Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is Af sérstökum ástaðum er til sölu rétt nýr Toyota Land Cruiser 90 VX, á götuna 01/03, ek. 11 þús. Silfurgrár með gráu leðri, sjálfsk. Dráttarb. o.fl. Verð 5.120 þús. Ford F250 XLT Lariat, Crew Cab 7,3 TDI, árg. 03/03, ek. 20 þús. Dráttarbeisli, tölvukubbur, leður o.fl. Verð 4.950 þús. Chevrolet Blazer S10 4,3L SL, árg. ´99, ek. 51 þús. Leður, rafm. o.fl. o.fl. Verð 2.450 þús. Dodge Dakota Club Sport, árg.´98, ek. 63 þús. Verð 1.550 þús. Tilboð 1.200 þús. 480 8000 Ath! Bráðvantar á skrá og eða á staðinn Toyota Land Cruiser 90. N Ý KYNSLÓÐ Mitsubishi Lancer verður frumkynnt hér á landi um næstu helgi. Lancer-nafnið er 30 ára gamalt og hefur fyrir löngu fest rætur hér á landi. Samt eru sjö ár síðan nýr Lancer kom á markað og markaðshlutdeildin nánast horfið. Þetta þótti jafnan traustur fólksbíll og hafði líka þá sérstöðu að vera til með sítengdu aldrifi. Mitsubishi hefur reyndar í ljósi lítillar eftir- spurnar í Evrópu eftir fjórhjóla- drifsbílum í þessum stærðarflokki ákveðið að bjóða hann eingöngu með framdrifi. Einnig verður hann einungis fáanlegur í tvenns konar byggingarlagi, þ.e.a.s. sem stallbak- ur og langbakur. Hann verður framleiddur með þremur gerðum bensínvéla, 1,3, 1,6 og 2,0 lítra en einungis þær tvær síðarnefndu rata hingað til lands og engin dísilvél er í augsýn, sem hefði getað stuðlað að enn frekari sölu á bílnum í Evrópu. Loftkæling og álfelgur Þegar best lét, í byrjun tíunda áratugarins, var markaðshlutdeild um 18%, þar af var langstærsti hlutinn Lancer-bílar. Lancer verður boðinn með mikl- um búnaði hér á landi. Stefán Sand- holt, sölustjóri Mitsubishi hjá Heklu hf., segir að Hekla hafi verið braut- ryðjandi á sínum tíma hvað varðar ríkulegan búnað Mitsubishi og á því verði engin breyting nú. Meðal bún- aðar er ABS-hemlakerfi með EBD- hemlunarátaksdreifingu, sex örygg- isloftpúðar, þar af tvær hliðargar- dínur sem almennt er ekki farið að bjóða í bíla í þessum flokki, 15 tommu álfelgur, 15 tommu álfelgur á stallbaksgerðunum ásamt vind- kljúf að aftan og vindskeiðasetti á hliðum. Þá er í bílnum loftkæling, þokulugtir í framstuðurum, upphit- uð sæti, rafmagn í rúðum og úti- speglum, leðurklætt stýri og útvarp með geislaspilara. Lancer verður fáanlegur með tvenns konar vélum fyrst um sinn, þ.e. 1,6 lítra, 98 hestafla vél og 2,0 lítra, 135 hestafla í Sport-útfærslu sem eingöngu er til í skutbílsgerð- inni. Með minni vélinni verður hægt að fá INVECS II sjálfskiptinguna sem er fjögurra þrepa og með hand- skiptivali og frá og með næstu ára- mótum verður 2ja lítra vélin einnig fáanleg með sjálfskiptingu. Beinskiptur stallbakur með 1,6 lítra vélinni kostar 1.895.000 kr. og stallbakurinn kostar 1.995.000 kr. 100.000 kr. bætast við fyrir sjálf- skiptinguna. Langbakurinn með 2ja lítra vélinni kostar 2.260.000 kr. Stefán segir að helsti keppinautur- inn sé Toyota Corolla en þarna eru einnig bílar eins og Nissan Almera, Mazda 323, Peugeot 307, Renault Mégane, VW Golf og Skoda Oct- avia. „Við erum ekki aðeins að keppa við þá í verði heldur líka í búnaði sem við teljum mjög ríflegan í bílnum,“ segir Stefán. 