Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  KNATTSPYRNUKONAN Soffía Ámundadóttir hefur gengið til liðs við Fjölni úr Val. Soffía hefur leikið 150 leiki í efstu deild, auk þess sem hún hefur leikið með U-21 árs lands- liði Íslands.  PAVEL Nedved var í gær útnefnd- ur knattspyrnumaður ársins í heima- landi sínu Tékklandi og er þetta fjórða árið í röð sem Juventus-leik- maðurinn er efstur í þessu kjöri. Nedved er þrítugur að aldri og var lykilmaður hjá Juventus sem og tékkneska landsliðinu sem er í efsta sæti 3. riðils í undankeppni Evrópu- móts landsliða með 13 stig að loknum fimm umferðum.  KNATTSPYRNUSTJÓRI enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn Rov- ers, Graeme Souness, segir við BBC að allar líkur séu á því að enski lands- liðsmaðurinn David Dunn verði seld- ur frá Blackburn til Birmingham City fyrir um 660 milljónir ísl. kr. Birmingham mun greiða strax 480 millj. kr. og afganginn að vissum skil- yrðum uppfylltum. Souness ætlar að hitta ítalska varnarmanninn Lorenzo Amoruso, fyrirliða Glasgow Rang- ers í Skotlandi, og vonast Souness til að geta keypt leikmanninn fyrir um 150 millj. ísl. kr.  PETE Sampras segir við franska íþróttadagblaðið L’Equipe að hann muni aldrei aftur leika á opna franska meistaramótinu í tennis en það er eina stórmótið sem hann hefur aldrei unnið.  SAMPRAS er 31 árs Bandaríkja- maður og hefur unnið 14 stórmót á ferli sínum en nú er allt útlit fyrir að hann leggi spaðann á hilluna á þessu ári. Opna franska meistaramótið var fyrsta mótið sem hann spilaði á frá því að hann vann opna bandaríska meistaramótið í fimmta sinn í sept- ember á sl. ári. Sampras hefur afboð- að þátttöku sína á Wimbledon- mótinu en segist ætla að taka þátt í mótum síðar á þessu ári enda eru að- eins tveir mánuðir frá því hann hóf æfingar á ný.  STURE Svensson, formaður sænska úrvalsdeildarliðsins Elfs- borg í Borås, segir við norska stað- arblaðið Budstikka að félagið muni ganga hart eftir þeim fjármunum sem norska úrvalsdeildarliðið Sta- bæk á eftir að greiða Elfsborg vegna sölu leikmannsins Tobias Linderoths til Everton.  LINDEROTH var seldur fyrir um 400 millj. ísl. kr. og átti Elfsborg að fá um 20 milljónir ísl. kr. af söluverðinu í sinn hlut. Stabæk átti að láta féð af hendi 15. febrúar á þessu ári en engin greiðsla hefur borist til Elfsborg. Stabæk á í miklum fjárhagserfiðleik- um og hefur verið að semja við lán- ardrottna sína undanfarin misseri en Svensson segir að ekki verði samið um þessa greiðslu – þar sem forráða- menn Stabæk hafi ekki sýnt neinn samningsvilja frá því í febrúar. GENGI Stjörnumanna á knatt- spyrnuvellinum í upphafi leiktíð- arinnar hefur verið afleitt. Liðið situr á botni 1. deildarinnar með aðeins tvö stig eftir fyrstu fimm umferðirnar og um helgina féll Garðabæjarliðið úr leik í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar þegar það lá fyrir ungmennaliði ÍA. Í ljósi þess að tveimur þjálfurum hefur á skömmum tíma verið sagt upp störfum, Kristni Rúnari Jónssyni hjá Fram og Jörundi Áka Sveinssyni hjá Breiðabliki, hefur vaknað sú spurning hvort Valdimar Kristófersson, þjálfari Stjörnunnar, og aðstoðarmaður hans, Rúnar Páll Sigmundsson, séu ekki orðnir valtir í sessi. „Það stendur ekki til að víkja þjálfurunum en það er alveg ljóst að við verðum að þjappa okkur saman. Liðið sem við tefl- um fram gat ekki spilað sig sam- an í vor og það er auðvitað slæmt þegar hópurinn kemur seint saman. Það þarf að verða hugarfarsbreyting hjá leik- mönnum og eftir fund sem við áttum með þeim í dag vona ég að það verði,“ sagði þingmaðurinn Bjarni Benediktsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörn- unnar, við Morgunblaðið í gær. Engar breytingar hjá Stjörnunni ÞÓREY Edda Elísdóttir, stang- arstökkvari úr FH, varð í öðru sæti á alþjóðlegu móti sem fram fór í Varsjá í Póllandi í gær. Þórey stökk 4,30 metra, en sigurvegari varð Anna Rogowska frá Póllandi sem vippaði sér yfir 4,40 metra en hún á best 4,47 metra. Monika Pyrek frá Póllandi varð þriðja með 4,30 metra en hún hefur hæst stokkið 4,62 metra. Þórey Edda fór yfir 4,20 metra í þriðju tilraun en í fyrstu yfir 4,30 metra. Hún lét hækka rána í 4,40 metra en felldi þá hæð þrívegis. Þórey önnur í Varsjá Þórey Edda Elísdóttir NORSKA knattspyrnulandsliðið er talsvert gagnrýnt fyrir slaka frammistöðu gegn Rúmenum í í Evr- ópukeppninni í sl. viku, en þar var það heppið að ná jafntefli á heima- velli, 1:1. Þar með eru