Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 6
Sportlegar línur eru á Laguna. NÝ KYNSLÓÐ Renault Laguna kom á markað síðla árs 2001. Mikil endurnýjun hefur orðið í þessum stærðarflokki og má nefna að fram- leiðendur eins og Opel, Nissan, Ford, Mazda, Honda, Toyota og Citroen hafa allir á síðustu miss- erum sett fram mjög frambærilega bíla í þessum flokki. Samkeppnin er því býsna hörð og hver og einn þessara bíla hefur sína kosti og galla. Öryggið í lagi Laguna fékk strax fallega rós í hnappagatið þegar bíllinn varð fyrstur til að fá fimm stjörnur í árekstrarprófun Euro NCAP. Segja má að Renault hafi lagt mikla áherslu á öryggismál í þessum nýja bíl. Má þar nefna að bíllinn er með átta öryggispúða, fimm þriggja punkta belti með beltastrekkjurum og fimm hnakkapúða. Pedalar falla niður í gólfið við árekstur og far- þegarýmið er sérstyrkt, eins og reyndar í öllum keppinautunum. Auk fimm dyra hlaðbaks býðst Laguna nú einnig í Break-útfærslu en svo nefnist langbakurinn. Fimm dyra gerðin var prófuð á dögunum með 2ja lítra, 135 hestafla vél og fjögurra þrepa sjálfskiptingu með handskiptivali. Þetta er ný vél sem hentar þessum góða akstursbíl mun betur en 1,8 lítra vélin sem hann hefur verið boðinn með hingað til. Þetta er aflmikil og skemmtileg vél en skemmtilegra hefði verið að hafa sjálfskiptinguna fimm þrepa því fjögurra þrepa sjálfskiptingin er lít- ið næm fyrir því þegar dregið er úr inngjöfinni og svarar seint. Kort í stað lykils Laguna er, að mati þess sem þetta skrifar, með laglegri hlaðbök- um á markaðnum. Á grillinu er hlífðar- og skrautplata með áláferð sem setur laglegan svip á framend- ann. Það er svo eitt og annað við bílinn sem vekur athygli og ánægju. Fyrir það fyrsta er það sjálfur lykillinn sem er kort á stærð við kreditkort sem fer vel í vasa. Það er með fjar- stýringu fyrir hurðalæsingar. Því er stungið í rauf í mælaborði bílsins og hann síðan ræstur með því að þrýsta á þar til gerðan hnapp. Lyk- ilkortið stjórnar fjölþættum tækni- búnaði og í minni þess má festa gögn um stillingar á sætum. Kortið vistar auk þess upplýsingar um ástand bílsins og nauðsynlegt við- hald. Einfaldleiki ríkir að innan en vel er vandað til alls frágangs og efnis- valið er gott, að því undanskildu að setja má spurningamerki við hátal- ara sem framkölluðu leiðindaglym hvernig sem reynt var að stilla hljómtækin. Hönnun bílsins að innan er öll á þann veg að ökumaður finnur sig strax vel undir stýri. Stýrið er frem- ur lítið og sportlegt og er bæði með aðdrætti og veltu. Auk þess er sætið með hæðarstillingu svo það er leik- ur einn að finna kjörstellingu undir stýri. Sætin eru einn af stóru plús- unum í þessum bíl. Þau eru með miklum hliðarstuðningi og skorða ökumann vel af. Sætin eru tauklædd en með dálítið háum leðurköntum sem reyndar gera það að verkum að beita þarf lagni til að setjast inn í bílinn. Mælaborðið er fremur einfalt og stílhreint og yfir hljómtækjum er stórt lok sem þjónar því hlutverki að draga úr freistingum fingra- langra. Milli sæta er armhvíla með geymsluplássi og í stýrinu eru rofar fyrir skriðstilli og hraðatakmarkara, sem er þægilegur búnaður t.d. þeg- ar ekið er í íbúðahverfum þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km á klst. Oft reynist erfitt að halda sig við þann hraða með viljann einan að vopni og þá kemur búnaðurinn að góðum notum. Búnaðurinn virkar einnig sem hefðbundin hraðastilling. Gott rými er í bílnum að því und- anskildu að fóta- og höfuðrými í aft- ursætum mætti vera meira þegar hávaxnir eiga í hlut. Aftursæti er hægt að fella fram, 60/40, og stækka þannig myndarlegt farangursrýmið enn meira. Bíllinn er vel búinn í grunninn. Meðal öryggisbúnaðar eru eins og fyrr segir átta loftpúðar, fimm þriggja punkta belti ásamt hnakka- púðum, pedalar sem falla niður í gólf við árekstur, ESP-stöðugleika- stýring og skynjarar sem vara við of lágum loftþrýstingi í dekkjum. Lag- una er öruggasti bíllinn í sínum flokki samkvæmt Euro NCAP, en þess verður þó að geta að nýir keppinautar í þessum flokki hafa ekki allir verið prófaðir. Auk þess er hægt að bæta enn við búnaðinn og fá sjöunda og áttunda loftpúðann fyrir afturrýmið sem aukabúnað. Að öðru leyti má vel við búnað bílsins una. Hann er með aksturs- tölvu, loftkælingu, fjarstýringu fyrir hljómtæki í stýri, þ.e. geislaspilara og útvarp og ýmislegt fleira. Verðið er ásættanlegt að teknu tilliti til búnaðar; 2.610.00 kr. Helstu keppinautar eru Honda Accord, Mazda 6, Opel Vectra, VW Passat, Toyota Avensis, Ford Mondeo, Alfa Romeo, og Nissan Primera. Hér á síðunni má síðan sjá samanburð á búnaði og verði á nokkrum keppi- nautanna. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson. Laguna, nú fáanlegur með 2ja lítra vél. Laguna kominn með 2ja l vél Allt er snoturt og einfalt í innanrými. Háir kantar á setunni skorða vel.                        !!"#"" !!$%"#& $!!"#"" !!$%"#&  !%!!$    $ !" #   $ # !$ !  %" &'$$ ( ' $$ )$$ *   +  $' '   $  ,-) & ) - . / " 0 1 '  ' 2 34 5                 6 * 7'  '       '     '            8'  & '   '            (     94 :'  ' ;      '         5<          Sólhlífar eru fyrir afturgluggum. REYNSLUAKSTUR Renault Laguna 2,0 Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is Stór afturhleri myndar gott aðgengi að farangursrýminu. 6 B MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.