Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 6
SUND 6 B MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HÁPUNKTUR sumarsins hjá sund- fólki af yngri kynslóðinni var um helgina á Akranesi þar sem aldurs- flokkameistaramót Íslands, AMÍ, fór fram í Jaðarsbakkalaug. Lið Sund- félags Hafnarfjarðar gaf tóninn strax á fyrsta keppnisdegi er liðið náði efsta sætinu í stigakeppni liða sem sendu keppendur á mótið og er skemmst frá því að segja að SH leit aldrei um öxl og sigraði með nokkrum yfirburðum í heildarstigakeppninni og fékk 1628 stig. Íþróttabandalag Reykjanesbæj- ar, ÍBR, varð í öðru sæti með 1331 stig en baráttan um þriðja sætið var nokkuð hörð þar sem lið Ægis hafði betur í rimmu sinni gegn liði heima- manna, ÍA, en Ægir fékk 973 stig en ÍA 818 stig. Ekki voru met sett á mótinu að þessu sinni en ágætis árangur náðist í mörgum greinum. Alls sendu 20 félög lið til keppni að þessu sinni, en 183 stúlkur voru skráðar til leiks og 111 drengir, sam- tals 294 keppendur. Keppt er í þremur flokkum hjá báðum kynjum, 15–17 ára, 13–14 ára og 12 ára og yngri. Mótið er stiga- keppni félaga og getur hver keppandi aðeins keppt í sex einstaklingsgrein- um á mótinu og tveimur boðsundum og gilda þær greinar allar til stiga í liðakeppninni. Stigin á AMÍ eru reiknuð þannig að fyrir fyrsta sæti eru gefin 14 stig, fyr- ir annað sæti 12 stig, fyrir þriðja sæti 10 stig, þá 9 stig, 8 stig, 7 stig, 6 stig, 5 stig 4, stig, 3 stig, 2 stig og 1 stig. Ein- ungis tólf efstu í hverri grein fá stig. Það var mikill hraði á allri fram- kvæmd mótsins og sem dæmi má nefna að þegar sundmenn höfðu lokið við sín sund voru aðrir sundmenn klárir í slaginn á ráspöllunum og stungu sér í laugina og fóru yfir þá keppendur sem höfðu lokið keppni rétt áður. Á lokhófi keppninnar voru veitt verðlaun fyrir stigahæstu einstak- lingana í flokkunum þremur: Sveinar: Sindri Jakobsson, Óðni 915 stig. Meyjar: Gyða Björk Bergþórsdótt- ir, ÍA 1330 stig. Drengir: Guðni Emilsson, ÍRB 1653 stig Telpur: Auður Sif Jónsdóttir, Ægi 1958 stig Piltar: Birkir Már Jónsson, ÍRB 2165 stig Stúlkur: Eva Hannesdóttir, KR 2203 stig Endanleg röð liða var eftirfarandi en úrslit úr mótinu má finna á www.mbl.is/sport. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Helena Ósk Ívarsdóttir og Íris Guðmundsdóttir úr ÍBR dvöldu lengi í ylvolgri lauginni og fylgdust með keppninni eftir að hafa sjálfar verið í eldlínunni. Tómas Leó Halldórsson og Arnór Ingi Hansen úr Óðni frá Akureyri kvörtuðu ekki yfir veðrinu enda blautir eftir sundsprettinn. Skagastelpurnar Inga Elín Cryer og Erla Kristín Kjartans- dóttir klæddu veðrið af sér og skemmtu sér vel á áhorf- endasvæðinu við Jaðarsbakka á Akranesi, en þær tóku báðar þátt á AMÍ á heimavelli. Þegar stund gafst á milli stríða settist sundfólkið niður til þess að næra sig á vatnsmelónu sem forráðamenn liðsins buðu uppá í tjaldi við sundlaugarbakkann og safna kröft- um fyrir næstu grein. Þau eru: Ólöf Ósk Johnsen, Konráð Hrafnkelsson og Hildur Sigþórsdóttir úr SH. Það gekk vel hjá Sindra Þór Jak- obssyni úr Óðni á AMÍ. Hann kom fyrstur í mark í fjórum greinum, 100 og 200 m flugsundi, 400 m skriðsundi og 200 m fjórsundi. Öruggur sigur SH FRJÁLSÍÞRÓTTIR Hið árlega JJ-mót Ármanns fer fram í kvöld á Laugardalsvelli og hefst