Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 2
hljóti að vilja, vona og bíða þess eins að komast í sambúð eða ganga inn í „hefðbundið“ fjölskyldumynstur. Þetta viðhorf er því rótgrónara eftir því sem þessir „aðrir“ eru eldri. Ömmur og afar tauta að þetta eigi nú allt eftir að koma, foreldrar bíða eftir tilvonandi tengdabörnum … Það er helst að jafnaldrarnir sýni skilning, eða í það minnsta þá virðingu að vera ekki alltaf að spyrja. Ung kona sem Daglegt líf spjallaði við sagðist vel kannast við þennan þrýsting. „Jafnvel ég, sem er ekki nema 23 ára, finn fyrir þessu – þótt mér liggi ekkert á að festa ráð mitt. Helst er það frá fjölskyldunni, ég heyri ekki betur en þau vilji helst að ég nái mér aftur í kærastann sem ég átti einu sinni. Samt eru meira en tvö ár síðan við hættum saman, þannig að ég hristi bara höfuðið.“ Stúlkan bætti því við að samfélagið gerði greinilega ráð fyrir því að sér- hver einstaklingur ætti að vera í slag- togi við annan, ekki síst í hagfræði- legu tilliti. „Ég hef verið að hugleiða að flytja úr foreldrahúsum en er ekki viss um að ég treysti mér til þess. Ef ég ætti mann væri þetta miklu hag- kvæmara, þá deildum við leigu og matarkostnaði og öðru,“ benti hún á, án þess þó að ætla sér að nota ófund- inn kærasta sem „farmiða“ úr for- eldrahúsum. Rúmlega þrítugur maður, laus og liðugur, kvaðst finna fyrir þrýstingn- um en tók fram að það væri ekki síður í hópi jafnaldra – a.m.k. þeirra sem þegar hefðu stofnað fjölskyldu. „Þeim finnst ég bara vera að „leika mér“. Auðvitað eykur það frelsi manns að hafa ekki fyrir fjölskyldu að sjá, en ég sé ekki hvers vegna menn þurfa að gera of mikið úr þess konar skuld- bindingum. Ég hef til dæmis oftar en einu sinni farið til útlanda til tíma- bundinna starfa, en þegar ég hef stungið sambærilegum tilboðum að þessum vinum mínum segjast þeir ekki geta „leyft sér“ að „leika sér“ á þann hátt. Þó felst ekki í því annað en að skipta um starfsstöð, eins og margir fjölskyldumenn hafa gert,“ sagði ungi maður- inn. Honum dettur ekki í hug að kvarta yfir „hlut- skipti“ sínu, en segist þó fjárhagsins vegna ekki geta slitið augun af hinum sífelldu 2 fyrir 1-tilboðum sem rigni yfir þá sem ferðaþráin þjakar. Oft hafi honum þótt hann hlunnfarinn, enda felist í slíkum boðum ákveðið misrétti gagnvart hinum ógiftu. Hins vegar megi leysa málið, ef vel hittist á, með því að plata vin eða vinkonu með í förina. Er hinn óútgengni ófullkominn? Í framhaldi af hagkvæmniumræð- unni skal vitnað í 35 ára konu, sem vildi endilega benda á eftirfarandi: „Ég bjó lengi ein og þá var eitt sem fór mjög í taugarnar á mér. Ég hringdi kannski í vinkonur sem áttu kærasta eða eiginmenn og spurði hvort þau væru til í að koma í leikhús. Þá var viðkvæðið mjög gjarnan að það væri svo dýrt, vegna þess að þau væru tvö! Mér var fyrirmunað að skilja þessa röksemdafærslu og benti ævinlega á það á móti að heimilishald þeirra væri helmingi hagkvæmara en mitt eins manns heimili, og þess vegna gætu þau alveg látið sig hafa það að borga tvo miða samtímis í leik- hús, að minnsta kosti stundum.