Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 B 11 bílar bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM ER HIN nýja íþróttahetja Spánverja vaknaði í heimalandi sínu í fyrradag reið yfir hann holskefla fyrirsagna þar sem frábær frammistaða hans í ung- verska kappakstrinum á sunnudag var lofuð. Var hann ekki aðeins fyrsti Spán- verjinn sem fer með sigur af hólmi í Formúlu-1 kappakstri heldur yngsti ökuþór sem vinnur frá upphafi. „Á frægðartindi aðeins 22ja,“ sagði íþróttadagblaðið Marca í stórri fyr- irsögn en það lagði sjö blaðsíður undir töfrandi sigur Alonso sem ýtti fótboltafregnum af útsíðum – sem er sjaldgæft þegar spænskir íþróttafjöl- miðlar eiga í hlut. „Þetta var sögulegur dagur fyrir spænskar íþróttir,“ bætti Marca við og birti myndir af frá sér numdum bæjarbúum sem fögnuðu á götum úti og dansandi í gosbrunnum í heimaborg hans, Oviedo. Helsti keppinautur Marca, blaðið AS, dró ekkert af sér í viðbrögðum sínum við sigrinum. „Töfra-Alonso hefur klifið Ólympustind Formúlu-1,“sagði blaðið og spáði að meira væri í vændum frá ökuþórnum unga. „Alonso getur orðið arftaki Michaels Schumacher,“ bætti það við og skírskotaði til Miguels Indurain, fimmfalds sigurvegara í frönsku hjólreiðakeppninni Tour de France sem er lifandi goðsögn á Spáni, er það nefndi ökuþórinn „Indurain kappakstursins“. Af almennum fréttablöðum birti El Pais, sem annars leggur forsíðu sína flesta daga undir fréttir af ástandinu í Írak eða viðvarandi ásakanir um spill- ingu í borgarstjórninni í Madríd, flenni- myndir af Alonso þar sem hann gaf sig- urmerki til stuðningsmanna sinna við brautina í Búdapest. „Alonso hinn mikli er maður ársins,“ sagði El Pais og spáði því að framtíðin lofaði miklu fyrir ökuþórinn. Blaðið El Mundo lét sitt ekki eftir liggja og sagði Alonso hafa unnið tröll- aukið afrek, ekki bara með því að verða yngsti kappaksturssigurvegari sög- unnar í Formúlu-1, heldur og með því að láta fótbolta falla í skuggann, að minnsta kosti í einn dag. „Lífið er ekki lengur bara fótbolti á Spáni. Héðan í frá mun börn dreyma um að feta í fótspor þessa unga, hæv- erska og agaða ungmennis, sem drekk- ur ekki, reykir ekki, hefur ímugust á hroka og ekur Renault Clio í frítíma sín- um,“ sagði El Mundo, sem prentaði sér- blað helgað sigri Alonso og yfirskrift þess var: „Spænskur prins Formúlu-1.“ Blaðið ABC sagði að nafn Fernando Alonso væri hér með komið í sögubæk- urnar. „Alonso er mýtan sem okkur vantaði,“ sagði Barcelonablaðið La Vanguardia einfaldlega. „Við munum nefna nafn hans þegar aðrir aka fram úr okkur á hraðbrautunum,“ bætti það við. Reuters Undir lokin var Fernando Alonso orðinn heilum hring á undan ríkjandi heimsmeistara, Michael Schumacher. Fernando Alonso sýnir verðlaunagripinn eftir sigurinn í Ungverjalandi. Lofa sögulegan sigur Alonso Á SAMA tíma og spænskir fjölmiðlar ráða sér vart af kæti vegna jómfrúarsigurs Fernando Alonso í Formúlu-1 rífa ítalskir fjölmiðlar Ferrariliðið nánast á hol fyrir afhroð liðsins í ungverska kappakstr- inum. Rubens Barrichello varð fórnarlamb fátíðrar bilunar er afturhjóla- búnaður brotnaði af bílnum sem flaug út úr brautinni og hafnaði fyrir vikið á öryggisvegg er tæpur þriðjungur var af keppni. Þá varð Mich- ael Schumacher að gera sér áttunda sætið að góðu og víkja fyrir Alonso undir lokin er hann var orðinn hring á undan heimsmeist- aranum. „Sannleikurinn er sagna bestur; þetta var sársaukafullt,“ sagði dag- blaðið La Repubblica. „Við sáum Barrichello missa dekk undan bílnum og klessa eins og hann væri á Trabant. Og Schumacher róa fleka sem skipreika væri,“ sagði blaðið. „Ferrari, verra getur það ekki verið,“ sagði La Gazzetta dello Sport. „Ferrariliðið hefur orðið fyrir mikilli niðurlægingu, einmitt á brautinni þar sem mikilfengleika þess var hampað í fyrra,“ bætir blaðið við. Og annað íþróttadagblað, Tutto Sport, sparaði ekki lýsingarorðin: „Ferr- ari getur ekki neitt, Schumacher var aldrei með,“ sagði það. Corriere della Sera skrifaði að meistaraliðið væri í mikilli kreppu. „Guði sé lof fyrir Alonso,“ sagði blaðið, „hann hrósaði sigri og fækk- aði í leiðinni stigum sem Kimi Räikkönen og Juan Pablo Montoya hefðu annars unnið. Fyrir vikið heldur Schumacher forystu í stiga- keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra.“ Blöðin segja að tími sé kominn til að Ferrariliðið hætti að búa til af- sakanir og reyni frekar að leysa fram úr tæknivandamálum sínum. „Þeir segja okkur að það séu dekkin . . . þá eiga þeir bara að fara til dekkjakallanna og skipta. Þeir segja og að hin liðin hafi bara tekið gíf- urlegum framförum, en ekki hvers vegna Ferraribílarnir eru eins og strætisvagnar í brautinni,“ sagði La Repubblica. Þá lögðust ítölsku blöðin á eitt í skömmum sínum í garð dekkjafyr- irtækisins Bridgestone og hvöttu Ferrari til að skipta um dekkjafram- leiðanda ef það væri ástæðan fyrir því að liðinu hrakar. Ferrari getur einungis svarað gagnrýni með því að spjara sig vel í næsta móti, á heimavelli í Monza! Liðið má búast við ragnarökum úr blaðaátt, endurtaki hörmungarnar í Hungaroring þar. Niki Lauda, sem á sínum tíma varð tvisvar heimsmeistari á Ferr- aribíl, sagði að frammistöðu liðsins í ungverska kappakstrinum mætti jafna við náttúruhamfarir, svo illa myndi hún leggjast í liðið og ítalska stuðningsmenn þess og fjölmiðla. Ferrariforstjórinn Luca di Montezemolo sættir sig ekki við stöðu mála. Hann kallaði forsvarsmenn liðsins saman til fundar í stöðvum þess í Maranello í fyrradag. „Nú eru örlagatímar hjá Ferrari því keppinautar okkar, sem ekki hafa fagnað sigri um margra ára skeið, eru mjög öflugir. Árangur og atvik eins og þau sem við urðum vitni að í gær [sunnudag] mega aldrei endurtaka sig og um það vorum við sam- mála. Ég vil sjá Ferrari komast aftur á sigurbraut í Monza 14. sept- ember,“ sagði forstjórinn eftir liðsfundinn. Húðstrýkja Ferrari-liðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.