kl. 19. Í KVÖLD Opna franska meistaramótið Le Golf National, París, par 72. Philip Golding ..................................273 (-15) David Howell....................................274 (-14) Justin Rose.......................................275 (-13) Peter O’Malley ................................275 (-13)  Þetta er fyrsti sigur Golding á hans ferli en hann er fertugur og hefur farið sextán sinnum í gegnum úrtökumót fyrir evrópsku mótaröðina. KA – Sloboda Tusla 1:1 Samanlögð úrslit, 2:2. Sloboda hafði betur í vítaspyrnukeppni, 3:2. Akureyrarvöllur, Intertoto-keppnin (Get- raunakeppni Evrópu), laugardaginn 28. júní 2003. Aðstæður: Hafgola, léttskýjað og sól, 15 stiga hiti og völlurinn góður. Mörk KA: Þorvaldur Makan Sigbjörnsson (54.), Steinn V. Gunnarsson og Steingrímur Eiðsson í vítakeppni. Mörk Sloboda Tusla: Gradimir Cznogorac (19.), Taric Okanovic, Stanisa Nicolic og Nusret Muslimovic í vítakeppni. Lið KA: Sören Byskov – Steinn Viðar Gunnarsson, Slobodan Milisic, Ronnie Hartvig, Þorvaldur Guðbjörnsson – Dean Martin, Þorvaldur Örlygsson, Jón Örvar Eiríksson (Hreinn Hringsson 55.), Þorvald- ur Makan Sigbjörnsson, Pálmi Rafn Pálmason (Steingrímur Örn Eiðsson 91.) – Steinar Tenden (Elmar Dan Sigþórsson 55.) Lið Sloboda Tusla: Mirsad Decic – Samir Kuduzovic, Nedzad Bajrovic, Gradimir Cznogorac, Nusret Muslimovic – Zvjezdan Kzesic (Muhamed Jusufovic 59.), Taric Ok- anovic, Senad Hadzic, Stanisa Nikolic – Alen Mesanovic, Admir Joldic (Armin Delic 78.) Markskot: KA 16 (9) , Sloboda Tusla 11 (2) .Horn: KA 12, Sloboda Tusla 5 Rangstaða: KA 1, Sloboda Tusla 0. Gult spjald: Slobodan Milisic (36.) og Elm- ar Dan Sigþórsson (89.), KA – fyrir brot, Kuduzovic (64.), Nicolic (66.), Hadzic (100.), Bajrovic (102.), Sloboda Tusla – fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Brian Lawlor, Wales. Frábær. Aðstoðardómarar: John Alexander Coulthard og Philip Bates, Wales. Áhorfendur: 850 2. deild karla Völsungur – KFS ..................................... 2:1 Andri Valur Ívarsson, Boban Jovic. Tindastóll – Víðir..................................... 0:1 Kári Reyr Jónsson 15. Selfoss – KS .............................................. 0:1 Danilo Cjelica. Sindri – ÍR ................................................ 2:2 Sævar Gunnarsson 35.,44. – Gunnar H. Kristjánsson 39., Lúðvík Gunnarsson 52. Staðan: Völsungur 7 7 0 0 28:7 21 Fjölnir 7 5 0 2 22:12 15 Selfoss 7 4 1 2 15:7 13 KS 7 4 1 2 13:11 13 Víðir 7 4 0 3 9:9 12 ÍR 7 3 1 3 13:12 10 KFS 7 2 0 5 13:24 6 Tindastóll 7 1 1 5 11:18 4 Léttir 7 1 1 5 6:23 4 Sindri 7 0 3 4 6:13 3 3. deild karla A-riðill: Grótta – BÍ................................................ 2:2 Númi – BÍ.................................................. 5:1 Staðan: Skallagr. 11 6 0 5 25:22 18 Víkingur Ó 5 5 0 0 16:1 15 Númi 6 3 1 2 16:16 10 BÍ 6 3 1 2 13:15 10 Bolungarvík 5 2 0 3 11:12 6 Grótta 7 1 2 4 10:12 5 Deiglan 6 1 0 5 8:21 3 B-riðill: Snörtur – Neisti........................................ 1:1 Staðan: Leiknir R. 6 5 1 0 28:4 16 Reynir S. 6 4 2 0 23:3 14 ÍH 6 3 1 2 12:11 10 Freyr 6 3 0 3 10:12 9 Árborg 6 2 2 2 16:9 8 Hamar 6 2 1 3 7:15 7 Afríka 6 1 0 5 4:23 3 Ægir 6 0 1 5 4:27 1 1. deild kvenna B-riðill: Einherji – Leiknir F................................. 1:0 Leiftur/Dalvík – Sindri ............................ 