Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 8
Titilbar- áttan orð- in tvísýnni MEÐ tvöföldum sigri Will- iamsliðsins annað mótið í röð á aðeins átta dögum hefur keppnin um heims- meistaratitil bílsmiða gal- opnast. Sömuleiðis er aukin spenna hlaupin í stiga- keppni ökuþóra. Ferrari- liðið hefur nú aðeins þriggja stiga forskot á Williams í keppni bílsmiða, 103:100, eftir kappakstur- inn í Magny Cours í gær. Hefur Williams verið á mik- illi siglingu, hlotið 65 af 72 stigum mögulegum í síð- ustu fjórum mótum en Ferrari 39 á sama tíma og því dregið hratt saman með þeim. Í þriðja sæti er svo McLaren með 85 stig, þar af aðeins 22 í síðustu fjór- um mótum, en liðið missti Ferrari fram úr sér í kan- adíska kappakstrinum í Montreal og Williams í síð- asta móti, fyrir viku í Nür- burgring í Þýskalandi. Með því að komast fram úr Kimi Räikkönen eftir síðasta þjónustustoppið af þremur í gær jók Michael Schumach- er forystu sína á hann í stigakeppninni um heims- meistaratitil ökuþóra í átta stig úr sjö, 64:56. Með 28 stig af 30 mögu- legum í síðustu þremur mótum hefur Ralf Schu- macher svo dregið mjög á forystumennina tvo og er nú aðeins þremur stigum á eftir Räikkönen, 56:53. Og aðeins munar 11 stigum á þeim bræðrum. Eftir eru sex mót svo margt getur breyst á þeim tíma í titil- baráttunni. Sömuleiðis síg- ur Juan Pablo Montoya á – hefur unnið 32 stig í síðustu fjórum mótum – en hann hefur nú 47 stig Í fyrri hálfleik voru það Stjörnu-menn sem réðu ferðinni úti á vell- inum en áttu erfitt með að skapa sér færi. Þeir skoruðu svo á 21. mínútu eftir mikinn atgang í víta- teig Þórs. Eftir tvö skot sem hrukku af varnarmúr Þórs barst boltinn til Brynjars Sverrissonar sem afgreiddi hann snyrtilega í markið. Brynjar hefði getað bætt við tveimur mörkum fyrir hlé en Atli Rúnarsson sá við honum og varði skot hans. Þórsarar mættu mjög ákveðnir í síðari hálfleikinn og fyrstu 15 mín- úturnar lá Stjarnan í vörn. Pétur Kristjánsson fékk þá tvö dauðafæri sem honum tókst ekki að nýta. Á 59. mínútu byrjaði svo hasarinn fyrir al- vöru. Þá hreinlega jarðaði Bjarki Guðmundsson, markvörður Stjörn- unnar, hinn kornunga Þórsara Hall- grím Jónasson í vítateignum. Eftir eitthvað hnoð þeirra á milli hrinti Bjarki Hallgrími og steig svo ofaná hann í þokkabót, þannig að bera þurfti Hallgrím af velli. Þórsarar fengu vitaskuld víta- spyrnu sem Jóhann Þórhallsson skoraði úr. Fátt markvert gerðist svo í leiknum ef undan eru skildar síð- ustu mínúturnar. Brynjar Sverrisson fékk að vísu rautt spjald nýsestur á bekkinn eftir útafskiptingu, og hefur væntanlega sagt nokkur vel valin orð um dómgæsluna. Stjarnan reyndi að knýja fram sigur og átti tvö hörku- skot sem lentu bæði í varnarmönnum Þórsara. Eftir hornspyrnu að marki Þórs lá svo við að uppúr syði eftir að Atla Rúnarssyni og Ólafi Gunnars- syni lenti saman. Ekki var allt búið enn því á 95. mínútu ætlaði Atli Rún- arsson að hreinsa frá marki sínu fyrir utan vítateiginn. Ekki vildi betur til en svo að hann spyrnti að því er virt- ist í hönd aðvífandi Stjörnumanns. Boltinn barst til Valdimars Krist- óferssonar sem sendi hann með glæsilegu skoti í markslána og inn. Að sjálfsögðu fagnaði Valdimar óg- urlega en boltinn skoppaði út úr markinu og á einhvern óskiljanlegan hátt dæmdi aðstoðardómarinn ekki mark. Í staðinn ruku Þórsarar í sókn og eftir gróft brot á einum þeirra var annar Stjörnumaður sendur í bað. Þórsarar hefðu