Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar VOLKSWAGEN hefur ekki boðið upp á eina vinsælustu gerð bíla í Evrópu, þ.e.a.s. fjölnota- bíl í millistærðarflokki, fyrr en núna. Sex árum eftir að Opel Zafira var kynntur með sætum fyr- ir sjö manns er kominn sjö sæta keppinautur frá VW og kallast hann Touran. Segja má að biðin hafi verið þess virði því VW hefur náð öllu því sem prýða má góðan fjölnotabíl út úr þessum bíl, þ.e. mikið rými, gott aðgengi, vandaðan frágang og vel heppn- aðan undirvagn. Sami undirvagn og í næsta VW Golf Undirvagninn er reyndar sá sami og verður í fimmtu kynslóð VW Golf sem kemur á markað á næsta ári. Hér á landi fæst bíllinn núna eingöngu með 1,6 lítra FSI- vél, sem nýlega vann til verðlauna Autocar í Bretlandi fyrir tækninýj- ung. Hann fæst ekki sjálfskiptur heldur eingöngu með sex gíra handskiptingu sem er í senn lipur og skemmtileg í notkun. Sjálfskipt- ingin verður síðan í boði í sept- ember. Að utan er bíllinn hinn laglegasti þótt ekki sé verið að brjóta blað í hönnun fjölnotabíls. Stórar rúður og há hliðarlína er í takt við aðra fjölnotabíla en athygli vekur að stefnuljós eru á neðanverðum hlið- arspeglum eins og á dýrari gerðum bíla og er stefnuljósið með ak- reinablikki; það nægir sem sé að styðja létt á stefnuljóssarminn til þess að ljósin blikki þrisvar sinn- um, t.d. þegar skipt er um akrein. Þægilegur búnaður. Gott aðgengi Aðgengi að bílnum er mjög gott. Hurðirnar opnast vel og hátt er til lofts inni í bílnum. Þetta gerir að verkum að þægilegt er að setjast inn í hann og fara út úr honum. Gott rými er í miðjuröðinni og hægt að færa þar sætin, sem öll eru sjálfstæð, á sleða til að auka fótarými eða flutningsrými eftir atvikum. Þriðja sætaröðin er öllu jöfnu felld ofan í gólfið en dregin upp þegar hana þarf að nota. Þetta eru tvö lítil sæti og sitja fullorðnir í keng í þeim en þau henta smærri farþegum enda með þriggja punkta beltum og hnakkapúðum. Ókosturinn við þriðju sætaröðina er sá að afturdekkið er þá geymt undir bílnum. Til þess að komast í þriðju sæta- röðina er miðjusæti fellt upp að fremsta farþegasætisbaki og er að- gengið þá gott. Hægt er á einfald- an hátt að taka öll þrjú miðjusætin úr bílnum ef ætlunin er að breyta Touran í hálfgildings sendibíl. Athyglisvert er að sjá hve vel Touran er búinn í grunninn og þarna setur VW nýjan staðal í þessum flokki bíla. Staðalbúnaður er sjö sæti og hann kemur með sex gíra beinskiptingu sem er óvenju- legt í þessum flokki. Að auki eru þarna að finna geymsluhólf út um allan bílinn, alls 49 talsins, sex ör- yggispúða, diskabremsur á öllum hjólum með ABS-kerfi og þá er þarna líka að finna ESP-stöðug- leikastýringu sem er aftengjanleg, og spólvörn ásamt spyrnustýringu. Hljómtækin eru með átta hátöl- urum. Sömuleiðis er loftpúði í fremra farþegasæti aftengjanlegur þannig að þar er óhætt að hafa barnabílstól. Þá eru tvær ISOFIX- festingar fyrir barnabílstóla í miðjusætum. Frágangur er mjög vandaður og efnisval í takt við aðra bíla VW. Ökumannssæti og farþegasæti eru með hæðarstillingu og milli sæt- anna er snoturlega klædd armhvíla með hirslu. Stífur í fjöðrun VW hefur líka tekist vel upp með aksturseiginleika þessa bíls. Þótt undirvagninn sé hinn sami og í næstu kynslóð Golf er óvíst hvort aksturseiginleikunum svipi saman því Touran er með talsvert lengra hjólhafi. Bíllinn liggur vel á vegi og fjöðrunin er fremur stíf og jafnvel höst þegar ekið er í holur. Vélin skilar góðri vinnslu á háum snún- ingi og skiptingin er sportlega lággíruð. Það má hafa gaman af því að aka þessum bíl en bent skal á að hann verður einnig fáanlegur síðar meir með 2,0 lítra, 150 hest- afla bensínvél og tveimur gerðum dísilvéla, þ.e. 2,0 lítra, 136 hestafla og 1,9 lítra, 100 hestafla. Grunngerðin, Basicline, kostar 2.250.000 kr. með beinskiptingunni en verðið hækkar um 200.000 kr. fyrir Trendline, þar sem við bætist 16 tommu felgur, krómlistar, þoku- ljós, hraðastillir, hiti í framsætum og álklæðning í innréttingu. Sjálf- skiptur kemur bíllinn, eins og fyrr segir, í september og fyrir sjálf- skiptinguna þarf að greiða auka- lega 180.000 kr. Helsti keppinauturinn er Opel Zafira sem kostar frá 2.390.000 kr. með 1,8 l vél. Hyundai Trajet er líka sjö manna bíll og kostar frá 2.190.000 kr., en fimm manna Ren- ault Scénic kostar frá 1.990.000 kr. Morgunblaðið/Sverrir Fjölnotabílslagið leynir sér ekki. Touran með allar lausnirnar Snotur frágangur er á bílnum. Þriðja sætaröðin fellur slétt ofan í gólfið. REYNSLUAKSTUR Volkswagen Touran 1.6 FSI Basicline Guðjón Guðmundsson Alls eru 49 geymsluhólf í bílnum. Aftursæti eru á sleða og borð aftan á sætisbaki. Mælar eru með baklýsingu. gugu@mbl.is Vél: Fjórir strokkar FSI (Fuel Stratified injection). Afl: 115 hestöfl við 5.800 snúninga á mínútu. Tog: 155 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. Lengd: 4.391 mm. Breidd: 1.794 mm. Hæð: 1.652 mm. Farangursrými: 695– 1.989 lítrar. Sæti: Sjö. Gírkassi: Sex gíra handskiptur. Hröðun: 11,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 186 km/klst. Hemlar: Diskar, ABS. Eyðsla: 7,4 lítrar í blönduðum akstri. Hámarkshleðsla: 667 kg. Eigin þyngd: 1.423 kg. Verð: 2.250.000 kr. Umboð: Hekla hf. Volkswagen Touran 1.6 FSI Basicline

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.