Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 B 5 bílar Nissan Almera Comfort 1500, f.skr.d. 20.09.2001, ekinn 21 þús. km., 5 dyra, beinsk., 15“ álfelgur, vindskeið, ljóskastarar o.fl. Verð 1.420.000.- Grand Cherokee Laredo, nýskráður 11.2002, 3,1 turbo diesel, sjálfskiptur, 35” breyttur, dökkblár, ekinn 2000. Verð 4.950 þús. MMC Pajero 2,8 t.di, nýskráður 03.1999, ekinn 87.000, sjálfskiptur, dökkblár, 33” breyting, ný dekk, álfelgur, spoiler, vara- dekkshlíf, krókur, sóllúga og filmur. Verð 2.690 þús. Toyota Landcruiser 90 LX Túrbó diesel, nýskráður 06. 2000, sjálfskiptur, ekinn 53.000, vínrauður, 38” breyting, VX-kantar, 3” púst, álgrind framan, krók- ur, aukatankur, kastarar, spoiler o.fl. Verð 3.790 þús. Toyota Landcruiser 100 VX 4,7 bensín, nýskráður 07.2000, ekinn 46.000, leður og sóllúga, dökkgrár. Verð 4.790 þús. Chrysler Town & Contry 3,8 l, árg. 1996, ekinn 175.000, sjálfskiptur, 7 manna. Verð 1.590 þús. Toyota Rav4 2,0 4x4, nýskráður 07.1999, ekinn 35.000, rauður, beinskiptur. Verð 1.490 þús. Toyota Avensis W/G 1,8 vvti, nýskráður 10.2001, ekinn 35.000, sjálfskiptur, grágrænn. Verð 1.790 þús. Lexus LS-400, árg. 1992, grár, 8 cyl., sjálfskiptur með öllu, ekinn 165.000. Verð 1.350 þús. Lexus RX-300, nýskráður 06.2002, ekinn 15.000, steingrár, leður, sjálfskiptur, 17” álfelgur, stærri dekk, krókur, spoiler. Verð 4.680 þús. Lexus IS-200, nýskráður 05.2001, svartur, 6 gíra, ekinn 19.000. Verð 2.320 þús. Landrover Freelander 1,8 S, nýskráður 05.1999, ekinn 53.000, beinskiptur, drapplit- ur. Verð 1.680 þús. Toyota Landcruiser vx 4,2 tdi, nýskráður 04.1996, ekinn 160.000, leður, Web- asto miðstöð, intercooler, loftdæla, 38” breyting með hásingafærslu, 44” kantar og úrklipping, lækkuð hlut- föll o.fl. Toppbíll. Verð 3.490.000. Ó LAFUR Björgvinsson í Garði hefur eytt drjúgum tíma úti í bílskúr síðustu árin og endurgert þar af mikilli vandvirkni tvo glæsilega fornbíla. Annar þeirra er Studebaker President árgerð 1955, sá eini sem til er á landinu, og hinn er Chevrolet Bel Air árgerð 1954, sams konar bíll og sá fyrsti sem Ólafur eignaðist sem ungur maður. Studebaker-inn komst í eigu Ólafs Ólafssonar í Sandgerði sem notaði hann í mörg ár. Þegar Ólafur Björg- vinsson fékk bílinn fyrir þremur ár- um var búið að rífa hann allan í frum- parta og vélin, Chevrolet 305, var úti á gólfi. Hann hafði verið vel geymdur bíllinn inni í bílskúr og allur smurður með koppafeiti. Mikil hreinsunar- vinna fylgdi því að ná henni af en Ólafur telur að það hafi bjargað bíln- um að stórum hluta frá því að skemmast af ryði. Studebaker-inn er hlaðinn krómi og með nokkuð rennilegar línur. Þetta er svokallaður harðtoppur, tveggja dyra en með þröngum aft- ursætum. Bíllinn var rauður þegar Ólafur fékk hann og talsvert mikið skemmdur. Hann þurfti þó ekki mik- ið að ryðbæta en það vantaði í hann gluggalista, gúmmíþéttingar og ým- islegt annað. Ólafur lét síðan sprauta hann svartan. Að innan var bíllinn klæddur upp á nýtt og þar hefur ver- ið vandað mikið til verksins. Ólafur var í þrjú ár að gera upp Studebak- er-inn en tvö ár að gera upp Bel Air- inn. Hann ætlaði sér alltaf að finna Bel Air árgerð 1954 til að gera upp. Föðurbróðir hans átti bílinn og gekk einstaklega vel um hann. Hann sprautaði olíu inn í öll hólf og húðaði undirvagninn reglulega til að ryð- verja hann. Hvað fær menn til þess að fara út í þetta? „Ég veit það ekki og það sem meira er þá virðist ég alltaf vera tilbúinn að fara af stað aftur. Þetta er einhver árátta. Ég hef mjög mikið verið hérna úti í bílskúr með útvarp- ið á og uni mér vel,“ segir Ólafur sem er vélvirki hjá Aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli. Hann ætlar að eiga báða bílana og hefur reyndar notað Bel Air-inn mikið og meðal annars farið í lang- ferðir á honum með Fornbílaklúbbn- um. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Fallega uppgerður Bel Air, árgerð 1954.Mikið króm og rennilegar línur. Studebaker og Bel Air Ólafs Ólafur að byrja á endurbyggingu Studebaker. Augnlok á framljósum. Bíll með sál. Húddmerkið fræga á sínum stað. Stýrin voru stór á þessum árum. Æpandi rautt að innan. Félagi í Fornbílaklúbbnum. NÝVERIÐ afhenti Ræsir hf. þrjá nýja Mercedes Benz hóp- ferðabíla. Bílarnir eru af gerðinni Intouro RH og eru framleiddir í verksmiðju Mercedes Benz í Tyrklandi. Bílana fengu Guð- mundur Jónasson ehf., Kynnisferðir og SBA –Norðurleið. Þeir eru búnir öllum helstu þægindum sem vænta má í nýjum rútum svo sem loftkælingu, sjónvarps- og mynd- bandstækjum og kæliskáp. Farþegafjöldi er 49 til 53 eftir vali kaupanda. Vélarnar eru 354 hestöfl og snúningsvægi er 1.600 Nm. Þrjár rútur frá Mercedes-Benz Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.