Morgunblaðið - 10.06.2003, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 C 39Fasteignir
Fjöldi kaupenda á skrá -
Átt þú réttu eignina?
Óskum eftir öllum
gerðum eigna.
Verðmetum samdægurs.
Hringbraut - sérhæð
Vorum að fá í sölu 5 herb. 115 fm efri sér-
hæð auk óinnréttaðs rýmis í risi í þríbýlis-
húsi. Stórar saml. stofur. 3 svefnherb. Gler
og gluggar endurn. Íbúðin þarfnast lagfær-
inga. Áhv. 7 millj. húsbréf. Verð 14,6 millj.
Eskihlíð Glæsileg 125 fm mikið endur-
nýjuð íbúð á 4. hæð í góðu fjölbýlishúsi.
Stórar saml. stofur, suðvestursvalir. 2 góð
svefnherbergi. Rúmgott eldhús. Aukaher-
bergi í kjallara. Gler endurnýjað. Nýtt parket
á gólfum. Áhv. 8,2 millj. húsbréf.
Gullsmári
Björt og mjög vel skipulögð 92 fm 4ra herb.
íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli. Góð stofa með
stórum suðursvölum útaf. 3 svefnherbergi.
Vandað flísalagt baðherb. Parket. Frábært
útsýni til vesturs. Áhv. 7,3 millj. húsbréf.
Verð 13,8 millj.
Hjarðarhagi
Mjög góð og vel skipulögð 120 fm 5 herb.
íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Stórt eld-
hús með borðkrók, rúmgóð stofa, 4 svefn-
herbergi, baðherb. og gestasnyrting. Parket.
Svalir í suðvestur. Áhvíl. 8,2 millj. húsbréf.
Örstutt frá Háskólanum, verslun og þjónustu
- göngufæri í miðborgina.
Hjálmholt Björt og glæsileg 144 fm efri
sérhæð í tvíbýlishúsi á þessum eftirsótta
stað. Stórar saml. stofur. 3 svefnherbergi.
Þvottahús í íbúðinni. Vandaðar innréttingar.
Parket og flísar á gólfum. Tvennar stórar
svalir í austur og suður. 29 fm bílskúr. Eign í
sérflokki.
Kóngsbakki Vorum að fá í sölu mjög
góða og vel skipulagða 100 fm íbúð á 3.
hæð í snyrtilegu fjölbýli. 3 svefnherb. Stór
stofa. Parket. Eldhús með góðum borðkrók,
þvottahús innaf. Baðherb. endurnýjað. Stór
geymsla. Verð 11,8 millj.
Þverbrekka Skemmtileg og björt 110
fm íbúð á 8. hæð (efstu) í góðri lyftublokk.
Saml. stofur. Parket. 2-3 svefnherb. Þvotta-
hús í íbúðinni. Tvennar svalir. Stórkostlegt
útsýni. Áhv. 3,9 millj. hagstæð langtíma-
lán. Verð 14,2 millj.
Miðstræti - sérbýli
Vorum að fá í sölu glæsilega miðhæð ásamt
risi í þessu fallega húsi. Á miðhæð er rúmgóð
fostofa, saml. stofur með mikilli lofthæð og
rúmgott eldhús. Gengið út á lóð úr eldhúsi. Í
risi eru 2 góð svefnherb., sjónvarpshol og
baðherbergi. Íbúðin var öll endurnýjuð fyrir
nokkrum árum svo og húsið að utan. Tvö sér
bílastæði fylgja. Áhv. 4,5 millj. húsbréf o.fl.
Miðbraut - sérhæð Vorum að fá í
sölu fallega 113 fm jarðhæð í þríbýlishúsi
með sérinngangi. Rúmgóð stofa. 3 svefn-
herb. Parket og flísar á gólfum. Góður suð-
urgarður. Skipti mögul. á minni íbúð. Áhv. 4
millj. Byggingasj. rík. Verð 16,3 millj.
Lágholtsvegur Mjög skemmtileg 104
fm neðri sérhæð og hluta í kjallara í tvíbýlis-
húsi á þessum góða stað í Vesturbænum. Á
hæðinni er góð stofa með suðurverönd, eld-
hús, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Í
kjallara er sjónvarpsherbergi, rúmgott svefn-
herb., þvottahús og geymsla. Áhv. 8,5 millj.
húsbréf o.fl. Verð 14,8 millj.
Gyðufell Sérstaklega falleg 82 fm íbúð
á 2. hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi. Rúmgóð
stofa. 2 svefnherb. Yfirbyggðar suðursvalir.
Íbúðin er mikið endurn., m.a. ný eldhúsinn-
rétting og baðherb. flísalagt í hólf og gólf.
Sameign til fyrirmyndar.
SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is
Ingibjörg Þórðardóttir,
löggiltur fasteignasali.
Byggðarendi - einbýli
Vorum að fá í sölu sérlega vandað og glæsi-
legt 234 fm tvílyft einbýlishús auk 25 fm bíl-
skúrs. Húsið er mjög mikið endurnýjað að
innan. Ný eldhúsinnrétting. Góð stofa og
sjónvarpsherbergi. Tvö nýlega flísalögð bað-
herbergi. Nýlegt eikarparket. Arinn. Sauna.
Gróinn garður. Glæsilegt útsýni. Frábær
staðsetning. Eign í algjörum sérfokki.
Einarsnes - einbýli Vorum að fá í
sölu skemmtilegt 153 fm tvílyft einbýlishús.
Saml. stofur. 4 svefnherbergi. Skjólgóður
suðurgarður. Húsið stendur á 787 fm eign-
arlóð. Verð 19,8 millj.
Miðborgin Glæsileg 133 fm íbúð á
tveimur hæðum með sérinng. í nýlegu húsi
(raðhús). Stórar stofur. 3 góð svefnherbergi.
Vandað flísalagt baðherb.Gestasnyrting. Allt
sér. Bílastæði fylgir. Einstakt útsýni. Áhv.
húsbr. 6 millj. Verð 19,7 millj.
Rauðagerði - Einbýli - tvíbýli. Mjög
vel staðsett 224 fm tvílyft hús á þessum eft-
irsótta stað. Húsið er í dag 5 herbergja íbúð
á efri hæð, þ.e. saml. stofur með suðursvöl-
um, þrjú svefnherbergi, eldhús og baðher-
bergi. Á neðri hæð er einstaklingsíbúð. 50
fm tvöfaldur innbyggður bílskúr. Gróinn
garður.
Sólvallagata Höfum í sölu tvær
glæsilegar 125 fm hæðir í nýlegu þríbýlis-
húsi. Stórar stofur, 3 svefnherbergi. Suður-
svalir. Opið bílskýli. Einstaklega skemmti-
lega frágenginn garður sem snýr í suður.
Eignir í sérflokki.
Flúðasel Mjög góð 96 fm íbúð á 3. hæð
í góðu fjölbýlishúsi. Góð stofa með stórum
suðaustursvölum. 3 svefnherbergi. Flísar og
parket á gólfum. Mjög fallegt útsýni. Stæði í
bílskýli. Verð 12,2 millj.
Bollagata Sérlega falleg 116 fm neðri
hæð í þríbýlishúsi. Íbúðin skiptist í rúmgott
hol, stórar saml. skiptanlegar stofur, 2
svefnherb., gott eldhús með nýrri innréttingu
og nýstandsett baðherbergi. Nýtt parket.
Verð 16,6 millj.
Básbryggja
Glæsileg 105 fm íbúð á 1. hæð. Saml. stof-
ur. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Vandaðar
innréttingar úr kirsuberjaviði. Parket. Sérinn-
gangur. Sérlóð. Parket. Áhv. 8,6 millj. hús-
bréf. Eign í sérflokki. Myndir á netinu.
Ránargata 3ja herbergja miðhæð í tví-
býlishúsi með sérinngangi. Stofa, tvö svefn-
herbergi. Áhvílandi 3,3 millj. byggsj. Verð
8,8 millj.
Skólavörðustígur
Skemmtilegt og nýlega endurnýjað 125 fm
húsnæði á götuhæð, sem skiptist í verslun-
arhúsnæði og íbúð með sérinngangi. Arinn.
Flísar á gólfum. Verslunarleyfi fyrir hendi.
Verð 14,0 millj.
Grýtubakki Mjög góð 65 fm íbúð á 1.
hæð. Rúmgóð stofa með suðurverönd.
Góðar innréttingar. Parket á gólfi. Laus
strax. Verð 8,8 millj.
Flyðrugrandi
Vorum að fá í sölu 65 fm íbúð á 1. hæð í
þessu eftirsótta fjölbhúsi. rúmgóð stofa
með verönd útaf, svenherb. og vinnukrók-
ur. Húsið er nýlega tekið í gegn að utan.
Laus strax. Verð 10.2 millj.
Lúxusíbúð í Laugar-
dalnum
Vorum að fá í sölu lúxusíbúð auk verzl-
unarrýmis í Laugardalnum. Íbúðin er
hönnuð af Finni Fróðasyni arkitekt.
Eintaklega glæsileg 110-120 fm endaíbúð
á tveimur hæðum plús. Einstakt útsýni.
Enskur steinn á holi, gestasnyrtingu og
baðherbergi. Gegnheilt parket á allri íbúð.
