Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar MMC Pajero Sport Presedent 2500 Diesel, f. skr.d. 29.05.2002, ek. 23 þús. km., 5 dyra, beinskiptur, 33“ breyting, leðurinnrétting, sóllúga, dráttarbeisli o.fl. Verð 3.390.000. Volvo S60 T5. 6/02. Ekinn 8. þús.km, sjálfskiptur. ABS. 18“ álfelgur.leður. topplúga. CD magasín. spólvörn. og margt fleira. Verð 4.230.þús. Tilboð 3.990 þús. (bein sala). Verð kr. 4.230.000 BMW er nú að hefja kynningu um allan heim á nýjum jepplingi, BMW X3. Myndir sem BMW sendir út af nýja bílnum voru teknar með mikilli leynd hér á landi svo það er ljóst að hróður íslenskrar náttúru mun ber- ast víða meðal BMW-áhugamanna. BMW X3 verður með nýju sí- tengdu aldrifi sem kallast xDrive. BMW segir að þetta nýja fjórhjóla- drifskerfi setji ný viðmið hvað varðar lipurð en það flytur átak frá fram- til afturöxuls á augabragði eftir þörfum hverju sinni. XDrive getur flutt allt aflið til ann- ars öxulsins þegar þörf krefur og með því unnið á móti undir- og yf- irstýringu þegar beygt er á vegi. Kerfið eykur einnig veggripið með því að beina aflinu til þess öxuls sem mesta gripið hefur. Um leið og hætta er á því að hjól fari að spóla flytur kerfið aflið til þess öxuls sem meira grip hefur. Auk þess verður bíllinn með DSC-stöðugleika- og spólvarn- arkerfi BMW en það grípur seinna inn í en xDrive. Hlutverk DSC er að draga úr afli til þess hjóls sem er far- ið að missa grip og beita hemlum á það til að auka stöðugleika bílsins. BMW X3 verður frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í haust og fer síðan í sölu í framhaldi af því í Bandaríkjunum og í Evrópu í janúar næstkomandi. Tvær gerðir verða í boði í upphafi; báðar með 3,0 lítra, línusex-vélum. Önnur þeirra brennir dísilolíu og skilar að hámarki 204 hestöflum en bensínvélin 231 hest- afli. Báðar verða vélarnar fáanlegar með fimm þrepa sjálfskiptingu eða sex gíra handskiptingu. Að innan verður bíllinn tækni- legur og í anda nýju 5-línunnar og innanrýmið mun meira en í 3-línunni. Bíllinn var líka myndaður í átökum á íslensku malbiki. BMW-menn óku X3 á Skeiðarársandi þar sem þessi mynd var tekin. Með íslenska jökla í bakgrunni. Tæknilegur að innan eins og fimman. BMW X3 myndaður á Íslandi UM tvöhundruð bifhjól óku í fylk- ingu frá Kópavogi austur fyrir fjall og enduðu á Selfossi sl. laugardag. Það var fyrirtækið Arctic Trucks sem stóð fyrir ferðinni og komu þátttakendur úr bifhjólafélögum á Suður- og Vesturlandi, en félögin Raftar í Borgarnesi, Sniglar í Reykjavík, Ernir úr Keflavík og Postular frá Selfossi tóku þátt í hópakstr- inum. „Að lokum voru þetta um tvö- hundruð hjól. Við lögðum af stað klukkan ellefu frá okkur hér á Nýbýlavegi 2 og keyrðum á Þingvöll og grilluðum þar. Fórum síðan þaðan á Mótordaga á Sel- fossi,“ segir Loftur Ágústsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks og einn forsprakki ferðarinnar. Hann segir að halarófan hafi teygt sig mjög langt og að tugir kílómetra hafi verið á milli fyrsta og síðasta manns. „Það var al- veg ótrúlega flott að sjá þetta. Við enduðum síðan á Selfossi og þaðan fór hver til síns heima,“ bætir hann við. Loftur segir að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hann tók þátt í svona hópakstri og segir hann það gaman að sjá hversu öflug menning fylgi akstrinum. Hann lýsir því að hugmyndin að ferð- inni hafi kviknað í vor. „Ég hélt að þetta yrðu kannski 50–60 hjól. Ég held að þetta sé í fyrsta eða annað skiptið sem klúbbarnir keyra saman. Þetta hefur ekki oft gerst. En annars var þetta til þess að hafa gaman af,“ segir hann og er þess fullviss að ferðin verði að árlegum viðburði. Morgunblaðið/Sverrir Mótorhjól í hópakstri. Tvöhundruð bif- hjól í halarófu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.