líkurnar á að Norðmenn standi uppi sem sig- urvegarar í 2. riðli orðnar frekar litlar. Danir eru með pálmann í höndunum og Norðmenn berjast við Rúmena um annað sætið. Íþróttaritstjóri dagblaðsins Fædrelandsvennen gengur einna lengst í gagnrýninni. Hann segir að tími sé kominn fyrir Nils Johan Semb að segja starfi landsliðsþjálf- ara lausu, og jafnframt sé kominn tími á kynslóðaskipti í liðinu, sem og að skipta um leikaðferð. „Hvorki leikmennirnir né leik- aðferðin hjá Nils Johan Semb duga í umspili um EM-sæti. Það er varla nokkur sem mótmælir því að það er hræðilega leiðinlegt að horfa á varn- armenn landsliðsins þruma bolt- anum fram völlinn, og vonast til þess að þar birtist einhver og komi sér í marktækifæri. Látum Trond Sollied eða Åge Hareide taka við, þeir eru mun hugmyndaríkari þjálfarar. Lát- um unga og hungraða leikmenn fá tækifæri og hættum að hugsa um langar sendingar og „annan bolta“, segir ritstjórinn, Svein Enersen, sem jafnframt lofar því að hjóla til Portú- gals ef Noregur vinnur riðilinn. Vill losna við Semb og hálft landsliðið Fjórði hver bæjarbúi á Húsavíkeða 600 manns mættu til að fylgjast með leik Völsungs og bik- armeistara Fylkis á Húsavíkurvelli í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar sem lauk með öruggum sigri Árbæinga, 5:1. Finnur Kolbeinsson, fyrirliði Fylkis, skoraði eftir aðeins tveggja mínútna leik en heimamenn jöfn- uðu átta mínútum síðar með marki Boban Jovic. Eftir það tóku bik- armeistararnir völdin. Hrafnkell Helgason, Haukur Ingi Guðnason og Ólafur Páll Snorrason skoruðu þvívegis fyrir leikhlé og Jón B. Hermannsson bætti við einu í síð- ari hálfleik. Stjarnan lá fyrir Skagastrákum Á Akranesi gerði ungmennalið ÍA sér lítið fyrir og sigraði 1. deildarlið Stjörnunnar, 2:1. Skaga- strákarnir skoruðu tvívegis í fyrri hálfleik, Þórður Birgisson það fyrra á upphafsmínútum leiksins og Jóhannes Gíslason það síðara á 35. mínútu en í millitíðinni hafði ÍA misnotað vítaspyrnu þegar markvörður Stjörnunnar varði vítaspyrnu Baldurs Aðalsteinsson- ar. Stjörnumenn minnkuðu mun- inn á 65. mínútu þegar Guðjón Baldvinsson skallaði í netið og þrátt fyrir þunga sókn á köflum að marki ÍA tókst Garðbæingum ekki að jafna. Ungmennalið ÍA er þar með komið í 16-liða úrslit keppn- innar annað árið í röð. Víðir, sem leikur í 2. deild, veitti 1. deildarliði Þórs harða keppni í Garðinum en Akureyringar fóru með sigur af hólmi, 2:1. Alexandro Santos og Jóhann Þórhallsson skoruðu fyrir Þórsara í fyrri hálf- leik en Guðmundur Þór Brynjars- son minnkaði muninn fyrir Víð- ismenn stundarfjórðungi fyrir leikslok og þar við sat. Þrenna Jónasar Grana Jónas Grani Garðarsson skoraði þrennu fyrir FH-inga sem lögðu 3. deildarlið Hattar á Vilhjálmsvelli á Egilstöðum, 3:0. Jónas Grani skor- aði tvö markanna í fyrri hálfleik og fullkomnaði svo þrennu sína á 55. mínútu. Grindvíkingar stilltu upp sínu sterkasta liði gegn U-23 ára liði Keflvíkinga. Úrvalsdeildarliðið sigraði, 3:0. Sinisa Kekic skoraði fyrsta markið á 15. mínútu, Ólafur Örn Bjarnason bætti við öðru úr vítaspyrnu stundarfjórðungi fyrir leikslok og undir lokin skoruðu Keflvíkingar sjálfsmark. Haukar gerðu góða ferð til Ísa- fjarðar þar sem þeir burstuðu BÍ, 7:0. Jón Gunnar Gunnarsson og Gunnar Sveinsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Hafnarfjarðarlið- ið. Á Siglufirði steinlágu heima- menn í KS fyrir Aftureldingu úr Mosfellsbæ, 5:1. Þorvaldur Már Guðmundsson var maður leiksins en hann skoraði þrjú af mörkum Mosfellinga og þeir Birgir Þór Birgisson og Henning Jónasson gerðu sitt markið hvor. Á hádegi í dag verður dregið til 16-liða úrslitanna og liðin sem verða í hattinum eru: Fylkir, KR, KA, Grindavík, FH, Fram, ÍBV, Valur, ÍA, Þróttur, Afturelding, Þór, Haukar, Víkingur, U-23 ÍA, Keflavík. Morgunblaðið/Árni Torfason Haukur Ingi Guðnason hefur heldur betur verið á skotskónum í leikjum með Fylki að undanförnu. Fylkir hóf bikarvörn- ina vel ÓVÆNT úrslit urðu í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í knatt- spyrnu þegar ungmennalið ÍA, skipað leikmönnum undir 23 ára aldri, gerði sér lítið fyrir og lagði 1. deildarlið Stjörnunnar á Akra- nesi, 2:1. Úrvalsdeildarliðin Fylkir, FH og Grindavík áttu nokkuð greiða í 16-liða úrslitin og þar með verða öll úrvalsdeildarliðin í hattinum þegar dregið verður í dag til 16-liða úrslitanna, ásamt fimm liðum úr 1. deild og ungmennaliði liði ÍA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.