Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Góð úr kassa az, það er milt með sultuðuávaxtabragði, ekki síst sultuðumplómum, og nokkuð kryddað. Áþessu verði hið ágætasta vín. Kostar 3.390 krónur. 15/20 Hvítvínið Drostdy Hof Chenin Blanc úr þrúgunni Chenin Blanc eða Steen eins og hún er oft nefnd í Suður-Afríku var hreint ágætt. Ferskt, með þægilegri angan af grænum Granny Smith-eplum og hvítum blómum. Í munni gaf það af sér ágætan þokka, hressilegt, milt og þægilegt. Kostar 3.360 krónur. 16/20 Ítalska hvítvínið Antinori Orvieto Classico Campogrande frá Úmbríu er hins vegar selt á flöskum. Það er unnið úr þrúgunum Procanico, Grecchetto og Verdello. Ferskt og ilmmikið, blóm og sítrus. Í munni mjög ferskt og þægilegt, hið ágætasta sumarvín. Kostar 990 krón- ur. 17/20 vín fengju ekki á sig ímynd ódýrra vína. Nú hafa Ástralar hins vegar öðlast það mikið sjálfs- traust að þeir eru farnir að flytja út ágæt vín á kössum. Ég smakkaði á dögunum tvö suður-afrísk kassavín sem komu skemmtilega á óvart. Þetta voru vín frá framleiðandanum Drostdy Hof en þau vín hafa notið verulegra vinsælda á flösk- um. Það verður að segjast eins og er að þetta voru hin ágætustu vín. Rauðvínið Drostdy Hof Cape Red er blanda úr ýmsum þrúgum, s.s. Merlot, Cabernet og Shir- á belgjum og ekki síður fernum, áþekkum þeim sem við notum undir mjólk. Ég vona að sú þró- un nái ekki hingað. Enginn framleiðandi með sjálfsvirðingu setur góð vín á fernur. Það gildir hins vegar annað um kassana og til dæmis í Ástralíu er löng hefð fyrir kassavínum á heimamarkaði. Á tímabili voru um 70–80% neyslunnar í Ástralíu kassavín en það hlutfall mun nú vera komið undir 50%. Þegar Ástralar byrjuðu markaðssókn sína í Evrópu var hins vegar tekin markviss ákvörðun um að selja einungis vín á flöskum til að áströlsk Ég hef í gegnum árin ekki fjallað mikiðum kassavínin svokölluðu, þ.e. vín semseld eru á þriggja til fimm lítra belgjumí pappakössum. Líkt og ég fjallaði ný- lega um eru þessi vín hins vegar stöðugt hærra hlutfall heildarneyslunnar. Nú er svo komið að rúmlega þriðji hver lítri af léttvíni sem seldur er í Ríkinu er á belgjum. Þessi vín eru misjöfn að gæðum eins og önn- ur. Þá blasir það auðvitað jafnframt við að bestu vínin verða aldrei fáanleg í þessu formi. Kassa- vínin eru í eðli sínu ódýr vín þar sem verð og magn skipta meira máli en hrein gæði. Eftir því sem markaðurinn fyrir þau hefur þróast fjölgar hins vegar jafnframt þeim framleiðendum sem selja hin þokkalegustu vín á kössum. Það er ekki einungis á Íslandi sem kassavínin eru vinsæl. Sama þróun hefur átt sér stað á Norðurlöndunum og er á köflum jafnvel enn lengra komin. Nýleg heimsókn í áfengisverslun sænsku einkasölunnar í Stokkhólmi sýndi svo ekki varð um villst að Svíar eru hrifnir af vínum Einkunnagjöf vína byggist á heildstæðu mati á gæðum, upp- runaeinkennum og hlutfalli verðs og gæða. Vín getur fengið að hámarki 20 stig í einkunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vínið merkt með buddu. Þ að á oft við að sígandi lukka er best. Brátt verða liðin tvö ár frá því veitingahúsið Ein- ar Ben skipti um eig- endur og hægt og síg- andi hafa þeir verið að koma því á kortið yfir bestu veit- ingastaði borgarinnar. Það hefur ekki farið mikið fyrir Einari Ben, engar háværar auglýsingaherferðir eða tilraunir til að blása staðinn upp út á við. Starfið hefur átt sér stað inn- an veggja eldhússins og í veit- ingasalnum og það hefur greinilega skilað árangri. Það hefur átt sér stað þó nokkur stefnubreyting frá hinum upp- runalega Einari Ben sem opnaður var um miðjan síðasta áratug í skemmtilegu húsnæði við Ingólfs- torg. Þá var áherslan á miðjarðar- hafslegan léttleika í stemningu og mat, sjávarréttaveislur og annað í þeim dúr og tókst ágætlega. Núverandi eigendur Einars Ben hafa greinilegan metnað til að gera þetta hús að veitingastað í hæsta klassa. Salurinn hefur yfir sér svipað yfirbragð og áður, nokkuð léttara þó eftir að þungu gluggatjöldin hurfu. Veitingasalirnir eru í sterkum litum, rauðir og bláir, með þjóðlegu ívafi í anda Einars Benediktssonar inn á milli. Það brakar skemmtilega í virðulegum viðargólfunum í þessu fallega húsi og hönnunin er ekki í „ömmustílnum“ sem verið hefur al- gengur í veitingahúsum í gömlum húsum, heldur í nýreykvískum stíl þar sem gömlu og nýju er blandað saman án tillits til þess að innan- stokksmunir endurspegli einhvern sérstakan tíðaranda. Borðbúnaður er ágætlega virðu- legur en þó verður að segjast að Ein- ar Ben er eitt þeirra veitingahúsa sem hefur dregist aftur úr í þeirri