrid vill einnig fá Alonso í sínar raðir og er talið líklegt að hann verði seldur til Madrid en leiki samt með Sociedad á næstu leiktíð í láni frá Madrid.  RICK Carlisle, þjálfari Detroit Pistons síðustu tvö tímabil, greindi frá því í gær að hann myndi bráð- lega taka ákvörðun um hvaða lið hann myndi þjálfa á næsta tímabili. Talið er að nokkur lið í NBA-deild- inni hafi áhuga á að fá Carlisle til sín, en hann var óvænt rekinn frá Pistons um síðustu helgi. Carlisle náði mjög góðum árangri með Pi- stons og var valinn þjálfari ársins í NBA-deildinni árið 2002.  DAVID Dunn er á leið frá Black- burn til Everton en svo virðist vera að Everton hafi unnið kapphlaupið við Birmingham um að fá þennan 23 ára gamla miðjumann til liðs við sig.  DANSKI landsliðsmaðurinn Thomas Helveg hefur fengið þau skilaboð frá Evrópumeisturum AC Milan að þjónustu hans við félagið sé ekki lengur óskað.  BOSNÍUMAÐURINN Hasan Sal- ihamidizic hefur samþykkt að gera nýjan tveggja ára samning við þýsku meistarana í Bayern Münch- en. Salihamidizic, sem er 26 ára gamall, hefur verið í herbúðum Bæjara í fimm ár en hann náði að- eins að spila 12 leiki með liðinu á nýliðinni leiktíð vegna meiðsla í hné.  LAURENZO Amoruso varnar- maðurinn sterki hjá skosku meist- urunum í Glasgow Rangers segir að Arsenal og Manchester United hafi bæst í hópinn með Blackburn sem vilja fá hann í sínar raðir. Am- orusu segir í viðtali við skoska blaðið Daily Record að United og Arsenal hafi rætt við umboðsmann sinn en Blackburn hefur þegar boð- ið 1,5 milljónir punda í leikmann- inn.  HENNING Fritz landsliðsmark- vörður Þjóðverja í handknattleik hefur framlengt samning sinn við Kiel til ársins 2007. Fritz, sem er 28 ára gamall, gekk í raðir Kiel frá Magdeburg fyrir tveimur árum.  BRASILÍUMAÐURINN Giovane Elber hefur verið útnefndur leik- maður ársins í þýsku Bundeslig- unni af leikmönnum deildarinnar. Elber skoraði 21 mark fyrir Bayern München í deildinni en liðið hafði mikla yfirburði og varð 16 stigum á undan Stuttgart. Elber hlaut 23,8% atkvæðanna, Michael Ballack, fé- lagi Elbers hjá Bayern, varð annar í kjörinu og Aleksandr Gleb, Stutt- gart, þriðji. Patrekur var á dögunum dæmdur ísex mánaða keppnisbann af þýska handknattleikssambandinu eftir að hann hrækti í átt að dómara í leik Flensburg og Essen í þýsku 1. deildinni. Bannið þýðir að þýska handknattleikssambandið skrifar ekki undir félagaskipti hans til Spánar fyrr en að því loknu, hinn 24. nóvember nk. Patrekur gerði samn- ing við Bidasoa snemma árs og í hon- um segir m.a. að hann skuli vera klár í slaginn með spænska félaginu 1. júlí. „Verði Paterkur ekki löglegur með Bidasoa 1. júlí þá hefur félagið heim- ild til þess að segja samningnum upp,“ segir Gutschow sem vonar að til þess komi ekki. „Ég er í góðu sam- bandi við forráðamenn Bidasoa, en þeir hafa ekkert viljað segja mér hvort þeir grípi til þess að ráðs að segja samningunum upp verði staðan óbreytt um næstu mánaðamót. Ég er nokkuð viss um að þeir gera það ekki, en maður getur aldrei verið viss,“ seg- ir Gutschow sem hefur fengið Andr- eas Thiel, lögfræðing og fyrrverandi landsliðsmarkvörð Þjóðverja í hand- knattleik til þess að reka málið fyrir þýska vinnuréttardómstólnum. „Við getum ekki áfrýjað dómi þýska handknattleikssambandsins áfram innan dómstóla þýska íþrótta- sambandsins. Hins vegar stendur til að fara með málið fyrir þýskan vinnu- réttardómstól þar sem við teljum að með banninu sé komið í veg fyrir að Patrekur geti unnið sitt starf utan Þýskalands, það hindri frjálst flæði vinnuafls innan Evrópska efnahags- svæðisins. Bann í Þýskalandi kemur í veg fyrir að hann geti sinnt starfi sínu á Spáni, það þykir okkur ekki vera rétt,“ segir Gutschow. „Ég vænti þess að málið verði tekið fyrir innan tveggja til þriggja vikna. Thiel er kominn með öll gögn í hendurnar og við höfum óskað eftir að það fái flýti- meðferð. Vinnum við málið þá fær Patrekur félagaskipti til Spánar á til- settum tíma og getur uppfyllt samn- inginn sem hann hefur gert við Bida- soa,“ segir Gutschow og telur sig eiga góða möguleika á að vinna málið. Tak- ist það ekki komi til álita að höfða skaðabótamál á hendur þýska hand- knattleikssambandinu. Bannið tekur ekki til íslenska landsliðsins Gutschow segir það vera á hreinu að keppnisbann Patreks taki ekki til íslenska landsliðsins, hvort sem um er að ræða vináttulandsleiki eða kapp- leiki í alþjóðlegum mótum. „Þrátt fyr- ir bannið getur Patrekur leikið óhindrað með íslenska landsliðinu fram til 24. nóvember, það hefur eng- inn á landsliðið. Hann gæti þess vegna verið með því í þeim verkefnum sem það stendur í um þessar mundir, en mér skilst að landsliðsþjálfarinn hafi ákveðið í samráði við Patrek að hann æfi og leiki ekki með landsliðinu um þessar mundir,“ segir Gutschow sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um ákvörðun HSÍ og Patreks, sagði það ekki vera á sinni könnu. Bidasoa getur sagt upp samningi sínum við Patrek Jóhannesson, landsliðs- mann í handknattleik, 1. júlí hafi hann ekki fengið félagaskipti frá Essen Höfðar mál gegn þýska sambandinu Morgunblaðið /RAX Patrekur Jóhannesson og Heiðmar Felixson fagna sigri á Pólverjum á heimsmeistaramótinu í Portúgal. Þeir leika að öllu óbreyttu saman með Bidasoa á næsta keppnistímabili. WOLFGANG Gutschow, um- boðsmaður Patreks Jóhann- essonar handknattleiksmanns, segir að fyrir dyrum standi að höfða mál gegn þýska hand- knattleikssambandinu fyrir þýskum vinnuréttardómstólum til þess að fá leikbanni Patreks hnekkt svo það komi ekki í veg fyrir félagaskipti hans frá Essen í Þýskalandi til Bidasoa á Spáni. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Gutschow vænta þess að niðurstaða fáist á næstu vik- um áður en samningur Patreks við Bidasoa á Spáni tekur gildi 1. júlí. Annars sé ljóst að Bida- soa hafi allan rétt á að segja samningum upp. Eftir Ívar Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.