Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Borgartún 26 sími 535 9000 Vörunúmer 708-AGQD 16x8 - 6x139,7 M + S P235/70 R16 Verð kr. 126.569,- Nú kr. 113.900,- Vörunúmer 708-AGQN 16x8 - 6x139,7 M + S LT 265/75 R16 Verð kr. 155.337,- Nú kr. 139.800,- Vörunúmer 708-AR42 14x6 - 4x100 185/65 R14 Verð kr. 89.882,- Nú kr. 79.900,- Vörunúmer 708-AS58 15x7 - 5x112 205/60 R15 Verð kr. 89.575,- Nú kr. 79.500,- Vörunúmer 708-ABD6 17x8 - 5x100 235/45Z R17 Verð kr. 157.261,- Nú kr. 142.000,- V OLVO-umboðið á Íslandi, Brimborg, fer óhefð- bundnar leiðir í markaðs- setningu og auglýsinga- málum og er óhætt að segja að þar séu menn á tánum. Þannig var eftir því tekið þegar ein skærasta sjónvarpsstjarna Íslend- inga, Gísli Marteinn Baldursson, lýsti framlagi Svíþjóðar í Evró- visjón-söngvakeppninni og lét þá eftirfarandi ummæli falla: „Þjóð sem framleiðir örugga bíla og þegar það kemur að Evróvisjón nokkuð örugg lög. Lagið er dálítið eins og Volvo, ekki svo spennandi en áferðarfallegt og vel uppbyggt og öruggt í þeim skilningi að þau vinna örugglega ekki en lenda ekki neðarlega.“ Starfsmenn Brimborgar voru auðvitað ánægðir með að heyra að hin klassísku gildi Volvo voru of- arlega í huga Gísla en ekki jafn sáttir við það viðhorf hans að Volvo væri ekki spennandi. Brimborg bauð því Gísla skuldbindingalaust afnot af Volvo S60 í eina viku, bíl með kraftmikilli 180 hestafla for- þjöppuvél, öflugum hljómflutnings- tækjum með 9 hátölurum og geisla- spilara. Á heimasíðu Brimborgar segir: „En Gísli er auðvitað varkár maður og mun keyra af öryggi og ekki láta spennuna heltaka sig. Við hjá Brim- borg erum sannfærð um að eftir þessa prufukeyrslu mun Gísli geta sagt með sannfæringu að Volvo sé öruggur, vel byggður og að sjálf- sögðu spennandi.“ Er Volvo-maður í húð og hár Slegið var á þráðinn til Gísla og hann spurður út í þennan leik. „Ég kom alveg af fjöllum þegar hringt var í mig og maðurinn kynnti sig sem starfsmann Brimborgar og vildi ræða við mig um Evróvisjón. Ég fékk hland fyrir hjartað og hélt ég yrði núna tekinn á teppið og Brimborg ætlaði að hætta að aug- lýsa hjá RÚV. En það er reyndar ekki langt síðan umboðsmenn Volvo um allan heim gerðu út á það að bíllinn væri ekkert sérstaklega spennandi heldur fyrst og fremst öruggur fjölskyldubíll. Þeir eru því ánægðir með þá ímynd líka,“ sagði Gísli. En er Volvo spennandi eða óspennandi? „Ég er Volvo-maður sjálfur,“ segir Gísli með diplómatískri hægð. „Tveir af fjórum bílum sem ég hef átt hafa verið Volvo-gerðar. Fyrst átti ég 240. Hann var jafnaldri minn og ég fékk hann frá foreldrum mínum þegar ég fékk bílprófið 17 ára gamall. Við hjónin keyptum okkur síðan gamlan 740-bíl fyrir nokkrum árum sem er í fínu lagi og við notum núna. Það verður kannski ekki sagt um þessar tvær týpur að þær séu mjög spennandi og mín ummæli mörkuðust af því. Ég hafði ekki alveg gert mér grein fyrir þessum nýju týpum sem eru allt annað en óspennandi. Bíllinn sem ég fékk að láni er alveg frá- bær. Ég hef reyndar ekki keyrt hann alveg nógu mikið og fór til dæmis ekki út úr bænum á honum – það var eingöngu snattað á hon- um. Ég myndi jafnvel segja að þetta væri æsispennandi bíll. Það er frábært að keyra hann; mikill kraftur er í honum og allar innrétt- ingar eru hlýlegar og stjórntækin öll aðgengileg. Hann er svolítið grár að innan og litadýrðin í lág- marki en það truflar mig samt ekk- ert. Við munum örugglega skipta um bíl fljótlega hér á heimilinu og eftir þessa reynslu stendur hugur minn ansi nærri Volvo. Ekki þó svona glænýjum, þeir eru of dýrir fyrir mig, en kannski tveggja ára gömlum. Hvað sem öðru líður þá er ljóst að ég verð að finna aðra lík- ingu fyrir sænska lagið á næsta ári,“ segir Gísli. Morgunblaðið/Árni Torfason Gísli Marteinn skilaði Volvonum í umboðið í síðustu viku. Verð að finna aðra líkingu Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og varaborgarfulltrúi, espaði upp mark- aðstaugina í Brimborgarmönnum með ummælum sínum um framlag