Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 6
ÍÞRÓTTIR 6 B LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ANNAÐ stigamót Golfsambands Ís- lands, Toyotamótaraðarinnar, fer fram á Akranesi í dag og á morgun og er mótaröðin mjög vinsæl hjá kylfingum. Mótið er haldið á Garða- velli og vegna mikillar sóknar kylf- inga í mótið, komast færri að en vilja. Nokkrir kylfingar eru þess- vegna á biðlista og komast að ef aðrir þátttakendur boða forföll. Eini spilandi atvinnumaðurinn á mótinu verður Birgir Leifur Haf- þórsson en þeir Sigurpáll Geir Sveinsson og Haraldur H. Heim- isson verða ekki með en þeir koma ekki til Íslands fyrr en um helgina. Sigurpáll og Haraldur luku keppni á opna breska áhugamannamótinu í fyrradag en þeir féllu úr keppni í fyrstu umferð holukeppninnar eftir að þeir báðir höfðu komist í gegn- um forkeppnina. Á Garðavelli verða spilaðar 36 holur á laugardaginn og 18 holur á sunnudaginn og það er ræst út bæði af fyrsta og tíunda teig. Stigamót í golfi á Akranesi KNATTSPYRNA Laugardagur: Evrópukeppni landsliða Laugardalsvöllur: Ísland - Færeyjar .......16 3. deild karla: Ólafsvík: Víkingur Ó. - BÍ.....................10.30 Tungubakkav.: Númi - Bolungarvík.........13 Sunnudagur: 1. deild kvenna: Dalvík: Leiftur/Dalvík - Fjarðabyggð......16 Mánudagur: Efsta deild kvenna,Landsbankadeild: Kaplakriki: FH - KR..................................14 Kópav.: Breiðablik - Þróttur/Haukar.......14 Akureyri: Þór/KA/KS - ÍBV......................14 Hlíðarendi: Valur - Stjarnan .....................14 1. deild karla: Ólafsfj.: Leiftur/Dalvík - Breiðablik .........16 Varmá: Afturelding - Þór ..........................16 2. deild karla: Höfn: Sindri - Víðir.....................................14 Sauðárkrókur: Tindastóll - Fjölnir...........16 3. deild karla: Tungubakkav.: Grótta - Skallagrímur .....20 1. deild kvenna: ÍR-völlur: ÍR - RKV...................................20 Sauðárk.: Tindastóll - Fjarðabyggð .........13 Höfn: Sindri - Einherji..........................18.15 GOLF Annað stigamót Golfsambands Íslands, Toyota-mótaröðin, fer fram á Akranesi í dag og á morgun, sunnudag. SKYLMINGAR Norðurlandamótið í skylmingum með höggsverði verður haldið í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í dag og á morgun, sunnu- dag. Keppni hefst kl. 9 í dag og 12.30 á morgun. Úrslitakeppnin verður á morgun kl. 15. til 16. KNATTSPYRNA 1. deild karla Breiðablik - Haukar ................................ 0:0 Þór - Njarðvík .......................................... 2:4 Þórður Halldórsson 8., Jóhann Þórhallsson 76. - Eyþór Guðnason 29., 77., Högni Þórð- arson 39., Óskar Örn Hauksson 65. Stjarnan - Leiftur/Dalvík............................. Brynjar Sverrisson 32. - Zeid Yasin 55., William Geir Þorsteinsson 82. LEIÐRÉTTING Það var Stefán Örn Arnarson sem skoraði sigurmark Víkings gegn HK, eins og kom fram í úrslitadálki í gær. Ekki Þorsteinn Geirsson, sem er leikmaður HK, eins og kom fram í texta um leikinn. