Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ÞAÐ verður Íslandskynning sem um munar á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt sem hefst í næsta mánuði. Sýningin, sem jafnan dregur til sín um 1,2 milljónir gesta, verður sér- stök að því leyti að þar verða kynnt- ir margir nýir bílar sem seljast að jafnaði í miklu magni. Þar má nefna nýja kynslóð VW Golf og Peugeot 407, en svo verða þarna líka sýndir vel heppnaðir jepplingar eins og Land Rover Freelander og splunkunýr BMW X3, og svo ofursportbíllinn Mercedes-Benz SLR. Líklega sýnir GM einnig nýja Cadillacinn sinn, SRX. Eitt eiga allir þessir sameig- inlegt – þeir hafa allir komið til Ís- lands. Hér hafa verið gerðar auglýs- ingamyndir af öllum þessum bílum eins og lesendur hafa getað fylgst grannt með í bílablaði Morgunblaðs- ins. Nú síðast var splunkunýr VW Golf, fimmta kynslóð þessa mikla sölubíls, myndaður í bak og fyrir við Sand- skeiðið. Árvökull vegfarandi með góða myndavél náði þar þessari mynd af bílnum en hans var gætt eins og um mikið leyndarmál væri að ræða. Sú er þó ekki raunin því Volkswagen hefur þegar sent út nokkrar myndir af bílnum en eins og aðrir bílaframleiðendur vilja þeir ráða sjálfir hvaða myndir koma fyrir augu almennings þar til bíllinn verður frumsýndur. Mikill viðbúnaður var í kringum bílinn á Sandskeiðinu og þegar Þjóðverjarnir urðu varir við óviðkomandi mannaferðir var bíllinn hið snarasta sveipaður dúk. Það má því búast við að fjölda nýrra bíla í íslensku landslagi beri fyrir augu mikils fjölda í Messe- höllinn í miðborg Frankfurt í sept- embermánuði. Gæslumenn VW opnuðu strax vélarhlífina þegar þeir urðu varir mannaferða á Sandskeiði í síðustu viku. Íslandskynning í Frankfurt Nýr Golf verður 5,7 cm lengri, 2,4 cm breiðari og 3,9 cm hærri en núverandi gerð. Hann kemur á markað hérlendis á næsta ári. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sævar Pétursson nýtur aðstoðar sonar síns Jóhanns við að ýta forsetabílnum inn á verkstæði sitt árið 1998. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Nú er 5 kr. afsláttur hjá Esso á Selfossi er þar fór afslátturinn allt upp í 7 kr. fyrr í sumar. ÓVENJUMIKILL afsláttur hefur verið gefinn fyrir sjálfsafgreiðslu á bensíni sums staðar á landsbyggð- inni að undanförnu. Um daginn var afslátturinn allt að sjö krónum á lítrann á Selfossi og á Akureyri er nú boðinn allt að sex króna afslátt- ur. Í Reykjavík hefur afslátturinn oftast verið fjórar krónur að há- marki. Ólafur Bjarki Ragnarsson, fulltrúi Olís í stjórn flutningsjöfn- unarsjóðs olíufélaganna, segir að þessi aukni afsláttur sé ekki til kominn vegna jöfnunargjaldsins. „Jöfnunargjaldið er hugsað til þess að endurgreiða flutningskostnað vegna bensíns, svo hægt sé að bjóða það á sama verði alls staðar, en í raun dugar það alls ekki alltaf fyrir flutningskostnaðinum. Þessi afslátt- ur er því á kostnað olíufélaganna sjálfra og má því skýra með lög- málum samkeppninnar,“ segir hann. Það er því ljóst að Akureyringar og nærsveitamenn njóta í bili lægra eldsneytisverðs en bifreiðaeigendur sunnan heiða. Afslátturinn er að sjálfsögðu ekki nægur til þess að það borgi sig að bruna til Akureyrar til að taka bensín. Miðað við 8 lítra eyðslu á hundraðið, 93,60 kr. verð á bensínlítra í Reykjavík og 91,60 kr./l. á Akureyri kostar ferðin norð- ur u.þ.b. 5.500 krónur. Því þarf að kaupa yfir 2.750 lítra af 95 oktana bensíni til þess að ferðin borgi sig. Það eru nokkrir brúsar. Ódýrara bensín úti á landi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ennþá stendur yfir verðstríð á Akureyri. Hjá Olís fékkst lítrinn með 5,30 kr. af- slætti. UNNIÐ hefur verið að endursmíði fyrsta forsetabílsins hér á landi, 1942-árgerðar af Packard, og sér nú loks fyrir endann á þeirri fram- kvæmd. Veg og vanda af vinnunni hefur Sævar Pétursson og er bíllinn núna því sem næst endurgerður. Mikil vinna hefur farið í að útvega varahluti í bílinn enda fágætur grip- ur sem lítið er til í. Sævari hefur hins vegar tekist að sanka að sér ýmsum hlutum í gegnum tíðina og auk þess hefur stór hluti verið smíðaður upp á nýtt í bílinn. „Við byrjuðum á þessu árið 1999 að frumkvæði Bílgreinasambandsins og forsetaembættisins. Þessir aðilar vildu að endursmíðinni yrði lokið ár- ið 2000 sem var alla tíð óraunhæft miðað við ástand bílsins. Það hafði ekki verið athugað hvað væri hægt að fá af varahlutum í bílinn eða hvað það kostaði. Ég hef leitað mikið að varahlutum í hann og fengið eitt og eitt stykki. Að öðru leyti hefur yf- irbyggingin að mestu leyti verið smíðuð upp á nýtt því hún var nánast alveg ónýt,“ segir Sævar. Fleiri aðilar hafa komið að þessu máli. Höskuldur Stefánsson smíðaði hurðarbyrðið og sílsana. Blikksmiðj- an Grettir kom einnig að smíði yfir- byggingarinnar. Vélin var tekin upp hjá Þ. Jónssyni Vélaland. Klæðning- in var saumuð af Þórði Sveinssyni fornbílamanni en annað hefur verið unnið á verkstæði Sævars. „Við höfum unnið gríðarlega mikið við bílinn og mikill tími hefur farið í að finna varahluti en það er nánast eins og að leita að saumnál í hey- stakk. Ég fer væntanlega á næstunni til Bandaríkjanna til að finna það sem vantar upp á og í framhaldi af því væri hægt að ljúka endursmíði bílsins endanlega.“ Sævar segir að hægt sé að klára bílinn á mjög stuttum tíma. Hann kveðst ekki vilja svara því hve miklir peningar liggi nú þegar í endursmíði bílsins en hann nefnir sem dæmi að einn starfsmaður hans hafi ekki haft annan starfa í eitt ár en að vinna við forsetabílinn og auk þess unnu tveir aðrir starfsmenn við hann í samtals fimm til sex mánuði. Forsetabíllinn verð- ur einn sá glæsileg- asti hérlendis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.