Svía til söngva- keppninnar evrópsku. Hann sagði að framlag þeirra væri öruggt en óspennandi eins og Volvo-bílar. Brimborgarmenn lánuðu Gísla Volvo S60 í eina viku og í samtali við Guðjón Guðmundsson má sjá að viðhorf Gísla hefur breyst. TÆKNIFRAMFARIR í dísil- tækni hafa leitt til stöðugrar sölu- aukningar á dísilbílum í Evrópu. Dísilgerðir sumra bílaframleið- enda seljast nú þegar betur en bensíngerðir og ef núverandi vaxtarhraði í sölu á dísilbílum á að haldast þurfa fleiri bílaframleið- endur að auka þróunarstarf við gerð nýrra dísilvéla. Í fyrsta sinn í sögunni hafa nokkrir bílaframleiðendur í Evr- ópu selt fleiri dísilknúna bíla en bensínknúna. VW-Audi og Mercedes-Benz seldu meira af dísilbílum en bensínbílum árið 2002 og hlutfall sölunnar hjá PSA (Peugeot-Citroën) var 50%. Sala á dísilbílum í Evrópu er nú 41%. PSA hefur í mörg ár verið leið- andi á markaði með dísilknúna bíla og hefur samsteypan fjárfest mikið í HDi-dísilvélum sínum. Samsteypan hefur einnig tekið upp samstarf við Ford um þróun lítillar dísilvélar fyrir smábíla- markaðinn. Volkswagen-samsteypan hefur einnig lagt mikilvægan skerf í þróun dísiltækninnar. Þar á bæ hafa menn einnig nýtt sér rann- sóknir í dísiltækni til að endur- bæta bensínvélar sínar. Afleiðing- ar þessa eru hinar nýju FSI-vélar sem eru með beinni strokkinn- sprautun og líklegt þykir að svip- aðar framfarir verði hjá öðrum vélaframleiðendum þegar líða fram stundir. Ísland rekur lestina þegar skoðaðar eru tölur um söluaukn- ingu á dísilbílum. Aðeins rétt rúm- lega tíundi hver nýr fólksbíll sem selst hér á landi er með dísilvél. Stöðug sölu- aukning á dísil- bílum í Evrópu ÆVINTÝRAMAÐURINN Hans Tholstrup vann nýlega veðmál sem hann hafði gert við Hyundai, þegar honum tókst að aka 10.000 km hringferð um Ástralíu á að- eins 465,3 lítrum af bensíni. Aðdragandinn er sá að Hans Tholstrup veðjaði við Hyundai að hann gæti ekið hinum nýja Huundai Getz XL 10.000 kílómetra á innan við 540 lítrum af bensíni gegn myndarlegum afslætti á nýj- um Getz sjálfum sér til handa. Til viðmiðunar hafði hann hinn árlega Bathurst kapp- akstur þar sem V8 tryllitæki fara 1.000 km á að meðaltali 540 lítrum. Skemmst er svo frá því að segja að Tholstrup, sem er 58 ára gamall Dani, tókst ætlunarverkið og rúmlega það. Að afrekinu loknu hrósaði hann bílnum fyrir gott rými og lipra akst- urseiginleika og sagðist jafnframt geta hrósað geislaspilaranum sér- staklega, hann hefði verið undir „sér- stöku álagi“. 4,653 lítrar/100 km Bensínnotkunin hjá Tholstrup var í ferðinni að jafnaði 4,653 lítrar á hverja 100 km, eða hakinu meira en þeir 4,6 lítrar sem opinbera eftirlits- stofnunin Australian Greenhouse Office gefur upp samkvæmt AS2877 prófunarstaðli. Munurinn skýrist af því að staðallinn byggist á prófunum innandyra, þar sem áhrifa veðurs og vinda gætir ekki og eru tölurnar sem stofnunin gefur upp því einungis leið- beinandi. Jafnframt ók Tholstrup eft- ir þjóðvegum um bæi og borgir og því ekki um samfellda langkeyrslu að ræða. Það kom svo í hlut Shell-stöðva að mæla nákvæmlega hvern einasta bensíndropa sem fór á bílinn og var geymirinn innsiglaður á milli áfyllinga. Ótrúlegustu uppátæki Tholstrup, sem hlaut ástralskan ríkisborgararétt á árinu 1965, er þekktur fyrir ævintýraleg uppátæki á hvers konar farartækjum. Sem dæmi má nefna að hann varð fyrstur til að fljúga umhverfis jörðina án aðstoðar loftsiglingatækja eða áhafnar á ár- unum 1972 til 1973 (á einshreyfils 105 hestafla Grumman AA 1B eftir 10 daga hraðnámskeið í flugi). Af nýlegri afrekum má nefna að hann varð fyrstur til að ganga yfir Simpson eyðimörkina í Ástralíu, (til að grenna sig að eigin sögn), og fyrstur til að sigla opnum báti frá Ástralíu til Jap- ans á árinu 2001. Þá varð hann ásamt félaga sínum Dick Smith ný- lega fyrstur til að keyra tvílyftan strætisvagni í loftinu yfir röð af mót- orhjólum. Veðmál Tholstrups Tholstrup hinn þrautseigi við Getz-inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.