1,6 lítra stallbakurinn er t.a.m. lítið eitt dýr- ari en Toyota Corolla sem í 5 dyra hlaðbaksgerð kostar 1.759.000 kr. Stefán segir að á móti sé Lancer betur búinn og nefnir þar loftkæl- ingu, álfelgur, vindskeiðasett og fleiri öryggisloftpúða sem dæmi um það. Alveg nýr framsvipur er á Lancer. Hár og mikill afturendi skutbílsins vekur athygli. Áherslan á búnaðinn í nýjum Lancer ALLShefur selst 471 Hyundai bíll það sem af er árinu, sem gerir Hyundai að þriðju söluhæstu bílategundinni hér á landi. Þetta er mikil söluaukning frá sama tímabili í fyrra þegar seldust 243 Hyundai bílar. Þá er sportjeppinn Santa Fe annar söluhæsti í sínum flokki og höfðu selst 138 slíkir bílar fyrstu sjö mánuði ársins. Stór- aukin markaðssókn Hyundai á sér margþættar skýringar, að mati umboðsaðilans, B&L. „Má þar m.a. nefna að þessi suð- ur-kóreski framleiðandi hefur komið vel út úr áreið- anleikakönnunum, nú síðast í árlegri könnun bandarísku neytendasamtakanna með næst lægstu bilanatíðnina. Þá eru ábyrgðarskilmálar Hyundai rúmir, en nýjum Hyundai bíl- um fylgir 3 ára ábyrgð með ótakmörkuðum akstri. Síðast en ekki síst eru allar níu gerðirnar af Hyundai bílum á hagstæðu verði.“ Þegar nánar er að gáð eru það einkum þrír bílar sem standa undir mestu sölunni á merkinu. Eins og fyrr segir er Santa Fe annar söluhæsti bíllinn í jepplingaflokki og þá hefur smábílnum Hyundai Getz verið af vel tekið, 124 seldir bílar, og talsvert selst af Terracan jeppanum, eða samtals 42 bílar. Hyundai þriðji sölu- hæstur Morgunblaðið/Ásdís Sala á notuðum Starex gengur vel enda lítið um sjö manna bíla. MIÐAÐ við stóraukna sölu á Hyundai virðist sem ótti við lægra endursöluverð á kóreskum bílum sé á undanhaldi. Eða er það lægra? Bílasalar sem haft var samband við sögðu að vel gengi að selja ákveðnar tegundir notaðra Hyundai bíla en yfirleitt væri teng- ing á milli sölutalna nýrra bíla og notaðra. Nýr bíll sem mikið selst af ýtir sem sé undir söluna á not- uðum bíl sömu tegundar. Aðrar tegundir væru þyngri. Hyundai Starex seldist þó t.a.m. mjög vel enda væri lítið framboð af sjö manna bílum á mark- aðnum. Mjög vel gengi að selja Santa Fe og það litla sem komið hefði af Terracan inn á bílasölurnar færi fljótt. Verr gengi að selja Sonata og Elantra. Bílgreinasambandið gefur út viðmiðunarverðskrá á Netinu, (www.bgs.is), og segja bílasalar að sölu- verðið fari langt undir viðmiðunarverðið þegar um óvinsælli tegundir Hyundai sé að ræða. Santa Fe, Terracan og Starex haldi sér betur í verði og séu í takt við viðmiðunarverð Bílgreinasambandsins. Þess vegna þurfi að slá talsvert af verði bíla eins og Sonata og Elantra, eða alveg frá 15-20%. Líklegt þykir að endursöluverð haldist gott á nýjasta bílnum, Getz, enda seljist hann afar vel og virðist traustur bíll. Þarna sé þó hörð samkeppni frá Toyota Yaris, sem mikið er til af, Opel Corsa og fleiri bílum. En hvernig er endursalan? LENGI hefur verið óger- legt að fá lán til kaupa á mótorhjólum á Íslandi en bílalán hafa verið vinsæl við kaup á nýj- um bifreiðum. Nú hefur verið brotið blað í þeim málum því frá og með fimmtudeginum 28. ágúst verða slík lán fá- anleg hjá Arctic Trucks, umboðsaðila Yamaha á Íslandi. Um er að ræða lán til kaupa á götuhjól- um, fjórhjólum og tor- færutækjum. Lánshlutfall er allt að 70% af kaupverði og er lánað til mest 5 ára. Almennt verður lántaki að vera orðinn 30 eða 35 ára og hjólin ábyrgðar- og kaskótryggð allan lánstímann. Vextir og lán- tökugjöld eru þau sömu og á sam- bærilegum bílalánum. Lánin eru mismunandi eftir því hvort um er að ræða kaup á götuhjóli, torfæru- hjóli eða fjórhjóli. Þannig er t.d. lánshlutfallið mest við kaup á götuhjóli en minnst við kaup á torfæruhjóli. Morgunblaðið/Jim Smart Nú bjóðast lán til kaupa á mótorhjólum. Arctic Trucks fyrstir til að bjóða lán til mótorhjólakaupa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.