Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 3
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 B 3 Landsbankadeildin á mbl.is Fréttir • Tölfræði • Leikdagar • Markahæstir • Spjöld Skjóttu á úrslitin Taktu þátt í skemmtilegum leik þar sem þú getur skotið á úrslit í Landsbankadeildinni. Glæsilegir vinningar frá Adidas og KSÍ. Úrslit í SMS Skráðu þig á mbl.is og fáðu úrslit leikja send beint í gsm símann þinn! KR-ingar byrjuðu vel og strax ásextándu mínútu átti Kristinn Hafliðason góðan skalla að marki Eyjamanna og bjargaði Hjalti Jó- hannesson á línu. Eyjamenn vörðust aftarlega og reyndu að sækja hratt á KR-markið þegar færi gafst og í einni slíkri sókn á átjándu mínútu slapp Gunnar Heið- ar Þorvaldsson inn fyrir vörn KR og var í sannkölluðu dauðafæri en skot hans fór rétt framhjá. Það lá talsvert á Eyjamönnum það sem eftir lifði hálfleiks og má segja að leikurinn hafi algjörlega farið fram á vallar- helmingi heimamanna. KR náði þó ekki að nýta sér það en næst því komst Sigurður Ragnar Eyjólfsson þegar hann skallaði boltann í stöng Eyjamarksins á síðustu mínútu hálf- leiksins. Leikurinn snerist algjörlega við í seinni hálfleik, Eyjamenn sóttu meira en náðu þó ekki að skapa sér nein hættuleg færi. Þeir reyndu tals- vert að skjóta utan af velli og átti Atli Jóhannsson bestu tilraunina þegar aukaspyrna hans fór rétt framhjá marki KR. Unnar Hólm Ólafsson átti svo skalla rétt yfir mark gestanna á 75. mínútu. Síðustu tíu mínúturnar voru gest- irnir sterkari og munaði litlu að þeir næðu að setja mark og stela öllum þremur stigunum á 83. mínútu þeg- ar Sigþór Júlíusson fékk boltann inn í vítateig Eyjamanna eftir frábært spil Bjarka Gunnlaugssonar og Veigars Páls Gunnarssonar en hann hitti ekki boltann úr upplögðu tæki- færi. Fyrsta jafntefli ÍBV í sumar er því staðreynd og verða úrslitin að teljast sanngjörn. Gestunum úr Vesturbænum hefur ekki gengið vel í Eyjum undanfarin ár, þeir höfðu ekki náð í nema eitt stig í síðustu fimm heimsóknum til Vestmanna- eyja og geta því verið nokkuð sáttir við dagsverkið þrátt fyrir allt. KR-ingar náðu í stig í rokleik í Vestmannaeyjum ÍBV og KR gerðu markalaust jafntefli í Eyjum á laugardaginn í 8. umferð Landsbankadeildarinnar þar sem vindurinn réð miklu um gang leiksins. KR-ingar spiluðu með rokinu í fyrri hálfleik og voru sterkari aðilinn en í síðari hálfleik snerist dæmið við, Eyjamenn heldur sterkari en Kári þó allra sterkastur og réðu liðin illa við hann. Sigursveinn Þórðarson skrifar ÍBV 0:0 KR Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 8. um- ferð Hásteinsvöllur Laugardaginn 5. júlí 2003 Aðstæður: Mjög hvasst,20 m/sek, 10 stiga hiti. Áhorfendur: 500 Dómari: Eyjólfur Ólafsson, Víkingur R., 4 Aðstoðardómarar: Guðmundur H. Jónsson, Ein- ar Guðmundsson Skot á mark: 11(5) - 10(5) Hornspyrnur: 4 - 8 Rangstöður: 1 - 5 Leikskipulag: 4-4-2 Birkir Kristinsson M Unnar Hólm Ólafsson Tom Betts M Tryggvi Bjarnason M Hjalti Jóhannesson Ian Jeffs M Bjarni Geir Viðarsson Atli Jóhannsson M Bjarni Rúnar Einarsson (Stefán Björn Hauksson 88.) Gunnar Heiðar Þorvaldsson Andri Ólafsson Kristján Finnbogason M Jökull I. Elísabetarson Gunnar Einarsson M Kristján Örn Sigurðsson Sigursteinn Gíslason (Bjarki Gunnlaugsson 67.) Arnar Jón Sigurgeirsson M (Garðar Jóhannsson 84.) Sigurvin Ólafsson M Þórhallur Örn Hinriksson Kristinn Hafliðason Veigar Páll Gunnarsson M Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Sigþór Júlíusson 51.) Gul spjöld: Willum Þór Þórsson, KR (34.) fyrir mótmæli.  