þróun sem átt hefur sér stað varð- andi vínglös á síðustu árum. Það fer að verða regla en ekki lengur undan- tekning að veitingastaðir með metn- að bjóði gestum sínum að neyta borð- vínanna í fallegum kristalsglösum en ekki þykkum og þunglamalegum glerglösum. Þarna mætti Einar Ben bæta sig. Að öðru leyti var þó ekki margt í tveimur heimsóknum að undanförnu sem hægt var að setja út á og þá allra síst matargerðina. Kannski einmitt vegna þess hversu lítið hefur farið fyrir Einari Ben kemur það ein- staklega skemmtilega á óvart að sjá að þarna er að fæðast veitingahús sem hefur ekki einungis metnað til að gera vel, heldur eldhús sem stendur undir því. Hver rétturinn á fætur öðrum var ekki aðeins fullkomlega eldaður, fallegur og bragðgóður heldur jafnframt frumlegur og ljóst að töluverð hugsun hafði farið í hug- myndavinnuna án þess þó að kokk- urinn missti sig nokkurn tímann út í einhverja „vitleysu“ sem ekki gengi upp. Strax í upphafi varð litla smakk- prufan, sem mörg veitingahús bera fram á meðan gestir bíða eftir pönt- unum sínum, til að maður staldraði við. Hér var eitthvað að gerast. Ann- ars vegar laxahrogn og tartar í skeið með mildri, sýrðri rjómasósu og hins vegar hrár, lítill laxakubbur á stökku kexi sem nokkrum dropum af trufflu- olíu hafði verið dreypt yfir. Bragðið var hreint og ferskt, laxinn ferskur og ljúffengur, hrognin stökk og í munninum sat eftir mildur keimur af kóríander úr tartarinu. Fyrsti forrétturinn var hráar lambaþynnur með djúpsteiktum brieostabátum. Frumleg og flott samsetning. Ostabátarnir með stökk- um hjúp voru gott mótvægi við mjúk- ar þynnurnar og sætur sultaður lauk- ur fullkomnaði verkið. Humarinn var ekki síður góður, stór og fallegur og eldaður upp á sek- úndu. Með honum afbrigði af ítölsku Canoli-kökunum, sem Bandaríkja- menn eru svo hrifnir af. Hér voru þær hins vegar ekki fylltar með rjómaosti heldur bragðmikilli salt- fisksstöppu, nokkuð saltri. Þarna mátti svo einnig finna mjúka papriku í mildri olíu. Þorskhnakkinn á seðlinum vakti athygli og var því pantaður. Þetta var fallegt hvítt stykki og þegar rétt- urinn kom á borðið minnti hann helst á svepp þar sem hnakkastykkið myndaði stofnin og ravíóli með bragðmiklum reyktum þorski sem fyllingu fyrir sjálfan sveppahattinn. „Sveppurinn“ stóð í beði af kart- öflumús, mildri og góðri. Það var hins vegar sæt, nánast karamelliseruð sósan, vanillu-kjúklinga, með fínsöx- uðum chorizo-pylsubitum, sem réð ferðinni. Virkilega góður réttur. Lambakjötið var meira í hefð- bundnum dúr en engu að síður gott. Fitusnyrtir hryggjarbitarnir meyrir og bleikir, kartöfluturn, með stökku ysta lagi en mjúkur að innan, sætar gulrætur og rauðlaukssulta ásamt mildri soðsósu. Einfalt, kannski ekki ýkja frumlegt. Hins vegar eldað með næmni og tilfinningu. Folaldasmásteikur eru hins vegar ekki á hverjum matseðli og því þótti tilvalið að prófa þær. Folaldakjötið hefur nokkuð sérstakt, feitt bragð og því skiptir miklu hvernig það er eld- að. Sú samsetning sem hér var sett fram ætti að höfða til flestra. Villi- sveppir, rjómaeldaður kartöfluturn og góð sósa. Réttur sem sýnist vera einfaldur en leynir gífurlega á sér þegar á honum er bragðað. Eftirréttirnir voru ekki síður ágætir og stóð þar upp úr magnaður súkkulaði-anisís sem borin var fram með banana „tart tatin“. Það er greinilegt að Einar Ben er á góðri siglingu og í stöðugri þróun upp á við. Það eru einungis smáatriði sem hægt er að setja út á. Glösin var ég búin að minnast á og einnig velti ég fyrir mér nokkuð klunnalegum lömpum á borðunum. Þá finnst mér borðleggjandi að staður í þessum klassa eigi að vera með hvíta dúka á borðum. Maturinn á það skilið. Þjónusta hefur verið nær óað- finnanleg þau skipti sem ég hef kom- ið á Einar Ben, lipur, kurteis og þægileg. Einar Ben í góðum gír Morgunblaðið/Jim Smart Veltusundi 1. Pöntunarsími 511 5090 Vefsíða: www.einarben.is Verð: Forréttir: 1.200–1.600 kr. Fiskréttir: 2.650– 2.950 kr. Kjötréttir: 2.950–3.950 kr. Eftirréttir: 950–1.400 Vínlisti: Samtíningur úr flestum átt- um. Ekki langur en þarna má finna góð vín frá Frakklandi, Ítalíu og Chile sem falla að matargerð stað- arins. Verði stillt í hóf og flest vín kosta á bilinu þrjú til fjögur þúsund krónur. Þjónusta: Lipur og þægileg. Mælt með: Þorskurinn er góður og anís-súkkulaðiísinn afbragð. Einar Ben Einkunn Viðunandi Góður Mjög góður Frábær Afburða veitingastaður Einkunnagjöf byggist á mati á þjónustu, húsnæði, vínlista og mat, að teknu tilliti til verðlags.    Matur Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.