Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 B 3 Björgólfur opnaði markareikningsinn í sumar á Laugardalsvelli gegn KA-mönnum 19. maí, en hann skoraði þá tvö mörk í 3:1-sigri Þróttara í 1. umferð mótsins. Hann bætti við þriðja markinu í 2:1-sigri á Fylki á Laugardalsvellinum og skor- aði tvö mörk á móti Eyjamönnum í síðustu viku, enn og aftur á þjóðar- leikvanginum. Mörkin hafa verið í öll- um regnbogans litum en mesta at- hygli hafa þó vakið aukaspyrnur Björgólfs. Pilturinn er sparkviss með afbrigðum og skotharka hans hefur komið mörgum varnarmanninum og markverðinum til að skjálfa á bein- unum. Björgólfur er fæddur 11. maí 1980 og hefur leikið allan sinn feril með Þrótti. Hann lék sína fyrstu leiki með Þrótti í efstu deild sumarið 1998, fékk þá að spreyta sig í tveimur leikjum. Þróttarar féllu um haustið í 1. deild en komust á ný í hóp þeirra bestu eft- ir tímabilið í fyrra. Takefusa-nafnið er japanskt en faðir Björgólfs er japanskur. Björg- ólfur var fimm ára þegar faðir hans og móðir skildu. Faðir hans fluttist til Japans og Björgólfur segist ekki hafa hitt hann síðan eða í um 17 ár. Hvenær byrjaðir þú að sparka bolta fyrir alvöru? „Ég hef líklega verið sjö til átta ára þegar ég byrjaði að æfa. Ég var eins og margir krakkar að prófa mig áfram í mörgum íþróttum eins og fót- bolta, badminton, blaki og handbolta en ég var fljótur að sjá að fótboltinn hentaði mér best og því valdi ég hann. Ég hafði ekki hæðina í hand- boltann og blakið og mér fannst eins og núna alltaf langskemmtilegast í fótboltanum,“ segir Björgólfur. Björgólfur leggur stund á nám í fjármálafræði í Boston í Bandaríkj- unum og á tvö ár eftir af náminu. Samhliða náminu hefur hann spilað með skólaliðinu. Hann yfirgefur því herbúðir Þróttar seinnihlutann í ágúst og missir af lokaspretti Ís- landsmótsins. En finnst honum ekki leiðinlegt að þurfa að fara áður en mótinu lýkur? „Það þýðir ekkert að væla út af þessu. Það er viss fórn sem maður verður að leggja á sig og þetta er ákvörðun sem ég tók á sínum tíma.“ Björgólfur er mjög ánægður með gengi síns liðs það sem af er en hann segir að menn megi ekki ofmetnast þó svo að vel hafi gengið í síðustu leikjum. Markmiðið að ná 20 stigum „Það er búið að vera ótrúlega gam- an í sumar en það eru ekki nema sjö leikir búnir svo það er heilmikið eftir af tímabilinu. Við erum rúmlega hálfnaðir í átt að takmarkinu sem við settum okkur í upphafi móts. Það var að ná 20 stigum og halda okkur í deildinni. Númer eitt, tvö og þrjú er að verða áfram á meðal þeirra bestu og til að það takist verðum við að halda áfram á sömu braut. Andinn er sérlega góður í hópnum og sjálfs- traustið í liðinu hefur farið stigvax- andi. Menn hafa gaman af því sem þeir eru að gera og meðan svo er gengur mönnum miklu betur inni á vellinum.“ Björgólfur steig sín fyrstu skref í meistaraflokki Þróttar undir stjórn Willums Þórs Þórssonar, núverandi þjálfara KR, og hann segir það hafa verið góðan skóla. „Ég held að ég þoli hvað sem er eftir þann skóla. Willum er frábær þjálfari og það var gott að vera undir hans stjórn. Ég hef hins vegar lengst verið undir stjórn Ásgeirs Elíassonar og hann er búinn að kenna okkur strákunum geysilega mikið og er enn að því.