Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 1

Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 1
Gamlar búðir GAMLAR búðir með sögu ogupprunalegt nafn erunokkrar í miðborginni.Hver kannast ekki við Ey- mundsson, Guðstein, Bernhöfts- bakarí og Liverpool, að ekki sé talað um Lífstykkjabúðina eða Andrés? Fullt verslunarfrelsi frá einok- unarverslun Dana komst á hérlendis á árunum 1854-1855, en nokkurt frelsi fékkst fyrr. Í bókinni Íslenzk verslun eftir Vilhjálm Þ. Gíslason frá 1955, kemur fram að í Reykjavík var Knudtzonsverzlun elst, stofnuð 1792 en Knudtzon þessi stofnaði fyrsta brauðgerðarhúsið í Reykjavík sem Daníel Bernhöft stjórnaði og er grunnur hins góðkunna Bernhöfts- bakarís, sem talið er að sé elsta starfandi verslun í Reykjavík, stofn- uð árið 1834. Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar á sér eins og Bernhöftsbakarí langa sögu og hefur gengið í gegn- um miklar breytingar en verslunin var stofnuð á áttunda áratug nítjándu aldar. Annað fyrirtæki er gengið hefur í gegnum miklar breyt- ingar frá stofnun, heitir nú TVG- Zimsen og er flutningafyrirtæki, en rætur þess liggja allt til ársins 1894 þegar Jes Zimsen stórkaupmaður hóf rekstur verslunar í Reykjavík. Um og upp úr aldamótunum 1900 stofnuðu Íslendingar verslanir í auknum mæli og enn er t.d. starf- andi Jón Sigmundsson skartgripa- verslun á Laugavegi sem var stofn- uð árið 1904. Kjörbúðin Vísir er blómstra enn Morgunblaðið/Jim Smart einnig meðal elstu starfandi versl- ana í Reykjavík og fleiri eiga sér langa sögu. Á tímum innflutningshafta og gjaldeyrisskorts á krepputímum og fram eftir liðinni öld, voru klæð- skerar á meðal þeirra sem gátu gert mikið úr litlu með því að flytja inn efni og sauma í stað þess að flytja inn tilbúin föt eins og nú. Andrés Andrésson klæðskeri og síðar Bern- harð Laxdal klæðskeri voru á meðal þeirra sem ráku saumastofur og verslanir. Verslanirnar starfa enn og eru þekktar undir upphaflegum nöfnum. Á sama hátt var rekin saumastofa samhliða Lífstykkjabúð- inni sem stofnuð var árið 1916, en lífstykkjasaumur er nú aflögð iðn- grein. Nöfnin þekkt að góðu 4 F Ö S T U D A G U R 2 9 . Á G Ú S T 2 0 0 3 B L A Ð B  TYGGJÓKLESSURNAR BURT!/2  DAÐUR Í DULARGERVI/2  Í QAQORTOQ Á GRÆNLANDI – HREINDÝRASTEIK Á TUNNUVERK- STÆÐINU/6  AUÐLESIÐ EFNI/8 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.