Morgunblaðið - 10.06.2003, Page 43

Morgunblaðið - 10.06.2003, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 C 43Fasteignir 533 4300 564 6655 VINNA SAMAN - HEILSHUGAR UM ÞINN HAG Salómon Jónsson | Löggiltur fasteignasaliwww.husid.is www.smarinn.is OPIÐ: MÁNUD. TIL FÖSTUD. KL. 9:00-18:00 - SMÁRINN LAUGARD. OG SUNNUD. KL. 13:30-17:00 Verslunarmiðstöðinni SMÁRALIND 201 Kópavogur smarinn@smarinn.is Bláu húsin v/Faxafen Suðurlandsbraut 50 108 Reykjavík husid@husid.is HÖFUM ÖFLUGA ATVINNUHÚSNÆÐIS- OG FYRIRTÆKJADEILD Vilhjálmur Bjarnason - sölustjóri - Húsið Hrafnhildur Helgadóttir - sölumaður - Húsið Tryggvi Kornelíusson - sölumaður - Húsið Gunnar Sverrir Harðarson - sölumaður - Húsið Jens Ingólfsson - sölustjóri fyrirtækjasölu - Húsið Arnfinnur Daníelsson - sölumaður fyrirtækja - Húsið Agnar Agnarsson - sölustjóri atvinnuhúsnæðis - Húsið Óskar Sigurmundason - sölumaður. atvinnuhúsnæðis - Húsið Hallmundur Hallgrímsson - sölumaður - Smárinn Þórunn Gísladóttir - sölumaður - Smárinn Kirkjustétt - Rvík Sökklar og palta fyrir 203,6 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum 35,3 fm bílskúr á góð- um stað í Grafarholti. Selst í því ástandi eins og það er í dag. Möguleiki að fá upp- sett verð lánað. Teikningar á skrifstofu. Verð 7,9 m. Marbakkabraut - Kóp. Tvö ný 136 fm parhús á tveimur hæðum í vestur- bæ Kóp. Húsin skilast fullbúin og hraunuð að utan, glerjuð með opnanlegum fögum og hurðum en fokheld að innan og lóð tyrfð. Húsin verða tilbúin til afh. 1.06. 02. Möguleiki að fá afhent lengra komið. Verð 13,8 m. Roðasalir 16 - Kóp. Mjög glæsileg og vel skipulögð 3ja herbergja 150 fm neðri sérhæð, þar af ca 25-30 fm innbyggður bíl- skúr, stærð bílskúrs getur verið frá 25 fm og allt að 35 fm. Mögulegt er að fjölga her- bergjum. Tveir sérinngangar. Verð 18,9 m. Gullsmári - Kóp. Falleg 4ra herbergja 91,7 fm íbúð á annarri hæð í snyrtilegu fjölbýli, þar sem öll þjón- usta er í göngufæri. Forstofa með flísum á gólfi. Herbergi með parket á gólfum. Baðher- bergi flísalagt. Björt og rúmgóð stofa með parketi, útgangur á góðar suðursvalir. Eldhús opið í stofu, parket á gólfi. Verð 13,6 m. Engihjalli - Kóp. Björt 2ja herbergja 62,2 fm íbúð á fjórðu hæð í lyftublokk, fallegt útsýni til suðurs og vesturs. Gengið er inn um snyrtilegan inngang. Verð 9 m. Breiðavík - Rvík 133,7 fm falleg og vönduð 4ra herbergja íbúð í góðu fjölbýli ásamt 17 fm bílskúr. Mjög stórt eldhús með fallegri kirsuberjainn- réttingu. Rúmgóð borðstofa og stofa með parketi á gólfi. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Allt parket er gegnheilt eikarparket, allir skápar og innrétting í eldhúsi er úr vönduðum og fallegum kirsuberja- við. Verð 18,5 m. Krummahólar - Rvík 2ja herbergja íbúð á fyrstu hæð ásamt stæði í bílskýli. Eldhús með dúk á gólfi og viðar- innréttingu. Herbergi með dúk á gólfi og skápum, útgangur í garð. Baðherbergi með dúk á gólfi, baðkar og sturtuaðstaða. Stór sérgeymsla með hillum í sameign. Þvotta- og þurrkherbergi ásamt hjóla- og vagna- geymslu. Húsvörður og séð er um þrif. Verð 7,7 