“ Þú hlýtur að vera mjög sáttur við eigin frammistöðu. Settirðu þér ein- hver markmið fyrir sumarið? „Eins og er gengur mér vel og ég vona að það haldi áfram. Ég setti mér það markmið að skora eitt mark en ég hef verið svo heppinn að þau eru orðin fimm og ég vona að ég nái að skora að minnsta kosti eitt til viðbót- ar. Ef ég næ því verð ég sáttur og ef það tekst þá set ég mér það markmið að skora eitt í viðbót.“ Fjarlægur draumur Atvinnumennskan heillar marga unga knattspyrnumenn. Gerir hún það líka hjá þér? „Draumur flestra fótboltamanna ef ekki allra er að fara út í atvinnu- mennsku. Hvað mig snertir er það nokkuð fjarlægur draumur og ég hef í raun ekkert spáð í það. Það hafa að minnsta kosti engin félög sett sig í samband og meðan svo er einbeiti ég mér bara að því að spila fyrir Þrótt og síðan tekur námið í Bandaríkjunum við.“ Björgólfur á eins og fleiri knatt- spyrnumenn sér annan draum en það er að spila fyrir þjóð sína. Sér hann það gerast í framtíðinni? „Það er engin spurning að allir vilja spila fyrir þjóð sína og ég er þar engin undantekning. En eins og með atvinnumennskuna er það fjarlægur draumur í mínum augum að ég fái tækifæri með landsliðinu. Ég ætti kannski að reyna að komast í jap- anska landsliðið,“ segir Björgólfur og rekur upp hlátur. En víkjum að Íslandsmótinu. Spennan þar er geysilega mikil en sérð þú fyrir þér að liðin haldi áfram að reyta stig hvert af öðru? „Deildin í sumar hefur verið alveg ótrúleg og ég man hreinlega ekki eft- ir svo jöfnu móti. Við Þróttarar vær- um samt alveg sáttir við það ef ein- hver tvö lið hefðu skorið sig úr hvað varðar botninn. En þetta er skemmti- leg staða fyrir alla og ef fram heldur sem horfir ræðst það ekki fyrr en í lokaumferðunum hverjir hampa titl- inum og hvaða lið fara niður. Það sem hefur komið mér einna mest á óvart er að KR-ingarnir hafa ekki náð sér á strik – ég bjóst við þeim mun sterkari – og eins hafa Grindvíkingar leikið verr en ég bjóst við.“ Held að Fylkir verði meistari Björgólfur segir nánast ómögulegt að segja fyrir um hvaða lið muni hampa titlinum í haust. „Ef KR-ing- arnir komast í gang og ná að rífa upp móralinn í liðinu spái ég þeim titl- inum, en eins og staðan lítur út í dag held ég að Fylkir geti unnið mótið. Fylkisliðið hefur sýnt mestan stöðug- leika það sem af er og það er greini- legt að andinn í Árbænum er mun betri en í vesturbænum. Ég vona að mótið haldi áfram að vera spennandi og skemmtilegt en einhvern veginn held ég nú samt að Fylkir og KR eigi eftir að slíta sig frá öðrum liðum.“ Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Það liggur mest á mér og hefur forgang að klára námið. Ég setti mér það markmið að komast í gegnum þetta nám og ég er hálfnaður með það. Ég ætla að halda áfram í fótbolt- anum eins lengi og ég hef heilsu til og hef gaman af honum. Ég gæti ekki lifað einn dag án þess að spila fót- bolta. Þegar ég hef lokið náminu get ég einbeitt mér betur að boltanum og klárað heilt tímabil hér heima.