Sérstaklega vandað eldhús úr rósavið og
enskur steinn á borðum. Mile eldhústæki.
Mikil lofthæð, u.þ.b. 4 metrar í stofu. Góðir gluggar í stofu og borðstofu. Glæsilegur
stigi með viðarþrepum upp á efri hæðina. Tvö svefnherbergi auk fata- og vinnuherberg-
is með sólskála. Mjög góðir skápar í allri íbúðinni. Baðherbergi með góðum innrétting-
um, stórum sturtuklefa, vönduð tæki. Hús nýmálað að utan. Einstök eign í sérflokki.
Stigahlíð - sérhæð
Vorum að fá í sölu fallega og bjarta 170 fm
neðri sérhæð í fjórbýlishúsi á þessum vin-
sæla stað. Hæðin skiptist í stórar stofur
með góðum gluggum, rúmgott hol, fjögur
góð svefnherbergi, eldhús með nýlegri inn-
réttingu og sérþvottahúsi inn af, baðherb.
gestasnyrtingu. Yfirbyggðar svalir. Parket.
33 fm bílskúr. Íbúðin er laus í júlí.
Bræðraborgarstígur
Vorum að fá í sölu mjög fallega 120 fm
íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Íbúðin
skiptist í stóra stofu, 3 rúmgóð svefnher-
bergi, stórt eldhús og baðherb. Parket.
Austursvalir. Hús og sameign í góðu
standi.
ÁRIÐ 1903 fékk Þorvaldur Eyjólfs-
son skipstjóri útmælda lóð á horninu
norðan Njálsgötu, vestan Frakka-
stígs. Þorvaldur byggði hús á lóðinni
sem enn stendur. Það var fullbyggt í
apríl árið 1905. Það er einlyft með
porti og fimm álna háu risi að grunn-
fleti 11x12 álnir. Húsið er klætt að ut-
an með plægðum 1“ borðum, pappa,
listum og járni yfir og með járnþaki á
plægðri 1“ borðasúð með pappa á
milli.
Á hæðinni eru þrjú íbúðarherbergi,
eldhús, búr og einn fastur skápur.
Hæðin er öll þiljuð, og herbergin með
pappa á veggjum en striga og pappír í
loftum; allt málað. Þar er einn ofn og
ein eldavél. Uppi eru fjögur íbúðar-
herbergi og gangur; allt þiljað og mál-
að. Þar eru fjórir ofnar og ein eldavél.
Undir húsinu er kjallari, þrjár álnir á
hæð. Þar eru fjögur geymslurými og
gangur.
Við vesturgafl hússins er inn-
gönguskúr með risi og kjallara. Hann
er byggður eins og húsið, hólfaður í
tvennt. Grunnflötur skúrsins er 4x4,5
álnir. Við norðurhlið hússins er inn-
og uppgönguskúr, byggður eins og
með háu risi og kjallara undir. Í hon-
um eru tveir gangar og tvö salerni.
Grunnflötur hans er 31⁄4x 53⁄4 álnir.
Samkvæmt íbúaskrá frá árinu 1908
búa í húsinu Þorvaldur Eyjólfsson
skipstjóri, fæddur 5. apríl 1876 í Fífl-
holti í Hraungerðishreppi, Jakobína
Guðlaug Guðmundsdótttir, kona
hans, fædd 4. mars 1875 á Blómst-
urvöllum í Kræklingahlíð, og óskírt
meybarn sem þau áttu, fætt 7. októ-
ber 1908. Einnig var á heimilinu
Ólafía Guðmundsdóttir, fædd 20. jan-
úar 1895 á Eyrarbakka.
Tvö önnur heimili voru í húsinu
með níu manns og hafa þá verið þrett-
án íbúar þar en sumt af þeim börn.
Ekki er annað að sjá en Þorvaldur
hafi átt húsið einn.
Ekki er vitað með vissu hvenær
Þorvaldur selur eignina en Sæmund-
ur Þorsteinsson trésmiður átti húsið
um tíma. Elías Lyngdal er orðinn eig-
andi að Njálsgötu 23 árið 1923 en þá
sækir hann um að breyta gluggum á
hæðinni í verslunarglugga og setja
hornsneiðing á húsið á horni Njáls-
götu og Frakkastígs. Einnig fær hann
leyfi fyrir að byggja geymsluskúr á
lóðinni. Árið 1923 er byggður versl-
unarskúr á lóðinni úr steinsteypu.
Árið eftir sækir Elías um að hækka
og breikka verslunar- og íbúðarhús
sitt og er ekki annað að sjá en grunn-
flötur hússins hafi stækkað um 43,26
ferm., risið hækkað og gerður kvistur
í norður.
Elías Lyngdal fæddist 15. október
1880 á bænum Hraungerði í Álftaveri.
