Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 480 8000 SELFOSSI Toyota Land Cruiser VX. 38'' breyttur árg. 1996 , ek. 294. þús. Verð 3,490, beinskiptur, leður, topplúga, aukatankur, toppbreyttur bíll. Toyota Land Cruiser 100 TDI. árg. 02, ek. 25 þús., leður, topplúga, tölvukubbur, með öllu- klassa bíll. Verð 6.290 Toyota Avensis VVTI. árg. 2001, ek. 34 þús. Verð 1.690, sjálfskiptur, svartur, álfelgur o.fl. Aprilia MX 50. Verð 375 þús. Nýtt. Vantar bíla á skrá og staðinn! Brjálað að gera í „sveitinni“. Vantar t.d. BMW X5! diesel, 90-100 Cruisera o.fl. Musso Grand Luxe TDI. 12/99. Ekinn 99 þús. km. 5 gíra. 155 hö. 35“breyttur. Dráttarkúla, loftdæla. o.fl. o.fl. Verð 2.790.000. Verð kr. 2.790.000 NÝIR bílar hafa ekki beinlínis streymt frá Mitsubishi á undanförn- um árum en nú er að verða mikil breyting þar á. Nýlega kom á mark- aðinn jepplingurinn Outlander sem hefur hlotið verðskuldaða athygli og vissulega hefur Pajero-jeppinn verið endurnýjaður reglulega. En alls ráð- gerir Mitsubishi að senda frá sér fimmtán nýjar gerðir á næstu fimm árum. Einn af þessum bílum er nýr Lancer sem var kynntur blaðamönn- um í síðustu viku í Finnlandi. Langbakur og stallbakur Lancer-nafnið er 30 ára gamalt og hefur fyrir löngu fest rætur hér á landi. Samt eru sjö ár síðan nýr Lancer kom á markað og markaðs- hlutdeildin nánast horfið. Þetta þótti jafnan traustur fólksbíll og hafði líka þá sérstöðu að vera til með sítengdu aldrifi. Mitsubishi hefur reyndar í ljósi lítillar eftirspurnar í Evrópu eft- ir fjórhjóladrifsbílum í þessum stærðarflokki ákveðið að bjóða hann eingöngu með framdrifi. Einnig verður hann einungis fáanlegur í tvenns konar byggingarlagi, þ.e.a.s. sem stallbakur og langbakur. Hann verður framleiddur með þremur gerðum bensínvéla, 1,3, 1,6 og 2,0 lítra en einungis þær tvær síðar- nefndu munu rata hingað til lands og engin dísilvél er í augsýn, sem hefði getað stuðlað að enn frekari sölu á bílnum í Evrópu. Lancer var prófaður bæði í stall- baks- og langbaksgerðinni með báð- um vélunum og bæði sjálfskiptur og beinskiptur. Stallbakurinn er fremur hefðbundinn í byggingarlagi og kall- ar í raun á litla athygli. Athyglisvert er að Mitsubishi býður ekki upp á hlaðbaksgerð sem hefur verið ein vinsælasta gerð fólksbíla í Evrópu undanfarin ár. Engu að síður má ætla að stallbakurinn falli vissum kaupendahóp vel í geð – þeim sem vilja traustlega byggða og hefð- bundna bíla til að sinna grundvall- arþörfum í flutningi milli staða. Laglegur langbakur Frágangur er allur með ágætum að innan þótt ekki sé hönnunin æv- intýraleg á nokkurn hátt – allt er á hefðbundnum og traustum nótum. Reyndar virkar mælaborðið dálítið plastlegt og ókostur er að ekki eru innbyggð hljómtæki. Bíllinn býður upp á gott rými – sömuleiðis fóta- rými í aftursætum fyrir fullvaxna. Ekki er þó aftursætisbekkurinn á sleða eins og sumir keppinautarnir. Ljóst er að Mitsubishi ætlar ekki að bjóða fjölnotabílsgerð á grunni Lanc- er heldur ætlar fyrirtækið að reiða sig áfram á Space Wagon og einn af nýju bílunum, Grandis, sem leysa mun Space Wagon af hólmi. Sá bíll er væntanlegur á markað á næsta