svo getað stolið sigr- inum í lokin en Jóhann skallaði yfir af markteig. Stjörnumenn voru illa von- sviknir í leikslok og ekki nema von. Þeir voru betra liðið, gáfu Þórsurum víti og voru rændir marki í blálokin. Maður leiksins: Ólafur Gunnars- son, Stjörnunni. Allt vit- laust á Akureyri HANN var heldur betur skraut- legur leikur Þórs og Stjörnunnar sem leikinn var á laugardaginn. Mikill pirringur var í leik- mönnum frá fyrstu mínútu og baráttuhugur. Var því lítið gefið eftir. Pústrar voru algengir, leik- menn tuðuðu stanslaust í dóm- aranum og spjöldin hrönnuðust upp. Knattspyrnan sem boðið var upp á var ekki í háum klassa en þó átti hvort lið sínar góðu rispur. Leiknum lauk, 1:1, og hafa Þórsarar því ekki unnið leik á heimavelli í sumar. Einar Sigtryggsson skrifar Ralf Schumacher hóf keppni áráspól, náði góðu starti og hafði forystu alla leið á mark. Vann hann sinn sjötta sigur frá því hann hóf keppni í Formúlu-1 með Jordanliðinu árið 1997. Félagi hans Ju- an Pablo Montoya átti einnig gott viðbragð, svo og Kimi Räikkönen hjá McLaren sem hóf keppni fjórði og komst fram úr Michael Schumacher á leið inn í fyrstu beygju. Heims- meistarinn sneri hins vegar á McLaren-þórana með því að stoppa fimm hringjum seinna en þeir í þriðja og síðasta þjónustustoppi sínu, en þá komst hann fram úr Kimi Räikkönen og David Coulthard og jók því forystu sína á Räikkönen í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra um eitt stig í átta. Coult- hard var í mikilli sókn og hafði dregið félaga sinn uppi, sem þá var þriðji, er hann stoppaði síðasta sinni. Mistókst bensínáfylling hjá honum herfilega; fyrst kom ekkert úr bilaðri dælu og síðan ók hann af stað með bensín- slöngu seinni dælunnar enn fasta við bílinn. Eftir á sagði Coulthard að at- vikið hefði hugsanlega kostað sig þriðja sætið í keppninni. Mark Webber hjá Jagúar stóð sig vel, jafnaði sinn besta árangur í keppni í ár með sjötta sæti, en í sama sæti varð hann í Nüburgring fyrir viku. Komst hann og upp fyrir Gian- carlo Fisichella hjá Jordan og Jen- son Button hjá BAR – en þeir féllu báðir úr leik í dag – í stigakeppni ökuþóra og er í níunda sæti. Rubens Barrichello hjá Ferrari snarsneri bíl sínum á fyrsta hring og féll niður í 18. sæti en ók grimmt alla leið og með vel útfærðri keppnisáætlun – var sá eini af ökuþórum toppliða sem tók aðeins þrjú þjónustustopp – og lauk keppni í sjöunda sæti. Á hann því sinn þátt í að Ferrari hefur enn smáforskot í stigakeppni bílsmiða. Lokastigið vann heimamaðurinn Olivier Panis hjá Toyota en hann varð áttundi á mark. Brasilíumaður- inn Antonio Pizzonia hjá Jagúar stóð sig betur nú en jafnan, varð í 10. sæti. Mirandi á undan Jordan Athygli vekur annars að Minardi- bílarnir komust ekki bara báðir á mark, heldur á undan Jordan og rétt á eftir Sauberbílunum, sem aðeins hafa einu sinni lokið keppni í stiga- sæti frá í Brasilíukappakstrinum er Nick Heidfeld varð áttundi í Nürbur- gring. Fljótlega varð ljóst var hvert stefndi varðandi þjónustuhlé sem eru mun fleiri í ár hjá flestum ef ekki öllum liðum en í fyrra, og ræður breytt fyrirkomulag tímatöku þar mestu um. Pizzonia stöðvaði fyrstur ökuþóranna sem urðu meðal 10 fremstu, kom inn í lok 14. hrings. Co- ulthard stoppaði á næsta hring en aðrir af þeim fremstu á 17. og 18. hring af 70. Gekk stopp Coulthards einstaklega vel og gerði honum kleift að vinna sig fram úr Michael Schu- macher. Räikkönen stoppaði