Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR 4 B MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ WINFRIED Schäfer, landsliðs- þjálfari Kamerún í knattspyrnu, sagði í viðtali við breska blaðið The Guardian um helgina að hann hafi ætlað að taka Marc Vivien Foe af leikvelli fáeinum mínútum áður en leikmaðurinn hné niður í leik Kamerúna og Kólumbíu- manna í Álfukeppninni í knatt- spyrnu í síðustu viku og lést skömmu síðar. ,,Mér fannst hann vera orðinn orkulítill og farinn að hægja á sér inni á vellinum en hann vildi ómögulega koma út af og skömmu síðar féll hann í yfirlið. Ég kom skilaboðum áleiðis til hans hvort hann vildi ekki koma út af og fá skiptingu en hann þvertók fyrir það,“ segir Schäfer þjálfari. Eiginkona leikmannsins, Marie- Lousie Foe, sagði í viðtali við The Sun að læknar hefðu átt að koma veg fyrir að eiginmaður sinn spil- aði leikinn þar sem hann hafði fyrir leikinn kvartað undan slapp- leika. ,,Hann hefði ekki átt að spila því bæði var hann slappur fyrir leikinn og þremur dögum áður hafði hann fengið blóðsótt. Hann hefði því með réttu ekki átt að taka þátt í leiknum en hann vildi ólmur spila fyrir sína þjóð og það á gamla heimavellinum í Lyon,“ segir Marie-Louise. Marie-Louise var á meðal áhorf- enda á leiknum í Lyon og sá eig- inmann sinn hníga meðvitundar- lausan niður í grasið. ,,Þegar ég sá Marc falla niður óraði mig ekki fyrir því að hann myndi deyja. Ég var eiginlega alveg viss um að hann myndi jafna sig við hliðarlín- una og koma aftur inn á völlinn.“ Marc Vivien Foe er minnst með- al knattspyrnumanna sem glað- beitts ungs manns. Foe varð 28 ára gamall og lék 62 leiki fyrir þjóð sína. Hann skilur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Hann lék með Manchester City á síðustu leiktíð og skoraði síðasta markið sem skorað var á Maine Road. Þjálfari Kamerúna ætlaði að taka Marc Vivien Foe af leikvelli  KA tók síðast þátt í Evrópukeppn- inni 1990 er liðið mætti CSKA Sofia frá Búlgaríu. Liðið sigraði í heima- leiknum 1:0. Hafsteinn Jakobsson frá Ólafsfirði skoraði sigurmarkið. Búlgararnir sigruðu síðan 3:0 úti.  KA-mennirnir Steinn Viðar Gunnarsson, Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson og Örlygur Þór Helgason voru allir í leikmannahópi Leifturs frá Ólafsfirði er liðið gerði jafntefli við Luzern frá Sviss í Int- ertoto-keppninni 2000. Steinn og Þorvaldur eru Ólafsfirðingar.  ÖRLYGUR Þór skoraði jöfnunar- markið mikilvæga gegn Luzern en hann sat á varamannabekk KA gegn Sloboda Tusla.  Í Bosníu þurftu KA-menn að glíma við 8.000 æsta stuðningsmenn Slob- oda Tusla en áhorfendur á Akureyr- arvelli voru aðeins um 800 og létu lít- ið í sér heyra. Sloboda Tusla mætir Lierse frá Belgíu í 2. umferð Int- ertoto-keppninnar en KA situr eftir með sárt ennið.  FORRÁÐAMENN spænska liðs- ins Atletico Madrid sögðu í gær að félagið hefði gert formlegt kauptil- boð í norska framherjann Tore Andre Flo sem lék með Sunderland á sl. leiktíð. Sunderland þarf að greiða Flo rúmlega 220 millj. ísl. kr. í laun á ári en hann skoraði aðeins fimm mörk á síðustu leiktíð. Flo var áður í herbúðum Glasgow Rangers og Chelsea, en Sunderland keypti hann fyrir rúmar 800 millj. kr. frá Rangers.  