3:4 Tindastóll – Sindri.................................... 0:2 Noregur Álasund - Stabæk ..................................... 1:1 Brann - Tromsö ........................................ 0:1 Odd Grenland - Lilleström ...................... 5:0 Rosenborg - Bryne................................... 4:1 Sogndal - Bodö/Glimt............................... 2:1 Viking - Molde ................................... frestað Staðan: Rosenborg 12 10 2 0 34:8 32 Sogndal 12 6 3 3 22:16 21 Stabæk 12 5 5 2 20:14 20 Odd Grenland 12 6 2 4 22:21 20 Bodö/Glimt 12 5 4 3 17:13 19 Viking 11 4 6 1 19:12 18 Lyn 11 4 3 4 16:19 15 Vålerenga 11 3 4 4 14:13 13 Bryne 12 4 1 7 22:22 13 Lilleström 12 2 6 4 10:21 12 Molde 11 3 2 6 13:19 11 Ålesund 12 1 6 5 16:22 9 Tromsö 12 2 3 7 16:28 9 Brann 12 1 5 6 11:24 8 Svíþjóð Landskrona - Elfsborg ............................ 2:1 Staðan: Djurgården 11 7 1 3 26:10 22 Hammarby 11 6 4 1 17:11 22 AIK 11 6 2 3 20:13 20 Örebro 11 6 1 4 19:18 19 Malmö 11 5 3 3 17:12 18 Helsingborg 11 5 3 3 14:14 18 Halmstad 11 5 2 4 18:15 17 Elfsborg 12 4 4 4 15:19 16 Örgryte 11 4 2 5 14:19 14 Gautaborg 11 3 4 4 18:13 13 Landskrona 12 3 4 5 15:19 13 Sundsvall 11 2 4 5 11:15 10 Öster 11 2 2 7 10:20 8 Enköping 11 1 2 8 11:27 5 Spánn Bikarúrslitaleikur: Mallorca - Recreativo Huelva ................ 3:0 Walter Pandiani 20. vítasp., Samuel Eto 73., 85. Álfukeppnin Leikur um þriðja sætið: Tyrkland - Kólumbía............................... 2:1 Tuncay Sanli 2., Yilmaz 87. - Hernandez 63. Úrslitaleikur: Frakkland - Kamerún ............................. 1:0 Thierry Henry 97.  Staðan eftir venjulegan leiktíma og fram- lengingu var jöfn, 0:0, en Frakkar tryggðu sér sigur með gullmarki. Gunnlaugur sigraði á Þingvöllum ÍSLANDSMÓTIÐ í tímakeppni á götuhjól- um fór fram í þjóðgarðinum á Þingvöllum á sunnudag. Mótið var á vegum Hjólreiða- nefndar Íslands. Gunnlaugur Jónasson sigraði og hjólaði á tímanum 30,06 mínútur og náði 39,5 km/klst. í meðalhraða. Samtals voru hjólaðir 19,8 km í hring í þjóðgarð- inum en brautin hækkar samtals um 125 metra en malbikið er nokkuð óslétt, sem dró úr hraða keppenda. Í tímakeppni má nota liggistýri og annan sérbúnað til að minnka loftmótstöðuna og auka hraða hjól- anna og eru keppendur ræstir einn og einn í einu og tíminn tekinn á hverjum fyrir sig. Gunnlaugur kom í mark 29 sek. á undan Hákoni Sigurðssyni en Hákon hefur verið að sækja mjög í sig veðrið á síðustu hjól- reiðamótum. Í þriðja sæti varð Gunnar Már Zoëga, 34 sek. á eftir fyrsta manni. Í piltaflokki vann Anton Örn Elfarsson á 32,21 mínútum. Hann var 2 mínútum og 29 sek., á undan næsta manni. Kristinn Kristinsson sigraði svo í unglingaflokki á 36,19 mínútum. Bislett-leikar í Svíþjóð EINN stærsti íþróttaviðburður Norðmanna á frjálsíþróttasviðinu, Bislett-leikarnir, verða ekki haldnir í Noregi á næsta ári en verða þess í stað á nýja Ullevi-leikvanginum í Gautaborg í Svíþjóð. Undanfarin ár hefur staðið til að endurbyggja Bislett en þær framkvæmdir hafa tafist en nú á að hefjast handa í sumar. Hin „sænska“ útgáfa Bislett-leikanna fer fram 22. júní á næsta ári en forsvarsmenn Bislett-leikanna vonast til þess að leikarnir fari fram á ný í Ósló eftir tvö ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.