fyrstur fremstu manna öðru sinni, í lok 31. hrings og félagi hans stoppaði á næsta hring, en Montoya á þeim 34. og Schumacherbræðurnir á 35. hring. Montoya dró verulega á félaga sinn í lok annarrar aksturslotu og í slag um þriðja sæti stefndi milli McLaren-félaganna Räikkönen og Coulthard, en ekkert varð úr því vegna mistaka í lokastoppi Coult- hards. Fernando Alonso hjá Renault var kominn í sjötta sæti er vélarbilun felldi hann úr leik á 44. hring og á þeim næsta biðu sömu örlög Gian- carlo Fisichella hjá Jordan. Þegar hér var komið sögu hafði Barrichello mjakast upp í áttunda og síðasta stigasætið og rétt á eftir stóðu eld- tungur undan vélarhlíf Renaultbíls Jarno Trulli. Tveir starfsmenn McLaren-liðsins féllu um koll er Coulthard hugðist taka af stað úr hinu misheppnaða stoppi á 49. hring. Tapaði hann miklum tíma og Michael Schumacher tókst að komast fram úr honum og reyndar Räikkönen einnig er hann stoppaði þriðja sinni nokkr- um hringjum seinna, eða í lok 53. hrings. Räikkönen varð síðan fyrir því að bremsudiskur bilaði svo hann hafði nær engar bresmur síðustu þrjá hringina. Það sem eftir var „krusuðu“ Williamsbílarnir til öruggs sigurs og að því er virtist fyr- irhafnarlítils. Eru ökuþórar þess greinilega til alls vísir og mótin í Magny Cours og Nürburgring fyrir viku eru markverð sakir þess að í hvorugu þeirra átti Ferrariliðið möguleika á sigri; hinir nýju F2003- GA fákar hafa ekki sömu yfirburði og 2002-bíll liðsins, sem fyrst og fremst er þó til marks um framfarir annarra liða. Einnig á þar hlut að máli að Mic- helin virðist hafa náð forskoti á Bridgestone í keppni dekkjafram- leiðendanna; þeirra barðar virðast gagnast betur sem stendur. AP Þjóðverjinn Ralf Schumacher á Williams BMW-bifreið sinni vann annað mót sitt í röð í gær. Williams óstöðv- andi á sigurgöngu RALF Schumacher hjá Williams hafði mikla yfirburði er hann ók til sigurs í franska kappakstrinum í Magny Cours. Fyrir viku vann hann Evrópukappaksturinn í Nürburgring og er því á mikilli siglingu. Sem og Williamsliðið sem tekið hefur stórstígum framförum í sum- arbyrjun því annað mótið í röð átti það tvo fyrstu bíla á mark. Virð- ast þátttaskil hafa orðið í Nürburgring og liðið lætur aldeilis til sín taka í keppninni um heimsmeistaratitla bílsmiða og ökuþóra. Ágúst Ásgeirsson skrifar  VALA Flosadóttir, úr ÍR, stökk 4,07 metra í stangarstökki á móti í Gautaborg á föstudagskvöldið og hafnaði í 3. sæti. Vala stökk 4,05 á sama stað í gær og varð í 2. sæti.  ÓÐINN Björn Þorsteinsson, kringlukastari úr FH, varð í fjórða sæti á ofangreindu móti í Gauta- borg, kastaði 49,16 metra. Gauti Jó- hannesson, UMSB, hljóp 1.500 metra á 3.54,03 mín.  ÍSLANDSMETIÐ í bekkpressu í 90 kílóa flokki var slegið þrívegis á Héðinsmótinu sem haldið var í tengslum við Færeyska daga í Ólafs- vík um helgina. Hermann Her- mannsson úr Ólafsvík byrjaði á að lyfta 206,5 kílóum. Jón Gunnarsson bætti um betur, lyfti 207,5 kílóum en Hermann endurheimti metið með því að lyfta 208 kílóum.  JÓN Björn Björnsson tvíbætti Ís- landsmet Auðuns Jónssonar í 125 kílóa flokki, lyfti fyrst 251 kílói og síðan 255 kílóum.  PADRAIG Harrington gekk ekki vel á Opna Evrópumótinu sem fram fór á K Club vellinum við Dublin á Ír- landi, nokkurs konar heimavelli Harringtons. Hann lék á þremur yf- ir pari og þarf því að laga ýmislegt fyrir Opna breska sem hefst í næstu viku. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.