BARCELONA ætlar að kaupa ástralska framherjann Mark Viduka frá Leeds United takist liðinu að selja Kluivert. Leeds á við mikla fjárhagserfiðleika að stríða og ljóst að félagið hefur ekki efni á að neita góðu tilboði í framherjann.  FORRÁÐAMÖNNUM ítalska knatttspyrnuliðsins Florentia Viola tóks loks að fá beiðni sína um að breyta nafni félagsins aftur í Fior- entina samþykkta eins og það hét í tæp hundrað ár. Því mun Fiorentina snúa aftur á næsta leiktímabili. Liðið leikur í C-deild eða þriðju efstu deild.  TIM Henman er kominn í fjórðu umferð Wimbledon-mótsins í tennis. Í þriðju umferð sigraði hann Svíann Robin Soderling. Henman er eini Bretinn eftir í keppninni og binda landar hans miklar vonir við að kappinn nái lengra í keppninni í ár en hann gerði í fyrra. Þá tapaði hann í undanúrslitum.  JELENA Dokic frá Serbíu og Svartfjallalandi er dottin úr keppni á Wimbledon-mótinu. Hún tapaði fyrir rússneska táningnum Mariu Sharapovu á laugardag. Maria hafði mikla yfirburði og stóð leikurinn að- eins yfir í 77 mínútur. FÓLK Indriði, sá eini af 12 Íslendingum íúrvalsdeildinni sem hefur verið í byrjunarliði síns félags í öllum 11 deildaleikjunum á tímabilinu, er í 53.–55. sæti í einkunnagjöf VG með 4,82 í meðaleinkunn. Hann er fjórði efsti leikmaður Lillestrøm á listan- um, á eftir Emile Baron, Frode Kippe og Kasey Wehrman. Tryggvi Guðmundsson hjá Stabæk er næstur Íslendinganna en hann er í 69.–71. sæti með 4,7 í einkunn, í 10 leikjum. Jóhann B. Guðmundsson hjá Lyn er í 127.–130. sæti með 4,11, Bjarni Þorsteinsson hjá Molde er í 131.–134. sæti með 4,1 og Helgi Sigurðsson er í 142. sæti með 3,9 í meðaleinkunn. Alls komast 150 leikmenn úr liðunum 14 á lista VG en til að ná inn á hann þurfa þeir að hafa fengið einkunn í að minnsta kosti 60 prósentum leikj- anna, byrjað inn á eða leikið nógu lengi sem varamenn til að fá einkunn. Sjö af íslensku leikmönnunum tólf í deildinni komast ekki á listann þar sem þeir hafa ekki spilað nægilega mikið. Þeir eru Hannes Þ. Sigurðs- son hjá Viking, sem hefur komið inn á sem varamaður í öllum 11 leikjunum, Ólafur Stígsson hjá Molde sem hefur verið 5 sinnum í byrjunarliði og þrisvar verið skipt inn á, Gylfi Ein- arsson, Ríkharður Daðason og Davíð Þór Viðarsson hjá Lillestrøm sem hafa leikið 4 leiki hver, Andri Sig- þórsson hjá Molde, sem hefur leikið einn leik, og svo Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður hjá Rosenborg, sem ekki hefur fengið tækifæri ennþá á tímabilinu. Árni Gautur hef- ur undanfarin ár verið meðal efstu manna í einkunnagjöfum norsku fjöl- miðlanna. Tryggvi og Bjarni fyrir ofan Indriða hjá Nettavisen Hjá Nettavisen lítur dæmið öðru- vísi út. Þar er Tryggvi efstur á lista af Íslendingunum, í 61.-64. sæti með 4,7 í meðaleinkunn. Bjarni er næstur, í 98.-99. sæti með 4,3 í einkunn og síð- an kemur Indriði í 100.-102. sæti með 4,27 í meðaleinkunn. Fyrir neðan eru síðan Jóhann, í 114.