“ Björgólfur starfar í Landsbankan- um, „langbesta og traustasta bank- anum á Íslandi“ eins og hann orðar það. Hann er ólofaður og býr hjá móður sinni í Kringlunni í Reykjavík. „Ég bý á Hótel mömmu og það er langbest – eiginlega of gott,“ segir Björgólfur, sem verður næst í eldlín- unni með Þrótti í Kaplakrika annað kvöld þegar Þróttarar heimsækja FH-inga í 16 liða úrslitum bikar- keppninnar og liðin eigast svo aftur við á sama stað í deildinni á laugar- daginn. Björgólfur Takefusa hefur slegið í gegn með Þrótti á Íslandsmótinu í knattspyrnu Gæti ekki lifað einn dag án þess að spila fótbolta Morgunblaðið/Jim Smart Björólfur Takefusa hefur skorað fimm mörk fyrir Þrótt á Ís- landsmótinu og átt sinn þátt í góðum árangri liðsins til þessa. BJÖRGÓLFUR Takefusa, hinn 23 ára gamli framherji Þróttar, hefur vakið mikla athygli fyrir vasklega framgöngu á knattspyrnuvöllum landsins nú í upphafi sumars. Þessi knái leikmaður hefur skorað fimm mörk í sjö leikjum Þróttara í Landsbankadeildinni og það er ekki síst fyrir frammistöðu hans sem Þróttarar hafa komið allra liða mest á óvart í upphafi leiktíðarinnar, en lærisveinar Ásgeirs Elías- sonar eru sem stendur í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Fylkis- mönnum. Eftir Guðmund Hilmarsson BRYNJAR Björn Gunnarsson landsliðsmaður í knattspyrnu sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að yfirgnæfandi líkur væru á að hann myndi skrifa undir nýjan samning við Stoke City einhvern næstu daga. Samningur Brynjars við Stoke rann út um síðustu mánaðarmót og undanfarna daga hefur hann verið í viðræðum við forráða- menn Íslendingaliðsins um nýjan samning. „Það má eiginlega segja að boltinn sé hjá Stoke og ég bíð eftir að heyra frá þeim. Ég fékk tilboð frá félaginu fyrir nokkru og það sem hefur síðan gerst er að ég gerði gagn- tilboð og ég bíð eftir viðbrögðum félagsins við því. Ég reikna með að málin skýrist í vik- unni og ég met stöðuna þannig að yfirgnæf- andi líkur séu á að ég verði um kyrrt hjá Stoke,“ sagði Brynjar Björn við Morgun- blaðið. Brynjar var einn sex leikmanna Stoke sem voru með lausa samninga en á undanförnum dögum hafa borist fréttir frá félaginu þess efnis að fjórir þeirra hafa skrifað undir nýja samninga, Marcus Hall, Peter Hoekstra, Clive Clark og Brian Wilson. Brynjar Björn er í samningaviðræðum eins og fram kemur hér að framan en James O’Connor hefur hafnað nýjum samningi og ætlar að róa á önnur mið. Brynjar áfram í samninga- viðræðum við Stoke City Brynjar Björn LÁRA Hrund Bjargardóttir, sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, náði á laugardag lágmarki til þátttöku á heimsmeistara- mótinu í 50 m laug sem fram fer í Barcelona síðari hluta næsta mánaðar. Lágmarkinu náði hún í 200 metra fjórsundi. Lára Hrund synti á tímanum 2.17,33 mínútu sem er að- eins 2⁄100 úr sekúndu frá Íslandsmeti hennar í greininni. Sundið fór fram á Akranesi og var synt á meðan keppendur á aldurs- flokkameistaramóti Íslands tóku sér hlé frá keppni. Louisa Isaksen og Ragnheiður Ragnars- dóttir reyndu einnig að ná HM-lágmarki á mótinu en lánaðist það ekki. Auk Láru Hrundar hafa Anja Ríkey Jak- obsdóttir, Íris Edda Heimisdóttir, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, Heiðar Ingi Marinósson, Jakob Jóhann Sveinsson, Jón Oddur Sig- urðsson og Örn Arnarson tryggt sér farseð- ilinn á HM. Ljóst er að hópurinn verður ekki stærri því síðasta tækifærið til að ná lágmarksárangri var í gær. Lára Hrund kemst á HM Lára Hrund Bjargardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.