Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 D 7 bílar RALF Schumacher var gagnrýndur í lok kappakstursins í Montreal fyr- ir kjarkleysi í keppni við bróður sinn Michael. Var trjóna Williams- bíls hans nánast límd við púströr Ferrarifáks heimsmeistarans tvo þriðju hluta kappakstursins án þess að Ralf gerði neina tilraun til fram- úraksturs þótt heimsmeistarinn ætti við bremsuvanda að glíma. Eigin liðsmönnum til undrunar gerði Ralf sig aldrei líklegan til að reyna að knýja sig fram úr Michael en eftir rúmlega 300 km akstur munaði 0,7 sekúndum á þeim í endamarki. Félagi Ralfs, Juan Pablo Montoya, var fastur í þriðja sæti. Þulur og fréttaskýrandi ITV- sjónvarpsstöðvarinnar, fyrrverandi ökuþórinn Martin Brundle, segist þeirrar skoðunar að stjórnendur Williams hefðu átt að biðja Ralf að víkja svo félagi hans Montoya, sem er mun djarfari, gæti lagt til atlögu við heimsmeistarann. Og tæknistjóri Williams, Patrick Head, játaði að það hefði hvarflað að sér um stund að gera það. „En ég hætti við það því það hefðu verið ein af þessum fyrirmælum sem Ralf hefði annaðhvort ekki heyrt eða séð. Aðeins Ralf sjálfur veit hvort hann hefði átt að sýna meiri sóknd- irfsku gagnvart Michael en hann segir aðra bíla hafa tafið för sína á úthringjum eftir bæði þjónustu- stoppin og það hafi gert út um keppnina. Juan Pablo vann upp 12 sek- úndna mun og náði þeim báðum undir lokin og það benti til að bíl- arnir okkar hefðu hraðann til að taka fram úr Michael. Ég var nokk- uð undrandi á að Ralf skyldi ekki leiðast að aka í kjölsogi Michaels í 40 hringi,“ sagði Head. Og meira að segja liðsstjórinn Frank Williams gaf til kynna að Montoya hefði reynt framúrakstur. „Ég verð að gæta orða minna, en hugsanlega og líklega hefði Juan látið til skarar skríða. Ég er þó ekki viss um að hann hefði getað komist nógu nálægt til að gera atlögu,“ sagði Williams. Ralf Schumacher neitar því hins vegar alfarið að hafa auðveldað bróður sínum Michael sigur með því að gera enga tilraun til að taka fram úr þótt heimsmeist- arinn ætti við bremsuvanda að stríða. „Ég komst aldrei nógu ná- lægt til þess að reyna, þess vegna gerði ég enga atlögu. Kannski halda sumir að ég hafi tekið það rólega en gefist ekki færi þá reyni ég ekki framúrakstur,“ sagði hann. Ralf hefur margsinnis áður sætt gagnrýni fyrir að sýna linkind þeg- ar bróðir hans hefur átt í hlut. Með sigrinum komst Michael Schumacher í fyrsta sinn í efsta sætið í stigakeppninni um heims- meistaratitil ökuþóra. Fróðir telja að hann geti þakkað sigurinn að hluta því að Montoya snarsneri Williamsbíl sínum á fyrsta hring en fyrir vikið komst Schumacher fram úr honum. Þau mistök voru afdrifa- rík en þykja líka undirstrika að ungu ökuþórarnir séu ekki alveg klárir í slaginn við Schumacher um ökuþórstitilinn. Ralf neitar því að hafa létt Michael lífið Reuters Bræðurnir Ralf og Michael Schumacher börðust um sigurinn í Montreal. Ralf kom annar í mark á undan Juan Pablo Montoya. JEAN Todt, liðsstjóri Ferrari, segist undrandi á að nýja stigagjöfin í Formúlu-1 skuli leiða til þess að Michael Schumacher sé einungis með þriggja stiga forystu í stiga- keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra. Schumacher hefur unnið fjögur mót af átta en komst þó fyrst eftir sigurinn í Kanadakappakstrinum í Montreal sl. sunnudag fram úr Finn- anum Kimi Räikkönen hjá McLaren og tók forystu í stigakeppninni. Og það þrátt fyrir að Räikkönen hafi að- eins unnið einn kappakstur. Todt telur að nýja stigagjafarkerfið hafi flækt tilraunir Schumachers til að vinna heimsmeistaratitilinn sjötta sinni en það hefur engum öku- þór tekist. „Þetta virðist nokkuð ein- kennilegt þar sem Michael er eini ökuþórinn sem unnið hefur meira en einn kappakstur. Hinir hafa unnið einn hver en hann fjóra, eða helming- inn. En vegna nýja stigakerfisins er hann samt einungis þremur stigum á undan Räikkönen. Það sýnir að ekk- ert dugar minna en að vinna og vinna