ári. Ólíkt laglegri er langbakurinn með sína háu hliðarlínu og flatan aftur- endann með stórri rúðu og háum aft- urljósalugtum. Hann er líka nokkru lengri en helstu keppinautarnir og virkar rúmbetri. Þó dregur stórt hólfið fyrir fullvaxið varadekkið nokkuð úr plássinu í farangursrým- inu. Auðvelt er að stækka rýmið mik- ið með því að fella niður aftursæt- isbökin. Lipur gírskipting 1,6 lítra vélin dugar þessum bíl þokkalega en með sjálfskiptingunni er reyndar orðið lítið afgangs af afli, sérstaklega ef bíllinn er fulllestaður. Vélin er 98 hestöfl og verður án efa sú vél sem íslenskir kaupendur kjósa sér. Í beinskiptum bílnum skilar hún bílnum úr kyrrstöðu í 100 km á klst á 12,6 sekúndum. Þeim sem geta unað við beinskiptingu er ráðlagt að íhuga fremur þann kost með þessari vél – ekki síst í ljósi þess að þar hafa þeir yfir fimmta gírnum að ráða en sjálf- skiptingin er fjögurra þrepa. Gír- skiptingin er lipur og nákvæm og sama má reyndar segja um sjálf- skiptinguna, sem er mýktin uppmál- uð og auk þess með handskiptivali. Skemmtileg Sport-útfærsla Einnig var prófaður langbakur með 2,0 lítra vél í svokallaðri Sport- útfærslu. Þar er á ferðinni verulega skemmtilegur akstursbíll með stífari fjöðrun og 3 cm lægri þakhæð en Comfort-útfærslan. Auk þess er hann á 16 tommu álfelgum í stað 15 tommu stálfelgna á Comfort, með sportsætum, hvítum mælum og Momo-sportstýri. Sport-útfærslan er einnig fáanleg með 1,6 lítra vél- inni. Reynsluaksturinn fór fram í grennd við bæinn Juväskylä þar sem nokkrar af sérleiðunum í Þúsund vatna rallinu finnska liggja. Það gafst því gullið tækifæri til að prófa bílinn á lausamöl og vakti veggrip bílsins mikla ánægju undirritaðs. Hann undirstýrir ekki að ráði og á mölinni var auðvelt að ná fram yf- irstýringu og „slæda“ afturendanum í anda Makkinen og félaga. Hekla hf., umboðsaðili Mitsubishi, hefur ekki tilkynnt verð á bílnum sem kemur á markað hérlendis í næsta mánuði. Líklegt er þó að Lancer verði á svipuðu verði og sam- bærilegar gerðir Toyota Corolla, sem þýðir frá um 1,7 milljónum króna. Helstu keppinautarnir eru Ford Focus, VW Golf, Opel Astra, Toyota Corolla, Renault Mégane og Peugeot 397. Momo-sportstýri og sportsæti fylgja Sport-útfærslunni. Afturendinn á langbaknum er flatur og með háum afturljósum. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Í Sport-útfærslu er bíllinn 3 cm lægri og á 16 tommu álfelgum. Vél: 1.584 rúmsentimetr- ar, fjórir strokkar, 16 ventlar. Afl: 98 hestöfl við 5.000 sn./mín. Tog: 150 Nm við 4.000 sn./mín. Eyðsla: 7,0 lítrar í blönduðum akstri. Hröðun: 12,6 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Hámarkshraði: 181 km/klst. Lengd: 4.485 mm. Breidd: 1.695 mm. Hæð: 1.480 mm. Eigin þyngd:1.275 kg. Hemlar: Diskar, kældir að framan. Loftpúðar: 6. Umboð: Hekla hf. Mitsubishi Lancer 1.6 Station Wagon Nýr Lancer með langa sögu Varadekk í fullri stærð gengur á farangursrýmið. Lancer er lengri og rúmbetri en keppinautarnir. REYNSLUAKSTUR Mitsubishi Lancer 1.6 Station Wagon Guðjón Guðmundsson Allt með hefðbundnu sniði í Comfort- útfærslu. gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.