“ Kon- an er nú í hamingjuríkri sambúð og á von á barni, en hefur fullan skilning á aðstæðum einhleypra og hefur ekki hugsað sér að gleyma hvernig það var. Undir þetta tók móðir á fimmtugs- aldri, sem heldur heimili ásamt þrem- ur börnum sínum. Hún sagði oft vanta að tekið væri tillit til einstæð- isins, jafnvel af nánustu vinum og ættingjum. „Ég er eina fyrirvinnan á mínu heimili og hef fyrir unglingum að sjá, með öllu sem því fylgir. Þegar kemur að því að slá saman í gjafir eða sam- eiginleg eignakaup í fjölskyldunni borga ég alltaf jafnmikið og systkini mín. Þau eiga hins vegar öll maka og engin börn – inn á þeirra heimili koma tvöfaldar tekjur til ráðstöfunar. Samt dettur engum í hug að þau gætu þar með borgað hlutfallslega dálítið meira en ég. Þetta geta verið talsverðir fjár- hagslegar bitar að kyngja í stærri gjöfum eða framkvæmdum, en auð- vitað reynir maður að halda andlitinu og kvartar því aldrei,“ sagði konan og yppti öxlum. Hins vegar er vert að taka fram að það er misjafnt hversu hagkvæmt, eða óhagkvæmt, er að búa einn – eftir því hvaða þjóðfélagshópi fólk tilheyr- ir. Margir vilja meina að fráskildir karlmenn á aldrinum 30–60 ára séu einna verst settir í efnahagslegu tilliti – ekki síst ef þeir eru feður og hafa meðlagsskyldum að gegna. Þeir borgi í raun mestu skattana og gjöldin fyrir aðra, án þess að njóta margs á móti. Einstæðar mæður búi hins vegar að því að meðlagsgreiðslur (og barna- bætur) eru skattfrjálsar. Þessi um- ræða getur hins vegar farið út í flókn- ar hártoganir því auðvitað njóta einstæðar mæður ekki meðlags- greiðslnanna til einkaneyslu, þær renna til uppeldis og fjárhaglegs framfæris barnanna sem vissulega búa hjá þeim. Ýmsir hafa ennfremur orðið til þess að árétta skarðan hlut ókvæntra karla sem ekki eiga börn. Meðal þeirra er Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði í athyglis- verðum pistli hér í blaðinu í vetur: „… ekki fæ ég, einhleyp- ur karlinn, barnabætur greiddar eða þriggja mánaða fæðingarorlof (…) Sannanlega get ég ekki nýtt mér persónuaf- slátt sambýliskonu/ manns sem hugsanlega hefði lægri laun en ég sjálfur. Skattpíndur er ég því sem enginn annar að því leyti að ég fæ ekkert frá hinu opinbera, ef frá eru taldar vaxtabæturnar í ágúst. „Kerfið“ og raunar allir í kringum mann líta semsé svo á að á meðan þú ert „óútgenginn“ sértu „ófullkomin“ manneskja, ó-nýtur þjóðfélagsþegn, ennþá ekki „fullorðinn“. Fáránleg af- staða sem mætti alveg fara að breyt- ast hér á landi, líkt og gerst hefur er- lendis.“ Svo mörg voru þau orð og undir þau tóku margir þegar greinin birtist. Þótt sumum einhleypingum takist Einbýli fullorðinna er búsetuform sem gerist sífellt algengara hér á landi, rétt eins og annars staðar. Ástæðurnar eru margar, allt frá auknu frjálslyndi til vaxandi skilnaðartíðni; sumir tala um óheppni, aðrir um sjálfstæðan vilja. Sigurbjörg Þrastardóttir ræddi við nokkra sem til þekkja um kosti og galla þess að búa einn. DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TUNGUMÁLIÐ gefur ýmsa athyglisverða möguleika þegarkemur að því að lýsa ástandi þeirra sem búa einir. Hugtökinþykja hins vegar misjafnlega aðlaðandi og sum hafa beinlínisaflað sér óvinsælda. Einhleypur er líklega hlutlausasta lýsingarorðið og af því er dregið nafnorðið einhleypingur, sem stundum er notað. Einstæður þýðir í raun ‚sá sem stendur einn‘ (t.d. í lífsbaráttunni) en orðið er einhverra hluta vegna nær eingöngu notað ef viðkomandi er með börn á framfæri, sbr. samsetninguna einstæð móðir. Sumum þykir hins vegar nokkur aumingjabragur á orðinu og kjósa frekar sjálfstæður. Nafnorðið einbúi lýsir fullkomlega þeim sem býr einn, en mál- venjan gefur hins vegar hugboð um að viðkomandi búi að auki af- skekkt og helst í sveit. Þá er það hið ágæta lýsingarorð einstakur. Það hafa einhverjir tek- ið upp í stað þess að segjast ógiftir eða lausir og liðugir. Orðið er já- kvætt, fyrir þá sem vilja leggja áherslu á kosti ástandsins. Lýsingarorðið stakur er