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Staðan: Víkingur R. 4 3 1 0 7:2 10 Keflavík 4 3 0 1 11:6 9 Þór 4 2 1 1 8:7 7 Njarðvík 4 2 0 2 9:8 6 HK 4 1 2 1 4:3 5 Haukar 4 1 2 1 4:6 5 Afturelding 4 1 2 1 2:4 5 Leiftur/Dalvík 4 1 1 2 3:5 4 Stjarnan 4 0 2 2 5:8 2 Breiðablik 4 0 1 3 1:5 1 2. deild karla KS - ÍR ....................................................... 2:1 Branko Scepanovic, Ragnar Hauksson - Jón Þór Eyjólfsson. KFS - Tindastóll....................................... 4:3 Sindri Grétarsson 2, Davíð Egilsson, Hlyn- ur Stefánsson - Kristmar Björnsson 2, Snorri Geir Snorrason. Fjölnir - Selfoss ........................................ 0:3 Valgeir Reynisson, Jónas Guðmannsson, Arilíus Marteinsson. Léttir - Sindri ........................................... 2:1 Arnar Sigtryggsson 36., 59. - Sævar Gunn- arsson 49. Víðir - Völsungur..................................... 1:4 Kristinn Víðir Finnbogason 59. - Baldur Sigurðsson 36., 82., Arngrímur Arnarson 74., Hermann Aðalgeirsson 76. Staðan: Völsungur 4 4 0 0 19:5 12 KS 4 3 0 1 10:6 9 Selfoss 4 2 1 1 8:4 7 ÍR 4 2 0 2 8:6 6 Fjölnir 4 2 0 2 9:9 6 Víðir 4 2 0 2 7:7 6 KFS 4 2 0 2 10:14 6 Tindastóll 4 1 0 3 8:13 3 Léttir 4 1 0 3 3:12 3 Sindri 4 0 1 3 3:9 1 3. deild karla A-RIÐILL: Grótta - Bolungarvík................................ 0:1 Staðan: Víkingur Ó 2 2 0 0 3:1 6 Bolungarvík 3 2 0 1 3:4 6 BÍ 2 1 0 1 4:3 3 Skallagr. 2 1 0 1 3:2 3 Deiglan 2 1 0 1 2:1 3 Drangur 3 1 0 2 4:5 3 Númi 1 0 1 0 2:2 1 Grótta 3 0 1 2 2:5 1 B-RIÐILL: Hamar - Leiknir R. .................................. 0:6 Reynir S. - ÍH ........................................... 7:0 Árborg - Freyr.......................................... 5:2 Afríka - Ægir ............................................ 3:2 Staðan: Leiknir R. 3 3 0 0 21:1 9 Reynir S. 3 2 1 0 17:1 7 Freyr 3 2 0 1 8:7 6 Árborg 3 1 2 0 6:3 5 ÍH 3 1 1 1 4:8 4 Afríka 3 1 0 2 3:10 3 Hamar 3 0 0 3 3:14 0 Ægir 3 0 0 3 3:21 0 C-RIÐILL: Magni - Neisti H....................................... 4:1 Vaskur - Snörtur ...................................... 7:0 Hvöt - Reynir Á. ....................................... 0:2 Staðan: Reynir Á 3 2 1 0 5:2 7 Vaskur 3 2 0 1 10:3 6 Magni 3 1 2 0 7:4 5 Hvöt 3 1 1 1 4:4 4 Neisti H. 3 1 0 2 6:9 3 Snörtur 3 0 0 3 3:13 0 D-RIÐILL: Einherji - Leiknir F. ................................ 3:0 Staðan: Huginn 2 2 0 0 7:4 6 Neisti D. 2 1 1 0 4:2 4 Höttur 2 1 1 0 3:1 4 Fjarðabyggð 2 1 0 1 6:5 3 Einherji 3 1 0 2 6:7 3 Leiknir F. 3 0 0 3 2:9 0 1. deild kvenna A Breiðablik-2 -Þróttur/Haukar-2 ............. 8.0 Staðan: HK/Víkingur 3 2 1 0 7:1 7 RKV 3 2 1 0 9:5 7 Breiðablik 2 2 2 0 0 11:2 6 ÍR 3 1 0 2 14:7 3 Fjölnir 2 1 0 1 2:2 3 Þrótt./Hauk.-2 2 0 0 2 1:11 0 HSH 3 0 0 3 5:21 0 Vináttulandsleikir Pólland - Kasakstan ................................. 3:0 Portúgal - Paragvæ.................................. 0:0 Evrópukeppni U21 Skotland - Þýskaland ............................... 2:2 Staðan: Þýskaland 3 2 1 0 7:3 7 Skotland 4 2 1 1 6:4 7 Litháen 4 2 0 2 5:7 6 Ísland 3 0 0 3 1:5 0 HANDKNATTLEIKUR Flanders Cup Alþjóðlegt mót karlalandsliða í Antwerpen: Ísland - Slóvenía ................................... 26:26 Vináttulandsleikur Svíþjóð - Sviss ....................................... 