Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson S KODA hefur á undanförn- um árum vakið athygli á sér með vel smíðuðum og ódýrum bílum sem hefur verið vel tekið í Evrópu. Þarna er átt við Octavia og minni bíl- inn Fabia. Framleiðslulínan hefur að sönnu verið takmörkuð; eingöngu þessir tveir bílar hafa verið fluttir inn hingað til lands á síðustu árum. Á síð- asta ári var Superb kynntur til sög- unnar í Evrópu og nú er hann kominn á markað hérlendis. Superb er bíll í stærri millistærð- arflokki, byggður á sama undirvagn og VW Passat en er tíu cm lengri. Þetta er laglegur bíll á að líta þótt fremur hefðbundinn sé í útliti. Grillið er stórt og margspegla framlugtirnar fremur kantaðar og á framstuðaran- um eru stór loftinntök. Krómlisti er eftir hliðum og meðfram hliðarglugg- um og þótt línurnar minni óneitan- lega á Passat er margt með öðrum hætti. Mikið rými fyrir aftursætisfarþega Superb er fernra dyra bíll með skotti og hefðbundinn í útliti. Lengd- in er 4,80 metrar og tíu cm sem hann hefur umfram Passat nýtist allir fyrir aftursætisfarþegana. Þar er merki- lega mikið rými og þar geta menn teygt úr sér og látið fara vel um sig. Sumir virðast hafa komið auga á að Superb getur verið það sem breskir kalla „chauffeur-driven“ farkostur, þ.e.a.s. forstjórabíll með bílstjóra. Það hefur altént félagsmálaráðherr- ann séð sem nú hefur fengið sinn Su- perb afhentan. Margir hafa látið í ljós ánægju með val ráðherrans og talið hann sýna nægjusemi með þessu vali. En það er ekki allt sem sýnist - Sup- erb er nefnilega vel boðlegur ráð- herrabíll og verðið á þessari gerð reyndar rétt undir 3,5 milljónum kr. En sumir ráðherrar velja fremur þýska eðalvagna, Audi, BMW eða Mercedes-Benz og þeim fylgir tals- vert hærri verðmiði. 190 hestöfl og tiptronic Superb er framleiddur í þremur búnaðarútfærslum og með fimm vél- argerðum. Í fyrstu verður hann ein- göngu fáanlegur með 2ja lítra, 1,8T og 2,8 lítra, V6 bensínvélum. Þá er von á honum seinna með 1,9TDI og 2,5 V6 TDI, sem hægt væri að ímynda sér að hentaði vel til leigu- bílaaksturs. Til reynsluakstursins fékkst til af- nota flaggskipið, Superb í Elegance- útfærslu með 2,8 lítra, V6 bensínvél sem skilar 193 hestöflum. Þetta er sama vélin og boðin er í Passat V6. Superb fæst þó einvörðungu fram- hjóladrifinn en ekki með fjórhjóla- drifi eins og Passat V6. Superb er með tiptronic-sjálfskipt- ingu með handskiptivali og frágeng- inn að innan í anda þýskra eðalvagna - leðraður í bak og fyrir og með við- arklæddum millistokki og viðarlist- um í hurðum, rafmagni í sætum ásamt þremur minnisstillingum o.fl. Lúxusbragur Það er lúxusbragur yfir bílnum að innan. Efnisval er eins og best gerist og gengur - leður, viður og króm, og miðstöðvarristar og stjórnrofar minna á Passat. Prófunarbíllinn er með rafstýrðri sóllúgu en án fjölrofa- stýris sem ætti að vera staðalbúnaður í bíl af þessari gerð. En þarna er að finna flestan þann búnað sem prýðir bíla í þessum flokki eins og skriðstilli, tölvustýrða miðstöð með kælingu og miðstöðvarstillingu fyrir aftursætis- farþega. Staðalbúnaður er líka stöð- ugleikastýring, ESP, sem hægt er að aftengja með hnappi í mælaborðinu. Skott og bensíntankur er opnanlegur innanfrá. Framsætin eru rafstýrð með minni og þau eru með framleng- ingu á setunni sem er þægilegt á langferðum. Þarna er sem sagt flest að finna en bíllinn er laus við tækni- lega ofgnótt sem flækir oft bara málið við aksturinn. Superb er fimm manna bíll en hann hentar best fyrir tvo aftursætisfar- þega því þrátt fyrir tíu cm meiri lengd en Passat nýtist það aðallega þeim sem í aftursætum sitja. Þar er mikið fótarými en bíllinn er ekki breiður að sama skapi. Athygli vekur að regnhlíf er staðalbúnaður í bílnum. Fágaður og hljóðlátur akstur Superb býður upp á fágaðan akst- ur en jafnframt er upptakið alveg við- unandi fyrir þetta þungan bíl, 8,0 sek- úndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Það sem vekur athygli er að Superb jafnast á við þýska lúxusbíla hvað við- kemur hljóðeinangrun. Hröðunin á sér stað á hljóðlátan og virðulegan hátt. Prófunarbíllinn er á 17 felgum og á lágprófílbörðum og hefði því mátt ætla að hann gæti verið dálítið hastur á íslenskum vegum. Sú er hins vegar ekki raunin enda byggt á fram- úrskarandi fjölliðafjöðrunarkerfi VW sem margir þekkja t.a.m. úr Audi A4 og Passat. Bíllinn liggur vel á vegi og er rásfastur. Verð á Superb er frá 2.370.000 kr. fyrir beinskiptan bíl með 2ja lítra, 115 hestafla vél. Elegance sjálfskiptur með V6 vélinni kostar 3.490.000 kr. og staðalbúnaður er t.a.m. 17 tommu álfelgur, tölvustýrð miðstöð, útvarp/ geislaspilari og fleira. Aukabúnaður í prófunarbílnum er leðurklæðning og sóllúga sem samtals kostar 320.000 kr. Leðurklæðning og sóllúga er aukabúnaður. Superb – lúxusgerð af Skoda gugu@mbl.is Það er lúxusblær yfir dýrustu gerð Skoda Superb. Bíllinn er byggður á VW Passat en er 10 cm lengri. 17 tommu álfelgur fylgja dýrustu gerðinni. Superb er flaggskip Skoda og nú ráðherrabíll á Íslandi. Krómskreytingar og stór hjólin gera bílinn virðulegan. REYNSLUAKSTUR Skoda Superb Elegance V6 Guðjón Guðmundsson 4 B MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Vél: 2.771 rúmsentimetri, sex strokkar, 30 ventlar, tveir yfirliggjandi knastásar. Afl: 193 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 280 Nm við 3.200 snúninga á mínútu. Hröðun: 8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Hámarkshraði: 235 km/ klst. Gírskipting: Fimm þrepa sjálfskipting með handskiptivali. Drif: Framdrifinn. Lengd: 4.803 mm. Breidd: 1.765 mm. Hæð: 1.469 mm. Eigin þyngd: 1.565 kg. Farangursrými: 462 l. Hemlar: Diskahemlar, kældir að framan. Hjól: 225/45 17. Eyðsla: 10,9 lítrar í blönduðum akstri. Verð: 3.490.000 kr. Umboð: Hekla hf. Skoda Superb Elegance V6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.