Hann mun hafa flust til Reykjavíkur
árið 1903. Kona hans var Guðrún
Lyngdal, fædd 5. nóvember 1890 á
Akranesi.
Verslun með nýlenduvörur
Í áraraðir stundaði Elías verslun-
arrekstur á þessum stað og verslaði
aðallega með nýlenduvörur. Árið 1943
er hann búinn að byggja við vestur-
gafl hússins íbúðar- og verslunarhús
úr steinsteypu. Það ár eru húseignir
Elíasar á Njálsgötu 23 teknar til virð-
ingar. Þar segir m.a. að steinhúsið sé
með járnþaki á borðasúð, með pappa
á milli og þremur gluggakvistum, risi
og kjallara.
Grunnflötur þess húss er 6,2x8,8 m.
Í því eru fjögur gólf úr járnbentri
steinsteypu. Skilveggir á aðalhæðun-
um eru úr venjulegri steinsteypu, en
skilveggir í risi úr bindingi. Á neðstu
hæðinni eru tvær sölubúðir, eldhús,
klósett, anddyri, gangur og einn fast-
ur skápur. Á fyrstu hæðinni er hlaðið
innan á útveggi með steinhleðslu, síð-
an sementssléttað yfir og málað.
Í báðum sölubúðunum eru borð,
skápar og skúffur og nokkur hluti
veggjanna er lagður postulínsflísum.
Uppi á hæðunum eru útveggir lagðir
borðagrind með pappa í, listum og
þiljað þar innan á, lagt striga og
pappa bæði á veggjum og loftum.
Þakloftið er þiljað og ýmist veggfóðr-
að eða málað.
Kjallari er með steinsteypugólfi,
þar er þvottaherbergi, geymslur og
klósett.
Þegar þessi virðing var gerð var
sölubúð á hæðinni í timburhúsinu. Í
gegnum tíðina hefur ýmist verið þar
íbúð eða verslun. Núna er þar sölu-
turninn Drekinn sem stofnsettur var
á fyrstu hæð steinhússins árið 1995.
Sumarið 1943 var Hljóðfæraversl-
unin Rín stofnsett í húsinu af Stefáni
Lyngdal, syni Elíasar og Guðrúnar,
og konu hans Herdísi Sigurðardóttur.
Rín var þarna um árabil, þar til hún
flutti í næsta hús á Frakkastíg 16,
sem Elías byggði einnig á lóðinni frá
Njálsgötu 23. Í Rín var mikið úrval
hljóðfæra en á fyrstu árum verslunar-
innar var mesta úrvalið af harmon-
ikkum. Einhvern tíma á ferlinum var
einnig verslað þar með leikföng. Eftir
að Rín flutti var í verslunarplássinu
ýmiss konar rekstur og á áttunda ára-
tugnum tískuverslunin Parið, sem
Henný Hermanns og Elísabet Guð-
mundsdóttir stofnuðu saman.
Stór lóð var með timburhúsinu og
áður en steinhúsið var byggt var þar
matjurtagarður. Bæði steinhúsið og
Frakkastígur 16, þar sem Rín hljóð-
færaverslun er til húsa, eru byggð þar
sem matjurtagarðurinn var.
Eins og að framan greinir er sölu-
turninn Drekinn á hæðinni. Þar hefur
allt verið innréttað upp á nýtt og
veggir klæddir með panel. Það fer vel
við þetta fallega gamla hús.
Núna á þessum dögum er verið að
koma upp grilli á staðnum. Drekinn á
eftir að þjóna hverfisbúum, sem og
öðrum sem þangað sækja, enn betur
en áður, sem matvöruverslun, sölu-
turn og matsala.
Stór suðurkvistur var gerður á hús-
ið seint á níunda áratugnum, sem
bæði stækkar íbúðina í risi og hleypir
þar inn góðri birtu. Húsinu er mjög
vel haldið við af núverandi eigendum
sínum. Einar H. Gústafsson á efri
hæðina en Margrét Guðmundsdóttir
á verslunarhæðina og er einnig eig-
andi Drekans. Á tröppunni við inn-
göngudyrnar á Drekanum stendur
nafnið Rín.
Helstu heimildir eru frá Borgarskjalasafni
og Þjóðskjalasafni.
Njálsgata 23
Húsin við Njálsgötu 23 setja svip á umhverfi
sitt, segir Freyja Jónsdóttir. Þeim hefur verið
vel haldið við af eigendum sínum.
Brúðkaupsmynd af Stef-
áni og Herdísi Lyngdal.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Timburhúsið var upphaflega byggt sem íbúðarhús árið 1905, en það er einlyft
með porti og risi. Steinhúsið var byggt 1943 sem íbúðar- og verzlunarhús.