-115. sæti með 4,11, og Helgi, í 128.-131. sæti með 3,9 í meðaleinkunn. Þá hafa Íslendingarnir ekki verið eins áberandi í markaskorun í deild- inni og oftast áður. Helgi Sigurðsson er efstur þeirra með 3 mörk, Tryggvi hefur skorað tvö og Jóhann eitt. Það er hins vegar Haraldur Ingólfsson hjá Raufoss í 1. deild sem heldur uppi heiðri Íslendinganna á þeim vett- vangi því að hann er markahæstur í 1. deild ásamt tveimur öðrum leik- mönnum með sjö mörk. Indriði og Tryggvi efstir Ís- lendinga INDRIÐI Sigurðsson hjá Lillestrøm er besti íslenski leikmaðurinn í norsku knattspyrnunni það sem af er keppnistímabilinu, sam- kvæmt einkunnagjöf Verdens Gang. Ef einkunnagjöf Nettavisen er hinsvegar skoðuð ber talsvert á milli og þar er Tryggvi Guðmunds- son fremstur íslensku leikmannanna. Mat miðlanna tveggja á frammistöðu Indriða er reyndar ótrúlega ólíkt, því hann er um 50 sætum neðar á listanum hjá Nettavisen en hjá Verdens Gang. SIGBJÖRN Gunnarsson, hinn gam- alkunni KA-maður, fylgdist með sínum mönnum á Akureyrarvelli en hann sá einnig leikinn úti í Bosníu. „KA-menn eru mun betri núna en úti,“ sagði hann eftir venjulegan leiktíma. „Ég held að þetta sé besti leikurinn þeirra í sumar. Þeir eru loks með alla leikmenn heila og þeir eru bara óheppnir að hafa ekki skorað fleiri mörk,“ sagði Sigbjörn og var að vonum ánægður með markið sem Þorvaldur Makan, son- ur hans, skoraði. Stoltur af strákunum „Ég er virkilega stoltur af strák- unum. Þeir lögðu sig alla fram, spiluðu mjög vel og voru betra liðið á vellinum. Þeir áttu meira skilið en þetta. Auðvitað er ægilega sárt að tapa, sérstaklega af því að við vor- um betri,“ sagði Vignir Þormóðs- son, formaður knattspyrnudeildar KA. „Já, við áttum að vinna þetta mið- að við gang leiksins en lukkudís- irnar voru ekki með okkur. Nú er bara að einbeita sér að næsta verk- efni sem er bikarleikurinn á móti Fylki. Þetta er fjórða árið í röð sem við mætum Fylki en hinir þrír leik- irnir hafa tapast. Það er kominn tími til að snúa þessu við og ég hef fulla trú á að mínir menn komist alla leið í bikarnum,“ sagði Vignir. Besti leikur KA í sumar Þorvaldur Makan Sigbjörnsson fagnar marki sínu í seinni hálf- leik, er hann jafnaði með glæsilegu skoti yst úr vítateignum. ÞEIR knattspyrnumenn sem hafa á undanförnum misserum fagnað mörkum sínum með því að draga keppnistreyju sína aftur fyrir höfuð til þess að sýna áhorfendum slagorð eða auglýsingar á bolum sem þeir klæðast undir keppnistreyjunum verða nú að beita öðrum aðferðum til að koma boðskap sínum á framfæri. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að banna leik- mönnum að draga keppnistreyjuna yfir höfuðið til þess að vekja athygli á slagorðum og öðrum viðburðum en reglurnar taka gildi um mánaðamót- in en reglurnar hafa verið í gildi hér á landi frá upphafi Íslandsmótsins. Með þessum aðgerðum vill UEFA koma í veg fyrir að leikmenn geti vakið athygli á málefnum eða komið slagorðum á framfæri með þessum hætti. UEFA bannar slagorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.