m. KAUPENDALISTI VIÐSKIPTAVINA • Vantar 2ja til 3ja í hverfum 101 til og með 108. VB • Vantar einbýli, rað- eða parhús með bílskúr í Mosfellsbæ. ÞG • Vantar 5-6 herb. par- eða raðhús. Verð 20-22 m. TK • Vantar 2ja og 3ja í Kópavogi. VB • Vantar 4-5 herb. íbúð eða hæð í Fossvogi, má vera í Kóp. TK • Vantar sérhæðir, parhús og raðhús í Rvík og Kóp. VB • Vantar 3-4 herb. íbúð í góðu húsi í vesturbæ Kóp. GA • Vantar 2ja, 3ja og 4ra í Grafarvogi og Árbæ. VB • Vantar einbýli í Rvík með a.m.k. 4 svefnherb. Verð allt að 30 m. VB • Vantar einbýli í Breiðholti, Skógar/Sel. Verð 25 m.TK • Vantar 3ja herb. íbúð á 1. hæð í austurbæ Kópavogs. GA • Vantar 4ra herb. íbúð í Arahólum 2-4 eða Blikahólum 2-4. AA • Vantar einbýli eða raðhús í Gbæ, 120+ fm fyrir Ernu. GA. • Vantar 2ja herb. íbúð á jarðhæð í Smára eða Hjallahverfi. GA • Bráðvantar 2ja og 3ja herb. íbúð í Hraunbæ. HH • Vantar einbýli með bílskúr í hverfi 104-105. HH • Bráðvantar einbýli með lágmark 4 svefnherb. í grennd við Hvassaleitisskóla. Allt að 32 m. VH • Vantar 3-4 herb. íbúð í Lindahverfi. VH SÖLUSKRÁ 300 ÍBÚÐIR - 200 FYRIRTÆKI - 700 ATVINNUHÚSNÆÐI - 300 TIL LEIGU Sigtún - Kjalarn. Sveit í borg. Einb. á 2 hæðum, byggt 1995, nýr bílsk. og hest- hús á 2.500 fm lóð á ströndinni fyrir innan byggðina á Kjalarnesi. Ný suðurtréverönd með heitum potti og skjólv. Flott útsýni yfir borgina, sundin og Esjuna. Verð 23,8 m. Melsel - Rvík Gott 268,4 fm einb. á 2 hæðum ásamt kj. og 49 fm sérbyggðum tvöföldum bílskúr, samtals 317,4 fm. 2 eld- hús, 4 svherb. og 2 stofur. Baðherb. flísal. Eikarhurðir. Góður garður í góðri rækt með skjólvegg. Stutt í verslun, skóla og leik- svæði. Rólegt og gott hverfi. Verð 26,7 m. Gnitaheiði - Kóp. Glæsilegt 124,3 fm raðhús ásamt 24,8 fm bílskúr á einum eftirsóttasta stað í suðurhlíðum Kóp. Vand- að hefur verið til allrar byggingar og inn- réttingar. Merbau-parket á gólfum. Glæsi- legt sérsmíðað eldhús úr kirsuberjaviði. Stór borðstofa og stofa, útg. á rúmgóðar suðursvalir með fádæma útsýni. Glæsilegt baðherb., flísalagt með Versace-flísum. Útg. neðri hæðar í garð. Verð 24,9 m. Engjasel - Rvík Rúmgóð og björt 5 herb. 105,2 fm endaíbúð á 1. hæð í 4ra hæða fjölbýli ásamt 30,7 fm stæði í bíl- geymslu. Þvottahús innan íbúðar. Eignin skiptist í 3 herb., sjónvarpshol, borðstofu og stofu. Vestursvalir. Húsið er með klædda gafla og hitt nýmálað. Laus við samning. Verð 12,9 m. Kristnibraut - Rvík Ný og glæsi- leg, fullbúin og flott 5 herb. 141,2 fm enda- íbúð á miðhæð í 3ja hæða fjölbýli ásamt góðum 39,4 fm bílskúr, samtals 180,6 fm. Eikarinnrétting, skápar, hurðir og vandað eikarparket. Frábært útsýni í vestur og norður yfir borgina, Sundin, Esjuna og á Snæfellsjökul. Íbúðin er laus. Áhv. 9 m. Verð 22,9 m. Veghús - Rvík SELJANDI LÁNAR ALLT AÐ 90% AF KAUPVERÐI. Góð 101 fm 4ra herb. íbúð á 7. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. Stofa með dúk á gólfi, útg. á stórar suðaustursvalir, glæsi- legt útsýni. Eldhúsinnrétting er hvít og beyki, flísar á gólfi, inn af eldhúsi er þvotta- hús með flísum á gólfi. Baðherb. með flís- um á gólfi. ÍBÚÐIN ER LAUS. Verð 13,2 m. Kleppsvegur - Rvík 4ra herb. 100,8 fm íbúð á 3. hæð í 4ra hæða fjölbýli. Rúmgóð herb. og stofur. Flísalagt baðherb. með sturtuklefa. Útsýni úr herb. og eldhúsi yfir Sundin og Esjuna. Stórar suðursvalir með plastflísum. 2 sérgeymslur. Frystihólf. Húsið virðist í ágætu ástandi. Áhv. 4,2 m. Verð 11,2 m. Kjarrhólmi - Kóp. Vorum að fá í sölu á þessum góða stað 4ra herbergja 89,5 fm íbúð á fjórðu hæð. Frábært útsýni í norður og suðursvalir. Snyrtileg sameign. Líklegt er að geymslan sé ekki talin með í fermetratölu íbúðarinnar. Þvottahús innan íbúðar. Verð 11,9 m. Hrísrimi - Rvík 3ja herb. rúmgóð og björt 93,1 fm endaíbúð á jarðhæð í góðu litlu nýmáluðu fjölbýli ásamt 35,1 fm stæði í bílageymslu, samtals 128,2 fm. Stór og góð herb. Þvottahús innan íbúðar. Mögu- legt að bæta við einu herb. í viðbót. Falleg innrétting í eldhúsi með gegnheilu graníti á bekkjum. Áhv. 7,6 m. Verð 13,6 m. ATHUGIÐ - ATHUGIÐ - ATHUGIÐ Vegna mjög mikillar sölu undanfarið vantar okkur íbúðir af öllum stærðum og gerðum í sölu. Fasteignasalan Smárinn og fasteignasalan Húsið hafa sameiginlegan opnunar- og símatíma um helgar í Smáranum sem stað- settur er í verslunarmiðstöðinni Smáralind. Opnunartím- inn hjá okkur um helgar er frá klukkan 13.30-17.00. Þegar þú setur eign á sölu hjá okkur færðu tvær fasteignasölur sem vinna fyrir þig, á verði einnar. Skálaheiði - Kóp. Sérlega falleg og björt 3ja herb. 88,4 fm efri sérhæð í góðu fjórbýlishúsi ásamt 19,7 fm bílskúr sem er með fjarstýringu og 3ja fasa rafmagni. Þvottahús inn af eldhúsi. Stórar flísalagðar suðursvalir með frábæru útsýni. Húsið er í góðu ástandi, nýlega málað og snyrtilegt. Áhv. 6 m. Verð 13,8 m. Skipasund - Rvík Góð 50 fm ris- íbúð í 4ra íbúða húsi í fallegu og grónu hverfi. Saml. inng. með einni íbúð. Nýleg innrétting, tæki og gólfefni í eldhúsi. Svefn- herb. eru rúmgóð. Snyrtileg og nokkuð stór lóð. Ath. þar sem íbúðin er undir súð er gólfflötur hennar stærri en fasteignamat segir til um. Ásett verð 8,4 m. strax ákveðið að skipta rýminu í bragganum niður og hafa hesthús í öðrum endanum. Það er voðalega notalegt að hafa dýrin í kringum sig og svo spillir ekki að fá ný egg á hverjum degi.“ Þóra segist frá upphafi hafa haft ákveðnar hugmyndir um efnisval í braggann og bætir við: „Hann er ein- angraður að innan eins og venjuleg einbýlishús, að utan var svo tyrft. Það er þannig gert að þakið er klætt með gúmmídúk sem er með holum. Ofan á gúmmídúkinn er svo sett torf á hvolf og svo annað á móti svo að það myndist grip. Braggaveggirnir eru klæddir að utan með viði. Viðurinn var tjargaður, það er að segja á hann var borin tjara í staðinn fyrir fúavörn. Þessi aðferð var alltaf notuð hérna áður fyrr og eru meðal annars mörg húsin á Árbæjarsafni tjörguð. Tjaran er sterkari og betri vörn en fúavörnin. Það er hins vegar mjög sterk lykt af henni fyrst. Mér fannst það vera kostur en ekki galli því að lyktin minnti mig á sveitina, frá því ég var ung stúlka. Þetta byggingarlag kemur afar skemmtilega út og fólk sem