Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar S Á SEM þetta skrifar hefur oft velt því fyrir sér hvort þeir hæfileikar og áhugi sem akstursíþróttamenn hafa, séu í genunum. Í því sambandi má nefna bræður, systur, feðga, mæðgin og feðgin. Sennilega eru þekktastir bræðra hér á landi þeir Jón og Ómar Ragnarssynir, sem óku í rallkeppnum um árabil og oft- ast til sigurs. Nú hafa bræðurnir og synir áðurnefnds Jóns, þeir Rúnar og Baldur, verið mjög áberandi í akstursíþróttaheiminum hér á landi síðustu ár og auðvitað þeir feðgar saman og oftast þá Rúnar og Jón. Einnig hafa börn Ómars sýnt hæfni sína fyrr á árum í akstur- keppnum og ekki má gleyma henni frú Helgu Jóhannsdóttur eiginkonu Ómars, sem sýndi það og sannaði að kvenkyns ökumenn eru ekki síðri en karlarnir. Úlfar Eysteinsson stór- kokkur er búinn að vera lengi við- loðandi rallkeppnir og er enn að. Finnast seint þeir menn sem virð- ast hafa jafngaman af íþróttinni. Guðný dóttir hans hélt um nokkurt skeið uppi heiðri kvenna undir stýri keppnisbíla. Sigurður Óli Gunnars- son, (stundum kallaður Siggi Síðasti meðal vina sinna), ekur þetta árið á nokkuð öflugri Toyotu og vonandi fær hann annað viðurnefni sem fyrst. Hefur Elsa dóttir hans verið með sem aðstoðarökumaður í nokk- ur ár. Þorsteinn McKinstry er göm- ul rallkempa sem hefur nú á þessu ári komið aftur til leiks eftir að hafa verið burt frá sportinu í allnokkur ár. Bróðir hans Þórður og sonurinn Guðmundur hafa verið að reyna fyr- ir sér í sumar sem aðstoðaröku- menn. Allir ralláhugamenn muna eftir dalabóndanum Erni sem keppti mörg ár á Trabant með ótrú- legum árangri. Ægir sonur hans hefur haft óþrjótandi áhuga á sportinu og mætt með marga óvenjulega bíla til leiks. Út í hinum stóra heimi þar sem keppt er til heimsmeistara þekkjum við nöfn bræðra eins og Schumac- her í formúlunni, Mcrae í rallinu en þeir Colin og Alister eru kannski í kunnuglegri stöðu, en Jimmy pabbi þeirra var einn af fremstu rallöku- mönnum Bretlands fyrr á árum. Frá Noregi koma bræður sem heita Petter og Henning Solberg. Þeir eru báðir úrvals ökumenn og senni- lega er „Pétur frændi okkar“ hugs- anlegur heimsmeistari á næstu ár- um, en hann ekur fyrir Subarukeppnisliðið. Til gamans má geta að pilturinn sá arna var víst hér á Íslandi á dögunum í brúð- kaupsferð, ef marka má fréttir af Rally.is. Eflaust eru fleiri einstaklingar sem greinarhöfundur man ekki eftir nú, en getur þó staðfest að ung börn þeirra akstursíþróttamanna sem hann þekkir hafa svo sannarlega þessa bakteríu. Íslenskt mótorsport þarf því ekki að gjalda þess í fram- tíðinni að geta ekki blómstrað þess vegna. Hins vegar mættu stjórnvöld sjá sóma sinn í að koma upp al- mennilegri aðstöðu fyrir þetta fólk. Bræður, feðgar, mæðgin og feðgin Morgunblaðið/RAX Ómar Ragnarsson keppti á árum áður í ralli með bróður sínum, Jóni. Hérna er hann við draumabílinn sinn NSU Prinz. Morgunblaðið/Kristinn Úlfar Eysteinsson hefur keppt í mörg ár í ralli. Þekktari er hann samt fyrir að töfra fram góðgæti úr sjávarfangi. Elsa Kristín Sigurðardóttir er út- skrifuð úr Húsmæðraskólanum, leik- ur á trompet í Lúðrasveit Grafarvogs og er aðstoðarökumaður föður síns, Sigurðar Óla Gunnarssonar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Feðgarnir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson eru með sigursælustu keppnismönnum í akstursíþróttum. Eru hæfileikar og áhugi fyrir akstursíþróttum arfgengt fyr- irbæri? Þessu veltir Páll Halldórsson fyrir sér þessa dagana. Morgunblaðið/RAX FJÓRÐA umferð Íslandsmeist- armótsins í torfæruakstri var haldin síðastliðin sunnudag við Stapafell á Reykjanesi. Haraldur