af svipuðum meiði en heldur einmana- legra, ef eitthvað er. Þá væri hugsanlegt að taka upp gamla, óbeygjanlega lýsing- arorðið einlagi, en það er haft um þann sem er ‚einn um eitthvað‘. Nafnorðið eintrjáningur hefur ennfremur skotið upp kolli og er býsna fyndið. Hins vegar er til hliðarmerking sem vísar til þröng- sýni og þráa, svo tíma gæti tekið að koma orðinu í almenna umferð. Hjá því verður ekki komist að nefna tvö hugtök að auki, þótt við- kvæm séu; piparsveinn og piparmey. Þau vísa til fólks sem aldrei hef- ur gifst (og útlit er ekki fyrir að gangi út). Hins vegar er misjafnt við hvaða aldur fólki þykir við hæfi að hengja þennan vafasama heiður á einhleypa. Einnig er tilhneigingin sú að telja piparsvein heldur jákvæðari og eftirsóknarverðari stimpil en piparmey – hvað þá piparjónku eða piparkerlingu – sem lýsir engu öðru en karllægu viðhorfi til (kyn)frelsis einstaklingsins. Og karllæg viðhorf gægjast víðar fram, nánar tiltekið í ávarps- orðum á íslensku og öðrum málum. Venjan er að titla karlmenn sem herra, óháð því hvort þeir eru kvæntir eður ei, en gerður er grein- armunur á fröken og frú. Svo hefur verið um aldaraðir og virðist und- arlega lítið hafa breyst, þrátt fyrir aukið frjálslyndi og jafnrétti á flestum sviðum. Á þetta benti Steinunn Þorvaldsdóttir, MA í ensku, í grein í Lesbók síðast- liðið haust og tók sambærileg dæmi úr öðr- um tungumálum. Niðurstaða hennar var sú að notkunarleysi titilsins Fr. (sem fundið var upp til þess að brúa bil Frk. og Frú og vísa þannig eingöngu í kynferði en ekki hjúskap- arstöðu) bæri vott um hversu mikilvægt okkur þykir enn „að tilgreina hjúskaparstöðu íslenskra kvenna en látum okkur einu gilda um karla í þeim efn- um“. Hvað kallast sá eini?NÝLEGAR tölur Hagstof-unnar varpa ljósi á breyt-ingar á búsetuformi full-orðinna Íslendinga, en samkvæmt þeim býr nær fjórðungur landsmanna einn. Nánar tiltekið eru einhleypir, einstæðir foreldrar, ekkj- ur og ekklar samtals 26,57% Íslend- inga, sé miðað við 18 ára og eldri. Þetta er stærri hópur en margir hafa gert sér grein fyrir, enda er gamla, góða vísitölufjölskyldan enn sem komið er mest áberandi í allri þjóð- félagsumræðu. Hvort sem gripið er niður í pólitík, auglýsingar eða sam- félagslegt rabb er kastljósið iðulega haft á (ætluðum) hornsteini þjóð- félagsins; hamingjusamlega giftu fólki (nær alltaf gagnkynhneigðu) og einu til þremur börnum þeirra. Þann- ig fólk er fengið til þess að auglýsa jógúrt og tryggingar og þannig fólk er efst í huga þeirra sem útbúa sum- arferðir ferðaskrifstofanna (sbr. smáa letrið: m.v. hjón með tvö börn á aldrinum 2–11 ára). Og í fjölmiðlum er í dagsins amstri rætt um barna- bætur, forgangsröðun á leikskól- um, gæði menntakerfis- ins, forvarnir á unglingastigi, pakkaferðir til útlanda, neysluvenjur fjölskyldunn- ar, brúðkaup og húsnæðis- kaup, sam- nýtingu skattkorta, fjölskyldubif- reiðar og jafn- rétti á heimil- um. Í umfjöll- un um alkal- ískemmdir og húsamálningu eru svo iðu- lega einbýlis- hús á myndun- um sem fylgja. Sumir eru einmana Og þó. Er alveg satt að þetta sé svona einsleitt? Er þetta kannski smám saman að breytast? Vissulega má færa rök fyrir því að margir, þ.