Sigurvin Ólafsson, KR (70.) fyrir brot  Tryggvi Bjarnason, ÍBV (78.) fyrir brot.  Rauð spjöld: Engin BIRKIR Kristinsson, markvörður ÍBV, sagði eftir leikinn að úrslitin hefðu verið sanngjörn miðað við gang leiksins. „Kári var í stóru hlutverki í þessum leik. Við vor- um nokkuð sáttir við að halda hreinu á móti rokinu í fyrri hálf- leik og vonuðumst til þess að ná að setja eitt í þeim seinni, en það tókst ekki og ég held að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit og við verðum bara að sætta okkur við eitt stig.“ Löngum þótt gott hjá KR að ná í stig til Eyja „Mér fannst leikmenn beggja liða standa sig ótrúlega vel miðað við aðstæður,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, og bætti við að menn hefðu reynt að taka bolt- ann niður og spila honum og það hefði tekist vel á köflum. „Það eru alltaf hörkuleikir þegar þessi lið mætast og menn berjast um alla bolta. Að þurfa líka að berjast við vindinn gerir þetta erfiðara fyrir leikmenn en þeir eiga hrós skilið fyrir að reyna að spila fótbolta.“ Willum sagði að sér hefði þótt KR ívið sterkari í leiknum og ef sigurinn hefði átt að lenda öðrum hvorum megin hefði KR frekar átt skilið að sigra. „En þetta mót er bara svona, það þarf að berjast fyrir hverju einasta stigi í þessu og það hefur nú löngum þótt ágætt fyrir KR að sækja stig út í Eyjar þótt við hefðum að sjálf- sögðu viljað sigur.“ Sanngjörn úrslit  Á laugardag mættust FH og Þróttur í fyrsta skipti í efstu deild í knattspyrnu frá því árið 1985. Þá var Ingi Björn Albertsson spilandi þjálf- ari FH-inga en Jóhannes Eðvalds- son þjálfaði Þrótt.  DENNIS Bergkamp, sóknarmað- ur Arsenal, segist ætla að hætta knattspyrnuiðkun fái hann ekki þann samning sem hann telur sig eiga skilinn. Bergkamp hefur staðið í ströngum samningaviðræðum við Arsenal undanfarna daga en for- ráðamenn liðsins hafa tjáð Berg- kamp að litlir peningar séu til hjá fé- laginu sökum þess að liðið sé að byggja sér nýjan völl.  PATRICK Viera, fyrirliði Arsen- al, skrifaði um helgina undir nýjan þriggja ára samning við Lundúnalið- ið. Getgátur voru uppi um að kapp- inn væri hugsanlega á leið til Real Madrid eða Manchester United.  WAYNE Rooney, sóknarmaður Everton, er ekki til sölu. Um helgina var haft eftir stjórnarmanni Chelsea að liðið ætlaði sér að bjóða í Wayne Rooney en forráðamenn Everton brugðust skjótt við og sögðu Rooney ekki til sölu.  GEORGE Best, fyrrum leikmaður Manchester United og Norður-Ír- lands í knattspyrnu, ætlar að selja þau verðlaun sem hann fékk fyrir að vera kosinn leikmaður ársins í Evr- ópu og á Englandi árið 1968. „Ég hef séð um mína fjölskyldu fjárhagslega undanfarin ár, Nú ætla ég að reyna að fá pening sem ég get sjálfur not- ið“, sagði George Best og þvertekur fyrir að vera orðinn blankur. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.