Pétursson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þessari keppni og hefur nú 11 stiga forystu á Kristján Jó- hannesson sem lauk keppni um helgina í öðru sæti og er jafnframt í öðru sæti í mótinu. Þrátt fyrir að einni keppni sé ólokið þá getur eng- inn náð Haraldi að stigum þar sem einungis eru 10 stig eftir í pottinum. Keppnin fór vel af stað fyrir Harald þar sem tveir af hans helstu keppi- nautum, Björn Ingi Jóhannsson og Sigurður Þór Jónsson, gerðu mistök í fyrstu tveimur brautunum og blönduðu sér ekki í toppbaráttuna eftir það. Eftir fjórðu braut fór að síga á ógæfuhliðina fyrir Harald. „Þetta fór vel af stað en síðan brýt ég öxul í fjórðu braut,“ sagði Har- aldur að keppni lokinni. „Þetta var öxull sem átti ekki að vera hægt að brjóta og því var maður kærulaus með varahluti en aðstoðarmenn mínir gátu lamið þetta saman. Ég hélt að þetta myndi ekki nást því það þarf vanalega að setja þetta í pressu til að ná þessu sundur og saman en þetta hafðist í æsingnum, rétt slapp fyrir horn,“ sagði Har- aldur. Það má segja að Haraldur hafi brotið öxulinn á réttum stað í keppninni því eftir fjórðu braut var stutt hlé á keppni og gafst því meiri tími en ella til að gera við því annars hefði Haraldur líklega ekki náð í fimmtu braut í tíma og mögulega orðið af þeim 250 stigum sem fékkst fyrir þá braut og þar með fyrsta sætinu. „Síðan kom upp startarabilun í næstu braut á eftir en það rétt slapp líka. Þetta var allt á nippinu en hafðist á endanum,“ sagði Haraldur sem var í skýjunum með að vera búinn að tryggja sér titilinn. Hnífjafnt í flokki götubíla Keppnin í flokki götubíla var engu minni því Gunnar Gunnarsson sem vann þann flokk lauk keppni í þriðja sæti í heildarkeppninni og ekki nema fimm stigum frá öðru sætinu. Ragn- ar Róbersson hans helsti keppinaut- ur náði öðru sætinu eftir að þeir höfðu verið hnífjafnir eftir fyrri helm- ing keppninnar. Fyrir þessa keppni voru þeir Gunnar og Ragnar jafnir í flokki götubíla til Íslandsmeistara en með sigrinum um helgina þá hefur Gunnar nú tveggja stiga forskot á Ragnar og því úrslitin til Íslands- meistara langt frá því að vera ljós. Sólarhring fyrir keppni var ekki út- séð um að Gunnar myndi ná að mæta með bílinn í fullu lagi en með mikilli vinnu hans og aðstoðarmanna þá tókst þeim að gera við bílinn og uppskáru þeir laun erfiðisins. „Við erum búnir að vaka lengi núna eftir miklar bilanir og við feng- um hann ekki almennilega í gang fyrr en núna í nótt,“ sagði Gunnar að keppni lokinni. „Við þurftum að prufukeyra og stilla í nótt þar sem varahlutir sem við áttum von á komu bara í síðustu viku og síðan kom upp frekari bilun í gær. Þetta var erfitt en hafðist, þetta var erf- iðisins virði,“ sagði Gunnar sem þótti keppnin vera skemmtileg þar sem brautirnar reyndu jafn mikið á lagni og afl. Halli P. tryggði sér titilinn Haraldur Pétursson var einn ökumanna sem tókst að aka mýrina á enda og dugði það honum til sigurs. Ljósmynd/Gunnlaugur Einar Briem Guðlaugur Sindri Helgason er nýorðinn 17 ára og er hér óragur við börðin á Hellu. Úrslit í heildarkeppni: Haraldur Pétursson 2.015 stig. Kristján Jóhannesson 1.850 stig. Gunnar Gunnarsson 1.845 stig. Gunnar Ásgeirsson 1.690 stig. Ragnar Róbertsson 1.585 stig. Björn Ingi Jóhannsson 1.575 stig. Sigurður Þór Jónsson 1.575 stig. Bjarki Reynisson 1.097 stig. Erlingur Reyr Klemensson 1.095 stig. Daníel Gunnar Ingimundarsson 1.020 stig. Óskar G. Óskarsson 950 stig. Pétur V. Pétursson 335 stig. Karl Víðir Jónsson 210 stig. Garðar Sigurðsson 180 stig. Helgi Gunnarsson 160 stig. Þórður Bragason 60 stig. Úrslit í keppni götubíla Gunnar Gunnarsson 1.845 stig. Ragnar