Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 B 5
bílar
Getum útvegað 8 stk.
sýningarbíla með
40% afslætti frá
verksmiðju
Frábært verð fyrir mjög öfluga
og vandaða bíla
• Allir árgerð 2002
eknir frá 6 til 14 þús. km.
• Allir byggðir á nýja Ford Transit
2,4 TDI, 125 hestöfl, afturdrifnir.
• Útvegum einnig allar gerðir af
notuðum og nýjum húsbílum.
• Fáið besta verðið án allra milliliða.
• Persónuleg og góð þjónusta.
• Fáið sendan myndabækling í pósti.
Höfum einnig til sölu lítið notaða
sýningarbíla frá Challenger
árgerðir 2001, 2002 og 2003
á frábæru verði.
3 stk.
Challenger 192 SU, árgerð 2002,
Ford Transit 350 L 2,4 TDI
• Ekinn 8 þús. km.
• 6 manna stór geymsla
• Tvöföld afturhásing
• Loftkæling
• 7,04 metra með öllu
Verð 4.955.000
3 stk.
Challenger 172, árgerð 2002,
Ford Transit 350 L 2,4 TDI
• Ekinn 7 þús. km.
• 7 manna stór geymsla
• Tvöföld afturhásing
• Loftkæling
• 7 metra með öllu
Verð 4.828.000
2 stk.
Challenger 162, árgerð 2002,
Ford Transit 350 L 2,4 TDI
• Ekinn 14 þús. km.
• 6 manna stór geymsla
• Loftkæling
• 6,34 metra með öllu
Verð 4.639.000
Nánari upplýsingar í síma 00352-2136-5895 og tölvupóst island@pt.lu
Lexus RX 300. 12/01. Ekinn 32 þús. km. Sjálfskiptur. leðurinnréting. CD
magasín. ABS. litað gler. o.fl. o.fl. Verð 4390 þús. Tilboð 3.990 þús.
(bein sala).
Verð kr.
4.390.000
B&L, umboðsaðili BMW á Íslandi,
hefur fengið fyrsta BMW Z4-sport-
bílinn í hús og er hann til sýnis í höf-
uðstöðvum B&L á Grjóthálsi. Z4
leysir af hólmi Z3 og kostar ódýrasta
útfærsla þessa bíls, með 2,5 lítra, 193
hestafla vél, nálægt 3,4 milljónum
króna. Með þessari vél hraðar Z4 sér
úr kyrrstöðu í 100 km á klst á sléttum
sjö sekúndum.
Þetta er þó ekki bíllinn sem B&L
hefur fengið heldur er sá með 3,0 lítra
vél, þeirri sömu og 330i- og 530i-fólks-
bílarnir hafa undir vélarhlífinni. Þessi
vél skilar 231 hestafli og 300 Nm togi.
Hámarkshröðun úr kyrrstöðu í 100
km/klst er 5,9 sekúndur.
Eins og sjá má á myndunum er Z4
með mun kantaðri yfirbyggingu en
Z3 og framendinn er bæði nútíma-
legri en um leið með klassískari línur.
Z4 3.0i er fáanlegur með þremur
gerðum gírkassa frá framleiðanda,
þ.e.a.s. sex gíra handskiptum, fimm
þrepa sjálfskiptum og raðskiptum,
handskiptum kassa. 2,5 l bíllinn býðst
einnig með þremur gerðum gírkassa
en handskipti kassinn er einungis
fimm gíra.
Þess má geta fyrir áhugasama að
pláss er fyrir tvö golfsett í skottinu,
alls 260 lítra farangursrými.
Aðrir bílar sem etja kappi við Z4
eru Mercedes-Benz SLK, sem er
mun eldri bíll, Porsche Boxster og
jafnvel Audi TT.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Með 3ja l vélinni er bíllinn 5,9
sekúndur í hundraðið.
Nýrnagrillið og ættarsvipurinn er á sínum stað.
Umfram allt sportlegur að innan.
BMW Z4
kominn til
landsins