Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 5
en í fólksbílum, t.a.m. BMW 5, þá líð- ur bíllinn alls ekki fyrir það. Þetta er bíll sem maður treystir sér til að fleygja í beygjur á miklum hraða eins og fólksbíl. Aflið frá 4,6 lítra vél- inni er að hámarki 347 hestöfl, 17 hestöflum meira en í Porsche Cayenne S, og 61 hestafli meira en í BMW X5 4,4 lítra, V8. Þarna teflir BMW því sannkölluðum kraftabíl sem virðist úthugsaður fyrir þýsku hraðbrautirnar. Hann nær 240 km hámarkshraða og nýtist því betur á heimaslóðum en hérlendis þar sem leyfður hámarkshraði fer ekki yfir 90 km á klst. Hröðun úr kyrrstöðu ger- ist á 6,5 sekúndum með sjálfskipting- unni sem er auðvitað ótrúleg hröðun í 2,2 tonna þungu ökutæki. Til sam- anburðar má nefna að BMW X5 4,4 hraðar sér á 7,5 sekúndum og Cayenne S á 7,2 sekúndum. X5 4,6 er með fimm þrepa sjálf- skiptingu með handskiptivali og sér- stakri sportstillingu sem skiptir bíln- um seinna upp en ella. Þetta er ein fullkomnasta sjálfskipting sem völ er á og passar þessum aflmikla bíl afar vel. Þeir sem kaupa BMW X5 4,6 eru ekki að leita sér að jeppa í hefð- bundnum skilningi þess orðs. Hér er á ferðinni fjórhjóladrifinn sportbíll með flestum þeim munaði sem hugs- ast getur og litlu verður þar bætt við. En þarna er enginn millikassi og þar með ekkert lágt drif, en hver færi svo sem að hætta þessum glæsivagni út af malbikinu á 20 tommu felgum og lágbörðum? Verðið er 9.995.000 kr. sem er að sjálfsögðu verulega hátt, líka fyrir þá sterkefnuðu, en þess verður þó að geta að bíllinn er afar vel búinn. BMW X5 virðist því þegar nánar er að gætt samkeppnishæfur í verði við Porsche Cayenne S en hefur umfram hann örlítið meira vélarafl og meiri hröðun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Svert púströr og breið lágbarðadekk á 20 tommu felgum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stór skjár fyrir ýmsar aðgerðir, þ.á.m. sjónvarp, hljómtæki og leiðsögutæki. gugu@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Prufubíllinn var klæddur rauðu leðri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vélin skilar að hámarki 347 hestöflum og togar 480 Nm. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 B 5 bílar Kauptu næsta bílinn þinn beint frá Kanada www.natcars.com 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is Jeep Wrangler Laredo 4,0 HO árg. 1991, ekinn 160 þús., 5 gíra, Verð 800 þús. Toyota Camry LE 2200, árg. 2000, ekinn 69 þús., sjálfsk. Tilboð 1.600 þús. stgr. Subaru Impresa STW Turbo 4WD, árg. 2001, ekinn 33 þús. Verð 2.450 þús. Mitsubishi Pajero 3,2 GLS NEW, árg. 2000, ekinn 77 þús. Verð 3.680 þús. 480 8000 LJÓSMYNDARAR á snærum Auto- media, sem sérhæfir sig í mynda- tökum af bílum sem ekki eru komnir á markað, hafa verið önnum kafnir að undanförnu. Nýlega náðu þeir myndum af bíl sem talinn er vera næsta kynslóð Land Rover Discovery þar sem verið var að prófa hann á götum í Englandi. Svo virðist sem Land Rover-mönnum sé nokk sama þótt bíllinn sjáist því lítið var reynt að fela hann. Eins og myndirnar sýna eru gerðar róttæk- ar breytingar á bílnum sem hefur nánast verið óbreyttur frá því hann kom fyrst á markað. Sjá má að nýi bíllinn fær svipað útlit og flagg- skipið Range Rover en bíllinn er væntanlegur á markað seint á næsta ári sem 2004 árgerð. Frétt- ir herma að breytingar á Discovery 2004 feli m.a. í sér aukið hjólhaf sem verður 288 cm og lengd bíls- ins eykst um 12 cm, verður 483 cm. En jafnframt lækkar bíllinn. Hann verður eins og áður byggður á sjálfstæða grind og talað er um að undir vélarhlífinni verði 2,7 lítra, V6 forþjöppudísilvél sem þróuð er í samstarfi við Peugeot, og 4,2 lítra V8 bensínvél frá Jaguar. Einnig er talið að bíllinn verði boðinn með V6 bensínvél. Automedia hefur líka tölvuunnið njósnamyndir af næstu kynslóð Jeep Grand Cherokee. Ekki er ljóst hvað Automedia hefur fyrir sér í þeim efnum en samkvæmt mynd- unum má búast við miklum breyt- ingum á bílnum sem er vænt- anlegur á markað einnig á næsta ári. Breytingin nær líka til innanrýmisins. Framsvipurinn minnir hins vegar ekki lítið á Range Rover. Nýr Land Rover og Grand Cherokee ÁÐUR en lagt er af stað í ferðalag er hyggilegt að yfirfara bílinn. Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda gefur eftir- farandi ráð: „Er að koma að því að þurfi að smyrja bílinn og skipta um ol- íu, olíusíu og loftsíu í honum og yf- irfara hann? Ef svo er látið gera það strax. Eru dekk og felgur í lagi? Eru dekkin óslitin (mynsturdýpt skal vera minnst 1,5 mm) eða ekki meira slitin en svo að þeim sé treystandi út á þjóð- vegina, ekki síst malarvegina? Er nóg loft í dekkjunum? Er nóg loft í vara- dekkinu? Er tjakkur og felgulykill í bílnum? Er olíubrúsi í bílnum til að bæta á vélina ef olíustaðan lækkar? Er nógur vökvi á kælikerfinu? Er vökvi á rúðusprautukerfinu? Eru þurrkublöðin í lagi? Eru kerti (og platínur) og kertaþræðir í lagi og eru kertaþræðirnir hreinir? Endingar- tími kerta er talinn vera frá 10 til 30.000 km og fer það eftir bílategund og bensíntegund. Óhreinir og lélegir kertaþræðir geta valdið skamm- hlaupi. Þá fer bíllinn ekki í gang. Er viftureimin nægilega strekkt? Er tímareimin orðin gömul? Ef svo er, eða að vafi er um aldur hennar, skipt- ið um hana. Ef hún slitnar stöðvast bíllinn og vélin stórskemmist.“ Tilbúinn í ferðalagið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.