Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 8
FÓLK  BJÖRGVIN Vilhjálmsson er geng- inn á ný til liðs við bikarmeistara Fylkis í knattspyrnu. Björgvin lék með liðinu á síðustu leiktíð en hélt til Danmerkur í haust en er nú kominn aftur heim.  CHELSEA sigraði Newcastle 5:4 eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Asíu bikarsins sem fram fór í Malas- íu í gær. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framleng- ingu. Eiður Smári Guðjohnsen skor- aði úr sinni spyrnu í vítaspyrnu- keppninni.  LIVERPOOL sigraði í gær úrvals- lið frá Hong Kong með sex mörkum gegn engu í leik sem fram fór í Hong Kong. Emile Heskey og Milan Baros gerðu tvö mörk fyrir Liverpool og þeir Vladimir Smicher og franski nýliðinn Anthony Le Tallec eitt mark hvor.  WAYNE ROONEY, miðherji Everton og enska landsliðsins í knattspyrnu, getur ekki leikið með félögum sínum í fyrstu leikjum úr- valsdeildarinnar vegna meiðsla á ökkla. Rooney meiddist í æfingaleik um helgina.  ÞÝSKA knattspyrnuliðið Borussia Dortmund hefur fengið franska markvörðinn Guillaume Warmuz frá Arsenal. Fyrir helgi keypti Arsenal markvörðinn Jens Lemann frá Dort- mund. Warmuz verður varamark- vörður fyrir Roman Weidenfeller hjá þýska liðinu.  ARSENAL borgaði Dortmund 1,5 millj. punda fyrir Lemann, sem mun leika sinn fyrsta leik fyrir Arsenal gegn tyrkneska liðinu Besiktas á morgun.  HOLLENSKA liðið PSV Eindhov- en hefur áhuga á að fá Giovanni van Bronckhorst frá Arsenal.  KNATTSPYRNUMANNINUM, Ali Benarbia sem tilkynnti á dögun- um að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna hefur skyndilega snú- ist hugur og hyggst hann leika með Al-Rayyan frá Qatar á næstu leiktíð. EVRÓPUMEISTARINN í 50 metra baksundi karla, Þjóðverj- inn Thomas Rupprath, bætti heimsmeistaratitlinum í safn sitt í gær er hann synti á tím- anum 24,80 sekúndum í Barce- lona á Spáni. Rupprath setti í leiðinni nýtt heimsmet sem var í eigu Bandaríkjamannsins Lennys Krayzelburgs, 24,99 sek., sem hann setti á Ólympíu- leikunum í Sydney árið 2000. Rupprath varð annar í sund- inu á HM fyrir tveimur árum en að þessu sinni var Matthew Welsh frá Ástralíu annar á 25,01 sek og Suður-Afríkumað- urinn Johannes Gerhardus Zandberg varð þriðji á 25,07 sek. Rupprath með heimsmet ÁTRALSKI sundmaðurinn Ian Thorpe er nú sá sundmaður sem hefur unnið til flestra gull- verðlauna á heimsmeistaramótum í sundi frá upphafi og er nú einnig við hlið Þjóðverjans Michaels Gross hvað varðar heildarfjölda verðlauna á HM frá upphafi. Gross fékk 13 verðlaunapeninga á ferli sínum á HM og með silfurverð- launum í gær á lokadegi HM nældi Thorpe í þann 13. á sínum ferli. Thorpe er aðeins tvítugur að aldri og tók þátt á HM í fyrsta sinn árið 1998, 15 ára gamall, en hann á nú ellefu gullverðlaun frá HM, ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Gross fékk fimm gullverðlaun á sínum ferli. Jim Montgomery frá Bandaríkj- unum er næstur á eftir þeim Gross og Thorpe með átta gullverðlaun, en í kvennaflokki náði Jenny Thompson í tólf verðlaun á sínum ferli. Thorpe segir að það sé vafa- samt að hann nái að jafna metið sem Mark Spitz setti á Ólympíu- leikunum árið 1972 í München en Spitz náði þar í sjö gullverðlaun. „Ég held að það muni aldrei ger- ast aftur,“ segir Thorpe. Reuters Ástralski sundkappinn Ian Thorpe stóð sig vel á heimsmeist- aramótinu í sundi í Barcelona. Thorpe að hlið Gross Örn Arnarson komst ekki í und-anúrslit í 50 metra baksundi á heimsmeistaramótinu sem lauk í Barcelona á sunnudag. Örn synti á laugardaginn í riðlakeppninni og setti Íslandsmet á tímanum 26,18 sekúndum og varð hann í 19. sæti af 89 keppendum. Örn átti gamla Íslandsmetið sjálfur og synti 14/100 úr sekúndu hraðar að þessu sinni. Íris Edda Heimisdóttir keppti einnig á laugardaginn og endaði í 34. sæti í 50 metra bringusundi en alls voru 59 keppendur skráðir til leiks. Íris Edda bætti árangur sinn í greininni um 2/10 úr sekúndu. Kvennasveit Íslands tók þátt í 4x100 metra fjórsundi og setti sveitin Íslandsmet og endaði í 15. sæti. Sveitina skipuðu Anja Ríkey Jakobsdóttir, Íris Edda Heimis- dóttir, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir og Lára Hrund Bjargardóttir. Íslandsmet hjá Erni og kvenna- sveitinni BANDARÍSKI táningurinn Michael Phelps var án efa maður Heims- meistaramótsins í sundi sem lauk í gær en Phelps sem er aðeins 18 ára gamall bætti tveimur heimsmetum í safn sitt á lokadeginum. Hann bætti eigið heimsmet í 400 metra fjór- sundi og kom í mark á 4.09,09 mín- útum og hafði hann þá sett fimm heimsmet í Barcelona. Skömmu síð- ar mætti Phelps til leiks í 4x100 metra fjórsundi með sveit Banda- ríkjamanna og þar bætti hann við enn einu heimsmetinu og fimmtu gullverðlaunum sínum á HM. Phelps á heimsmetin í 100 og 200 metra flugsundi, í 100 og 200 metra fjórsundi. Phelps með enn eitt heimsmetið Reuters Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps fagnar heimsmeti. GRANT Hackett frá Ástr- alíu er konungur lang- sundsins eftir að hafa unnið 1.500 metra skrið- sund á þriðja heimsmeist- aramótinu í röð en það hafði aðeins einn sund- maður afrekað áður, Ian Thorpe sem er landi Hacketts. Thorpe sigraði í 400 metra skriðsundi á HM í þriðja sinn í Barcelona. Hackett var í sérflokki í 1.500 metra skriðsundi og kom í mark á 14.43,14 mínútum en hann á heimsmetið í greininni. Hackett náði í þrenn gullverðlaun á HM að þessu sinni en hinn 23 ára gamli Ástrali hefur unnið til átta gullverðlauna á HM á ferli sínum. Hackett hefur ekki tap- að í 1.500 metra skrið- sundi frá árinu 1997 en heimsmet hans er 14.34,56 mín sem hann setti árið 2001 á HM í Japan. Hackett hefur ekki tapað frá árinu 1997

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.