32:15 Johan Pettersson skoraði 8 mörk fyrir Svía og Joakim Ernstsson 7. Evrópukeppni U18 karla Litháen - Ísland .................................... 21:28 Evrópukeppni U18 kvenna Ísland - Kýpur ...................................... 30:16 UM HELGINA ÍSLAND sigraði Litháen, 28:21, í Evrópukeppni unglingalandsliða karla í Litháen í gær. Þar með blas- ir sæti í lokakeppninni í Slóvakíu í ágúst við íslenska liðinu en tvö lið af þremur í riðlinum komast þang- að. Ásgeir Örn Hallgrímsson skor- aði 7 marka Íslands, Arnór Atlason 5 og Andri Stefan 4. Unglingalandslið kvenna vann stórsigur gegn Kýpur, 30:16, í Hol- landi í gær. Arna Gunnarsdóttir, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Rakel Bragadóttir gerðu 6 mörk hver fyrir Ísland. Fjögur lið leika í riðlinum og aðeins það efsta kemst í úrslitakeppni EM. Sigruðu Litháa og Kýpurbúa ÍSLAND og Slóvenía gerðu jafn-tefli, 26:26, í fyrstu umferðinni á alþjóðlegu handknattleiksmóti karlalandsliða, Flanders Cup, sem hófst í Antwerpen í Belgíu í gærkvöld. Íslenska liðið lék mjög vel í fyrri hálfleik, að sögn Ein- ars Þorvarðarsonar, aðstoð- arþjálfara landsliðsins, og staðan að honum loknum var 16:10. Slóvenar söxuðu á forskotið í seinni hálfleiknum og náðu for- ystunni, 26:25, þegar tvær mín- útur voru eftir. Aron Kristjánsson jafnaði, 26:26, mínútu fyrir leikslok en sóknir beggja í lokin runnu út í sandinn - íslenska liðið nýtti ekki hraðaupphlaup á lokasekúnd- unum og missti þar með af sigr- inum. Þeir Jaliesky Garcia og Dagur Sigurðsson gátu ekki leikið með vegna meiðsla og verða vænt- anlega ekkert með á mótinu en Ísland mætir Serbíu-Svartfjalla- landi á morgun og Danmörku á sunnudag. Danmörk vann leik þeirra í gærkvöld. Guðjón Valur Sigurðsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu, skoraði 10 mörk. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 5, Róbert Sighvatsson 2, Einar Örn Jónsson 2, aron Kristjánsson 2, Einar Hólmgeirsson 2, Logi Geirsson 1, Rúnar Sigtryggsson 1 og Vignir Svavarsson 1. Guðjón Valur skoraði 10 mörk gegn Slóvenum Við gerðum byrjendamistök og þaðvar algert klúður að fá svona mark á okkur undir lokin,“ sagði Valdimar Kristófers- son, þjálfari og leik- maður Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við ætluðum að blanda okkur í toppbaráttuna en það hafa orðið miklar breytingar og greinilegt að það tekur tíma að púsla liðinu sam- an. Eins og staðan er í dag er ég ekki bjartsýnn á það gangi, það vantar mikið upp á og það kemur í ljós hvort það gengur. Við erum með góða ein- staklinga en það er ekki nóg, það verður að vera liðsheild.“ Gestirnir að norðan byrjuðu vel og fengu tvö ágæt færi en fljótlega tók Stjarnan við sér og hóf að sækja skipulega. Það gekk ágætlega en Sævar Eysteinsson, markvörður Leifturs/Dalvíkur, var vel á verði. Hann komst samt ekki að boltanum á 32. mínútu þegar Brynjar Sverrisson skallaði inn góða hornspyrnu Vil- hjálms Vilhjálmssonar. Nú var komið að gestunum að hrista af sér slenið en þeir þurftu að bíða fram að 55. mín- útu, þá fékk stóð Zeid Yasin á móti þremur varnarmönnum Stjörnunnar en skaut hnitmiðað úti við stöng. Þetta