Róbertsson 1.585 stig. Bjarki Reynisson 1.097 stig. Pétur V. Pétursson 335 stig. Karl Víðir Jónsson 210 stig. Þórður Bragason 60 stig. Ö LL ÞAU 25 ár sem Vél- hjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) hefur verið starf- ræktur hefur hann barist fyrir úthlutun framtíðarsvæðis fyr- ir æfingaakstur og keppni á vél- knúnum torfæruhjólum. Góðir hlutir gerast vissulega hægt og út- hlutun Álfsness er vendipunktur í þessu sporti á Íslandi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borg- arstjóri, skrifaði undir viljayfirlýs- ingu um úthlutun svæðisins til VÍK í fyrra, Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra tók fyrstu skóflu- stunguna að brautinni í vor og eft- ir mikla uppbyggingu svæðisins í sumar opnaði Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, svæðið formlega um helgina og ræsti fyrstu keppnina. Freyr með nauman sigur í 80cc unglingaflokki Keppni unglinga var fyrsti dag- skrárliður þéttskipaðrar keppnis- dagskrár VÍK s.l. laugardag. Aron Ómarsson hefur verið alls ráðandi í unglingaflokki í sumar. Hann hóf keppnina af krafti en vélarbilun olli því að hann varð að hætta keppni í fyrri umferð mótsins. Freyr Torfason hefur verið í mik- illi sókn í sumar, greip tækifærið og sigraði. Svavar Friðrik Smára- on sem byrjaði sumarið rólega fann sig vel í leirkenndri mold- arbrautinni, hafði gott vald á hjól- inu og keyrði af þéttu öryggi. Hann gerði harða atlögu að sigri Freys en var hársbreidd frá sigr- inum og varð að láta sér lynda 2. sætið. Samhliða keppni unglinga ók kvennaflokkur. Sara Ómars- dóttir hefur verið dugleg við æf- ingar upp á síðkastið og uppskeran var öruggur sigur á mótinu. Að- alheiður Birgisdóttir varð önnur og með þeim árangri tryggði hún sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Hin unga og knáa Aníta Hauksdóttir krækti í bronz- ið. Sænsku ofurhugarnir stálu sigrinum Rafmögnuð stemning ríkti þegar Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, opn- aði rásblokkirnar á Álfsnesi fyrir Meistaradeild. Brautin var sleip og leirkennd moldin fór snemma að mótast í þrönga skurði við hraðar beygjurnar. Breidd brautarinnar gefur færi á framúrakstri við hverja beygju sem gerði baráttuna óvenju líflega. Svíarnir Fredrik Johansson og Morgan Carlson eru þekktir ökumenn frá Svíþjóð og hafa lengi keppt í sænsku móta- röðinni. Þeir hafa síðustu ár ein- beitt sér að háskaatriðum og sýn- ingastökkum á torfæruhjólum. Mikill fengur var að fá þá til keppninnar enda ekki á hverjum degi sem svo öflugir ökumenn keppa hér á landi. Viggó Örn Viggósson og Ragnar Ingi Stef- ánsson reyndu hvað þeir gátu til að halda í við þá, en skorti fluggír- inn sem þeir keyrðu í allan tímann. Fredrik vann mótið með Morgan fast á hæla sér. Viggó Örn hélt þriðja sætinu og Ragnar Ingi, sem þó virkaði hraðari og öruggari, náði lélegum störtum en náði þó að vinna sig upp í fjórða sætið. Leðj- an hentaði öruggum akstri Hauks Þorsteinssonar vel og hafnaði hann í fimmta sæti. Michael B. David kom skemmtilega á óvart enda bú- inn að æfa stíft við verstu að- stæður. Michael hefur ávallt haft skapið til að keyra á útopnu en með aukinni tækni og ökuleikni hefur honum tekist að fækka mis- tökum. Í stað þess að vera sífellt á hausnum var hann eins og eldflaug í brautinni og magnaðir sprettir hans skiluðu honum 6. sætinu. Sænskt tvíeyki með meistaratakta Um síðustu helgi fór fram þriðja umferð Íslandsmótsins í mót- orkrossi. Keppt var í nýrri braut á Álfsnesi og meðal keppenda voru tveir af bestu ökumönnum Svíþjóðar. Bjarni Bærings var á svæðinu og segir hér frá keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.