Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 . Á G Ú S T 2 0 0 3 B L A Ð B  TÍMINN OG VATNIÐ/2  MÉR FINNST ULLIN ÆÐI/3  ÉG ER EKKI STRÍÐSFÍKILL/4  SKORIÐ Í TRÉ Í SVEIT/6  SUNGIÐ OG SPILAÐ DAGINN ÚT OG INN/7  AUÐLESIÐ EFNI/8  HVER hefði trúað því að óreyndu að legghlífar kæmust aftur í tísku? Fyrir svo skömmu síðan þótti fátt eins hallær- islegt og þessir prjónuðu strokkar sem krumpuðust niður kálfa. En tískan er ólíkindatól og nú vefja þessar hlífar sig aftur um leggi, litrík- ar sem aldrei fyrr og ekki laust við að sumir fái dulítið nost- algíukast og detti aftur inn í diskótímabilið. En það er ein- mitt frá dansinum sem legghlífarnar koma. Dansarar nota þær til að halda lið- um og vöðvum heitum á æfingum. Leik- konan Jane Fonda sagði einmitt ein- hvern tíma að hún bæri þessa vafninga á fögrum leggjum sínum af því að þá liði henni eins og alvörudansara. Og hver man ekki eftir bíómyndinni Flashdance þar sem aðalleikkonan Jennifer Beals flaggar einmitt legg- hlífum í frægum dansatriðum? Bæði fyrrverandi kryddpían Geri Halliwell og þokkadísin Jennifer Lopez hafa litið til fyrrnefndrar kvikmyndar í tónlistar- myndböndum sínum nýlega. Mörg önnur merki eru um að tíska níunda ártugarins gangi aftur þessa dagana. Skærir litir fata og fótabúnaðar sem og glans- og glimmeráferð hvers konar er einn angi af þessu og nú má meira að segja sjá fólk með sítt að aftan. En hvernig tekur ungdómur 21. aldar við legghlífunum? Verslunin Spútnik er ein þeirra sem selur fyrirbærið og Dagbjört Ylfa Geirsdóttir, sem er starfskraftur þar, segir legghlífar mjög vinsælar hjá stelpum á aldrinum 11 til 19 ára. „Neonlitageðveikin virðist ekki höfða til stráka því þeir kaupa ekki legghlífar til að klæðast þeim sjálfir. En stelpurnar eru yfirleitt í sokkabuxum í öðrum neonlit eða röndóttum undir legghlífunum. Þær eru í stuttum bux- um eða pilsi við, en sumar fara í legg- hlífarnar yfir síðbuxur.“ Hún segist ekki hafa orðið vör við að fólk á fertugsaldri kaupi sér legghlífar en fólk í þeim aldurshóp skreytti sig forðum með þeim og þá voru það ekki síður strákar en stelpur. Poppararnir Nick Kershaw og Howard Jones voru til dæmis ófeimnir við að skarta legghlífum. En merkilegt nokk, þeir sem ekki muna legghlífarnar falla fyrir þeim í dag. Hinum finnst þær ennþá óborganlega hallærislegar. Legghlífar ganga aftur Ekki er nauð- synlegt að vera endilega í legghlífum í sama lit á báð- um fótum. Líkams- ræktar- drottn- ingin Jane Fonda hélt tryggð við legghlífar. Upphaflega æfingabún- aður dansara Sokkabuxur og legghlífar frá Spútnik. Mögu- leikarnir á sam- setningu skó- búnaðar, sokkabuxna og legghlífa eru margskonar. Morgunblaðið/Árni Sæberg w w w .d es ig n. is © 2 00 2 Jasper rúm me› stillanlegum botni og heilsud‡nu, fáanlegt í kirsuberi e›a eik. Stær›ir 90x200 cm e›a 90x210 cm. Me› Apple heilsud‡nu kr. 99.800,- Me› heilsud‡nu kr. 119.900,- Ótrúlegt ágústtilbo› til eldri borgara! Horft á sjónvarp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.