dugði til að Garðbæingar rifu upp sokkana og þeir fengu góð færi en uggðu ekki að sér þegar Zeid stakk boltanum í gegnum vörn þeirra á William Geir Þorsteinsson sem skor- aði, tíu mínútum fyrir leikslok. „Stigin eru mikilvæg og við komnir upp úr neðstu sætunum,“ sagði Nói Björnsson, þjálfari Leifturs/Dalvíkur, eftir leikinn. „Við unnum fyrir þess- um sigri eins og við ætluðum okkur fyrst og fremst og ég er sérstaklega ánægður vegna þess að við erum að spila með marga unga stráka. Við þurftum að gera breytingar með tvo reynda menn í leikbanni, þar á meðal fyrirliðann og ungu strákarnir stóðu fyllilega undir væntingum. Hvort lið fékk góð færi en við héldum haus þó að við lentum undir og það var gott.“ Maður leiksins: Zeid Yasin, Leiftri/ Dalvík. Njarðvíkingar fóru létt með Þórsara á Akureyri Nýliðar Njarðvíkinga gerðu góðaferð norður til Akureyrar í gær- kvöld og skelltu Þórsurum óvænt, 4:2. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður og ljóst að ekkert lið getur bókað sig- ur gegn vel skipulögðu og baráttu- glöðu Njarðvíkurliði. Byrjun leiksins gaf þveröfuga mynd af því sem var í vænd- um. Þórsarar náðu strax tökum á leiknum og gestirnir voru varla með. Þórður Halldórsson náði forystu fyrir Þór snemma leiks með skoti af mark- teig og stuðningsmenn Þórs bjuggu sig undir mörk á færibandi. En gest- irnir náðu að hrista af sér byrjunar- hrollinn og komust smám saman meira inn í leikinn. Þeir fengu tvö dauðafæri áður en jöfnunarmarkið kom um miðjan hálfleikinn. Eyþór Guðnason stýrði þá skoti félaga síns í netið af stuttu færi. Þessi kafli leiks- ins var mjög fjörugur og markfæri á báða bóga. Högni Þórðarson kom gestunum síðan yfir með hnitmiðuðu skoti frá vítateig rétt fyrir leikhlé, án þess að varnarmenn Þórs sæju ástæðu til að trufla hann við undir- búninginn. Í þessari stöðu var ekki óeðlilegt að gestirnir drægju sig til baka í seinni hálfleik og Þórsarar pressuðu. Sú varð hins vegar ekki raunin. Njarð- víkingum óx stöðugt ásmegin og léku stöðugt betur eftir því sem á leikinn leið. Að sama skapi koðnaði leikur heimamanna niður í ekki neitt. Nokk- ur færi litu dagsins ljós á báða bóga áður en Njarðvík jók forskotið þegar Óskar Örn Hauksson skoraði með glæsilegu þrumuskoti utan vítateigs. Þórsarar náðu aldrei að setja al- mennilega pressu á gestina en smá- vonarneistaði kviknaði þegar Jóhann Þórhallsson minnkaði muninn korteri fyrir leikslok. Sá neisti var slökktur strax í næstu sókn þegar Eyþór skor- aði annað mark sitt og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Högni var meira að segja óheppinn að bæta ekki enn við forskotið þegar hann þrumaði boltanum í stöng úr góðu færi. Eftir að hafa verið óstyrkir í upp- hafi náðu gestirnir að jafna sig, náðu baráttunni upp og spiluðu agaðan leik. Þórsarar byrjuðu vel og áttu stöku spretti inni á milli en á heildina litið var liðið ekki sannfærandi. Maður leiksins: Óskar Örn Hauks- son, Njarðvík Loks kræktu Blikar í stig Breiðablik náði í sitt fyrsta stig í 1.deild karla í gærkvöldi þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Hauka í leik sem var á köflum bráð- fjörugur og á köflum afspyrnudaufur. „Ég get ekki verið annað en sáttur miðað við það hvernig liðið spilaði hér í kvöld,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Hauka í leikslok. „Ég er alls ekki sáttur, þetta gekk ekki nógu vel hjá okkur, við eigum að geta gert miklu betur. Ég er ekkert sáttur við að fara héðan með eitt stig, en eitt er betra en ekki neitt,“ sagði Þorsteinn. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega em smám saman fjaraði undan og leikurinn féll niður í algjöra meðal- mennsku þar sem Blikar voru heldur meira með boltann án þess að skapa sér nein færi. Haukarnir beittu skyndisóknum og á síðustu 10 mín- útum hálfleiksins fengu þeir tvö þokkaleg færi sem þeim tókst ekki að nýta. Allt annað var að sjá til liðanna í síðari hálfleiknum. Blikarnir fengu fjögur ákjósanleg marktækifæri á um 5 mínútna kafla í byrjun hálfleiksins þar sem Jörundur Kristinsson, mark- vörður Hauka, mátti hafa sig allan við að forða marki. Að auki fengu Blikar ágæta aðstoð í sókninni frá Guðmundi Magnússyni, leikmanni Hauka, sem skallaði í slá á eigin marki. Breiðablik hélt áfram að sækja og fékk nokkur þokkaleg færi það sem eftir lifði leiks en varnarmenn þess máttu hafa sig alla við að þegar Haukar geystust í skyndisóknir enda umtalsverður munur á hraða sóknarmanna Hauka og varnarmanna Breiðabliks. En hvorugu liðinu tókst að skora og voru leikmenn beggja liða ósáttir við nið- urstöðuna. „Við erum hundfúlir að fá ekki meira út úr leiknum. Að mínu mati spiluðum við betur en Haukarnir og fengum á einum kafla 5–6 færi sem við á ótrúlegan hátt náðum ekki að nýta. Það sem ég er ánægður með er að það var góð barátta í liðinu, menn lögðu sig fram og það er eitthvað sem hefur verið ábótavant hjá okkur. Ég vona að menn séu tilbúnir að halda áfram að sýna þessa baráttu,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari Breiðabliks. Finnur þú fyrir pressu stuðnings- manna vegna þessa slaka gengis? „Að sjálfsögðu geri ég það, það eru allir mjög ósáttir við gengi liðsins og ég sem þjálfari hlýt að bera ábyrgð á því að stórum hluta, ég og leikmenn- irnir. Við erum allir staðráðnir í því að standa þétt saman og snúa blaðinu við og ég er sannfærður um að það muni takast,“ sagði Jörundur. Goran Lukic, Jörundur Kristinsson og Edilon Hreinsson léku best í liði Hauka en hjá Blikum léku þeir Hörð- ur Bjarnason, Magnús Páll Gunnars- son og Kristófer Sigurgeirsson best. Maður leiksins: Magnús Páll Gunnarsson, Breiðabliki. Stjarnan hafði ekki heppnina með sér SAMEINAÐ lið Leifturs og Dalvíkur slapp með skrekkinn er það sótti Stjörnuna heim í Garðabæinn í gærkvöldi. Heimamenn voru með undirtökin en sofnuðu á verðinum, sem dugði gestunum til að skora tvö mörk og þrátt fyrir ákafar tilraunir undir lokin urðu Stjörnumenn að sætta sig við 2:1 tap. Fyrir vikið lyfti Leiftur/Dalvík sér upp fyrir Stjörnuna, sem er nú í 9. sæti deildarinnar, sannarlega ekki staða sem Garðbæingar bjuggust við. Stefán Stefánsson skrifar Valur Sæmundsson skrifar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Óvænt úrslit í 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.