aftur til að eiga möguleika á titlinum,“ segir Todt. Þrátt fyrir að Schumacher hafi unnið fjögur af síðustu fimm mótum og Ferrari náð níu stiga forystu í stigakeppni bílsmiða leggur Todt áherslu á að lið hans muni ekki drottna á vertíðinni – eins og í fyrra. Og segir að baráttan verði mun erf- iðari í ár en löngum áður. „Við getum sagt að Williams-liðið hafi staðið okkur nánast jafnfætis í tveimur síðustu mótum og við vitum að staðan gæti verið allt önnur í næsta móti. Það eru þrjú lið sem gera munu tilkall til sigurs í hverju móti og til titlanna, og svo gætu öku- þórar annarra liða veitt okkur stöku sinnum keppni að auki,“ segir Todt. Ferrariforstjórinn Luca di Mon- tezemolo gengur lengra en Todt og segir nýju stigagjöfina „fáránlega“. Þrátt fyrir að Schumacher hafi unnið fleiri mót en Räikkönen sé forskot hans á hann „agnarlítið“. Segja nýju stigagjöfina íþyngja Schumacher KEPPNI í Formúlu-1 í Montreal í Kan- ada hefur jafnan notið vinsælda og heimamenn og gestir jafnan flykkst til Gilles Villeneuve-brautarinnar dagana þrjá sem æfingar, tímatökur og keppni stendur yfir. Engin undantekning varð á að þessu sinni en Kanadakappaksturinn fór nú fram í 35. sinn. Þrátt fyrir óhagstætt veður á bæði föstudeginum og að hluta til á laugardeginum var aðdrátt- arafl æfinganna og tímatökunnar eigi að síður mikið. Keyptu 91.000 manns sig inn í stúkur brautarinnar á föstu- deginum og 103.000 á laugardeginum. Fjölgaði enn frekar á sunnudeginum þegar veðurhorfur voru betri og útlit fyrir harða rimmu Williams og Ferrari. Þann dag borguðu 112.000 manns að- gangseyri eða samtals 306.000 manns mótsdagana þrjá. Reuters Ralf tók forustuna í upphafi kappakstursins í Montréal, en varð að lúta í lægra haldi fyrir bróður sínum Michael. 306.000 áhorfendur í Montreal HRAÐBÁTUR Til sölu Sea Rayder 14 feta hraðbátur með jet drifi, árgerð 1994, með kerru. Verð kr. 800.000.- Uppl. s. 892 9249. Til sölu al-sjálfvirk bílaþvottastöð Stórkostlegt tækifæri fyrir eigin atvinnurekstur. Miklir tekjumöguleikar, lítill kostnaður. Verð kr. 4.200.000 án vsk. með uppsetningu og 6 mánaða ábyrgð. Upplýsingar í símum 894 6751 og 863 7337. Ath. mynd er af samskonar vél.  HUSABERG FC 400, árg. '99 Fjórgengiskrossari. Mjög gott ástand. Verð 350 þús. stgr. Uppl. í síma 864 1243. YAMAHA V-MAX (MAD MAX), árg. '00. 140 hö. K. nýtt 1400 þ. Aukahl. 200 þús. stgr. Tilboð 1090 þús. Visa/Euro. Til sýnis hjá Arctic trucks, s. 570 5300. ARCTIC CAT MC, ÁRG. 2001 Til sölu 600 cc, lítið notaður langur vél- sleði, sem nýr, ekinn 1668 km. Hiti í hand- föngum. Góður ferðasleði. Hentar vel til ferðaþjónustu. Verð 990 þús. Ath. skipti. Upplýsingar í síma 894 6759. ARCTIC CAT POWDER EFI, ÁRG. 1999 Til sölu 600 cc, lítið notaður langur vél- sleði, sem nýr, ekinn 2225 km. Hiti í hand- föngum. Góður ferðasleði. Hentar vel til ferðaþjónustu. Verð 870 þús. Ath. skipti. Upplýsingar í síma 894 6759. COLMAN CHEYEN Árg. '98. Verð 880 þús. COLMAN SUN RIDGE Árg. '98. Verð 950 þús. COLMAN TAOS Árg. '99. Fortjald. Sólarrafhlaða. Verð 590 þús. CONWAY CRUISER Árg. '94. Verð 490 þús. PALEMINO COLT Árg. '99. Fortjald. Verð 600 þús. PALEMINO YEARLING Árg. '00. Sólarrafhlaða. Sjónvarpsloftnet. Fortjald. Upphækkað og m. fleira. Verð 890 þús. VIKING Árg. '99. Verð 450 þús. VIKING Árg. '00. Verð 550 þús. Höfðabílar hf., Fosshálsi 27, sími 577 1085 og 894 5899. TIL SÖLU HÚSBÍLL 7 manna, árgerð 2001. Ekinn 62 þús. km. Uppl. í síma 896 4074 HÚSBÍLL Til sölu húsbíll, Itasca Sunrice, 1994. DIESEL - 6,2 l. Chevrolet. Sjálfskiptur. Ekinn 120.000 mílur. Lengd 7 metrar. Svefnpláss f. 4 fullorðna. Rafstöð, örbylgjuofn, ísskápur, frystir, ofn, gashellur, loft- kæling, sjálvirk hitun, salerni, sturta inni og úti, sóltjald, loftpúðar að framan, reykskynjari, gasskynjari, loftkæling, tvöföldu að aftan, sjónvarp, vídeó og fleira. VERÐ 4.900.000. stgr. Upplýsingar í síma 863 4990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.