kemur hingað heldur yfirleitt að bragginn sé mjög gamall, – og það er einmitt það sem ég vildi,“ heldur Þóra áfram. „Ég var ekki alveg viss um hvern- ig ég vildi klæða braggann að innan en að lokum ákvað ég að klæða með bárujárni, það kemur skemmtilega út bert og því þarf ég aldrei að mála hérna inni, bárujárnið er líka svo samofið byggingarsögu Íslendinga – því fannst mér það vera í samræmi við efnisvalið á bragganum að öðru leyti að nota það hérna inni. Ég flotaði gólfin hérna inni, mér finnst það mjög þægilegt því það safnast saman mikið ryk þegar ég vinn og það sér ekki á gólfinu.“ Leirlistakona Þóra útskrifaðist af leirlistabraut Myndlista- og handíðaskólans árið 1989 og síðan þá hefur hún að mestu fengist við leirlistina en hefur þó í gegnum tíðina prófað sig áfram með ýmis önnur efni. „Ég vinn mest með steinleir og postulín, það eru lang- sterkustu leirtegundirnar. Yfirleitt fer ég af stað með ein- hverja ákveðna hugmynd sem síðan þróast og breytist á meðan ég vinn að henni. Þegar ég hef síðan mótað stykkið sem ég er að vinna að læt ég það þorna og set það síðan inn í brennsluofn og brenni við rúmar 1000°C. Síðan skreyti ég verkið og glerja það, að því loknu er stykkið aftur sett inn í ofn og þá brennt við 1.300°C. Að lokum bæti ég við gyll- ingu og kopar ef við á og brenni þá hlutinn í þriðja skipti við 800°C. Ég hef mjög gaman af því að leika mér með mannsandlitið og það sést í mörgum verka minna. Mér finnst líka afar mikilvægt að list hafi notagildi. Það má svo sem segja að list hafi alltaf notagildi – það er að segja sem konfekt fyrir augað – en mér finnst gaman að gera tilraun- ir með hluti sem geta nýst á marg- víslega vegu og það má segja að það einkenni verk mín. Mér finnst mjög gaman að blanda saman fleiri efnum við leirinn. Til dæmis hef ég notast mikið við hross- hár, horn og hvaltennur. Eitt skipti var ég á göngu með Bjarka mann- inum mínum meðfram ónefndri strönd og þar komum við að hval- kálfi, sem hafði strandað og var greinilega dauður fyrir þó nokkru. Ég bað Bjarka að draga úr honum tennurnar þar sem ég hafði ekki kjark til þess sjálf. Hann gerði það og stóð sig eins og hetja við það verk. Um þessar mundir er ég að leggja lokahönd á stykki þar sem tennur kálfsins koma við sögu,“ segir Þóra. Ánægð með vinnustofuna Þóra kveðst vera afar ánægð með vinnustofuna. „Í raun finnst mér ég vera eins og heimavinnandi húsmóð- ir, ég get haft hlutina alveg eins og ég vil, – unnið þegar andinn kemur yfir mig og þess vegna farið með þvottinn út á snúru í náttfötunum án þess að nokkur skipti sér af því,“ segir hún. „Ég er mjög ánægð með að hafa prófað að vera með vinnustofu fjarri heimilinu því þá geri ég mér betur grein fyrir því hvað þetta fyrirkomu- lag er yndislegt. Mér fannst ég til að mynda alltaf missa af sumrinu þegar ég var uppi á annarri hæð á Álafossi, – en nú þarf ég ekki annað en að opna dyrnar og þá leitar sumarið inn til mín,“ segir Þóra að lokum. Þóra á vinnustofu sinni. Afar skemmtilegt verk eftir Þóru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.