Morgunblaðið - 31.08.2003, Síða 5

Morgunblaðið - 31.08.2003, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 D 5 Störf í grunnskólum Reykjavíkur Foldaskóli, sími 567 2222 Skólaliði, aðalstarf í mötuneyti. Skólaliði í 3 mánuði, vegna forfalla. Fossvogsskóli, 568 0200 Starfsmaður skóla, vinnutími kl. 8.00-14.30. Hagaskóli, sími 535 6500 Skólaliði. Stuðningsfulltrúi. Ræstingar. Hamraskóli, sími 567 6300 Kennari fyrir 2.-3. bekk Ingunnarskóli, sími 585 0400 Skólaliðar, heilar stöður og hlutastöður. Rimaskóli, sími 567 6464 Starfsmaður skóla til að sinna gangavörslu og aðstoða nemendur. Vogaskóli, sími 553 2600 Baðvarsla drengja, 50% staða. Öskjuhlíðarskóli, sími 568 9740 Stuðningsfulltrúar í skóladagvist eldri nem- enda, hlutastörf eftir hádegi. Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðar- skólastjórar í viðkomandi skólum. Umsóknir ber að senda til skóla. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf, umsóknar- frest og grunnskóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík Þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar Svæðisskrifstofa Reykjavíkur mun á næstunni hefja rekstur á íbúðum fyrir fólk með einhverfu í Jöklaseli 2. Íbúðirnar eru 6 með sameiginlegri starfsmannaaðstöðu. Unnið er eftir hugmyndafæði TEACCH. Svæðisskrifstofan leitar eftir einstaklingum með áhuga og metnað til að taka þátt í mótun og uppbyggingu starfsins, með það að mark- miði að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Um er að ræða krefjandi en áhugavert starf í vaktavinnu. Heilar stöður og hlutastörf koma til greina. Leitað er eftir einstaklingum sem:  Hafa jákvæð viðhorf og góða hæfni í sam- skiptum og samstarfi.  Eru skipulagðir í vinnubrögðum.  Eru sveigjanlegir og tilbúnir að tileinka sér nýjungar.  Hafa táknmálskunnáttu (ekki skilyrði). Svæðisskrifstofa býður:  Fræðslu, ráðgjöf og stuðning.  Góða starfsaðstöðu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisins og ÞÍ eða SFR. Umsóknarfrestur er til 15. sept. nk. Upplýsingar um störfin veitir Margrét Guðna- dóttir í síma 561 1180. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Síðumúla 39, 108 Reykjavík. Miðlari Sparisjóðabanki Íslands auglýsir eftir miðlara í viðskiptastofu bankans. Háskólamenntunar á sviði hagfræði, viðskiptafræði eða tæknigreina krafist. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af miðlun, eignastýringu, stöðutöku eða annarri fjármálastarfsemi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Leitað er eftir heiðarlegum, duglegum og áræðnum einstaklingi sem getur unnið náið með góðum hópi fólks á litlum og persónulegum vinnustað. Upplýsingar um starfið veitir Valgeir K. Gíslason í síma 540-4013. Umsóknir með mynd ásamt starfsferilsyfirliti óskast sendar Sparisjóðabanka Íslands, merktar ,,Starf viðskiptastofa" Rauðarárstíg 27, 105 Reykjavík eða á póstfangið vkg@icebank.is, í síðasta lagi 19. september næstkomandi. Sparisjóðabanki Íslands hf. er í eigu allra sparisjóða í landinu. Hann er viðskiptabanki stofnaður 1986 en er þó fyrst og fremst reikningsbanki sparisjóðanna og þjónustubanki þeirra á sviði alþjóðaviðskipta, lausafjárstýringar og fjármögnunar á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum. Bankinn á ekki bein viðskipti við almenning en veitir sparisjóðum og viðskiptavinum þeirra alhliða þjónustu með hvers kyns gjaldeyrisviðskipti, tekur þátt í stórum útlánaverkefnum sparisjóðanna, sinnir ýmsum verkefnum á verðbréfamarkaði og veitir sparisjóðum ráðgjöf og ýmis konar sérfræðiþjónustu. Bankinn leggur áherslu á gott starfsumhverfi og staðlaðar mælingar sýna mikla ánægju starfsmanna.ÍSL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S SP B 22 10 3 08 /2 00 3 www.icebank.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.