á m. auglýsendur, séu loks að átta sig á því að fólk býr alla vega; vinir leigja saman, einhleypir kaupa hólf í húsi, sumir eiga fimm börn og ekkjur eru aldeilis ekki allar á dvalarheim- ilum. Upp í hugann koma nýlegar auglýsingar frá Sjóvá-Almennum, Kringlunni og Íslandsbanka þar sem einstaklingurinn er í brennidepli og ekki gert ráð fyrir því að hann deili endilega neyslu eða reynslu sinni með öðrum. Sama gildir um Hag- stofuna. Hugtakið vísitölu- fjölskylda (sem var hjón með 1,7–2,2 börn, breyti- legt milli ára) er þar ekki lengur til í opinberum útreikningum. Við hefur tekið svonefnd kjarnafjöl- skylda sem getur allt eins verið ein- hleypingur með barn: „Frá árinu 1999 teljast til kjarnafjölskyldu hjón og fólk í óvígðri sambúð, börn hjá þeim 17 ára og yngri, einhleypir karl- ar og konur, sem búa með börnum 17 ára og yngri. Börn 18 ára og eldri, sem búa með foreldrum sínum, teljast ekki til kjarnafjölskyldu og sama gild- ir um einhleypa sem búa með börnum sínum 18 ára og eldri,“ segir á heima- síðu Hagstofunnar. Og ekki má gleyma félagslegu hlið- inni. Nýverið var stofnað í höfuðborg- „Auðvitað gefur þetta manni ótrúlegt frelsi.“ Teikningar/Halldóra Ana Purusic Afeintrjáningum … inni félag fólks sem býr eitt, að frum- kvæði konu sem verið hefur ekkja í fjórtán ár. Hún heitir Elísabet Jóns- dóttir. „Ég varð alveg steinhissa þeg- ar ég sá hvað margir mættu á kynn- ingarfundinn en um leið mjög ánægð,“ sagði Elísabet við Morgun- blaðið eftir að um 250 manns sóttu kynningu á félaginu fyrirhugaða í apríl, en markmið þess er að skapa vettvang fyrir samveru og kunnings- skap þeirra sem búa einir. Nú hefur félagið verið formlega stofnað og í kjölfarið verða myndaðir hópar eftir áhugasviðum, svo sem bíóhópur, leik- húshópur, ferðahópur og þar fram eftir götum, enda telja aðstandendur félagsins að samfélag samtímans sé býsna lokað og erfitt að kynnast nýju fólki nema helst á skemmtistöðum, þar sem áfengi er haft um hönd. Þá kvíði margir einbúar stórhátíðum eða öðrum tímamótum þar sem almenn áhersla er á samvist- ir vina og ættingja. Félaginu er ætlað að veita öllu þessu fólki tæki- færi til innbyrðis kynna og upplyftingar af ýmsu tagi – því mað- ur er manns gaman. Finnst ég vera að „leika mér“ Af 99.400 heimilum árið 2002 á Ís- landi voru 23.300 þeirra einstak- lingsheimili, eða 23,4% af heildinni, samkvæmt árlegri vinnumarkaðs- könnun Hag- stofunnar. Hlutfall ein- taklingsheimila hefur farið stig- vaxandi allan síðasta áratug, eins og sjá má á með- fylgjandi töflu, og rennir stoðum und- ir það sem áður var sagt um að einbýli gerist sífellt algengara hérlendis. Stefnir í að einstaklingsheimili verði brátt fjórðungur allra heimila í land- inu. Á sama tímabili hefur hlutfall heimila einstæðra foreldra verið upp undir og yfir níu prósentustig, var 9,5% árið 2002. Og það er ekki aðeins hér á landi sem æ fleiri kjósa að búa einir síns liðs. Á 31% heimila í Þýskalandi býr einn einstaklingur, og sagt er að árið 2000 hafi það gerst í fyrsta sinn í Bandaríkjunum að fjölskyldugerðin einhleypir varð algengari en fjölskyldugerðin hjón með börn. Í síðarnefnda landinu mætti jafnvel álykta að einhleypir væru „í tísku“, ef marka má vinsældir amerískra sjónvarpsþátta á borð við Sex and the City, The Bachelor, Joe Millionare og The Bachelorette, að ógleymdum kvikmyndum eins og Bridget Jones og About a Boy. Í þeim tveimur síðastnefndu er sjónum beint að daglegu lífi einhleypra; einsemd- inni í sjónvarpssófanum, óreiðunni í stofunni, frelsinu, voninni, örvænting- unni og þrýstingi ættingja og vina. Þrýstingurinn er einmitt áleitinn þáttur þegar kemur að því að ræða lífsstíl fólks. Ef marka má þá sem til þekkja er það nær ófrávíkjanleg regla að „aðrir“ líti á einbýlið sem tíma- bundið ástand. Að hinir einhleypu „Ekki fæ ég, einhleypur karlinn, barnabætur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.